Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Side 3
Lagatæknilegt álagspróf Hópur
lögfræðinga mun á næstunni fara yfir
tillögur stjórnlagaráðs og athuga hvort
lögfræðilegir annmarkar séu á þeim.Útgerðarmenn borga
gervigrasrótarherferð
Fréttir 3Mánudagur 14. maí 2012
Umdeildar auglýsingar
n Úr sjómannadagsviðtali í herferð gegn kvótabreytingum
É
g man eftir fyrsta róðrinum með
pabba eins og það hefði gerst í
gær,“ sagði Sigurður Sævarsson
í viðtali við Sjómannadagsblað
Grindavíkur árið 2009. Í viðtal-
inu stiklar Sigurður á stóru og ræðir
feril sinn sem sjómaður. „Ég var 15 ára
gamall, óreyndur og sjóveikur svo ég
hélt að ég yrði ekki eldri,“ segir hann
um fyrstu sjóferðina. Fjölskyldumynd
sem fyrst birtist í Sjómannadags-
blaðinu árið 2009 hefur nú öðlast nýtt
líf á síðum Fréttablaðsins og á net-
inu. Tilefnið er auglýsingaherferð Sjó-
manna- og vélstjórafélags Grindavík-
ur gegn fyrirhuguðum breytingum á
fiskveiðistjórnunarkerfinu.
„Á þessi fjölskylda að líða fyrir
það að fyrirvinnan er sjómaður?“ er
spurt í heilsíðuauglýsingu sem birtist
í Fréttablaðinu. Fyrirsögn auglýsing-
arinnar er „Hvað höfum við eigin-
lega gert ykkur?“. Auglýsingin er liður
í herferð gegn því sem kallað er að-
för að sjómönnum. Auglýsingin hefur
ekki aðeins verið birt á síðum prent-
miðla. Hún hefur vakið mikla athygli
á netinu og verið dreift víð. Á Face-
book flýgur nú sú saga að sjómaður-
inn og fjölskylda hafi ekki vitað tilefni
myndbirtingarinnar. „Ég bið fólk að
fjarlægja myndina af tillitssemi við
fjölskylduna,“ segir í lýsingu mynd-
arinnar á Facebook og haft er eft-
ir ónefndum fjölskyldumeðlimi sjó-
mannafjölskyldunnar.
n Útgerðarmannafélögin borga brúsann n „Tímaeyðsla“ að fara til siðanefndar auglýsingastofa
um í sjálfu sér ekki skoðun á því hvort
ársgreiðslan á að vera átta prósent,
tíu eða tólf,“ segir hann. „Prinsippið
á bak við auðlindaskattinn er mjög
flott og við segjum bara: Látið vaða.“
Ekki er hægt að greina á auglýsinga-
herferðinni að félagið hafi nokkra
fyrirvara á andstöðu sinni við frum-
vörp sjávarútvegsráðherra. Sverrir
segir AFL raunar aðeins hafa athuga-
semdir við annað frumvarpanna,
það sé veiðistjórnunarfrumvarpið,
en í því ert gert ráð fyrir breytingu á
úthlutunarreglum kvótans.
Aðspurður hvort hann telji sýn
AFLs setta fram rétt og af sanngirni í
ljósi þess að hvergi komi fram að fé-
lagið sé í raun ekki mótfallið veiði-
leyfagjaldinu segist hann ekki hafa
séð herferðina í heild.
Að leigja sér lýðinn
Gervigrasrótarhreyfingar eru þekkt
fyrirbæri. Raunar er ekki óalgengt að
andstæðingar þeirra sjónarmiða sem
koma fram í baráttu hópa tali slík
sjónarmið niður með umræðu um
að önnur sjónarmið eða aðrir aðilar
standi að baki. Markmið gervigras-
rótarhreyfinga er að gefa þá ímynd að
um stóra fjöldahreyfingu sé að ræða
og að baki standi venjulegt fólk um-
hugað um framtíð sína. Sé hins veg-
ar rýnt í innbyrðis tengsl þeirra sem
að herferðinni standa kemur í ljós
að greiðendur hennar eru í mörgum
tilvikum atvinnurekendur eða við-
skiptavinir þeirra sem taka þátt.
Landið og miðin er skýrt dæmi
um slíkt. Sama gildir í þeim tilvikum
þar sem aðilar standa raunar báð-
um megin við borðið. Þar má með-
al annars nefna Gunnþór Ingvason,
formann Útvegsmannafélags Aust-
fjarða, sem greiðir að hluta fyrir her-
ferðina en Gunnþór er um leið fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar ehf.
sem einnig er skráð fyrir herferðinni.
