Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Qupperneq 36
langlífar mýtur
um hollustu matvæla
36 Lífsstíll 14.–16. september 2012 Helgarblað
Sífellt er verið að ráðleggja okkur um hvað við eigum að borða og hvað við eigum að forðast og oft er erfitt að greina mýtur frá sannleika.
Danska blaðið Politiken tók á dögunum saman helstu mýturnar og bar þær undir Benjamin Gilbert-Jespersen, lektor í næringarfræði.
1 Það er hollara að steikja upp úr ólífuolíu en smjöri
og smjörlíki Rangt Gilbert-Jespersen
segir að lítið af þeirri fitu sem steikt er úr
haldist á matnum. Það skipti því ekki öllu
máli hvað þú notar. Hins vegar hafi komið
í ljós að ekki sé eins gott að nota ólífuolíu.
„Við hitun getur ólífuolían myndað óhollar
fitusýrur,“ segir Gilbert-Jespersen sem
hvetur þá sem kjósa að nota olíu að steikja
matinn frekar upp úr raspolíu.
2 Forðast skal hveiti því það er uppfullt af hitaeiningum
Rangt Ekki er allt hveiti eintómar hitaein-
ingar. „Það má segja að hreinsað hveiti sé
eintómar hitaeiningar en allt heilkornamjöl
inniheldur gagnleg vítamín, fitu og trefjar.
Í hreinsuðu hveiti hefur hýði, mjölvi og kím
verið hreinsað frá en það er einmitt þar
sem holla fitan og trefjarnar eru. Næringar-
fræðingar mæla með því að neytendur velji
heilkornamatvæli,“ segir hann.
3 Líkaminn á erfiðara með að brenna hitaeiningar
sem við innbyrðum rétt fyrir
svefninn Rangt Þetta er langlíf mýta en
Gilbert-Jespersen segir hana ekki sanna.
„Orkujafnvægi líkamans breytist frá degi
til dags en jafnast þó út yfir lengri tíma,“
útskýrir hann. „Orkunni sem þú innbyrðir
um kvöld má vel brenna á hjóli á leið í vinnu
daginn eftir.“
4 Mjólk er yfirleitt ekki góð fyrir fullorðna Rangt „Mjólk
og mjólkurafurðir eru mikilvægur hluti af
næringu okkar og hjálpa til við að halda
beinum og vöðvum sterkum,“ segir Gilbert-
Jespersen og bætir við að það sé því ráðlagt
fyrir fullorðna manneskju að drekka hálfan
lítra af mjólk á dag. Það séu fáir sem hafi
ofnæmi fyrir mjólk.
5 Það er hollara að borða margar smáar máltíðir en
fáar stórar Rétt Fáar stórar máltíðir
á dag geta orsakað það að við borðum
of mikið af hitaeiningum. Það er því mun
viturlegra að borða fleiri litlar máltíðir.
„Annars má einnig benda á þá kenningu
matarsálfræðinnar sem segir að maður eigi
að borða þegar maður er svangur og njóta
þess og hætta að borða þegar maður er ekki
lengur svangur.“
6 Ferskt grænmeti er hollara en frosið Rangt „Ávextir og græn-
meti er oft flutt um langan veg og jafnvel
tekið upp áður en það eru þroskað, sem
dregur úr næringargildi. Frosið grænmeti
hefur þann eiginleika að hafa jafnvel verið
orðið þroskað þegar það var tekið upp eða
tínt og fryst um leið. Þar með hefur það
haldið næringarefnum sínum,“ segir hann.
7 Það er samasemmerki á milli korns og kjarna og
trefja Rangt Það er misskilningur að korn
og kjarnar séu það sama og trefjar. Malað
korn inniheldur sama magn af trefjum og
ómalað korn. Þá eru korn og kjarnar ekki
einu trefjagjafarnir. „Grænmeti er til dæmis
með mjög mikið af trefjum,“ segir Gilbert-
Jespersen.
8 Drekkið að minnsta kosti 8 glös af vatni á dag Rétt „Það
er mælt með að við drekkum 1 til 1,5 lítra
af vatni daglega. Það er óþarfi að drekka
meira en það nema ef heitt er í veðri eða við
stundum líkamsrækt.“
9 Rauðvín er hollasti áfengi drykkurinn Rangt Önnur lífseig
mýta sem Gilbert-Jespersen vill gjarnan
hafna. „Það hefur ekki enn verið sýnt fram á
ótvíræða hollustu rauðvíns.“
10 Veljið alltaf fitusnauðar eða fitufríar matvörur Rangt
Gilbert-Jespersen er ekki talsmaður fyrir
léttvörur sem eru sjaldnast hágæðavörur,
að hans sögn. „Leitið að Skráargatinu ef
þið viljið fá næringarríkan og hollan mat,“
segir hann.