Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Page 3
Fréttir 3Mánudagur 30. apríl 2012
Mikill stuðningur
við þjóðaratkvæði
enda Sjálfstæðisflokks eru þeirrar
skoðunar. Hjá kjósendum annarra
flokka og þeirra sem eru óákveðn-
ir fer hlutfall þeirra sem telur nauð-
syn að endurskoða stjórnarskrána
lægst í 80 prósent en mest er þörfin
talin hjá kjósendum Hreyfingarinn-
ar, eða 93 prósent.
Fáir hafa kynnt sér málið náið
Allavega tvær kannanir sem gerðar
hafa verið varpa ljósi á hversu vel
almenningur telur sig hafa kynnt
sér ferlið við breytingu á stjórnar-
skránni. Árið 2010 gerði Capacent
könnun á þekkingu fólks til fyrir-
komulags stjórnlagaþingskosning-
anna. Rúmlega þriðjungur kvaðst
þá þekkja fyrirkomulagið vel eða
fullkomlega, fimmtungur hvorki
vel né illa, en tæplega 46 prósent
sögðust þekkja fyrirkomulagið illa
eða alls ekki. Tæpu ári síðar gerði
MMR könnun á því hvort almenn-
ingur hefði kynnt sér frumvarpið. Í
könnuninni kom fram að rúmlega
helmingur þeirra sem tóku afstöðu
hafði ekkert kynnt sér frumvarp
stjórnlagaráðs til stjórnarskrár, eða
53,1 prósent. Hér er um tvær ólík-
ar kannanir að ræða, sem mæla
ekki afstöðu til sama hlutar. Ann-
ars vegar er um þekkingu á kosn-
ingafyrirkomulagi að ræða og hins
vegar þekkingu á tillögum stjórn-
lagaráðs. Væntanlega hafa þessi
hlutföll tekið einhverjum breyt-
ingum frá því að kannanirnar voru
gerðar. Þær ættu þó að gefa ein-
hverja mynd af áhuga almennings
á að taka virkan þátt í endurskoðun
stjórnarskrárinnar. n
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára. Svarfjöldi: 870
einstaklingar. Dagsetning framkvæmdar: 12.-17. apríl 2012.
Eftir flokkum
Stuðningur við tillögur stjórnlagaráðs
miðað við stuðning við stjórnmálaflokka
Hefur þú kynnt
þér frumvarpið?
Meirihluti styður
66,1% vill að tillögur
stjórnlagaráðs verði lagðar til
grundvallar nýrri stjórnarskrá
86% vilja að ný stjórnarskrá
Íslands innihaldi ákvæði um að
náttúruauðlindir séu þjóðareign
44,6% vilja óbreytt ákvæði
um þjóðkirkju, miðað við núverandi
stjórnarskrá
84,2% vilja persónukjör í
meira mæli en nú er í kosningum til
Alþingis
77,4% vilja að atkvæði
kjósenda alls staðar á landinu vegi
jafnt
86,9% vilja að ákveðinn
fjöldi kjósenda geti krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu
Heimild: MMR – 27. apríl 2012
Afstaða almennings
Framsóknarflokkur
Já 38,5% 61,5% Nei
Sjálfstæðisflokkur
Já 27,1% 79,2% Nei
Samfylkingin
Já 94,8% 5,2% Nei
Vinstri-grænir
Já 91,5% 8,5% Nei
Aðrir flokkar
Já 95,7% 4,3% Nei
Óákveðnir/skila auðu
Já 77,1% 22,9% Nei
H
ei
M
il
d
: M
M
R
n Já
n Nei
33,9%
66,1%
n Já
n Nei
46,9%
53,1%
Heimild: Könnun MMR um hug almennings til atkvæðagreiðslu
um tillögur Stjórnlagaráðs að breyttri stjórnarskrá. Spurt var:
„Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar
frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Niðurstöður sýna sýna fjölda
þeirra sem tóku afstöðu. 54.9% prósent tóku afstöðu aðrir
svöruðu ekki eða vildu ekki gefa upp sína skoðun.“
n Verði ekki haldin
n Verði haldin
og ráði úrslitum
n Verði haldin og
sé leiðbeinandi
24,7%
47,7%
27,6%
Tæpur helmingur
vill að atkvæða-
greiðslan ráði
úrslitum
Heimild: Könnun MMR til afstöðu almennings á hlutverki
þjóðaratkvæðagreiðslu vegna tillagna stjórnlagaráðs.
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára
valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa
MMR. Svarfjöldi: 818 einstaklingar. Dagsetn-
ing framkvæmdar: 15.–18. ágúst 2011.
Heimild: Könnun MMR frá 12 september
2011. Spurt var: „Hefur þú kynnt þér frumvarp
Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár?“
A
ron Pálmi Ágústsson, fyrr-
verandi refsifangi í Tex-
as í Bandaríkjunum, þarf í
næstu viku að svara til saka
í fjársvikamáli sem lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu hefur höfðað gegn honum. Eftir
því sem DV kemst næst á málið ræt-
ur sínar að rekja aftur til ársins 2010
þegar minnst þrjú hótel á höfuð-
borgarsvæðinu kærðu Aron Pálma til
lögreglunnar fyrir að hafa gist á hót-
elunum án þess að greiða fyrir.
