Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Side 22
Sandkorn
Þ
ingsetningin er fyrirboði þess
að meiri sáttfýsi svífi yfir vötn-
um en áður. Eftir rifrildi og ill-
deilur undanfarinna ára virð-
ist sem sjatnað hafi í mestu
ólgunni. Sumir þingmenn voru meira
að segja að hluta sanngjarnir í garð
andstæðinga sinna. Þetta er líklega til
vitnis um að þingmenn eru að vakna
til vitundar um að þjóðin hefur sára-
lítið álit á þinginu og þeim sem þar
sitja. Allt frá hruni hafa þingmenn allra
flokka lamað þingið með því að magna
upp úlfúð og passa upp á að næra eld
ósamlyndis.
Guðmundur Steingrímsson, þing-
maður Dögunar, vakti máls á þessu
ástandi við þingsetninguna. Þingmað-
urinn benti á að girðingarnar framan
við þinghúsið segðu það sem segja
þarf um ástandið. Undanfarin ár hafa
þingmenn orðið að láta lögregluna
slá skjaldborg um vinnustaðinn og
víggirða húsið til þess að verða ekki
fyrir skaða af völdum kjósenda sinna.
Óttinn er ekki ástæðulaus því þús-
undir manna hafa gert að þeim hróp.
Og þeir hafa verið grýttir af fólki sem
allajafna er dagfarsprútt en er ofboð-
ið vegna kæruleysis þingmanna sem
átti sinn þátt í því að steypa þjóðinni í
hörmungar hrunsins.
Í vor verða kosningar þar sem al-
menningur fær þess kost að skipta
út fólki á Alþingi. Það er líklega ótt-
inn við kosningar sem veldur því að
þingmenn eru með prúðasta móti við
upphaf kosningavetrar. Atvinna þeirra
er undir og vinnuveitandanum er nóg
boðið. Það er öllum ljóst að ástandið
á vinnustaðnum Alþingi er þannig
að verklag er afleitt og skilvirkni sára-
lítil. Menn beita öllum brögðum til að
bregða fæti fyrir andstæðingana. Til-
gangurinn hefur helgað meðalið.
Það er nauðsynlegt að stokka ræki-
lega upp í þingliðinu. Allir flokkar og
samtök sem bjóða fram til Alþing-
is verða að taka til í sínum röðum og
henda út skemmdum eplum. Spill-
ingarkólfar og styrkjakóngar eiga að
víkja fyrir nýju og óspilltu fólki. Upp-
stokkunin, auk þess að þingmenn ger-
ist málefnalegir í vetur, getur orðið til
þess að þjóðin taki þingið í sátt. Það
er óboðlegt að æðsta stofnun þjóðar-
innar hafi á sér álit sem er eitt það
minnzsta á meðal þjóðarinnar. Nú
eiga stjórnmálamenn allra flokka leik.
Hæddist að Geir
n Ráðamennirnir fyrrver-
andi Jón Baldvin Hannibalsson
og Geir H. Haarde eru forn-
ir fjendur í
pólitíkinni
sem hafa
ekki grafið
stríðsöxina.
Jón Baldvin
mætti á fyrir-
lestur kóresks
hagfræðings í Háskólan-
um í síðustu viku og bar upp
spurningu. Benti hann á að
Geir væri með tvær hagfræði-
gráður frá virtum bandarísk-
um háskólum en það hefði
þó ekki aftrað honum frá því
að keyra heilt þjóðfélag í þrot.
Spurði Jón Baldvin hvort ekki
væri æskilegt að Geir fengi
skólagjöldin endurgreidd.
Smala hent út
n Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
er viðkvæmur maður. Á mið-
vikudaginn fleygði hann út af
Facebook-síðu sinni bloggar-
anum og kosningasmalan-
um Guðmundi Sigurðssyni sem
unnið hefur fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Ástæðan mun
vera sú að Bjarni setti inn
færslu um skattagleði vinstri-
manna. Guðmundur skrifaði
athugasemd þar sem hann
minnti á að ríkissjóður ætti
eftir að borga klúðrið vegna
Sjóvár. Bjarni brást skjótt við
og henti út eigin kosninga-
smala. „Bjarni er meiri kerl-
ing en flestir aðrir sem ég
þekki til í stjórnmálum,“ voru
viðbrögð Guðmundar.
