Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Síða 31
31Helgarblað 14.–16. september 2012
ára Teresa Lewis, vildi losna við eiginmann sinn og son hans vegna líftryggingar stjúpsonarins. Trygg-
ingin átti að renna til eiginmannsins, Julians, ef sonurinn félli frá og þaðan til Teresu. Árið 2002 réð hún tvo
menn um tvítugt til verksins og skildi útidyrahurðina eftir opna svo morðingjarnir kæmust inn. Hún játaði að
hafa skipulagt morðin og var fyrsta konan til að fá dauðadóm í Virginíufylki frá árinu 1912.34
K
lukkan eitt eftir hádegi
laugardaginn 17. ágúst,
1991, stóð 33 ára karlmað-
ur, Wade John Frankum,
einn síns liðs, með her-
mannapoka á bakinu, á brautar-
palli Norður-Strathfield brautar-
stöðvarinnar í Sidney í Ástralíu.
Þeim sem hugsanlega veittu mann-
inum athygli hefði sennilega einna
helst dottið í hug að hann biði eft-
ir einhverjum því hann horfði á
hverja lestina á fætur annari renna
framhjá. En að lokum tók hann lest
til Strathfield klukkan 12 mínútur í
tvö.
Frá Strathfield-stöðinni fór
Wade til Strathfield Plaza, versl-
unarmiðstöðvar í Sidney, þar sem
hann tyllti sér niður á kaffihúsi,
Coffee Pot, og pantaði fyrsta kaffi-
bollann af mörgum. Í næsta bás við
Wade sat fimmtán ára stúlka, Bo
Armstrong, ásamt vinkonu sinni.
Í þeirra augum var Wade skrítin
skrúfa; starandi tómum augum á
þær, en fyrr en varði hættu þær að
hugsa um hann og tóku upp fyrra
tal. Ekki löngu síðar var önnur
stúlknanna liðið lík og hin alvar-
lega særð.
Ólánsamir kaffihúsagestir
Það voru nokkuð margir viðskipta-
vinir á kaffihúsinu og síðar átti eft-
ir að koma í ljós að sú ákvörðun
að tylla sér þar niður og hvíla lúna
fætur átti eftir að reynast fjölda
þeirra banvæn.
Í básnum á bak við vinkon-
urnar sat Carole Dickinson ásamt
dóttur sinni, Belindu, og frænku,
Rachelle Milburn, en Belinda
og Rachelle voru á sama aldri. Í
básnum á bak við Wade sat Joyce
Nixon, 61 árs, ásamt barnabörnum
sínum, Kevin, 14 ára, og átta ára
bróður hans, Nathan. Með þeim í
för var Patricia, móðir drengjanna.
Klukkan hálf fjögur bað Wade
um reikninginn og nánast í sömu
andrá og hann stóð upp eftir að
hafa fengið til baka dró hann stór-
an hníf upp úr pússi sínu, greip í
aðra öxl Bo Armstrong og rak hníf-
inn á kaf í bak hennar – og „hló
sem geðveikur væri“. Bo hafði ekk-
ert ráðrúm til að bregðast við og
fraus af skelfingu en Wade hélt
áfram að reka hnífinn í hana.
Það tók aðra viðskiptavini nokk-
ur andartök að gera sér grein fyrir
því sem var að gerast. Þegar Bo var
dáin hætti Wade að stinga hana en
skildi hnífinn eftir í baki hennar.
Hann dró hálfsjálfvirkan riffil upp
úr pokanum og hlóð hann.
Engin miskunn
Wade snéri sér því næst að fjöl-
skyldunni fyrir framan sig. Joyce
og Patricia höfðu gripið drengina
og voru í hnipri undir borði. Pat-
ricia fleygði sér yfir Nathan í sömu
andrá og Joyce velti borðinu í til-
raun til að verja drengina. Patricia
og Joyce dóu báðar við að vernda
drengina.