Þrjú hótel kærðu
DV sagði frá hótelmálinu í ágúst
2010 en þá var greint frá því að
meint brot hafi verið framin á Hótel
Borg, Hótel Holti og Plaza-hótelinu
í miðborg Reykjavíkur. Þá fékkst það
staðfest hjá Ómari Smára Ármanns-
syni aðstoðaryfirlögregluþjóni að
kærurnar þrjár væru til rannsókn-
ar. Snorri Valsson, móttökustjóri
á Hótel Holti á þeim tíma, sagði í
samtali við DV að Aron Pálmi hefði
þegið ýmsa þjónustu á hótelinu án
þess að greiða fyrir. DV greindi frá
því að brot Arons Pálma væru þess
háttar að hann hefði ýmist stungið
af frá reikningum eða ekki átt fyrir
þeim daginn eftir. „Ég veit til þess í
gegnum samskipti okkar við önnur
hótel að viðkomandi hefur farið á
mörg önnur hótel. Þegar við áttuð-
um okkur á þessu mynstri þá höfð-
um við samráð um að sjá til þess að
þetta gerðist ekki aftur. Það eiga all-
ir að sjálfsögðu að greiða fyrir þjón-
ustuna og sem betur fer er þetta
sjaldgæft. Þegar svona kemur upp
tökum við það föstum tökum. Þetta
er meira en við getum sætt okkur við
án þess að tilkynna það til lögreglu,“
sagði móttökustjórinn í samtal við
DV um málið þá.
Átt erfitt uppdráttar
Þriðjudaginn 8. maí næstkomandi
verður ákæra lögreglustjórans á höf-
uðborgarsvæðinu á hendur Aroni
Pálma vegna fjársvika þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir því
sem DV kemst næst snýst málið um
meint hótelsvik. DV hefur ekki náð í
Aron Pálma vegna málsins.
Aron Pálmi virðist hafa átt erfitt
með að fóta sig eftir að hann var lát-
inn laus úr fangelsi í Texas þar sem
hann var aðeins þrettán ára gamall
dæmdur til þungrar refsingar fyr-
ir kynferðisbrot gegn ungum dreng.
Hann var áberandi í fjölmiðlum hér
á landi eftir að hann var látinn laus
en hefur undanfarin misseri látið lít-
ið fyrir sér fara. DV hefur sagt frétt-
ir af árangurslítilli atvinnuleit hans
á undanförnum árum og þá viður-
kenndi hann að þurfa að safna dós-
um og flöskum til að ná endum sam-
an um hver mánaðamót.
aron PálMi
fyrir dóM
n Ákærður fyrir fjársvik n Stakk af frá hótelreikningum„Þetta er
meira en
við getum sætt
okkur við án þess
að tilkynna það
til lögreglu
Í slæmum málum Aron Pálmi
var kærður til lögreglu fyrir að
svíkja gistingu og þjónustu út
úr hótelum í Reykjavík. Ákæra
verður þingfest í héraðsdómi í
næstu viku.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
K
arolinska-sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi hefur krafist þess að
ferðaskrifstofan All Iceland fjar-
lægi tafarlaust af vefsíðu sinni
staðhæfingu þess efnis að „hið heims-
fræga Karolinska Institute“ hafi hafið
rannsóknarprógramm til að staðreyna
góð áhrif detox-meðferðar Jónínu
Benediktsdóttur. Auglýsingin hefur
verið tekin niður en í henni stóð að
rannsóknir Karolinska-sjúkrahússins
reyndist Detox heilsuhótelunum á Ís-
landi mikill stuðningur.
„Þetta er bara rógur“
Jónína Benediktsdóttir segist ekki hafa
aðkomu að málinu og segist aldrei
hafa sett fram fullyrðingu um að detox-
meðferð hennar sé studd rannsókn-
um Karolinska-sjúkrahússins. „Þetta
er bara einhver rógur sem mér kemur
ekki við. Þetta hlýtur að hafa verið mis-
skilningur forsvarsmanna þessa fyrir-
tækis. Reyndar veit ég til þess að það
er verið að vinna rannsókn á detox-
meðferðum, það er íslenskur læknir,
doktor Ásgeir Helgason, sem vinnur
hjá Karolinska-sjúkrahúsinu. Ég hef
bara það að segja að detox-meðferðir
mínar hafa sýnt góðan árangur í fjölda
ára og eru studdar fjölmörgum rann-
sóknum.“
engin rannsókn var gerð
Frá Karolinska bárust hins vegar svör
frá Claes Keisu, upplýsingafulltrúa
sjúkrahússins.
„Ferðafyrirtækið All Icelend segist
hafa fengið upplýsingarnar frá fyrr-
verandi eiganda Detox-hótelsins, Jón-
ínu Benediktsdóttur. Hún hefur nú selt
reksturinn. Þegar haft var samband
við All Iceland sögðust þeir hafa fengið
rangar upplýsingar. Þeir brugðust við
með því að taka detox-ferðatilboðið af
heimasíðu fyrirtækisins.
Fyrir mörgum árum hafði Jónína
samband við íslenskan lækni sem er
prófessor við sjúkrahúsið. Hún bað
hann um að framkvæma rannsókn
á Detox-meðferð sinni. Hann kynnti
fyrir henni matsform fyrir sjúklinga
hennar til að fylla inn í. Engin rann-
sókn var gerð. Þegar ég talaði við hann
í gær hafði hann ekki minnstu hug-
mynd um að Detox-hótel settu fram
staðhæfingar í nafni sjúkrahússins.“
Auglýsing fjarlægð
n Vitnað í rannsókn sem aldrei var gerð
Rógur og misskilningur Jónína
Benediktsdóttir segir málið byggt á mis-
skilningi. Hún hafi aldrei vitnað í rannsóknir
Karolinska-sjúkrahússins.