Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 6
„Mér féllust bara hendur“ Berskjaldað í svartri vinnu n 0,5 prósent af vinnutíma Íslendinga innan veggja heimilisins S törf innan heimila er vaxandi iðnaður í Evrópu og ekkert bend- ir til þess að Ísland sé þar undan- skilið,“ segir Drífa Snædal, MA í vinnumarkaðsfræði, sem flutti er- indið „Þegar heimili eins er vinnu- staður annarra. Lagaumhverfi heim- ilisstarfa á Íslandi“ í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins á föstudag í síðustu viku. Drífa hefur áhyggjur af réttar- stöðu þeirra sem vinna störf á heimil- um annarra og segir helst um ræstingar kvenna að ræða og sagði greinina hér á landi að stærstu leyti undir yfirborðinu. „Ýmsar hættur fylgja því að vinna inni á heimilum annarra,“ segir Drífa. „Það sem vekur áhyggjur er að fólk er nær al- gjörlega réttlaust þegar það er að vinna þessa svörtu vinnu. Við þetta má bæta að þegar fólk er að vinna á heimilum annarra þá er það berskjaldað. Bæði fyrir áreiti og þá verður ráðningarsam- bandið persónulegt, sem flækir mál- in. Þá er erfitt að draga skýrar línur um hvað er vinna og hvað er ekki vinna.“ Drífu finnst tími til kominn að tak- ast á við vandann. Hún vill koma mark- aðnum upp á yfirborðið svo lög nái yfir hann og uppfæra hjúalögin sem eru enn í gildi frá árinu 1928 með tilliti til breytts samfélags. „Það er ákveðið um- burðarlyndi gagnvart svartri vinnu hér á landi, sérstaklega heimilisstörfum. Það sætir furðu að þetta hafi ekki ver- ið kortlagt því það má leiða líkum að því að meira en 0,5 prósent af vinnu- tímum Íslendinga séu unnin í laun- aðri vinnu innan heimila. Það þarf að fara í þessi mál og forðast þá um leið að festa stétta- og kynjamisrétti í sessi við breytingar á lögum,“ segir Drífa og bæt- ir því við að í Svíþjóð hafi verið hleypt af stokkunum skattaívilnunarátaki svip- uðu því og á Íslandi og er kallað „All- ir vinna“. „Munurinn er sá að þar náði átakið ekki bara yfir vinnu iðnaðar- manna, heldur líka yfir heimilisstörfin.“ Við þurfum þó að taka tillit til sérstöðu íslensks vinnumarkaðar við allar svona breytingar. kristjana@dv.is 6 Fréttir 17. september 2012 Mánudagur H ún er kannski mismun- andi tilfinningin sem fólk fær þegar lögreglan hring- ir en það er ekki hægt að segja annað en að gleði hafi fyllt hjarta Jóns Kristins Frið- geirssonar þegar hann fékk símtal frá lögreglunni á fimmtudag. Vesp- an sem sonur hans keypti fyrir ferm- ingarpeningana og saknaði sárt eftir að henni var stolið var loks fundin! Hann hélt rakleiðis niður á lögreglu- stöð til þess að sækja vespuna og fara með hana heim, en gleðin entist ekki lengi. Um leið og hann sá vespuna áttaði hann sig á því að hún var í rúst og að skemmdarfíknin hefði ráðið för hjá þeim sem stálu henni. Von- brigðin voru ólýsanleg og þetta kvöld var mikið grátið. Gríðarlegt tjón „Mér féllust bara hendur,“ segir Jón Kristinn. „Ég átti von á því að hún væri kannski eitthvað skemmd en ekki svona svakalega. Ég veit ekki hvar ég á að byrja að telja, allur fram- hlutinn á henni er ónýtur, hún er mikið brotin, sætið hefur verið rifið af til að komast í bensíntakinn og það er greinilegt að hún hefur verið not- uð sem leikfang. Hún virðist einnig hafa verið keyrð töluvert. Svo er spurning hvort sumir hlutir hafi ver- ið teknir af vespunni til þess að nota á annað,“ veltir Jón Kristinn fyrir sér. „Hún er gríðarlega illa farin. Þetta er tjón upp á tugi þúsunda. Ég var búinn að senda verkstæðinu á N1 myndir af vespunni en þeir ætla að meta hjólið fyrir mig eftir helgi. Eftir að hafa séð myndirnar þá sögðu þeir strax að þetta hjól yrði ekki gert upp, það kostaði að minnsta tvo þriðju af heildarverði hjólsins. Skemmdar- fíknin var þvílík.“ Mikið grátið Áfallið var því mikið. „Ég get al- veg sagt þér eins og er. Við erum öll í sjokki. Jón Frímann ætlaði ekki að vilja koma út og sjá vespuna en ég vildi að hann sæi hana. Hann kom loks út en var bara niðurbrotinn eftir það. Það var mjög sárt að sjá hversu illa farin vespan er því ég kem ekki til með að geta gert hana upp yfir hann eða keypt nýtt hjól. Þegar mamma hans kom svo heim þá hélt ég að hún myndi fá taugaáfall. Það var mikið grátið í gær.