Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Side 56
Er ekki í
Framsókn!
n Andrea Ólafsdóttir, fyrrverandi
forsetaframbjóðandi, vill alls ekki
að fólk haldi að hún sé gengin til
liðs við Framsóknarflokkinn. „Það
er best að taka það fram að ég er
ekki í Framsókn og er reyndar
ekki í neinu stjórnmálaafli,“ skrif-
aði hún í athugasemd við mynd
sem Framsóknarflokkurinn deildi
á Facebook-síðu sinni. Þar sést
Andrea sitja við hlið Þórðar Björns
Sigurðssonar, starfsmanns Hreyf-
ingarinnar, á hádeg-
isfundi Fram-
sóknarflokksins.
Hún ítrekar í
athugasemd-
inni að hún
hafi verið á
fundinum til
að hlusta á
hugmyndir.
Hann hefði
betur valið
veður-
fræðina!
Ingibjörg með
spangir
n Athafnakonan Ingibjörg Pálma-
dóttir skartar þessa dagana
tannspöngum til þess að rétta
bit sitt. Ingibjörg er ófeimin við
að sýna spangirnar og brosti
sínu blíðasta á Haustfagnaði
Stöðvar 2 sem fram fór um síð-
ustu helgi. Eiginmað-
ur hennar, Jón
Ásgeir Jóhann-
esson, var
sjálfur með
spangir fyr-
ir stuttu en
þær hafa
verið fjar-
lægðar
og hann
skartar nú
þráð-
beinu
brosi.
I
ngólfur Þórarinsson, sem oftast er
kallaður Ingó veðurguð er sestur á
skólabekk. Hann nemur nú heim-
speki við Háskóla Íslands.
„Ég er náttúrlega að vinna sem
tón listarmaður en hef samt heilmik-
inn frítíma,“ segir Ingó. „Mig lang-
aði að læra eitthvað og hugsaði bara:
hví ekki heimspeki?“ Það orð hefur
lengi farið af Ingólfi að hann sé mikill
pælari. „Ég er nú bara að þreifa mig
áfram og veit ekki hvort ég mun neitt
fara alla leið með þetta,“ segir hann.
Aðspurður hvort hann telji að heim-
spekinámið muni gagnast honum í
tónlist og textagerð hlær hann góð-
látlega. „Ég efast nú um það. Ég held
að tónlistin mín verði nú bara með
sama sniði og verið hefur.“ En hvers
vegna valdi Ingólfur heimspeki? „Ég
held að heimspekin falli algjörlega
að mínu áhugasviði. Kannski mun
hún hjálpa manni að velta hlutunum
fyrir sér með opnum huga og breikka
hugsunina á einhvern hátt,“ segir
Ingólfur íbygginn.
Samnemendur Ingólfs láta vel af
honum. „Aldrei bjóst ég við að hitta
Ingó veðurguð hér í háskólanum,“
segir Ellert Björgvin Schram, nýnemi
í heimspeki. „Það er gaman að sitja
tíma með Ingó enda ekki á hverjum
degi sem maður sest á skólabekk
með poppstjörnu.“ Ingó er ekki eina
stjarnan við heimspekideild Háskóla
Íslands, en Höskuldur Ólafsson sem
gerði garðinn frægan með hljóm-
sveitinni Quarashi á sínum tíma
stundar nú doktorsnám í heimspeki.
Ingó er með mörg járn í eldinum
þessa dagana. „Maður er að trúba d-
orast og svoleiðis af og til,“ segir hann
en í vikunni skemmti hann nem-
endum Menntaskólans í Reykjavík á
Þýska barnum. n
„Gaman að sitja tíma með Ingó“
n Ingó veðurguð í heimspekinámi n Ánægðir samnemendur
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 14.–16. SePtemBer 2012 106. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Lærir heimspeki Ingó er ekki viss um að
námið gagnist honum í tónlistinni.
Ósáttur leikari
n Ævar Þór Benediktsson leikari,
sem þessa dagana kemur fram
í hlutverki Lilla klifurmúsar,
er æfur á Facebook yfir vinnu-
brögðum netverslunarinnar
Amazon. Vill hann meina, þó
líklega meira í gríni en alvöru,
að netverslunin og íslensk tolla-
yfirvöld vinni saman. „Panta
20 bækur á Amazon. Þeir
ákveða að senda
mér þetta í
tveimur
pökkum;
fyrst ein bók
og svo rest,“
segir hann á
Facebook-síðu
sinni. „Ég er
99% viss um að
þeir séu í sam-
starfi við Toll-
inn... “