Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Qupperneq 16
Sandkorn K onur eru hvergi í heiminum sterkari en á Íslandi. Meiri- hluti ráðherra er konur, for- sætisráðherrann er kona, helsti trúarleiðtoginn er kona og nú stefnir allt í að forsetinn verði líka kona. Á Íslandi er það sannara en nokkurs staðar annars staðar að kon- ur geta allt. Það var hins vegar með áherslu á kvenkynið sem kyn fórnar- lambsins sem aðstandendur Hörpu ákváðu að merkja konum 20 fatlaðra- stæði í bílastæðakjallara sínum. „Konur hafa fulla ástæðu til að vera hræddar á yfirgefnum bílastæð- um eða í bílastæðahúsum,“ skrifaði Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttu- kona gegn kynferðisofbeldi, um stæð- in. „Kannski ættum við frekar að velta fyrir okkur þeim forréttindum karla sem felast í því að vera óhræddir við að verða fyrir árás kynferðisbrota- manns – jafnvel þótt þeir séu einir á ferli síðla kvölds.“ Í samhengi þessarar umræðu er kvenkynið ekki aðeins flokkað sem fórnarlambskynið, heldur er karlkyn- ið sett í annan flokk, ýmist sem ger- endur eða óhultir. Ekki fórnarlömb. Karlmenn eru oftar fórnarlömb árása en konur, þannig að skiptingin liggur ekki svona. Það er þó augljós- lega annars konar og oft minna var- anlegt tjón að verða fyrir öðru líkam- legu ofbeldi en kynferðislegu. Rökin fyrir því að setja sérstök kvennastæði voru tvenns konar. Ann- ars vegar hin raunverulega hætta sem konur væru í, að þær yrðu fyrir kyn- ferðislegri árás á meðan þær gengju úr bílnum í tónleikasalina, og hins vegar til að sefa ótta þeirra við slíka árás. „Konur eru oft óöruggar og líður illa í slíkum húsum og þessum stæð- um því gjarnan komið fyrir nálægt inngöngum,“ útskýrði einn af hönn- uðum bílastæðakjallarans. Kynferðisbrot eru oftast framin af þeim sem þekkja fórnarlambið, fremur en af óþekktum árásaraðila sem bíður í skuggasundi. Það hafa ekki fundist nein dæmi um kynferð- isárásir í bílastæðahúsum á Íslandi, þótt það megi ekki útiloka. Færa mætti sömu rök fyrir sérstökum bílastæð- um fyrir konur annars staðar, til að minnka tímann sem þær þurfa að vera á svæðinu þar sem þær eru ekki taldar óhultar. Ímyndum okkur sérstök bílastæði fyrir kynþætti, þar sem hugmyndin er að stytta gönguleiðir þeirra úr bílum í hús, svo það verði síður ráðist á þá. Þótt það sé fallega hugsað eru það ógnvænleg skilaboð. Það er óvíst hvort öryggistilfinning kvenna aukist við það að staðfesta og útmála ótta þeirra með því að setja kynjamerki kvenna á bílastæðin. Það undirstrikar að þar séu þær öruggari í þessum stæðum, en um leið að þær séu í hættu annars staðar. Þetta eru skilaboð um að það sé ástæða til að óttast, ástæða til að hlaupa úr bílnum inn í hús. Hættan á kynferðisbrotum er raunveruleg, en að búa til bíla- stæði fyrir annað kynið sem mögu- leg fórnarlömb er ekki að ráðast á vandamálið sjálft. Þetta elur á ótta og staðalímyndum. Þetta er ekki jafn- rétti. Andstaðan við kvennastæði varð þess valdandi að stjórnendur Hörpu ákváðu að breyta þeim í fjöl- skyldustæði. Kannski var andstaðan að hluta til vegna þess að Íslendingar sjá ekki ástæðu til að skilgreina kon- ur sem fórnarlömb á opinberum svæðum. Þetta er spurning um við- horf. Hér eru konur biskupar, forsetar, fótboltamenn og forsætisráðherrar, en ekki sérstök fórnarlömb umfram aðra. Karl í atvinnuleit n Nú þegar Karl Sigurbjörns- son er að hætta sem biskup við fremur lítinn orðstír velta menn fyrir sér hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Kenningar hafa verið uppi um að hann vilji