Hávaðinn hafði vakið athygli
eiganda Coffee Pot, George Mav-
is, og kom hann fram úr eldhúsinu
til að aðgæta hverju sætti. Wade
sendi honum kúlnahrinu og hann
féll um koll og dó andartaki síðar.
Í raun var bara ein mínúta liðin
síðan martröðin hófst og fólk hafði
vart gert sér grein fyrir ósköpun-
um. Rachelle Milburn varð næsta
fórnarlamb Wades og var skotin í
höfuðið, síðan skaut Wade Carole í
kviðinn sem dó síðar af sárum sín-
um. Belinda hljóp skelfingu lostin
út af kaffihúsinu, en Wade var bara
nokkrum skrefum á eftir henni og
skaut hana í bakið. Hún lifði af.
Mynstur morðingjans
Nú var Wade kominn út af kaffihúsinu,
sá ekkert nema ringulreið og sendi
eina kúlnahrinu upp í loftið. Það varð
til þess að fjöldi fólks fleygði sér nið-
ur. En Robertson Kan Hock Joon, 53
ára, var niðursokkinn í að skoða ljós-
myndir sem hann hafði fengið úr
framköllun. Þegar hann leit upp frá
ljósmyndunum horfði hann beint inn í
byssuhlaup. Það varð hans síðasta sýn.
Þegar þarna var komið sögu hugði
Wade á flótta og stefndi að bílastæða-
húsinu og skaut af handahófi við
hvert skref.
Uppgjafahermaður úr Víetnam-
stríðinu, Greg Read, hafði marga
hildi háð og uppgötvaði mynstur hjá
morðingjanum – hann einbeitti sér
ekki að þeim sem lágu, heldur þeim
sem reyndu að flýja. Greg tókst að
komast á undan Wade í bílastæða-
húsið og hrópaði til fólks að það
skyldi fleygja sér niður. „Það er of
seint ... hann er fyrir aftan þig,“ hróp-
aði kona ein til Gregs. Greg snéri sér
við og sá að Wade miðaði á hann riffl-
inum. Greg brást skjótt við og fleygði
sér á bak við bíl, en fékk skot í annan
fótinn.
Sjö plús einn
Wade komst upp á efstu hæð bíla-
stæðahússins og leitaði að flóttabíl.
Hann var enn skjótandi af handa-
hófi þegar bíl var ekið í áttina að
honum. Hann neyddi bílstjórann,
Catherine Noyce, til að stöðva og
skipaði henni að aka honum út úr
bílastæðahúsinu. Catherine hafði
ekki hugmynd um hvað var í gangi
og Wade settist inn í bílinn, sýndi
henni riffilinn og skipaði henni að
aka til Enfield, úthverfis Sidney.
Í fjarska mátti heyra í sírenum
lögreglubíla og æðið sem hafði
einkennt fas Wades virtist víkja og
hegðun hans breyttist – þetta var
yfirstaðið.
„Mér þykir þetta leitt,“ sagði
Wade við Catherine þegar hann
fór út úr bílnum. Catherine keyrði
strax af stað og sá í baksýnisspegl-
inum Wade lyfta skotvopninu að
eigin höfði og þrýsta á gikkinn.
Klukkan var tuttugu mínútur í
fjögur. Brjálæðið hafði aðeins var-
að í tíu mínútur en hafði kostað,
þegar upp var staðið, átta mannslíf
– líf sjö saklausra manneskja plús
líf morðingjans. n
„Það er
of seint
... hann er fyrir
aftan þig
Forsíðufrétt The Sun Herald Wade Frankum myrti sjö manns í verslunarmiðstöð.
SíðaSti
kaffi-
Sopinn
n Morðæði rann á Wade Frankum á kaffihúsi n Myrti sjö manns
Svipti sig lífi í kjölfarið
„Mér þykir þetta leitt,“ sagði
Wade skömmu áður en
hann skaut sig í höfuðið.