Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Síða 22
L
itríkur, kaótískur og
persónulegur. Þannig
lýsir Hörður Sveinsson
eigin stíl en hann hefur
vakið athygli fyrir ljós-
myndir sínar af poppmenningu
á Íslandi. Hann hefur myndað
þekktustu tónlistarmenn og
hljómsveitir landsins, á tón-
leikum, fyrir kynningar og blöð
auk þess sem hann hefur tekið af
þeim portrettmyndir.
Nú stendur yfir sýning á
verkum hans í Skotinu í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur. Titill
sýningarinnar er Tónaflóð en
hann vísar til þess mikla fjölda
mynda sem Hörður hefur tekið,
þess fjölda listamanna sem hann
hefur myndað og síðast en ekki síst
til hinnar miklu grósku sem er í ís-
lenskri tónlist.
Hörður segir að það hafi verið
fyrir tilviljun að hann sérhæfði sig
í að taka myndir af tónlistarfólki.
„Það gerðist bara óvart. Ég var alltaf
á tónleikum og tók myndavélina
alltaf með. Á endanum fóru hljóm-
sveitir að biðja mig um að taka
myndir af sér.“ Hann fór líka að
vinna sem blaðaljósmyndari og þar
var hann alltaf settur í verkefni sem
sneru að tónlistarlífinu og sótt-
ist eftir því að fá að fara á tónleika.
Eins var hann að vinna á Mónitor
sem var aðallega tónlistarblað. „Ég
hef mikinn áhuga á tónlist og þetta
byrjaði eiginlega út frá því. Yfirleitt
er líka skemmtilegra að mynda
listamenn því þeir eru til í meira
flipp en flestir, en þeir eru auðvitað
misjafnir eins og annað fólk og sumir
eiga það alveg til að vera hundleiðin-
legir. Mér finnst skemmtilegra að taka
myndir af skemmtilegu fólki. Mér
fannst líka mjög gaman að mynda
Rassa Prump og Trabant og skora á
þá að koma aftur saman. Eins og FM-
Belfast liðum og þeim sem eru í Retro
Stefson.“
Plötuumslag sem hann gerði með
þeim er í miklu uppáhaldi. „Þetta
var náið samstarf á milli mín, hljóm-
sveitarinnar og grafísks hönnuðar og
mér fannst takast vel til. Hugmyndin
var sú að þau væru á bát úti á sjó en
þetta var allt handgert og svo hann-
aði Guðmundur Jörundsson búninga
sem voru litríkir og flottir. En svo eru
margar uppáhalds á sýningunni líka.
Ég reyndi samt að velja myndir með
það í huga að þær væru flottar á vegg
því þessar myndir voru flestar teknar
fyrir blöð eða á tónleikum og þá gilda
allt önnur lögmál en þegar þú ert að
búa til listaverk. Annars fer það rosa-
lega mikið eftir myndinni hvað gerir
hana góða, yfirleitt er það bara að
það er eitthvað að gerast í henni og
að hún sé falleg. En mér finnst pínu
erfitt að sýna myndirnar mína svona
sem listaverk, því ég geri það sjaldan,“
segir Hörður brosandi. „Ég er bara svo
heppinn að vinna sem ljósmyndari
og geta unnið við það sem mér finnst
skemmtilegt, hitta nýtt fólk á hverj-
um degi og reyna að vera skapandi og
gera eitthvað nýtt. Það er krefjandi en
mér líkar það. Þú þarft að þjálfa augað
og reyna að ná því besta á hverjum
stað.“
Að lokum hvetur hann alla til þess
að koma og sjá sýninguna. „Það eru
svo fáir sem fara á þetta safn, Ljós-
myndasafn Reykjavíkur, en það er ekki
bara skemmtilegt heldur er það einnig
merkilegt og það er synd að það viti
ekki fleiri af því. Svo það ættu allir að
drífa sig.“ ingibjorg@dv.is
22 Menning 30. apríl 2012 Mánudagur
Reykjavík
Music Mess
Tónlistarhátíðin Reykjavík
Music Mess verður haldin í
annað sinn helgina 25. til 27.
maí næstkomandi. Hátíð er
haldin á Faktorý Bar og Kex
Hosteli. Meðal þeirra sem
koma fram eru Benni Hemm
Hemm, Snorri Helgason,
Jarse frá Finnlandi, My
Bubba & Mi frá Danmörku,
Cheek Mountain Thief, Leg-
end, Úlfur og fleiri. Miðasala
hefst 4. maí en frítt verður
inn á þá viðburði sem fara
fram á Kex Hostel.
Jóel á Kex
Saxófónleikarinn Jóel Páls-
son kemur fram á næstu
tónleikum djasstónleikarað-
arinnar á Kex Hostel Skúla-
götu, þriðjudaginn 1. maí.
Á tónleikunum kemur fram
kvartett Jóels Pálssonar en
auk Jóels skipa hann þeir Ey-
þór Gunnarsson, Valdimar
K. Sigurjónsson og Matthías
Hemstock. Þeir flytja þekkt
djasslög og líka frumsamið
efni. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.30 og aðgangur
er ókeypis.