gerast vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal en það er ekki staðfest. Aftur á móti hefur Kristján Björnsson, sóknar- prestur í Vestmannaeyjum, boðið sig fram til embættis- ins. Hugsanlega mun hann berjast um embættið við Karl. Davíð líka dæmdur n Í Sandkorni á dögunum var fjallað um alla þá sjálf- stæðismenn úr Eimreiðar- hópnum sem hlotið hafa dóma. Gleymdist þar að nefna að sjálfur Dav- íð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, var dæmd- ur fyrir meiðyrði um Jón Ólafsson athafnamann sem hann líkti við þjóf og talaði um sem mesta skattsvikara Íslandssögunnar. Voru um- mæli forsætisráðherra dæmd dauð og ómerk. Dómurinn stendur óhaggaður. Hjartaáfall Loga n Logi bergmann Eiðsson hef- ur undanfarið verið í Bítinu á Bylgjunni ásamt Kolbrúnu Björnsdóttur. Þykir Logi á köflum hafa farið á kost- um í morg- unsárið. Á föstudag lýsti hann því þeg- ar hann vaknaði með sáran verk fyrir brjósti. Fór hann þegar á bráðamóttöku þar sem læknar lögðust á eitt við að styrkja lífslíkur hans. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir kom ekkert í ljós. Sjálfur upp- götvaði hann síðar að dóttir hans á það til að sparka í svefni og hann var marinn. Strætó- bílstjóralegur n Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson var í dá- litlum bobba þegar upplýst var í Bítinu á Bylgjunni að hann hefði sagt um Karl Gústaf Svía- konung að hann væri strætóbíl- stjóralegur. Logi Berg- mann Eiðsson rifjaði upp um- mælin. Hófst þá mikið yfir- klór hjá Gísla þar sem hann reyndi að sannfæra fólk um að hann hefði ekki verið að niðurlægja strætóbílstjóra heldur að tala niður kóng- inn sem hefði klæðst eins og strætóbílstjóri. Ég hafði tilfinn- ingu fyrir því Kristrún Ösp sá svip á barninu sem minnti hana á Svein Andra. – Lífið Fórnarlambavæðing„Þetta eru skilaboð um að það sé ástæða til að óttast T akmarkið er að ekkert barn verði fyrir ofbeldi og að ekkert barn vaxi úr grasi með þeim hætti að það beiti aðra ofbeldi. Ég hef trú á því að það sé hægt. Það gerist ekki á einni nóttu, heldur með því að halda alltaf áfram og gef- ast aldrei upp. Því bundinn er sá er barnsins gætir.“ Þannig mæltist Höllu Gunnarsdóttur í ávarpsorðum þegar þrír ráðherrar, mennta- og menn- ingarmálaráherra og velferðarráð- herra, auk mín sem innanríkisráð- herra, undirrituðu samning til þriggja ára um átak til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Verkefnisstjórn ráðuneytanna þriggja hefur verið skipuð til að ýta átakinu úr vör og er Halla fulltrúi innanríkisráðu- neytis og jafnframt formaður stjórnar- innar. Vitundarvakning um ofbeldi Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna yfirstandandi full- gildingar á sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri mis- notkun og misneytingu gegn börnum. Samningurinn felur í sér að efnt verði til vitundarvakningar um málefnið og fræðslu beint að almenningi, réttar- kerfinu, fólki sem starfar með börnum og síðast en ekki síst, að börnunum sjálfum. Með fyrirvara um samþykki Alþingis um fjárveitingar gildir hann til þriggja ára. Á þessu ári verður 25 milljónum króna varið til vitundar- vakningarinnar og áætlað er að verja 16 milljónum á ári næstu tvö árin. Á árum áður lágu ofbeldisbrot gegn börnum í þagnargildi. Íslending- um var tamt að líta svo á að kynferðis- legt ofbeldi væri aðeins til úti í hinum stóra heimi, ekki á litla Íslandi, þar sem allir þekkja alla. Þetta var ekki rétt. Kynferðislegt ofbeldi þrífst á Ís- landi eins og í öðrum samfélögum og í óhugnanlega