Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 24
Þ
að má segja að ég sé alinn upp
í listagalleríum, á söfnum og á
sýningum en svo birtist tattú-
ið. Það var nýtt og forvitnilegt.
Þetta er svona gagnvirk list.
Það er svo margt í tattúinu sem ég sá
ekki fyrir og hefur komið mér á óvart
síðan. Þetta er fullgild myndlist,“ seg-
ir Fjölnir sem starfar í dag á Íslenzku
húðflúrstofunni. Hann rak í 12 ár sína
eigin húðflúrstofu en lokaði henni
árið 2006. Þá var hann á slæmum stað
í lífinu og íhugaði að hætta að flúra.
Hann sá þó sem betur fer að sér og
mætti aftur til leiks nokkrum mánuð-
um síðar, aldrei öflugri.
Fjölnir á ekki langt að sækja list-
ræna hæfileika sína en hann er son-
ur listamannsins Braga Ásgeirssonar
og Kolbrúnar Benediktsdóttur. Hann
lifði og hrærðist í listinni og það kom
aldrei neitt annað til greina en að
hann yrði listamaður. „Þetta er mér
í blóð borið en ég vildi ekki lenda
í samanburði við kallinn,“ útskýrir
Fjölnir, og á þar við föður sinn. Hann
vildi fara sína eigin leið í listinni og
var það meðal annars ástæðan fyrir
því að húðflúrið varð fyrir valinu.
Situr með fólki sem syrgir
„Ég hef komist að því í seinni tíð
að það er svo margt annað í þessu
líka. Við erum mikið í því að loka
sorgarferli hjá fólki. Ég fattaði það ekki
fyrr en til dæmis ungir menn fóru að
koma til okkar eftir að hafa misst börn
úr vöggudauða. Þeir koma inn og það
er svart ský yfir þeim. Þeir kannski ná
ekki fullri lokun en þetta er ákveðið
skref hjá sumum til þess. Ég hef
eytt heilu nóttunum með ungum
mönnum að ræða reynslu þeirra. Þeir
hafa sagt mér hluti sem þeir segja
engum öðrum frá. Hvernig þeim líð-
ur, reiðinni og sársaukanum og allt.
Ég sit og teikna með þeim og svo lýk-
ur fundinum með því að ég tattúvera
þá. Eftir svona upplifanir fór ég að átta
mig á að þetta er ekki bara myndlist,
það er shamanismi þarna líka. Svo er
maður að fagna áföngum með fólki
en sumir eru bara í skreytingum og
list.
Það er það sem gerir tattúið svona
lífseigt, þetta er svo persónulegt og
svo gagnvirkt á milli listamannsins og
kúnnans. Svo hefur þetta svo mikið
dýpra gildi ef þú vilt það.“
Láta húðflúra kynfærin
Fjölnir segir fólk hafa margar og mis-
mundi ástæður fyrir því að fá sér húð-
flúr. Oft marki það einhver tímamót.
„Fólk hefur komið eftir að það hefur
sigrast á krabbameini. Það er að hefja
nýjan kafla fullt af fítonskrafti þó það
sé veikt. Andinn alveg á fullu þó að
líkaminn sé veikur.“
Aðspurður hvað sé það einkenni-
legasta sem hann hafi verið beðinn
um að gera í gegnum tíðina segir
hann það bæði tengjast staðsetningu
og gerð. „Fólk fær sér dálítið á kynfær-
in en það er hætt að vera einkennilegt
fyrir mér, þetta er bara húð fyrir mér.
Það sem er skrýtnast ábyggilega, og
það sem ég á erfitt með að skilja og
vara fólk hvað mest við, það er að setja
nöfn hvort annars á sig þegar fólk er
í pörum. Þetta virðist bara vera „jinx“,
ef þú gerir það þá mun sambandið
ekki endast,“ segir Fjölnir hlæjandi.
En með „jinx“ á hann við að svo virð-
ist sem hálfgerð bölvun leggist á sam-
bönd fólks um leið og það hefur látið
húðflúra nöfnin á sig.
Hann hefur meira að segja húð-
flúrað pör sem allir héldu að myndu
vera saman að eilífu og hélt að þau
yrðu undantekningin sem sannaði
regluna. En allt kom fyrir ekki. „Fólk
verður að vara sig á hvað það er að
gera. Auðvitað er þetta skiljanlegt en
þegar maður horfir á þetta frá öðru
sjónarhorni þá er þetta mjög skrýtið.
Þú þarft ekkert að brennimerkja fólk
þér.“
Flúraði tvo þingmenn
Fjölnir er þó duglegur við að láta fólk
sjá jákvæðu hliðarnar á mistökum
sínum með því að setja þau í nýtt sam-
hengi. „Ég hef verið að klappa á bak-
ið á gömlum köllum sem hafa verið
að koma með gömul sjóaratattú sem
þeir hálfmuna ekki eftir. Var gert á
fylleríi og flúrarinn var fullur líka. Í því
felst ákveðin skömm. Menn vilja láta
breyta þessu eða bæta þetta en ég hef
bent þeim á að í sögulegu samhengi
sé þetta mjög flott. Ég tala nú ekki um
ef tattúið er gert sæmilega í upphafi.“
Fjölnir segist í raun ekki geta gert neitt
sem gerir slík húðflúr betri enda séu
þau komin með ákveðin sjarma. Far-
in að dofna og liturinn farinn úr. „Ég
hef snúið mönnum á punktinum
og sent þá brosandi út. Ég segi þeim
bara hvernig ég lít á þetta og þó það
hafi verið drykkja, þá er það bara eitt-
hvað sem ungir menn gera. Óþarfi að
skammast sín fyrir það alla ævi.“
En dæmir samfélagið enn þann
dag í dag fólk með húðflúr eða húð-
flúrarana sjálfa?
