Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Qupperneq 24
100 sekúndur sem öllu skiptu 24 Sport 14. maí 2012 Mánudagur Úrslit Enska úrvalsdeildin Chelsea - Blackburn 2-1 1-0 John Terry (31.), 2-0 Raul Meireles (34.) 2-1 Yakubu (60.) Everton - Newcastle 3-1 1-0 Steven Pienaar (16.), Nikica Jelavic (27.), 3-0 Johnny Heitinga (65.), Tony Hibbert (73. sjálfsmark) Man.City - QPR 3-2 1-0 Pablo Zabaleta (39.) 1-1 Djibril Cisse(48.), 1-2 Jamie Mackie (66.), 2-2 Edin Dzeko (90.+1), 3-2 Sergio Agueiro (90.+3) Norwich - Aston Villa 2-0 1-0 Grant Holt (8.), 2-0 Simeon Jackson (21.) Stoke - Bolton 2-2 1-0 Jonathan Walters (13.), 1-1 Mark Davies (39.), 1-2 Kevin Davies (45.), 2-2 Jonathan Walters (77.) Sunderland - Man.Utd 0-1 0-1 Wayne Rooney (20.) Swansea - Liverpool 1-0 1:0 Danny Graham (86.) Tottenham - Fulham 2-0 1-0 Emanuel Adebayor (2.), 2-0 Jermain Defoe (63.) West Brom - Arsenal 2-3 0-1 Yossi Benayoun (4.), 1-1 Shane Long (11.), 2-1 Graham Dorrans (15.), 2-2 Andre Santos (30.), 2-3 Laurent Koscielny (54.) Wigan - Wolves 3-2 0-1 Matthew Jarvis (9.), 1-1 Franco di Santo (12.), 2-1 Emmerson Boyce (15.), 3-1 Emmerson Boyce (79.), 3-2 Steven Fletcher (85.) Lokastaðan 1 Man. City 38 28 5 5 93:29 89 2 Man. Utd 38 28 5 5 89:33 89 3 Arsenal 38 21 7 10 74:49 70 4 Tottenham 38 20 9 9 66:41 69 5 Newcastle 38 19 8 11 56:51 65 6 Chelsea 38 18 10 10 65:46 64 7 Everton 38 15 11 12 50:40 56 8 Liverpool 38 14 10 14 47:40 52 9 Fulham 38 14 10 14 48:51 52 10 WBA 38 13 8 17 45:52 47 11 Swansea 38 12 11 15 44:51 47 12 Norwich 38 12 11 15 52:66 47 13 Sunderland 38 11 12 15 45:46 45 14 Stoke 38 11 12 15 36:53 45 15 Wigan 38 11 10 17 42:62 43 16 Aston Villa 38 7 17 14 37:53 38 17 QPR 38 10 7 21 43:66 37 18 Bolton 38 10 6 22 46:77 36 19 Blackburn 38 8 7 23 48:78 31 20 Wolves 38 5 10 23 40:82 25 Championship-deildin Lokastaðan 1 Reading 46 27 8 11 69:41 89 2 Southampton 46 26 10 10 85:46 88 3 West Ham 46 24 14 8 81:48 86 4 Birmingham 46 20 16 10 78:51 76 5 Blackpool 46 20 15 11 79:59 75 6 Cardiff 46 19 18 9 66:53 75 7 Middlesbrough 46 18 16 12 52:51 70 8 Hull 46 19 11 16 47:44 68 9 Leicester 46 18 12 16 66:55 66 10 Brighton 46 17 15 14 52:52 66 11 Watford 46 16 16 14 56:64 64 12 Derby 46 18 10 18 50:58 64 13 Burnley 46 17 11 18 61:58 62 14 Leeds 46 17 10 19 65:68 61 15 Ipswich 46 17 10 19 69:77 61 16 Millwall 46 15 12 19 55:57 57 17 Cr.Palace 46 13 17 16 46:51 56 18 Peterborough 46 13 11 22 67:77 50 19 Nottingham F. 46 14 8 24 48:63 50 20 Bristol City 46 12 13 21 44:68 49 21 Barnsley 46 13 9 24 49:74 48 22 Portsmouth 46 13 11 22 50:59 40 23 Coventry 46 9 13 24 41:65 40 24 Doncaster 46 8 12 26 43:80 36 S hakespeare sjálfur hefði vart getað skrifað betri lokakafla en átti sér stað í ensku úrvals- deildinni í lokaumferðinni á sunnudag. Þegar 90 mínút- ur voru liðnar í leik Manchester City gegn QPR voru það erkifjendurnir í Manchester United sem voru á leið upp í stúku til að lyfta enska meistara- bikarnum eftir sigur