Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 40
40 Lífsstíll 14.–16. september 2012 Helgarblað N orðmenn eru löngu búnir að fá leið á Breivik, og er það samdóma álit að það sé gott að réttarhöldin séu loks­ ins búin. Flestir virðast una dómnum og þykir norska dómskerf­ ið hafa staðið sig ágætlega. En skuggi Breiviks nær langt og virðist jafnvel áþreifanlegur þegar gengið er um götur borgarinnar. Í Regjeringskvartalet standa allar helstu stjórnarbyggingar Noregs, sem margar bera enn merki þess sem hér átti sér stað þann 22. júlí í fyrra. Víða er pappi þar sem áður var gler í rúðunum, og dúkað er yfir framhlið stjórnarráðsbyggingarinnar sjálfrar. Stoltenberg forsætisráðherra þótti almennt standa sig með prýði í kjöl­ far árásanna, en rannsóknarskýrsla sem var gerð í kjölfarið fer myrk­ um orðum um viðbúnað yfirvalda, og hefur leitt til þess að fylgið hefur hrunið af honum. Dagur sem enginn vissi hvernig myndi enda Upp meðfram Ríkisstjórnarhverfinu liggur gatan Akersgata, sem oft er nefnd „Avisgata,“ eða blaðagatan, í daglegu tali. Er hún nokkurs konar Fleet Street þeirra Norðmanna, þar sem helstu blöð og margar bókaút­ gáfur hafa höfuðstöðvar sínar. En á meðan blöðin hafa flutt burt frá hinu upprunalega Fleet Street í London, þá heldur Akersgata enn sínu striki. Dagbladet er horfið annað, en VG og Aftenposten keppa um að vera stærsta blað landsins og eru bæði rekin héðan. Það síðarnefnda hefur reyndar snúið aftur eftir að hafa yfir­ gefið skrifstofur sínar í einu stærsta háhýsi Noregs, það gengur víðast illa í blaðaútgáfu. Á hverjum degi var áður fyrr nýjasta eintaki VG stillt upp í gler­ kassa fyrir framan höfuðstöðvarn­ ar, en það hefur ekki verið gert eft­ ir hinn örlagaríka 22. júlí. Á bak við sprungurnar í glerinu má enn sjá fréttir þess dags sem flestir héldu að yrði eins og hver annar, mikið um kóngafólk og annað slúður, en engan gat grunað hvernig umhorfs yrði um kvöldið. Fyrir framan glerkassann er stytta af manni sem les blað og missti hún löppina í árásinni, en fóturinn hefur verið festur á aftur. Önnur sár er erfiðara að græða. Og þó. Nýlega var heimildar­ myndin Til ungdommen frum­ sýnd. Titillinn er sóttur í kvæði sem Nordahl Grieg, þá innblásinn af spænska borgarastríðinu, orti árið 1936 og fjallar um að trúin á mann­ eskjuna geti yfirstigið allt vopnavald. Lag var samið við kvæðið, og varð það að nokkurs konar þjóðlagi Norð­ manna eftir árásirnar. Hlegið í gegnum tárin Myndin er áhrifarík, eins og búast má við, en það sem kemur mest á óvart er að henni tekst jafnframt að vera skemmtileg. Fylgst er með fjór­ um unglingum í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna. Sana er barn innflytjenda sem hlakkar til að fá að kjósa í norskum kosningum, Henrik er þybbinn framsóknarmaður sem þreytist á að vera ásakaður um kyn­ þáttahatur af jafnöldrum sínum, á meðan Hákon missti foreldra sína ungur en leitar þess í stað á náð­ ir ungra hægrimanna. Jóhanna er ósköp venjuleg norsk stelpa í ung­ liðahreyfingu Verkamannaflokksins, og öll undirbúa þau sig undir kapp­ ræður sem halda skal um haustið. En um sumarið dynja ósköpin yfir, og Jóhanna sleppur við illan leik frá Ut­ öya þar sem hún verður vitni að því þegar fjórir vinir hennar eru drepnir. Þrátt fyrir þetta skelfilega atvik um miðbik myndarinnar skemmtir fólk sér vel í salnum og hlær að upp­ átækjum ungmennanna þegar það á við, á hátt sem aðeins þeir sem sjálf­ ir standa svo nálægt harmleiknum geta gert. Myndin nýtur gríðarlegra vinsælda og er til marks um að þjóð­ in muni þrátt fyrir allt jafna sig á Brei­ vik, sem nú hefur verið lokaður inni. Skandínavar á fleka Ef árásirnar 22. júlí eru það versta sem hefur dunið á Noregi frá lok­ um seinni