miklum mæli. Að taka í útrétta barnshönd Ég hef stundum sagt frá því þegar ég sótti ráðstefnu í Rómarborg á vegum Evrópuráðsins. Þar komu fram ung- menni sem sjálf höfðu mátt þola kyn- ferðislegt ofbeldi í æsku og sögðu sína sögu sína. Sérlega minnisstæður varð mér ungur, franskur maður, sem sagði frá þrautagöngu við að fá mál sitt tekið fyrir dóm og þeim erfiðleikum sem hann þurfti að ganga í gegnum meðan á málsmeðferð stóð. Hann sagði frá árangurslausum tilraunum sínum til að biðja „kerfið“ um hjálp. Ekkert svar, engin viðbrögð, enginn sem tók í út- rétta hönd hans. Í framhaldinu varð mér ljóst hve mikilvægt það væri að efna til umræðu við fulltrúa réttarkerfisins – einnig hér á landi – um hvort og hvernig tekið væri í leitandi útrétta, barnshönd sem bæðist hjálpar; vær- um við nægilega vel vakandi? Aðkoma innanríkisráðuneytisins að vitundarvakningunni er meðal annars að koma á framfæri reglum um barnvinsamlegt réttarkerfi, en að baki þeim reglum býr sú hugmynda- fræði að réttarkerfi þurfi að laga sig að þörfum barna, ekki öfugt. Réttarkerfin voru ekki upphaflega byggð upp með þarfir barna í huga. Þau eru heimur hinna fullorðnu, heimur formlegheita, sem börn geta átt erfitt með að skilja. Litið er til Íslands sem fyrirmyndar í þessum efnum vegna stofnunar og starfsemi Barnahúss, sem er sérstak- lega sett upp til að taka í hina útréttu barnshönd. Gegn andvaraleysi í mannréttindamálum Reyndar eru íslensk stjórnvöld að reisa baráttufána á sviði mannrétt- indamála almennt. Það er ekki laust við það hér á landi sem víðar í hinum iðnvædda heimi að andvarlaeysis hafi gætt varðandi mannréttindamál. Þá afstöðu einkennir eins konar blanda af sofandahætti og sjálfumgleði, ekki ólíkt því sem var þegar brot gegn börnum voru aðeins talin geta átt sér stað einhvers staðar langt í burtu, ekki hér heima. Síðan móðgast menn og fyllast vandlætingu þegar við erum gagnrýnd fyrir þær brotalamir sem hjá okkur kunni að vera að finna. Í síðustu viku ræddi ríkisstjórnin aðkomu Íslands að mannréttindasátt- málum, þau lög og reglur sem gilda og síðan hvort samræmi væri í orðum og framkvæmd. Hér erum við ekki ein á báti. Nánast alls staðar í lönd- unum sem okkur eru nátengdust fer nú fram umræða um þessi efni. Þar á meðal er rætt um framtíð Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Eitt hundrað og sextíu þúsund mál bíða nú afgreiðslu dómsins. Sumar þjóðir vilja takmarka umfang dómstólsins og draga úr vægi hans. Aðrar vilja efla hann og styrkja. Í þeim hópi er Ísland. Enda má full- yrða að Evrópudómstóllinn hafi haft jákvæð áhrif á þróun réttarfars á sviði mannréttindamála í aðildarríkjum Evrópuráðsins og á það sannarlega við um Ísland. Með sama hætti hafa alþjóðlegir sáttmálar um mannréttindamál bein áhrif á stöðu mannréttindamála hér á landi. Vitundarvakningin sem nú er ýtt úr vör er hluti af fjölþjóðlegu átaki, undir merkjum Evrópuráðsins, um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Réttindi barna eiga – eins og önnur mannréttindi – að vera óbundin af landamærum. Ekkert barn á að þurfa að lifa við ofbeldi. Það er markmiðið og þangað förum við, skref fyrir skref. Bundinn er sá er barnsins gætir Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 30. apríl 2012 Mánudagur Hrunið var að skella á Skúli Mogensen varð milljarðamæringur sömu helgi og Íslandi hrundi. – DV „Réttindi barna eiga – eins og önnur mannréttindi – að vera óbundin af landamærum Kjallari Ögmundur Jónasson Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.