Strigakjaftur
n Þráinn Bertelsson alþingis-
maður er einn mesti striga-
kjaftur þingsins. Hann hefur
í gegnum tíðina reglulega
stuðað fólk
með yfir-
lýsingum á
borð við þá
að hátt hlut-
fall íslensku
þjóðarinn-
ar sé fávit-
ar. Síðasta uppnámið varð
þegar hann kallaði bréfritara
sem voru nafnlausir und-
ir Tunnunum „nafnlausa
aumingja“. Tunnurnar hafa
látið sig varða framgöngu
Alþingis í þágu almennings
og vildu svör við fáeinum
spurningum en voru hund-
skammaðar af þingmannin-
um sem vildi ekki fleiri bréf
frá nafnlausum aumingjum.
Ánægður
þingmaður
n Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, var ánægð með
breytingar sem gerðar voru
á öryggisgæslu við þingsetn-
inguna á þriðjudag. Lög-
reglan kom rammgerðum
öryggisgirðingum sínum
fyrir talsvert lengra frá þing-
húsinu en áður hefur verið
gert við þingsetningu. Hún
mun hafa hrósað lögreglu-
mönnum í þinghúsinu og
sagt að svona hefði þetta
auðvitað átt að vera síðast.
Bilið frá þinghúsinu var svo
mikið við þingsetninguna
nú að mótmælendur hefðu
þurft að vera talsvert góð-
ir kastarar til að ná að drífa
eggjum í höfuð þingmanna.
Ég er náttúrulega mjög
ósáttur við þetta
Hótanir hafa aldrei
beygt Íslendinga
Páll Sverrisson var nafngreindur í úrskurði Persónuverndar. – DV Össur Skarphéðinsson um makríldeiluna. – DV.is
Skemmd epli„Vinnuveit-
andanum
er nóg boðið
M
örgum helstu stefnumálum
Sjálfstæðisflokksins er hag-
anlega fyrir komið í frum-
varpi stjórnlagaráðs til nýrr-
ar stjórnarskrár. Sama á við um aðra
flokka: stefnu þeirra sér einnig stað í
frumvarpi stjórnlagaráðs eins og eðli-
legt getur talist í lýðræðisríki, þar sem
þjóðkjörnum og þingskipuðum full-
trúum var falið að semja frumvarp til
nýrrar stjórnarskrár.
Allir flokkar eiga auðlindaákvæðið
Allir stjórnmálaflokkarnir eiga t.d.
ríkan þátt í ákvæði frumvarpsins um
auðlindir í þjóðareigu. Davíð Odds-
son forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins lagði fram á Al-
þingi stjórnarfrumvarp 1995, þar sem
gert var ráð fyrir nýju ákvæði um nátt-
úruauðlindir í stjórnarskrá. Ákvæðið
hljóðaði svo: „Nytjastofnar á hafsvæði
því sem fullveldisréttur Íslands nær
til eru sameign íslensku þjóðarinnar.“
Þarna er skýrt kveðið á um auðlindir í
þjóðareigu með orðunum „sameign ís-
lensku þjóðarinnar“.
Orðalagið „sameign íslensku þjóð-
arinnar“ er náskylt orðalagi frum-
varps, sem dr. Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra og formaður stjórn-
arskrárnefndar 1978–83, lagði fram
á Alþingi 1983 og gerði ráð fyrir nýju
ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnar-
skrá. Ákvæðið hljóðaði svo: „Náttúru-
auðlindir landsins skulu vera ævar-
andi eign Íslendinga. Auðlindir hafs og
hafsbotns innan íslenskrar lögsögu eru
þjóðareign. Eignarrétti að öðrum nátt-
úruauðæfum skal skipað með lögum.“
Takið eftir, að Gunnar Thoroddsen
notaði orðið „þjóðareign“.