Vélaverkstæðið G. Skúlason hf. sem
samkvæmt lista á vefnum er aðili að
herferðinni er um leið dótturfyrir-
tæki Síldarvinnslunnar. Þótt í raun
sé um sömu aðila að ræða er mikið
gert úr þátttöku þeirra á einn angann
en minna á hinn, það á sérstaklega
við um upplýsingar er varða hvað-
an fé og stefnumótun herferðarinnar
kemur. n
Talsmaður herferðarinnar Jens Garðar
Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða og
oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Á landidogmidin.is Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og
formaður Útvegsmannafélags Austfjarða.
Þ
etta fólk er ekki með neitt um-
boð til að breyta neinni pólitík
eða hugmyndafræði í tillög-
um stjórnlagaráðs,“ segir Val-
gerður Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um
hlutverk hóps lögfræðinga sem á að
fara yfir tillögur stjórnlagaráðs. Lög-
fræðingarnir eiga að vinna greinargerð
með endanlegu frumvarpi að breyttri
stjórnarskrá. „Það er alveg ljóst að til-
lögur stjórnlagaráðs eru þær tillögur
sem verða lagðar fram. Hins vegar get-
ur það verið að vegna lagatæknilegra
sjónarmiða þurfi eitthvað að fínpússa
og það er það sem við erum að biðja
hópinn um að gera,“ segir Valgerður.
Lagatæknileg álagsprófun
Sex lögfræðingar munu starfa við yfir-
ferðina. Samkvæmt heimildum DV
eru það þau Páll Þórhallsson, lögfræð-
ingur í forsætisráðuneytinu, Bryndís
Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmað-
ur Samfylkingarinnar og rektor Há-
skólans á Bifröst, Ragnhildur Helga-
dóttir, lektor við lagadeild Háskólans
í Reykjavík, Oddný Mjöll Arnardótt-
ir, prófessor við lagadeild Háskólans
í Reykjavík, og Hafsteinn Þór Hauks-
son, lektor við Háskóla Íslands. Að
auki hafa Guðmundur Alfreðsson
þjóðréttarfræðingur og Aagot Vigdís
Óskarsdóttir lögfræðingur verið ráðin
til aðstoðar.
Hvað með þjóðaratkvæða-
greiðslu?
„Við erum bara ánægðir með að þess-
ar tillögur fái lögfræðilega skoðun,“
segir Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks í stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd. „Í ljósi þess að ætlunin er að
fá sérfræðinga til að fara yfir tillögur
stjórnlagaráðs þá áttum við okkur ekki
á því hvernig háttar með tillögu um
þjóðaratkvæðagreiðslu í haust.“
Í sama streng tekur Vigdís Hauks-
dóttir, fulltrúi Framsóknarflokks. „Mér
líst mjög vel á þetta vinnulag. Hins veg-
ar líst mér ekkert á það sem fer fram í
næstu viku. Að fara að þvæla einhverj-
um spurningum í atkvæðagreiðslu í
haust,“ segir Vigdís. „Að fara að henda
300 milljónum út um gluggann í ráð-
gefandi skoðanakönnun sem stjórnin
hefur valið er hrein peningasóun,“
segir hún. „Þingmenn Hreyfingarinn-
ar eru dýrir þjóðinni. Þetta er það sem
þeir setja sem skilyrði fyrir stuðningi
við ríkisstjórnina.“
Hefðu leyst skuldamálin
„Þetta er fáránlegur spuni,“ segir Mar-
grét Tryggvadóttir, þingkona Hreyf-
ingarinnar. „Hefði ég líf ríkisstjórnar-
innar í höndum mér myndi ég byrja á
að leiðrétta skuldavanda heimilanna,“
segir Margrét um ásakanir Vigdísar.
„Allt er þetta fólk góðir sérfræðing-
ar og fræðimenn. Þau eru fagmenn á
afmörkuðum sviðum lögfræðinnar,“
segir Álfheiður Ingadóttir, varafor-
maður nefndarinnar. Hún segir ekki
um breytingu á ferlinu að ræða og að
þetta hafi verið rætt áður. Starf lög-
fræðinganna sé óháð þjóðaratkvæða-
greiðslu í haust, sem sé hluti af úr-
vinnsluferli Alþingis.
Fínpússa tillögur
stjórnlagaráðs
n „Fáránlegur spuni,“ segir Margrét Tryggvadóttir„Við erum bara
ánægðir með að
þessar tillögur fái lög-
fræðilega skoðun.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Tillögurnar fínpússaðar Valgerður
Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar.
„Hvað höfum við gert ykkur?“
Fjölskylda Sigurðar Sævarssonar birtist í
heilsíðuauglýsingum á vegum Sjómanna-
og vélstjórafélags Grindavíkur.