Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Síða 10
10 Fréttir 30. apríl 2012 Mánudagur A gnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungar- vík, verður næsti biskup yfir Íslandi, fyrst kvenna. Sam- kvæmt nýjustu skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar HÍ mælist Þóra Arnórsdóttir með lang- mest fylgi frambjóðenda í forseta- kosningunum í sumar. Um 49 prósent kjósenda vilja hana sem næsta for- seta Íslands á meðan Ólafur Ragnar Grímsson mælist með 34,8 prósenta fylgi. Þá er forsætisráðherra kona, for- seti Alþingis er kona og í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins eru konur í meiri- hluta í ríkisstjórn Íslands – af níu ráð- herrum eru fimm konur. Gangi það eftir að forseti Íslands verði einnig kona er komin upp söguleg staða á Íslandi þar sem kon- ur gegna flestum af stærstu og valda- mestu opinberu embættum landsins á sama tíma. Aldrei áður í sögunni hefur það gerst. Aldrei fleiri konur á Alþingi Ef sú staða sem nú er komin upp er borin saman við stöðu kvenna eins og hún var um það leyti sem hrunið skall á, sést að mikil breyting hefur átt sér stað. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem sat við völd frá maí 2007 til febrú- ar 2009, voru fjórar konur ráðherrar á móti átta körlum. Það þýðir að konur voru þriðjungur ráðherra. Þá skiptu karlar með sér embætti forseta Alþing- is og á sama tíma gegndu karlar bæði embættum forseta Íslands og biskups. Í æðstu embættum opinberrar stjórnsýslu er hlutur kvenna nú einn- ig sterkur. Af tíu ráðuneytisstjórum er helmingur konur. Enn eru konur þó í minnihluta á Alþingi og hafa aldrei náð því að vera jafnar körlum eða komast í meiri- hluta. Í upphafi þessa kjörtímabils voru konur 42,9 prósent þingmanna. Það er stórt stökk frá kosningunum 2007 þegar konur voru 31,7 prósent þingmanna. Eftir alþingiskosning- arnar 2003 voru konur 30,2 prósent þingmanna. Ekki þarf þó að fara lengra en 30 ár aftur í tímann til að sjá gjörólíka mynd. Árið 1983 voru konur aðeins 5 prósent þingmanna og höfðu verið það frá árinu 1971. Nánar má sjá hvernig hlutur kvenna á Alþingi hefur þróast í töflunni sem fylgir með greininni. Ísland best í heimi fyrir konur Athygli erlendra fjölmiðla og ann- arra aðila sem láta sig kynjajafnrétti varða hefur í auknum mæli beinst að Íslandi á undanförnum árum. Sam- kvæmt tölum sem Alþjóðaefnahags- ráðið tekur saman árlega er Ísland það land í heiminum þar sem best er að vera kona. Ísland hefur topp- að þennan lista síðustu tvö ár. Listi Alþjóðaefnahagsráðsins er byggð- ur á fjórum þáttum sem mæla mis- rétti milli karla og kvenna í 130 ríkj- um um allan heim. Listinn nær til 92 prósenta jarðarbúa. Fyrsta at- riðið á listanum er þátttaka í efna- hagslífi og möguleikar kynjanna til atvinnuþátttöku. Þá er launamun- ur skoðaður og hlutfall kynjanna í störfum sem krefjast mikillar þekk- ingar eða menntunar. Annað atriðið er menntun kynjanna. Þriðja atrið- ið sem ráðið tekur til greina er þátt- taka kynjanna í stjórnmálum og áhrif þeirra á ákvarðanatöku. Fjórða atrið- ið tekur á heilsufarslegum þáttum, svo sem lífslíkum karla og kvenna. Þegar þessir þættir eru allir teknir saman er staða kvenna á Íslandi best í heiminum. Þó að staða kvenna sé greinilega sterk hér á landi í samanburði við aðrar þjóðir eru þær enn eftirbátar karla á ýmsum sviðum. Þannig eru konur með að jafnaði 24 prósentum lægri laun en karlar, sé miðað við fullt starf, samkvæmt launakönn- un SFR. Þegar tekið hefur verið til- lit til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar og vaktaá- lags stendur eftir 13,2 prósenta óút- skýrður launamunur, en árið 2010 var þessi sami óskýrði kynbundni launamunur 9,9 prósent. Karlamenning „Hvað gerðist á Íslandi? Hvað gerð- ist á þremur árum frá efnahagslegu stórslysi yfir í að fullkláraða glæsi- byggingin Harpa reis? Konur tóku völdin í landinu og tóku til hend- inni, það er það sem gerðist,“ segir í grein blaðamannsins