Orðalagið „ævarandi eign Íslend-
inga“ var sótt í lögin um þjóðgarðinn á
Þingvöllum frá 1928, en þar segir: „Hið
friðlýsta land skal vera undir vernd Al-
þingis og ævinleg eign íslensku þjóðar-
innar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“
Þingvallalögin frá 1928 lýsa inntaki
þjóðareignarhugtaksins: Þjóðareign er
eign, sem „má aldrei selja eða veðsetja“.
Börnin okkar mega aldrei vakna upp
við það, að auðlindirnar, sem okkur bar
að varðveita handa þeim, séu komnar í
annarra hendur.
Þessi skilningur er lagður í hugtakið
þjóðareign í frumvarpi stjórnlagaráðs.
Þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands,
sem ekki eru í einkaeigu, eru sameig-
inleg og ævarandi eign þjóðarinnar.
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða
réttindi tengd þeim, til eignar eða var-
anlegra afnota og aldrei má selja þær
eða veðsetja.“ Frumvarp ríkisstjórnar
Geirs H. Haarde forsætisráðherra og
formanns Sjálfstæðisflokksins og Jóns
Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra og formanns Framsóknarflokks-
ins á Alþingi 2007 lagði til orðalagið:
„Náttúruauðlindir Íslands skulu vera
þjóðareign...“
Ríkur samhljómur
Stjórnlagaráð tók Sjálfstæðisflokkinn
og Framsóknarflokkinn á orðinu, og
það var auðvelt, þar eð aðrir stjórn-
málaflokkar höfðu einnig lagt fram
frumvörp á Alþingi um auðlindir í
þjóðareigu. Mestu skipti þó, að þjóð-
fundur og stjórnlaganefnd skipuð af
Alþingi lýstu eftir ákvæði í stjórnarskrá
um auðlindir í þjóðareigu. Af þeim 23
kjörnu fulltrúum í stjórnlagaráði, sem
svöruðu spurningum DV fyrir stjórn-
lagaþingskosninguna 2010, sögðust 22
vera hlynntir þjóðareign á auðlindum.
Samhljómurinn gat varla ríkari verið.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur með
líku lagi beitt sér á fyrri tíð fyrir jöfn-
un atkvæðisréttar og haft forustu um
breytingar á kjördæmaskipaninni. Um
þetta segir á vefsetri flokksins (xd.is):
„Barátta gegn óréttlátri
kjördæmaskipan
Fyrstu 10 árin var Sjálfstæðisflokk-
urinn lengst af í stjórnarandstöðu, ef
undanskilið er tímabilið frá miðju ári
1932 til miðs árs 1934, þegar flokk-
urinn tók þátt í ríkisstjórn í fyrsta
sinn. Aðalviðfangsefni hennar var að
koma á umbótum á kjördæmaskip-
an landsins, er var orðin mjög úrelt
og óréttlát. Flokkurinn hefur ítrekað
síðan barist fyrir umbótum og auknu
réttlæti í þeim efnum.“ Stjórnmála-
ályktun 31. landsfundar flokksins
1993 gaf Morgunblaðinu tilefni til að
birta forustugrein undir yfirskriftinni
„Jafnt vægi atkvæða“. Sjálfstæðisflokk-
urinn á því ríkan þátt í kosningaákvæði
frumvarps stjórnlagaráðs, en þar seg-
ir í anda sjálfstæðisstefnunnar frá
1993: „Atkvæði kjósenda alls staðar á
landinu vega jafnt.“
Tvö af mikilvægustu ákvæðum
frumvarps stjórnlagaráðs, ákvæðin um
auðlindir í þjóðareigu og jafnt vægi
atkvæða, virða hugsjónir sjálfstæðis-
manna eins og þær hafa birst í stefnu
flokksins og frumvörpum flokksmanna
fyrr og síðar. Í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni 20. október gefst kjósendum færi
á að leiða auðlindir í þjóðareigu og
jafnt vægi atkvæða til öndvegis í stjórn-
arskrá lýðveldisins. Látum færið okkur
ekki úr greipum ganga. Kjósum.
Ríkur samhljómur
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
22 14.–16. september 2012 Helgarblað
„Sjálfstæðisflokk-
urinn á því ríkan
þátt í kosningaákvæði
frumvarps stjórnlagaráðs.
Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson talar á fundi í Valhöll.