Aukatón-
leikar Ný-
danskrar
Uppselt er á fyrirhugaða af-
mælistónleika hljómsveitar-
innar Nýdanskrar í Hörpu
þann 22. september næst-
komandi. Því hefur verið
bætt við aukatónleikum
þennan sama dag klukkan
23. Einnig verða tónleikar
í menningarhúsinu Hofi á
Akureyri 29. september. Ein-
valalið tónlistarfólks kemur
fram með Nýdanskri til að
fagna 25 ára afmæli þeirra.
Það á meðal Högni Egils-
son, Sigríður Thorlacius, KK,
Svanhildur Jakobsdóttir og
fleiri góðir.
Skemmtilegast að
mynda listamenn
n Hörður Sveinsson ljósmyndari heldur sýningu á myndum sínum
Tónaflóð Tónlistaráhuginn varð til þess að Hörður hefur óvart sérhæft sig í því að taka myndir
af tónlistarmönnum. Hann er nú með sýningu á verkum sínum. Mynd sigTryggur ari
Myndar þekkta tónlistarmenn Retro
Stefson (fyrir ofan) og FM Belfast eru meðal
þeirra hljómsveita sem Hörður hefur myndað.
Hann kann best við að mynda listamenn.
M
ér finnst það alls ekki
endurspegla þá upplif-
un sem ég hef af mínu
heimaþorpi,“ sagði fé-
lagi minn um Þorpið sem Bubbi
Morthens og Mugison flytja á
samnefndri plötu Bubba. Þetta
var, held ég, sextánda umræðan
sem ég hef átt um þetta lag og
þeim hefur fjölgað eftir því sem
fleiri heyra það. Við sem sátum
þetta aprílkvöld og ræddum sýn
Bubba á hið dæmigerða þorp
vorum ekki sammála um hana.
„Rétt upp hönd sem býr
ennþá í þorpinu sem hann ólst
upp í!“ kallaði einn á meðan
umræðan stóð sem hæst. Engin
hönd fór á loft í tíu manna hópi.
Fleiri úr mínum nánasta vina-
hópi, sem allur kemur af lands-
byggðinni, hefðu getað verið
þarna en samt hefði engin hönd
farið á loft. Þessi óvísindalega
könnun varpaði ljósi á stað-
reynd málsins er varðar þennan
hóp, unga fólkið er fyrir sunnan
að dreyma, gamla fólkið varð
eftir heima.
Hér vil ég vera
Nöturleg er sú staðreynd sem
Bubbi og Mugison syngja um
í þessu lagi en hún stenst að
mörgu leyti þó hún eigi ekki al-
gjörlega við allt það sem er að
gerast á landsbyggðinni. Það
magnaða við þetta lag er að
það hafa nánast allir skoðun á
því, slæma sem góða, og oftast
beinist sú skoðun að textanum.
Menn fara í mikla vörn þegar
Bubbi syngur um afskaplega
leiðinlegan raunveruleika,
fólksfækkun á landsbyggðinni
og horfna tíma.
Þetta er sannkallaður lands-
byggðarblús en þó er blásið
kjarki í brjóst með von um að
þorpið hjarni við. „Hér vil ég
vera hér á ég heima,“ syngja
félagarnir að lokum og er ósk-
andi að allir fái jöfn tækifæri til
að láta þann draum rætast, hvar
svo sem heima er.
ansi mögnuð
En víkjum að plötunni sem er
ansi mögnuð þegar litið er til
þess að tæpt ár er síðan Bubbi
gaf út síðustu plötu sína, Ég trúi
á þig. Þá söng Bubbi um hásk-
ann sem fylgir ástinni, biðraðir
og feitar stelpur. Núna er það
þverskurður af hinu dæmigerða
þorpi og konubloggarinn sem
Bubbi syngur um. Það er magn-
að að hugsa til þess hve þétt
platan er miðað við hve stutt er
síðan hann gaf út plötu síðast.
Á plötunni eru klassísk Bubba-
lög sem aðdáendur hans ættu
að geta fellt sig við sem og hinn
almenni hlustandi.
Af lögum á plötunni situr
eitt afgerandi eftir í huga mér.
Fjórtán öskur á þykkt heitir það
og tekst Bubba einna best upp í
því lagi þegar kemur að texta og
melódíu. Óskin, Ballaðan um
bræðurna og Skipstjóravalsinn
eru einnig lög sem fengu mig
til að staldra við og hlusta ögn
betur. Að öðru leyti siglir þessi
plata lygnan sjó. Fagmennin
sem leika með Bubba á þess-
ari plötu setja smekklegan svip
á hana og skila henni ljúflega
í höfn.
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Tónlist
Þorpið
Bubbi Morthens
Útgefandi: Sena. Tegund: Popp.
Sannkallaður landsbyggðarblús
ansi mögnuð plata „Af lögum á plötunni situr eitt lag afgerandi eftir í
huga mér. Fjórtán öskur á þykkt heitir það og tekst Bubba einna best upp í
því lagi þegar kemur að texta og melódíu.“