á Sunderland. Fallkandidatar QPR voru þá marki yfir gegn City og allt stefndi í glórulaust tap Mancini og félaga á heimavelli í mikilvægasta leik liðsins í áratugi. Tvö ótrúleg mörk í uppbótartíma tryggðu þó City sinn fyrsta meistaratitil í 44 ár. 91:15 og 93:20 er tíminn sem þeir Edin Dzeko og Sergio Aguero skor- uðu seinni mörk Manchester City og tryggðu liðinu titilinn en dómari leiksins bætti fimm mínútum alls við leiktíma vegna tafa. Tíminn segir allt sem segja þarf um þá dramatík sem átti sér stað. Á þeim tíma var leik Uni- ted gegn Sunderland lokið með sigri fyrrnefnda liðsins og eflaust einhverj- ir aðdáendur þess liðs verið farnir að rífa sig úr að ofan af fögnuði en bæði lið áttu möguleika á titlinum fyrir lokaumferðina. Súrsætt í Manchester Fáir áttu von á að QPR, sem var í fall- hættu fyrir leikinn, yrðu leikmönn- um City mikil hindrun enda fyrsti tit- ill liðsins í árafjöld í augsýn og það á heimavelli. Ekki síður vegna þess að ella ynni Manchester United deildina og rígur milli þessara félaga er mik- ill. En QPR, undir stjórn fyrrverandi þjálfara City og leikmanns United, Mark Hughes, gerði sér lítið fyrir og komst yfir um miðjan seinni hálfleik eftir að Pablo Zabaleta hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir City. Sú staða hélst vel fram í uppbótartíma og hef- ur væntanlega farið illilega um stuðn- ingsmenn City þann tíma. Manchester City er fyrsta félags- liðið á Englandi til að vinna titilinn á markamismun síðan Arsenal vann titilinn 1989 með betri markatölu en Liverpool. Að sama skapi setti Manc- hester United nýtt met en aldrei áður hefur lið náð 89 stigum í ensku úrvalsdeildinni án þess að sigra deildina. Grétar Rafn niður með Bolton Þrátt fyrir tapið hélt QPR sér í efstu deild þar sem Bolton mistókst að sigra Stoke á útivelli. Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton sök- um meiðsla. Það gerði hins veg- ar Gylfi Sigurðsson í sigurleik gegn Liverpool, 1–0. Gylfi var frískur í leiknum en tókst þó ekki að skora. Það gerði hins vegar Danny Graham nokkrum mínútum fyrir leikslok. Erfitt hjá Mancini Þjálfari City, Roberto Mancini, var í sjöunda himni að leik loknum en þó var greinilegt að það fór illa um Ítalann á lokakafla leiksins. Í viðtali strax eftir leikinn fór lítið fyrir brosi enda geðshræringin mikil eftir einn eftirminnilegasta lokakaflann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta var erfitt, mjög erfitt en ótrúlegt andar- tak. Að vera einu marki undir svo lengi leiksins var erfitt en ég held að viljinn til að vinna hafi verið meiri hjá mínum mönnum. Þetta er frá- bær endir á brjáluðu tímabili.“ n Tvö mörk Manchester City í uppbótartíma tryggðu liðinu titilinn Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar Hamingja Sergio Aguero fagnar þriðja marki Manchester City en markið tryggði liðinu enska meistaratitilinn. Það skoraði Argentínumaður- inn á 93. mínútu leiksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.