“ Til þess að fá útrás fyrir reiðina hefur Jón Frímann haldið sig úti á golfvelli þar sem hann getur slegið hvert höggið á fætur öðru og slegið fast. „Hann getur ekkert annað gert,“ segir Jón Kristinn faðir hans. Skemmdarfíknin sár Hann segir að í raun hafi jafnvel ver- ið verra að fá hjólið aftur í hendurnar í þessu ásigkomulagi en að tapa því alveg. „Ég tók myndir af hjólinu og sendi út á fjölskyldu og vini. Nokkrir komu strax í heimsókn og við vorum sammála um að það hefði verið betra ef hjólið hefði ekki fundist. Þetta er eins og að bílnum manns sé stolið og maður fái hann svo loks aftur eins og flak, við stöndum uppi með ónýtan hlut í höndunum og það er vont að sjá þessa vanvirðingu og skemmdar- fíkn. Ég skil ekki hvaða hugsun hef- ur verið hjá þessum krökkum sem stóðu á bak við þetta.“ Lögreglan fann vespuna í Vestur- bænum en meira veit Jón Kristinn ekki um afdrif vespunnar á þeim tíma sem hún var týnd. Að lokum segist hann ætla að gera kröfu á unglingspiltinn sem stal vespunni. „Ég kem til með að gera það vitandi það að í dag fæ ég ekk- ert. Þetta fer allt að skýrast þegar ég er kominn með skýrari hugmynd af kostnaði við viðgerð. Ég meina, við fáum hana hvort eð er ekki bætta af tryggingunum eða neitt,“ segir hann svekktur. n n Vespunni sem Jón Frímann keypti var stolið n Fannst aftur en í rúst Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Skemmdarverk Hér má sjá hvernig búið er að skemma vespuna en tjónið er metið upp á tugi þúsunda, í raun borgar sig ekki einu sinni að reyna að laga þetta, vespan er bara ónýt. Vespan var eyðilögð Jón Frímann og Jón Kristinn bundu miklar væntingar við það að finna vespuna og leituðu lengi. Lögreglan fann hana svo í Vesturbænum og þá var hún í afar slæmu ásigkomulagi. Þingmenn gegn offitu: Hitaeiningar í skyndibita verði merktar Þrettán þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að velferðarráðherra beiti sér fyrir því að sölustaðir sem selja skyndi- bita upplýsi á áberandi stað um magn hitaeininga í skyndibita- réttum sem þar eru seldir. Tillaga sama efnis hefur tvisvar áður verið lögð fram en ekki verið afgreidd. „Í nútímasamfélagi hefur orðið æ vinsælla að fá sér skyndibita. Mataræðið í vestrænum ríkjum hefur þróast í þá átt að skyndi- bitinn hefur unnið á gagnvart hefðbundnum heimilismat. Þessi þróun á án efa átt þátt í því að mörg ríki hafa gert lýðheilsuá- ætlanir þar sem lögð er áhersla á aukna hreyfingu og bætt matar- æði almennings. Norðurlandabú- ar standa frammi fyrir áskorunum hvað varðar lífsstíl og mataræði og stjórnvöld flestra norrænna ríkja telja brýnt að vinna gegn offitu og lífsstíls- og velmegunarsjúkdóm- um sem tengjast henni. Þau hafa lagt áherslu á að bæta mataræði, m.a. með því að auðvelda fólki að velja holla matvöru. Til að svo megi verða þarf að auðvelda fólki að taka upplýst val, t.d. þegar það velur sér skyndibita. Offita er að verða eitt alvarlegasta heilbrigð- isvandamálið hérlendis, en sam- kvæmt upplýsingum frá OECD þjáist fimmtungur landsmanna af alvarlegustu tegund ofþyngd- ar og Íslendingar eru orðnir fjórða feitasta þjóð Evrópu, á eftir Bret- um, Írum og Möltubúum,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni. Meðal flutningsmanna til- lögunnar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sem háði bar- áttu við aukakílóin með íslenskt fæði að vopni ekki alls fyrir löngu. Meðal annarra flutningsmanna má nefna Siv Friðleifsdóttur, Guð- mund Steingrímsson, Þór Saari og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Flókið ráðningarsamband „Þegar fólk er að vinna á heimilum annarra þá er það berskjaldað,“ segir Drífa Snædal sem vill færa svartan markað upp á yfirborðið. „Ég get alveg sagt þér eins og er. Við erum öll í sjokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.