heimsstyrjaldar, þá fjallar önnur stórmynd haustsins um öllu gleðilegri viðburð. Rétt eftir stríðslok reyndi ungur maður að nafni Thor Heyerdahl að fá doktorsritgerð sína birta, þar sem hann hélt því fram að Páskaeyja hefði upprunalega verið numin af fólki frá Suður­Ameríku, frekar en frá eyjunum vestan við eins og almennt er talið. Honum var sagt að eina leiðin til að sanna þetta væri að sigla þangað sjálfur. Hann byggði flekann Kon­Tiki með þúsund ára gamalli tækni, réð til sín fjóra Norð­ menn og einn Svía og hélt af stað. Árið var 1947, ferðin tók 101 dag og stríðsþreytt heimsbyggðin fylgd­ ist með Skandínövunum sigla yfir Kyrrahafið. Heyerdahl varð heims­ frægur, bók hans um ævintýrið seld­ ist í 50 milljónum eintaka og heim­ ildarmyndin vann óskarsverðlaun. Hann átti síðar eftir að sigla á papýrusbátnum Ra II yfir Atlants­ haf og á bátnum Tigris um Indlands­ haf. Undir lokin reyndi hann að sýna fram á að Æsirnir ættu upphaf sitt að rekja til Azov­héraðs í Rússlandi. Rannsóknir hans áttu að sýna fram á að fornar siðmenningarþjóðir hefðu haft mun meiri samskipti en áður var talið, en hafa ekki notið hylli fræði­ manna. Hann er þó mikil þjóðhetja í Noregi, og ríkir þar nú sannkallað Kon­Tiki æði. Kvikmyndin um þetta ferðalag er sú dýrasta í sögu Nor­ egs, og kostaði gerð hennar um tvo milljarða íslenskra króna. Það kann að virðast undarlegt að mynd um sex menn á fleka skuli vera svona dýr, en ekkert er til sparað. New York 5. ára­ tugarins var endurreist í kvikmynda­ veri í Búlgaríu og forsetahöllin í Perú jafnframt endursköpuð. Eggjaleit í stað kosninga Flekinn sjálfur var að sjálfsögðu endurbyggður og að tökum lokn­ um siglt upp Óslóarfjörðinn þar sem hann hvílir nú fyrir utan Kon­Tiki safnið á tanganum Bygdö. Safnið geymir hinn upprunalega fleka og bátinn Ra II, en ekki þó Tigris sem Heyerdahl brenndi sjálfur til að mótmæla stríðsrekstri í Miðaustur­ löndum. Ég fór á safnið sem barn og líkanið af risahákarlinum sem synd­ ir undir flekanum greypti sig inn í minnið. Hákarlinn er enn á sínum stað, en ýmislegt hefur bæst við, svo sem endurgerð á hellum og styttum Páskaeyja. Margt er annars á huldu um þess­ ar eyjar, sem eru ásamt Íslandi og Nýja­Sjálandi með síðustu stöð­ um á jörðinni þar sem fólk kom sér fyrir. Flestir kannast við hinar ein­ kennilegu styttur eyjunnar, en þegar Evrópumenn uppgötvuðu hana á páskadag árið 1722 höfðu þau trúar­ brögð sem þeim tengdust lagst af. Í staðinn hafði verið tekin upp trú á fuglamenn, sem leiddi til þess að á hverju vori var farið í eggjaleit og sá sem fann fyrsta egg sumarsins varð konungur eyjunnar það árið. Eyj­ an er talin hafa verið afar gróður­ sæl áður fyrr, en íbúarnir hafa lík­ lega gengið svo á skóginn að hann þurrkaðist út svo að ekki var lengur viður til skipsbygginga. Samlíkingar við Ísland eru augljósar. Farsóttir og þrælahald voru næstum búnar að út­ rýma eyjarskeggjum á 19. öld svo að rétt um hundrað voru eftir, en þeir eru nú um 6.000 og tilheyra eyjarn­ ar Síle. Góður ævintýramaður, vondur eiginmaður Kon­Tiki safnið í Ósló er góður stað­ ur til þess að fræðast um Páskaeyju, en lítið er þar sagt um einkalíf Thors Heyerdahl sem nú er aftur orðið mik­ ið á milli tannanna á fólki. Thor yfir­ gaf konu sína og tvo syni til að sigla yfir Kyrrahafið og skildi hún við hann í kjölfarið. Í skilnaðarsáttmálanum kvað á um að hún myndi fá 10 pró­ sent tekna hans, en lögfræðingur fékk því breytt svo að það átti aðeins við um tekjur hans í Noregi, sem var talsvert minna. Börn hans ólust því upp í fátækt þó að faðir þeirra væri margfaldur milljónamæringur, en móðirin dó ekki ráðalaus, heldur giftist síðar einum erfingja Rocke­ feller­auðævanna sem hún kynntist í gegnum fyrrverandi