Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 17. september 2012 Moyes óttast að missa Fellaini Svo virðist sem David Moyes, stjóri Everton, sé þegar búinn að sætta sig við að missa hinn bráð- skemmtilega Marouane Fellaini frá liðinu strax í byrjun næsta árs. Viðurkennir Moyes að hann hafi engin ráð til að halda kappanum lengur en lið á borð við Manchest- er United hafa sýnt Fellaini áhuga upp á síðkastið. Sjálfur hefur Belginn lýst yfir áhuga á að prófa sig hjá stærri klúbbi. Frábært hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið lagði landslið Norður-Íra 2–0 á Laugar- dalsvellinum um helgina en sig- urinn tryggir stelpunum sæti í umspili í úrslitakeppni EM. Mörk Íslands skoruðu þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Fanndís Friðriks- dóttir en íslensku stelpurnar áttu leikinn með húð og hári og hefði sigurinn auðveldlega getað orðið mun stærri. Lokaleikur stelpn- anna í undankeppninni er á mið- vikudaginn við norska landsliðið í Osló og sigur fleytir stelpunum okkar beint í úrslitakeppnina án umspils. Áfram Ísland! Annað tímabil í uppnámi í NHL Timabilið í íshokkídeildinni NHL vestanhafs er enn einu sinni í uppnámi. Leikmenn og eigendur liða eru aftur komnir í hár saman vegna launamála og hafa eigendur brugðið á það ráð að slá af fyrstu leiki tímabilsins að minnsta kosti. Það gæti aldeilis teygst í þessari rimmu því síðast þegar ekki náð- ist samkomulag milli þessara aðila 2004/2005 var alls ekkert leikið í NHL það tímabilið. Veislan að hefjast n Real Madrid tekur á móti Man.City í Meistaradeild Evrópu A lltaf er gaman þegar leik- tímabilið í Evrópu hefst á nýjan leik eftir sumarfrí en það er ekkert nema hrein veisla þegar keppni hefst í Meistaradeild Evrópu. Fyrstu leikirn- ir fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Allir leikir þessarar viku eru fróð- legir þó skemmtanagildi þeirra sumra sé kannski takmarkað fyrir íslenska áhugamanninn. Fáir eru þannig lík- legir til að taka sér frí úr vinnu til að sjá Braga frá Portúgal mæta Cluj Napoca frá Rúmeníu svo dæmi sé tekið. Real – City leikur númer eitt, tvö og þrjú Viðureign spænsku og ensku meist- aranna, Real Madrid og Manchester City, á heimavelli þeirra fyrrnefndu er að öðrum ólöstuðum stærsta viðureign þessarar umferðar Meist- arardeildarinnar. Ekki síst fyrir þær sakir að spænska liðið hefur byrj- að sína leiktíð langt undir vænting- um og reytir Jose Mourinho nú hár sitt og skegg af bræði. Hann skaut föstum skotum á leikmenn sína á sunnudag og sagði engan neista í leik liðsins. Manchester City hefur held- ur ekki byrjað tímabilið með sérstök- um bravúr; stálheppið að vinna sig- ur á nýliðum Southampton í fyrsta leik sínum og ósannfærandi í öðrum leikjum hingað til. City er þó í fjórða sætinu í enska meðan Real Madrid verður að gera sér tíunda sætið að góðu. Gerir PSG alvarlega atlögu? Spútniklið Evrópu þessa leiktíðina ætti að vera franska liðið PSG sem hefur hrúgað inn stjörnum í lið sitt einmitt með það að sérstöku mark- miði eigenda þess að gera liðið að stórveldi í Evrópu. Nú er möguleik- inn en PSG mætir Dinamo Kiev í fyrsta leik sínum. Verður forvitnilegt að vita hvort tekist hefur að hamra þar saman félagslið sem att getur kappi við þá allra bestu en byrjun PSG í deildinni heima er þó ekkert til að hrópa húrra fyrir hingað til. Giroud hittir gamla félaga Fáir ættu að vera bjartsýnni en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fyr- ir útileik liðsins gegn Montpellier á morgun. Arsenal burstaði lið South- ampton í deildinni um helgina og virðast leikmenn loks farnir að finna fjölina sína þar á bænum. Ein stjarna Arsenal, Olivier Giraud ,var keypt frá frönsku meisturunum og gjörþekkir því andstæðinginn. Þá hafa þeir þeir