Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Page 15
Erlent 15Mánudagur 30. apríl 2012 Vantar þig stuðning við bak eða háls? Góðan kodda eða jafnvel bara góða sessu í traktorinn eða í stólinn? Sessur Stuðningur við bakið, nokkrir styrkleikar og stærðir. Sætissessur í vélina eða bara heima. Mjúkar og þola vel bleytu. Stuðningsborð Auðvelt að þrífa Veitir góðan stuðning Stuðningskragi Veitir góðan stuðning við háls Góður í bílinn og í flugvélina Hnépúði Góður við hnéóþoli á næturnar Koddi Fínir koddar með svampfyllingu bæði fyrir heimili og ferðaþjónustu Útivistarkoddi Þolir vætu, góður í útileguna Vörurnar er auð velt að þrífa, Sessurnar eru va tnsheldar Saumastofan BUST Símar 453 8091, 862 7017 NÝ PR EN T Slitsterkt efni Eldflaugar gæta ÓlympíulEikagEsta n Húsþök verða notuð sem eldflaugapallar B resk stjórnvöld virðast ætla að ganga langt til að tryggja öryggi þeirra sem fylgjast með eða keppa á Ólympíu­ leikunum í London sem fram fara í sumar. Kannaðir hafa verið möguleikar á því að koma fyr­ ir eldflaugum á þökum íbúðarhúsa í grennd við staði þar sem Ólymp­ íuviðburðir fara fram. Íbúar á þess­ um stöðum hafa fengið sent kynn­ ingarefni þar sem þeim er sagt frá í stuttu máli að þeir megi búast við að hermenn og vopnaðir lögreglu­ menn hafi aðsetur í nánd við heim­ ili þeirra. Bretar virðast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að ekki verði gerð neins konar hryðju­ verkaárás á leikana í sumar. Aðgerðir bresku lögreglunnar á föstudag þykja gefa mynd af viðbúnaðinum í kring­ um Ólympíuleikana. Með eldflaugar á þakinu Ekki virðist vera eining á meðal íbúa í London um þennan mikla viðbúnað lögreglunnar. Hafa íbú­ ar í nánd við Ólympíuleikvanginn sjálfan gagnrýnt að þurfa að búa við stöðuga nærveru hermanna og hættuna á því að eldflaug verði skotið af húsþökum þeirra. „Tónn­ inn er bara að þetta sé frábært og að við séum heppin, en þetta er alls ekkert eðlilegt. Þetta er ekki eitt­ hvað sem fólk á að þurfa að þola,“ segir Brian Whelan, íbúi í blokk sem verður notuð sem eldflauga­ skotpallur, í samtali við breska blaðið The Guardian. „Ég hef skoðað þetta á netinu og ég held að þetta sé ekki eitthvað sem má skjóta upp í fjölmennu hverfi eins og Tower Hamlets,“ seg­ ir Whelan og vísar til eldflauganna og hverfisins sem hann býr í. Varn­ armálaráðuneyti Bretlands hafði fá svör þegar blaðamaður The Guardi­ an leitaði eftir skýringum á hvernig ákvörðunin var tekin um að setja upp eldflaugarnar og af hverju. Sérþjálfaðir lögreglumenn á vakt Þetta er þó ekki það eina því breska lögreglan sýndi styrk sinn í umsátri sem myndaðist á föstudag fyrir utan byggingu á Tottenham Court Road í hjarta London. Þar hafði maður ráð­ ist inn og hótað að sprengja sig. Við­ brögð lögreglunnar vöktu athygli en umtalsverður fjöldi sérþjálfaðra og vopnaðra lögreglumanna tók sér stöðu fyrir utan bygginguna. Breska blaðið The Daily Mail gerir því skóna að aðgerðir bresku lögregl­ unnar á föstudag og sá styrkur sem hún sýndi þá sýni hversu vel lög­ reglan er undirbúin fyrir Ólympíu­ leikana. Meðal sérsveita bresku lögregl­ unnar sem voru í viðbragðsstöðu á föstudag var CO19­sveit lögregl­ unnar. Þá sérsveit skipa sérþjálfað­ ir lögreglumenn sem ekki klæðast óeirðabúningum, eru sérstaklega vel vopnaðir og hafa hlotið mikla þjálfun, þar á meðal hjá breska hernum. Þar að auki var hefðbundin sérsveit lögreglunnar, klædd óeirða­ búningum og vopnuð hríðskota­ byssum. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Þetta er alls ekkert eðlilegt n Karabína svo að auðveldara sé að draga sérsveitar- mann í burtu ef hann slasast og getur ekki gengið. n Glock SLP 9 mm skammbyssa sem geymir 17 skot. n Lambhúshetta til að koma í veg fyrir að sérsveitarmenn- irnir þekkist. n Samskiptabúnaður með öruggri línu svo hægt sé að tala við aðra í sérsveitinni. n Skothelt vesti. n Sérstaklega styrkt títaníum-úr sem vinsælt er meðal sérsveitar- manna í hernum. n Skot fyrir Heckler and Koch G36 hríðskota- byssu sem geymir 25 skot. Sérsveitar- maðurinn á myndinni er ekki með byssuna en venjulega halda sér- sveitarmenn á henni. n Önnur Glock SLP 9 mm skammbyssa sem geymir 17 skot. Vopnaðir sérsveitarmenn M y n d r eu te r S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.