eiginmann sinn. Synirnir, sem nú eru komnir vel á aldur, hafa ekki reynst jafn mikl­ ir ævintýramenn og faðirinn heldur hafa einbeitt sér að fræðimennsku. Kon­Tiki safnið er enn á sínum stað í Ósló, rétt hjá Víkingaskipahúsinu sem hefur að geyma skip áþekk þeim sem okkar eigin forfeður sigldu á í könnunarleiðöngrum sínum. Kvik­ myndin um Kon­Tiki verður sýnd á kvikmyndahátíð Reykjavíkur sem hefst í lok mánaðar. n Besti og versti dagur Noregs n Valur Gunnarsson fjallar um lífið í Noregi eftir hinn örlagaríka 22. júlí 2011 „Myndin nýtur gríðarlegra vin- sælda og er til marks um að þjóðin muni þrátt fyrir allt jafna sig á Breivik, sem nú hefur verið lokaður inni. Pistill Valur Gunnarsson VG-styttan Styttan sem missti fót í árásinni. Kon-Tiki safnið í Ósló Þar má fræðast um Páskaeyju. Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ að getur verið dýrkeypt að vera í gönguhópi og umgang­ ast fólk sem er á bannlista skipulagðra hópa. Þegar ég innritaði mig í 52 fjalla hóp Ferða­ félags Íslands hafði ég ekki hug­ mynd um að mér kynni að standa andleg ógn af einstaklingum sem þar ráða för. Ég hélt einfaldlega að þetta væri hópur fólks sem lyti að­ eins þeirrar handleiðslu leiðtoga sinna að fara um fjöll og jafnvel firnindi. Í ársbyrjun var ég eins og hver annar Ís­ lendingur. Ég hafði á sam­ viskunni að hafa reykt úti um allt og hent stubbunum þar sem ég stóð eða ók. Ég var umhverfis­ sóði. Og ég átti það til að brölta um á slyddujeppa um vegleysur ef því var að skipta. Hápunktinum í þeim efnum náði ég í utanvega­ akstri á Hvaleyrarholti í Hafnar­ firði skömmu eftir 1980. Ég hafði leigt Lada Sport og fannst eðli­ legt að láta reyna á tryllitækið við náttúrulegar aðstæður. Ekki vildi betur til en svo að bifreiðin sökk í mýri og fékk sig hvergi hreyft. Við þessar aðstæður var ekki annað til ráða en að leita aðstoðar niðri í bænum. Á endanum varð ég að fá kranabíl til að koma Lödunni aftur inn í þjóðvegakerfið. Ég var þessi manngerð sem kunni best við sig á hjólum og með sígarettu í kjaftinum. E n síðan hófst umbreytingin. Ég hóf að ganga á fjöll. Fyrst einn en síðan álpaðist ég inn í þann hóp sem heitir 52 fjöll. Í upphafi hafði ég ekki hugmynd um að þarna væri í raun um að ræða sérrúarsöfn­ uð sem vildi ná tökum á sálu minni. Ég sá ekki í gegn­ um leiktjöldin og vissi ekki að fararstjórarnir væru í raun trúboðar, eða fals­ spámenn. Það var ekki fyrr en eftir útvarpsþátt hjá Sirrý á Rás 2 að mér varð ljóst að ég var ekki lengur með sjálfum mér. Ég lýsti því fyrir hlustendum þegar ég gekk berfættur á efsta tind fjalls­ ins Löðmundar. Ég fór úr skónum og gekk berfættur til að skemma ekki viðkvæman gróður tinds­ ins. Þegar frásögnin fór í loftið spratt upp bylgja andúðar í sam­ félaginu. Mönnum var ljóst að ég hafði týnt sjálfum mér og var orðinn viljalaust verkfæri öfga­ manna. Á Facebook­síðu Jóns G. Snæ­ land, yfirvegaðs áhrifa­ manns jeppaklúbbsins 4X4, mátti lesa eftirfarandi: „Af öfgamönnunum Róbert Marshall, Páli Ásgeiri og nýjasta öfgamann­ inum heilaþvegna Reyni Trausta­ syni. Hægt er að byrja að hlusta á bullið á mínútu 142.“ Augu mín opnuðust. Ég var fórnarlamb í al­ heimssamsæri öfgamanna í um­ hverfismálum. Öll þau skipti sem Páll Ásgeir hafði gengið með mér spölkorn og miðlað því sem virtist vera fróðleikur var hann í raun­ inni að heilaþvo mig. Sama var með Marshallinn. Hann var ekki að aðstoða, heldur þvinga mig undir vilja sinn. Þar sem ég stóð berfættur á tindi Löðmundar var ég viljalaust verkfæri á valdi öfga­ sinna og gerði það sem mér var sagt. Og það er ekkert til ráða því ég mun halda áfram að ganga á fjöll. Nema jeppaklúbburinn nái að snúa mér. Berfættur öfgamaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.