frönsku vægast sagt byrjað tímabil- ið illa og aðeins unnið einn leik af fimm. Ríkjandi meistarar Chelsea mæta Gömlu konunni frá Torino, Juvent- us. Tölfræði Juventus gegn enskum liðum á Englandi í Meistaradeildar- keppninni er bágborin í meira lagi. Liðið hefur aðeins tvívegis í átján viðureignum hirt öll stigin í boði. Manchester United ætti varla að verða skotaskuld úr því að vinna sig- ur á hinu tyrkneska Galatasaray. Ekki bara af því að United er miklu betra lið heldur líka vegna þess að Tyrkirn- ir hafa aldrei nokkurn tímann unnið sigur á Englandi. Fyrsti Evrópuleikur Vilanova Hinn nýi þjálfari Barcelona, Tito Vila- nova, hefur gert fína hluti með hið stórkostlega Barcelona í byrjun leik- tíðarinnar en nú reynir fyrst á hann í Evrópuleik. Börsungar fá í heimsókn Spartak Moskvu og enginn býst við miklu af Rússunum. n Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Leikirnir í vikunni A-riðill Dinamo Zagreb – Porto PSG – Dinamo Kiev B-riðill Montpellier – Arsenal Olympiakos – Schalke C-riðill Malaga –Zenit Petersburg AC Milan – Anderlecht D-riðill Dortmund – Ajax Real Madrid – Manchester City E-riðill Shakhtar Donetsk – Nordsjælland Chelsea – Juventus F-riðill Lille – BATE Borisov Bayern Munchen – Valencia G-riðill Barcelona –Spartak Moskva Celtic – Benfica I-riðill Man Utd – Galarasaray Braga – Cluj Eiga titil að verja Leikmenn Chelsea eru núverandi Evrópumeistar eftir sigur á Bayern München í vor. Þeir mæta Juventus í vik- unni. MynD REutERS F imleikafélag Hafnarfjarðar er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í sjötta skiptið eftir að liðið gerði góða ferð inn í Garðabæ og náði þar stigi í viðureign sinni við Stjörnuna í leik sem endaði 2–2. Þannig hefur FH 42 stig, eða ellefu stigum meira en næstu lið, og það þó þrjár umferðir séu enn eftir í Pepsi-deild karla. Fyrir leikinn á sunnudagskvöld var Fimleikafélagið reyndar komið með níu fingur á titilinn þetta árið. Að- eins KR og Stjarnan áttu möguleika á að ná Hafnfirðingunum að stigum en aðeins að því gefnu að FH tapaði öll- um síðustu leikjum sínum. Leikur liðanna var hraður og skemmtilegur og ljóst að báðir aðil- ar ætluðu að selja sig dýrt. Aðeins tók tíu mínútur fyrir Stjörnuna að kom- ast yfir en fimm mínútum síðar hafði FH jafnað. FH-ingar bættu við marki í síðari hálfleik og leit út fyrir sigur FH vel fram yfir venjulegan leiktíma þegar Mark Doninger náði að skora og jafna fyrir heimaliðið. Ekki minni spenna er á botnin- um eftir leiki dagsins. Lið Grindavík- ur undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar er fallið eins og reyndar hefur leg- ið í loftinu um tíma. Grindvíkingar lágu fyrir heimamönnum í Eyjum 2–1 sem með sigrinum komust upp í annað sætið við hlið KR sem stein- lá 0–4 fyrir fersku liði Breiðabliks. Blikarnir eiga fyrir vikið enn ágæta möguleika á að ná sér í Evrópusæti. Enn er ekki útséð um hvort Selfoss eða Fram fylgir Grindvíkingum nið- ur um deild en ekki var baráttugleði fyrir að fara hjá Fram sem tekið var í bakaríið 5–0 í Keflavík og lék um tíma tveimur færri vegna spjalda. Selfys- singar voru heldur ekki á tánum 100 prósent í útileik gegn Fylki sem síð- arnefnda liðið vann 2–0 en gestirnir misstu tvo leikmenn af velli með rauð spjöld eins og Fram. Þegar þrjár um- ferðir eru eftir á Fram tvö stig á Sel- foss en fræðilega séð geta Valur með 25 stig og Fylkir með 26 stig fallið líka en til þess þarf ýmislegt óvenjulegt að gerast síðustu umferðirnar. n albert@dv.is FH gulltryggði titilinn n Markaregn og óvænt úrslit í Pepsi-deild karla Meistarar FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með því að gera jafntefli gegn Stjörnunni, 2–2, í Garðabæ. MynD EyþóR ÁRnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.