Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Qupperneq 28
28 Viðtal 14.–16. september 2012 Helgarblað E r þér sama þó við færum okk­ ur, ég er nefnilega vanur að sitja hér,“ spyr Egill og bend­ ir á bekkinn á móti afgreiðslu­ borðinu. Blaðamaður, sem hafði komið sér fyrir við innganginn, setur sig ekki upp á móti því. Við mælt­ um okkur mót á gamalgróna kaffi­ húsinu Mokka á Skólavörðustíg þar sem Egill er fastagestur. Þeir hittast þarna reglulega, karlarnir í klúbbnum, eins og hann orðar það, og ræða mál­ efni líðandi stundar. „Ég var að koma af æfingu, er búinn að vera að púla í þrekæfingum í klukkutíma,“ segir hann, vindur sér að afgreiðsluborðinu og pantar vatn og macchiato. Segist eiga að drekka vatn eftir æfinguna og þorir ekki annað en að hlýða því. Listir eru hornsteinn samfélagsins Þrátt fyrir að Egill lifi og hrærist bæði í tónlist og leiklist alla daga þá gefur hann sér tíma til að láta sig ýmis sam­ félagsmál varða. Meðal þess sem hef­ ur átt hug hans síðustu misserin er grunnskólakerfið hér á landi. Hann vill að námsskráin verði tekin til gagngerr­ ar endurskoðunar til þess að grunn­ skólarnir skili betri samfélagsþegnum út í lífið og er mikið í mun að koma hugmyndum sínum á framfæri. „Fyrstu ár skólagöngunnar á að byggja á því að unga fólkið iðki músík, leiklist, myndlist og sinni bókmennt­ um af öllu tagi, ekki til að búa til lista­ menn í stórum stíl heldur til að þjálfa samskiptahæfnina. Þannig búum við til einstaklinga sem hafa það á valdi sínu að hlusta og einbeita sér að verk­ efnum sem unnin eru í samvinnu. Börnin læra að tileinka sér hlustun, tillit og samtak.“ Að hans mati er fólk orðið of upptekið af sjálfu sér og sam­ skiptum í gegnum tölvur og gleymir að taka þátt í lífinu. „Þetta er svo sjálf­ hverfur heimur og ég undanskil ekki sjálfan mig. Ef enginn hefur áhuga á að tala mig þá fer ég bara í mína tölvu. Ég held að í bakhöfðinu á öllum mönnum sé mjög einbeittur vilji til þess að vinna náið með öðrum mönn­ um. Maðurinn vill vera í samstarfi við aðra, fá að prófa hugmyndir sínar með öðrum og fá viðbrögð. Við erum af einhverjum ástæðum afskaplega undarlega innréttuð gagnvart mörg­ um hlutum. Til dæmis eins og gagn­ vart menningunni. Við lítum á þetta sem aukabúgrein og afstaðan er algjör­ lega kolröng. Að listamenn séu afæt­ ur á samfélaginu, sú afstaða er röng. Þetta eru hornsteinar samfélagsins. Ef fjölskyldan er einn hornsteinn samfé­ lagsins þá eru listir annar hornsteinn. Listirnar næra sálina, þar speglum við okkur og komumst nær því hver við erum, það er trygging fyrir betra sálar­ lífi. Heilbrigðisstéttirnar vakta lík­ amann og segja okkur hvernig sé best að haga sér til að halda líkamlegri heilsu, hvoru tveggja er jafn mikilvægt, þannig verður heilbrigð sál í hraustum líkama og af því leiðir betra samfélag.“ Vandamál Hörpu er pólitíkin Í framhaldi af þessum fullyrðingum Egils er ekki úr vegi að ræða aðeins um tónlistarhúsið Hörpu og þá gagn­ rýni sem bygging þess og rekstur hef­ ur fengið. Hann var í níu ár formað­ ur Samtaka um tónlistarhús, sem voru samtök áhugafólks um byggingu hússins. „Vandamálið er að það kemst inn í þetta pólitík í lok byggingarstigsins, þegar borg og ríki taka reksturinn yfir og þegar pólitíkin kemst inn í hlutina þá er farið að úthluta störfum burt séð frá því hvort það sé þörf fyrir allt það starfsfólk. Auðvitað ber að fagna því að ekki var hætt við að klára bygginguna, það hefði orðið skelfilegt fyrir alla.“ Það er skoðun Egils að Harpan eigi í nánustu framtíð að verða hús sem framleiðir tónlistarviðburði, þar sem staðið er fyrir framleiðslu á samfelldri dagskrá yfir tiltekinn tíma. „Þegar starfi Sinfóníunnar og Óper­ unnar sleppir þá er húsið ekki að fram­ leiða neitt – þannig hefði þurft í byrj­ un að skilgreina betur hvert hlutverk hússins ætti að vera fyrstu árin og ráða fólk samkvæmt því. Þess í stað var ráð­ ið inn í húsið eins og það ætlaði sér að framleiða viðburði.“ Egill bendir hins vegar á að í dag sé Harpan aðeins að hýsa framleidda viðburði því tónlistar­ mennirnir standi að allri framleiðslu sjálfir. „Þetta er eitthvað sem verður að taka til endurskoðunar og gera á hik­ laust áætlun um að húsið verði fram­ leiðsluhús í allra næstu framtíð, þetta má gerast í áföngum. Ef þetta er ekki gert er tekið frá húsinu nauðsynlegt tón­ listaruppeldishlutverk sem svona hús verður að gegna – þannig að allri tónlist séu gerð skil með markvissum hætti.“ Egill segir mikilvægi tónlistarupp­ eldis gífurlegt. „Þar lærum við allt um Aðeins þremur mánuðum eftir að Egill Ólafsson steig fyrst á svið var farið að tala um hann sem stórsöngvara. Sjálfum fannst honum það ofsögum sagt. Hann segist alltaf hafa verið með báða fætur á jörðinni og lítur ekki á sig sem stjörnu. Hann var lengi vel tvístígandi með hvað hann vildi gera í lífinu en er í dag feginn að hafa valið tónlistina, segir það skemmtilegasta starf sem hægt sé að hugsa sér. Hann vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út í nóvember og er í hálfgerðu ang- istarástandi þessa dagana að loka textum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir settist niður með Agli og ræddi um lífið, listina, samfélagsmálin og kjaftasögurnar. „Ég hef alltaf verið niðri á jörðinni“„Ég hef verið þekkt- ur og svona en ég hef alltaf verið niðri á jörðinni með það. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Ég átti að vera svo mikill kvennamaður að ég held ég hafi náð að sofa hjá tíundu hverri konu á Íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.