„Það gerir það en það hefur
minnkað rosalega mikið. Þú varst
bara harðhaus, sjó-
maður, glæpamaður
eða nagli. En þetta
er að breytast. Ég er
búinn að tattúvera
tvo alþingismenn í
ár og Jón Páll tattú-
veraði borgarstjór-
ann í fyrra.“
Fyrsta húðflúrið
gert með rakvél
„Þetta er ekki eins mik-
ið tabú þannig að það er
ekki eins mikil dulúð yfir þessu. Ég
veit að margir af gamla skólanum,
harðhausar og sjóarar, þeir eru hálf-
fúlir út í mig fyrir að taka af þeim
stöðuna,“ segir Fjölnir og bendir á að
húðflúrið hafi lengi vel verið ákveðið
stöðutákn sem menn urðu að vinna
sér inn fyrir. Nú fá sér hins vegar all-
ir húðflúr. „Meira að segja í Færeyjum
þar sem ég hef svolítið verið að flúra,
sem er mjög kristið samfélag, þar eru
eldri konur að fá sér tattú. Þær eru
farnar að sjá möguleikann. Fá sér til
dæmis þjóðarblómið og fara rosa
stoltar út. Tattúið er að fá þá viður-
kenningu að vera listform. Bæði með
innkomu listamannanna og fjölgun
flúrþeganna.“
Sjálfur fékk Fjölnir sitt fyrsta
húðflúr árið 1993. „Það var í partíi
heima hjá mér og var einhver djöf-
ulsins vitleysa. Það var gert með rak-
vél, alveg skorið inn að beini. Það var
kennitalan mín, næstum ólæsileg en
það var sett yfir það strax.“
Hann getur ekki sagt til um hvað
hann er með mörg húðflúr í dag.
„Ætli það megi ekki bara segja að
þetta sé eitt tattú í vinnslu,“ segir
hann og skellir upp úr.
Hann vill þó halda ákveðnum
svæðum lausum, að það sjáist í húð-
ina inn á milli og er með ákveðna
hugmynd um það hvernig hann vill
hafa lokaútkomuna. „Mér finnst
þetta mjög skemmtilegt ferli þó þetta
sé mjög sárt. Sérstaklega hérna,“ seg-
ir Fjölnir og bendir á innanverð lær-
in á sér. „Ég varð bara reiður þetta var
svo sárt.“
Leið betur af amfetamíni
Fjölnir byrjaði að húðflúra árið 1995
en mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá, bæði hjá honum sjálfum og
viðhorfi samfélagsins til húðflúrsins
sem smám saman hefur verið að öðl-
ast viðurkenningu sem listform.
„Þetta var mjög vafasamur heimur
þegar ég byrjaði en það hefur margt
breyst. Það er ekkert hægt að neita því
að þetta var dóp, drykkja og rugl en
það er sem betur fer búið. Það þótti
allt í lagi að kúnninn kæmi bara og
fengi sér í glas. Það þótti heldur ekkert
tiltökumál að tattúverarinn fengi sér í
glas með kúnnanum.“ Í dag er öldin
önnur og ef það er minnsti grunur um
að fólk sé undir áhrifum þegar það
kemur inn á stofuna er því vísað frá.
Sjálfur hætti Fjölnir í ruglinu árið
2007. Hann var kominn á „helvíti af-
leitan stað“, að eigin sögn, og neytti
meðal annars amfetamíns. Hann
fann botninn þegar hann áttaði sig á
að þetta var hætt að vera gaman.
Fjölnir var síðar greindur með
Húðflúrarinn Fjölnir Geir Bragason, betur þekktur undir nafninu Fjölnir tattú, er brautryðjandi á sviði
húðflúrlistar Íslandi. Hann er háskólagenginn listamaður sem olli föður sínum, Braga Ásgeirssyni, vonbrigð-
um þegar hann valdi list sinni þennan farveg. Um árabil var hann í stífri amfetamínneyslu og fannst dópið
gera sig skýrari í kollinum. Síðar kom í ljós að það átti sínar skýringar. Hann sagði fíkniefnadjöflinum stríð
á hendur þegar hann var hættur að hafa gaman af vinnunni og hefur nú verið edrú í nokkur ár. Sólrún
Lilja Ragnarsdóttir settist niður með Fjölni og ræddi um listina, fjölskylduna, dópið og baráttuna við
athyglisbrestinn. „Ég vissi ekki að ég
væri með athygl-
isbrest. Ég fékk mér bara
amfetamín og þá var ég
fullkominn.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Viðtal
„Ég var
að verða
dópisti“
24 Viðtal 14.–16. september 2012 Helgarblað