Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 8
8 Fréttir 14.–16. september 2012 Helgarblað KENNITÖLUHOPP Á HREINDÝRAVEIÐUM Steingrímur þótti bestur n Lesendur DV.is völdu þann sem flutti bestu ræðuna á Alþingi R æða Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, þótti skara fram úr þegar umræður um stefnuræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttir forsætisráðherra fóru fram á Alþingi á miðvikudagskvöld. Liðlega fimm hundruð lesendur DV tóku þátt í könnun á vefnum þar sem spurt var: Hver flutti bestu ræðuna á Alþingi í kvöld? Steingrímur bar höfuð og herðar yfir aðra en 27,5 prósent þeirra sem tóku þátt völdu hann. Næstir komu jafnir Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins, og Guðmundur Steingrímsson, utan flokka, en þeir fengu hvor um sig 10,8 prósent atkvæða. Árni Þór Sigurðs- son, flokksbróðir Steingríms, fékk fæst atkvæði, eða aðeins 0,4 prósent. Tekið skal fram að könnunin endur- speglar aðeins viðhorf þeirra sem tóku þátt. Steingrímur talaði tæpitungulaust um Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni og sagði flokkinn þurfa á endurhæf- ingu að halda. „Ég tel að aðrir flokkar og framboð í landinu eigi að samein- ast um að bjóða Sjálfstæðisflokknum upp á fjögur ár í viðbót hið minnsta til endurhæfingar og sjálfsskoðunar sem enn virðist, vel að merkja, ekki hafa farið fram.“ Hann sagðist mælast til þess að flokknum yrði veitt skjól til að finna fjölina sína á ný og þá yrði hann ef til vill aftur stjórntækur og sæmi- lega víðsýnn flokkur. Steingrími varð einnig tíðrætt um árangur ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. „Nú rétt tæpum fjórum árum eftir hrun hefur okkur óumdeilanlega tekist að endurheimta tapað efna- hagslegt sjálfstæði. Við stöndum á eigin fótum.“ n baldur@dv.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka: Fögnuðu flott- um árangri í ár Uppskeruhátíð Reykjavíkurmara- þons Íslandsbanka var haldin í útibúinu á Kirkjusandi í vikunni. Í ár söfnuðust tæpar 46 milljónir króna til handa 130 góðgerðarfé- lögum. Þetta er met í áheitasöfn- un en um 3.400 hlauparar hlupu til góðs. Kári Steinn Karlsson mara- þonhlaupari afhenti þeim viður- kenningar sem söfnuðu mestum áheitum. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að sá einstaklingur sem safnaði mestu var Viktor Snær Sigurðsson en hann hljóp líkt og síðustu tvö ár fyrir systur sína og AHC samtökin. Hann safnaði rúm- um 1,6 milljónum króna en aldrei áður hefur einstaklingur safnað jafn miklu í áheitasöfnuninni. Þá safnaði Bjarný Þorvarðardóttir 1,3 milljónum króna til handa Mænu- skaðastofnun Íslands. Að lokum fékk Ína Ólöf Sigurðardóttir viður- kenningu fyrir að hafa safnað 1,2 milljónum króna. Ína hljóp fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, og tileink- aði Árna Sigurðssyni, eiginmanni sínum, hlaupið en hann hefur barist hefur við síðustu 2 ár. Árni hélt einnig ræðu þar sem hann fór yfir sögu sína og lýsti því hvaða áhrif veikindin hafa haft á líf hans og fjölskyldunnar. Hann þakkaði fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn en þau tóku sig saman og mynduðu heilt hlaupalið sem hljóp undir kjörorðunum Áfram Árni – Við berjumst með þér. Ræða Árna lét engan ósnortinn en hann hefur tekist á við erfið veikindi með húmorinn að vopni. Að lokum fór Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og stjórnarmað- ur í Krabbameinsfélagi Íslands, nokkrum orðum um félagið og söfnunina í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Krabbameinsfé- lagið hefur hvatt þá hlaupara sem hlaupa fyrir félagið dyggilega og hefur það skilað sér í áheitasöfn- uninni. Stefán talaði einnig um þá miklu stemmingu sem myndast jafnan á deginum sjálfum. Í áheitaskýrslu Reykjavíkur- maraþonsins kemur fram að Kraft- ur fékk mest, eða rúmlega 3,1 milljón króna, Krabbameinsfélagið fékk tæpar 3 milljónir og Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna tæpar 