Johns Car- lin sem birtist í breska blaðinu The Independent um þarsíðustu helgi. Greinin ber yfirskriftina „Norræn bylting: Kvenhetjur Reykjavíkur“ og í henni er fjallað um hvernig kon- ur hafa tekið við völdum á Íslandi eftir hrun og tekið til hendinni við uppbygginguna. Miðaldra körlum hafi verið kennt um hrunið, meira að segja af öðrum körlum. Stærsti stjórnmálaflokkurinn fyrir hrun var að mestu skipaður körlum, valda- mestu bankamennirnir voru karl- ar og áttu þeir það sameiginlegt að hafa vera hvatvísir og að hafa of- metnast í þeirri trú að lítil fiskveiði- þjóð gæti sigrað heiminn svo að kampavín myndi flæða hér um allt. Hann nefnir að Sigrún Ragna Ólafsdóttir hafi verið ráðin forstjóri VÍS, stærsta tryggingafélags Íslands, og að Rannveig Rist sé forstjóri álris- ans Rio Tinto Alcan. Blaðið ræðir einnig við Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menning- armálaráðherra, um hvernig konur hafi gegnt lykilhlutverki í uppbygg- ingunni eftir hrun. „Margir sögðu að bruðl bankamanna fyrir hrun væri dæmi um karlamenningu. Árið 2009 breyttist tíðarandinn þannig að þetta karlmennskuhugarfar vék. Fólk hugs- aði með sér: „Við þurfum konur með raunhæfar og hagnýtar hugmyndir við völd.“ Það sem við höfum séð síð- an þá er að ef við viljum forðast jafn djúpar krísur og vaxa, þá þurfum við að hugsa til lengri tíma, ekki bara eitt kjörtímabil í einu heldur til 10–20 ára. Það er ekki hugsunarháttur í ríkis- stjórn þar sem karlar væru í algjörum meirihluta. Þetta er kvenlegur hugs- unarháttur,“ segir hún. Kvenleg hagstjórn Katrín nefnir að mörg dæmi séu um hvernig hugsunarhátturinn hef- ur breyst – sveiflast í átt til kvenlegri gilda eftir hrun. „Það er vel hægt að sjá kvenleg áhrif í því hvernig við höfum lagt meiri áherslu á sjálfbæra þróun og með því að byggja upp efnahaginn til lengri tíma og á örugg- ari hátt,“ segir hún. Katrín á þar við að ekki hefur ver- ið ráðist í framkvæmdir sem skapa skammvinnan hagvöxt á borð við álversframkvæmdir á þessu kjör- tímabili, en allt kapp var lagt á slík- ar framkvæmdir í stjórnartíð Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. „Konur hugsa meira um náttúruna. Við vinnum fjárlögin öðruvísi og skattkerfið hefur breyst. Þetta er kynj- uð hagstjórn og hugmyndin geng- ur út á að greina hvernig einstakir þættir hagkerfisins hafa bein áhrif á karlmenn og konur á ólíkan hátt og hvernig þeir ýta undir kynjajafnrétti. Við sjáum líka kvenleg sjónarmið birtast í umræðunni um atvinnumál. Karlar vilja frekar reisa álver á með- an konur leggja meiri áherslu á skap- andi greinar. Við höfum gert listum hærra undir höfði, sérstaklega tón- list og bókmenntum sem skapa jafn miklar tekjur fyrir þjóðarbúskapinn og áliðnaðurinn gerir. Ég er nokkuð viss um að það hefði ekki hvarflað að karlmönnum að fara þá leið,“ segir Katrín við blaðið. n n Konur í lykilembættum n Aldrei fleiri konur í ríkisstjórn n Tóku til hendinni eftir hrun Upprisa kvenna Agnes M. Sigurðardóttir Fyrst kvenna til að verða kjörin biskup yfir Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir Varð árið 2009 fyrst kvenna til að gegna embætti forsætis- ráðherra. Þóra Arnórsdóttir Samkvæmt nýrri könnun nýtur hún langmests fylgis forseta- frambjóðenda. Ásta R.Jóhannesdóttir Hefur verið forseti Alþingis síðan 2009. Hún er fjórða konan frá 1875 til að gegna því embætti. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Ísland hæst 39% 54% 45% 55,5% Ís la nd No re gu r Sv íþ jó ð Da nm ör k Hlutfall kvenna í ríkisstjórnum Norðurlanda 2012. Kynjahlutfall á Alþingi Aldrei hafa verið fleiri konur á Alþingi þó að þær séu enn færri en karlarnir. Fyrir 30 árum voru 5% þingmanna konur en eftir síðustu kosningar voru þær 42,9% þingmanna. 1967–1971 1,67% 1979–1983 5% 1983–1987 15% 1987–1991 20,6% 1991–1995 23,8% 1995–1999 25,4% 1999–2003 34,9% 2003–2007 30,2% 2007–2009 31,7% 2009–2013 42,9%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.