Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 22
22 Fólk 17. september 2012 Mánudagur
Rikka í
nýjum
þætti
Sjónvarpsstjarnan Friðrika Hjör-
dís Geirsdóttir mun snúa aftur
á skjáinn í vetur því hún verður
einn af dómurum í raunveruleika-
þættinum Masterchef Ísland sem
verður sýndur á Stöð 2. Auk Rikku
munu þeir Eyþór Rúnarsson,
kokkur á Nauthóli, og Ólafur Örn
Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Mar-
ína, dæma þátttakendur. Tökur á
þættinum eru hafnar en tæplega
500 áhugasamir sóttu um að fá að
taka þátt. Þar af voru 50 kallaðir
í áheyrnarprufur en þátturinn er
byggður að erlendri fyrirmynd.
Tónlistarmaðurinn Daníel Óli-
ver vinnur hörðum höndum
að því að búa sér til nafn í Sví-
þjóð þar sem hann starfar og
býr ásamt kærastanum sínum.
Tímaritið EQ hefur nú bæst í
hóp vefmiðla sem lofsama lag-
ið DJ Blow My Speakers en lag-
ið hefur verið að gera það gott
á dansgólfum Evrópu í sumar.
Í síðustu viku var lagið spilað á
útvarpsstöð í New York svo það
má með sanni segja að Daníel
sé óðum að leggja heiminn að
fótum sér.
„Þetta er
bara smá pot“
Þ
etta heitir Kokopelli,“ segir
tónlistarmaðurinn Kristján
Kristjánsson, betur þekkt-
ur sem KK, um húðflúr
sem hann fékk sér hjá húð-
flúraranum Fjölni Geir Bragasyni
á húðflúrhátíðinni Icelandic tattoo
expo sem fór fram í Súlnasal hótel
Sögu um helgina. Kokopelli er frjó-
semisgoð sem indjánar höfðu í há-
vegum, en stendur einnig fyrir anda
tónlistar. Þegar blaðamaður hitti
KK áður en Fjölnir hóf verkið hafði
hann litlar áhyggjur af því að þetta
yrði sársaukafullt. „Nei, nei, þetta
er bara smá pot. Það er minnstur
sársaukinn á þessu svæði,“ segir
hann og bendir á vinstri upphand-
legginn á sér þar sem húðflúrið
fékk síðar sinn sess. Þetta veit hann
því hann er með annað húðflúr á
hægri handleggnum á svipuðum
stað. Það er þó komið nokkuð til
ára sinna.
KK var því hvergi banginn þegar
hann settist í stólinn hjá Fjölni í
Súlnasalnum og kippti sér lítið upp
við það þegar hann hófst handa við
listaverkið. Aðspurður hvort hann hafi
hugsað um það lengi að fá sér þetta
tiltekna húðflúr vill hann lítið um
það segja. Segist alltaf vera eitthvað
að hugsa, en það er ljóst að Kokopelli
hefur sérstaka merkingu í huga hans.
45 húðflúrarar sýndu listir sín-
ar á hátíðinni, 35 erlendir og 10 ís-
lenskir, og var um að ræða stærstu
hátíð sinnar tegundar sem haldin
hefur verið hér á landi. Mikið var
um dýrðir þegar blaðamann bar að
garði á föstudagseftirmiðdegi og
voru allir húðflúrararnir með við-
skiptavini í stólunum hjá sér. n
solrun@dv.is
n KK fékk sér húðflúr hjá Fjölni á Icelandic tattoo expo
Mikið um dýrðir 45 húðflúrlistamenn sýndi verk sín á hátíðinni.
Gerðu grín að Fifty
Shades of Grey
n Magni og Pétur sungu um Anastasiu Steele og Christian Grey
T
ónlistarmennirnir Magni Ás-
geirsson og Pétur Örn Guð-
mundsson héldu uppi alvöru
trúbadorastemningu á skemmti-
staðnum Den danske kro síðastliðið
fimmtudagskvöld með hverri ballöð-
unni og slagaranum á fætur öðrum.
Vakti það athygli og mikla kátínu við-
staddra að á milli laga gerðu þeir grín að
bókinni Fifty shades of Grey, sem feng-
ið hefur heitið Fimmtíu gráir skuggar
á íslensku. Var það aðallega Pétur sem
virtist vita mikið um innihald bókarinn-
ar. Hann var með nöfn aðalpersónanna,
Anastasiu Steele og Christians Grey, á
hreinu og gat gefið áhugasömum áheyr-
endum upplýsingar um hagi þeirra og
stöðu. Aðspurður tók hann þó fyrir að
hafa lesið bókina, sagðist aðeins hafa
flett í gegnum hana í bókabúð og það
hefði nægt honum til að öðlast þessar
upplýsingar. Magni gerði óspart grín að
félaga sínum fyrir þekkingu hans á um-
ræddum bókmenntum. Þá voru í saln-
um samankomnar nokkrar kanónur úr
tónlistarbransanum; Matthías Matthí-
asson úr Pöpum, Hreimur Örn Heimis-
son úr Landi
og sonum, Gunnar Ólason úr Skíta-
móral og Benedikt Brynleifsson
úr Todmobile, en þeir eru saman í
hljómsveitinni Vinum Sjonna.
Þeir kölluðu mikið að trúbador-
unum og tóku þátt í Fifty shades of
Grey glensinu. Magni og Pétur
tóku grínið svo skref-
inu lengra þegar þeir
fléttuðu samskipti
Anastasiu Steele og Christ-
ians Grey inn í þekkt-
ar ballöður við mikinn
fögnuð viðstaddra. n
Slógu í gegn Magni og
Pétur slógu í gegn með söng
og glensi á Den danske kro.
Daníel gerir
það gott
Lizardman Eðlumaðurinn er mest húðflúraði maður í heimi og er búinn að láta kljúfa á sér tunguna til að líkjast eðlu.
Hvergi banginn KK hafði
litlar áhyggjur af því að þetta
yrði vont. Myndir eyþór árnaSon