2,3 milljónir króna. V ið viljum gjarnan fá ábendingar verði menn varir við þetta. Við höfum heyrt þetta eins og aðr- ir,“ segir Bjarni Pálsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofn- un. Hreindýraveiðum lýkur í næstu viku en núna á laugardaginn er síð- asti dagurinn sem skjóta má tarfa. DV hefur fengið ábendingar um að veiðimenn reyni að misnota það kerfi sem notað er við úthlutun veiðileyfa en dregið er úr umsókn- um ár hvert. Ábendingarnar lúta að því að til þess að auka líkur sín- ar í lottóinu fái þeir veiðifélaga sína eða vini til að sækja einnig um dýr. Þeir safni þannig kennitölum. Sá sem fær úthlutun sé svo ekki sá sem felli dýrið, heldur annar sem ekki hefur fengið leyfi. Dæmi séu um að leiðsögumenn líti fram hjá þessu. Þessu er líst sem eins kon- ar kennitöluhoppi á meðal veiði- manna. Eiga að framfylgja reglunni Bjarni segir að engar traustar ábendingar um slíkt misferli hafi borist á borð stofnunarinnar – þó að sögusagnir séu alltaf á kreiki. „Það er alveg klárt að leiðsögumaður- inn á að gæta þess að þetta sé ekki gert. Það er hans verk að fylgjast með því að réttur maður skjóti,“ seg- ir hann og tekur fram að stofnunin geri út eftirlitsmenn sem fari um og taki stikkprufur. Ómögulegt sé þó að fylgjast með öllum. Elvar Árni Lund, formaður Skot- veiðifélags Íslands, segir í samtali við DV að hann hafi spurt leiðsögumenn um þessi mál en að þeir hafi almennt ekki orðið varir við þetta. Svartur blettur á veiðunum Jóhann Gunnarsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Austur landi, er ef til vill sá sem besta yfirsýn hefur yfir veiðarnar á Austurlandi. Hann segir að þetta sé svartur blettur á skotveiðum. „Menn ætla seint að hætta þessari vitleysu,“ seg- ir hann. Jóhann segir að hann heyri alltaf af og til af þessu en erfitt sé að hafa hendur í hári manna. „Ég hélt að þetta væri minna en áður út af skotprófinu. Þú þarft þá að senda alla [félagana, innsk. blm.] í skot- prófið,“ segir hann en fyrir þetta veiðitímabil var sú regla tekin upp að veiðimenn undirgangist skotpróf áður en til veiða er haldið. Þess má geta að í fyrstu umferð féllu um 30 prósent veiðimanna á skotprófinu. Markmiðið er að þeir sem haldi til veiða séu betur undir það búnir. „Mér finnst þetta ekki síst svartur blettur á hreindýraveiðimönnum sem geta ekki farið að leikreglum,“ segir hann en bætir við að erfitt sé að ná þessum mönnum. Veiðileyfi brenna inni Þegar DV talaði við Jóhann á mið- vikudaginn var búið að fella 830 dýr af 1.009. Þá var útlit fyrir að ekki tæk- ist að veiða upp í allan kvótann. Jó- hann segir að nokkuð af leyfum hafi komið til baka vegna þess að menn féllu eða hættu við að taka skot- prófin. „Við höfum verið með góðan bunka á stærstu svæðunum. Það tek- ur tíma að koma því út.“ Hann segist binda vonir við að ekki fleiri en 20 veiðileyfi brenni inni. Það gæti þó orðið minna. „Það geng- ur illa að finna dýr í þoku og snjó- komu og þess vegna eru menn treg- ir til að kaupa leyfi þegar svona fáir dagar eru eftir,“ útskýrir hann. Þeir sem brenna inni með leyfi, án þess að takist að framselja þau, sitja uppi með mikinn kostnað. Veiðileyfi á tarf kostar 135 þúsund krónur. Hann segir að enginn hörgull hafi verið á dýrum. Nóg hafi verið á öll- um svæðum. Ástæða þess að menn nái ekki dýrunum sé einfaldlega sú að menn komi austur of seint. Margir góðir dagar í ágúst hafi farið til spillis. „Veður hafa verið misjöfn. Það hefur verið þoka niður á fjörðum og þá geng- ur illa að finna dýrin. Það er ekkert nýtt að þau hverfi dag og dag.“ n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Mér finnst þetta ekki síst svartur blettur á hreindýraveiði- mönnum. n Þrálátur orðrómur um svindl í kerfinu n „Svartur blettur“ á veiðunum Óveidd dýr Útlit er fyrir að hátt í 20 dýr verði eftir af kvótanum þessa vertíðina. Sló í gegn Ræða Steingríms féll vel í kramið hjá lesendum DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.