Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13 V ið ætlum að gera þessum mönnum eins erfitt fyrir og við mögulega getum,“ segir Julius Kipng‘etich, yfirmað- ur Kenya Wildlife Service (KWS), í Afríkuríkinu Kenía. Um er að ræða hóp eftirlitsmanna sem tel- ur hátt í 3.500 manns og sér um eft- irlit með veiðiþjófum í þjóðgörðum Kenía. DV fjallaði á dögunum um veiði- þjófnað í öðru Afríkuríki, Austur- Kongó. Þar kom fram að verslun með fílabein skilaði veiðiþjófum gríðar- legum tekjum í vasann á hverju ári. Veiðiþjófnaður hefur aukist mjög í Afríku á undanförnum árum en sam- hliða því hefur gæsla og eftirlit einnig verið hert til muna. Þýska blaðið Der Spiegel fjallaði á dögunum ítarlega um stöðu mála í Kenía en í umfjöllun blaðsins kemur meðal annars fram að uppreisnarhópar í ríkjum á borð við Sómalíu séu að stóru leyti fjár- magnaðir með sölu á fílabeini. 23 tonn gerð upptæk Á dögunum fengu undirmenn Kipng‘etich í KWS, átta manna hóp- ur, fregnir af því að veiðiþjófar væru væntanlegir á svæðið sem þeir gættu skammt frá landamærum Sómalíu. Þeir földu sig í runnum og biðu átekta. Þegar veiðiþjófarnir komu loks á svæðið voru þeir ekki teknir neinum vettlingatökum. Það var umsvifalaust skotið á þá og veiðiþjófarnir svöruðu í sömu mynt. Einn sómalskur veiðiþjóf- ur lá í valnum en hinum fimm tókst að flýja við illan leik. Í raun var þetta ósköp venjulegur dagur fyrir eftir- litsmennina. Þennan dag tókst þeim hins vegar að vera á undan veiðiþjóf- unum en oftar en ekki hafa þeir komið að sundurtættum fílahjörðum. Talið er að í Afríku sé að finna allt að 500.000 fíla, en veiðiþjófar drepa tugi þúsunda á hverju ári – tala sem fer hækkandi með hverju árinu. Tolla- yfirvöld um allan heim, aðallega í Afríku, gerðu upptæk rúm 23 tonn af fílabeini á síðasta ári sem er mesta magn sem hefur verið lagt hald á í yfir 20 ár. „Blóðfílabein“ og „blóðdemantar“ Á undanförnum misserum hafa upp- reisnarhópar og skæruliðasamtök í Afríku beint spjótum sínum í auknum mæli að fílum. Þeir beita hríðskotariffl- um til að drepa fílana, taka af þeim skögulennurnar og selja svo á svörtum markaði. Með þessu tekst þeim að fjár- magna vopnakaup og hernað. Með- al þessara samtaka eru íslamistasam- tökin al-Shabab í Sómalíu, Janjaweed í Súdan og hinn alræmdi Frelsisher drottins (e. Lords Resistance Army) í Úganda undir stjórn Josephs Kony. „Á undanförnum árum hafa skipulögð glæpasamtök og jafn- vel hryðjuverkasamtök reynt að ná ítökum á þessum markaði,“ sagði Tom Caramone, bandarískur sér- fræðingur, þegar hann kom fyr- ir öldungadeild Bandaríkjaþings í maí síðastliðnum til að ræða um- fang vandans víða í Afríku. Sér- fræðingar í Afríku eru þegar farn- ir að tala um „blóðfílabein“ sem er tilvísun í „blóðdemantana“ sem stríðsherrar Síerra Leóne notuðu til að fjármagna vopnakaup sín. 90 prósent fílabeins sem selt eru fara til Kína eða Taílands þar sem eftir- spurn er mikil. Beinin eru oftar en ekki mulin niður og notuð í lækn- ingaskyni. Skotið til að drepa Julius Kipng‘etich ætlar ekki að láta veiðiþjófa og uppreisnarhópa slá sig út af laginu. Sjö manna hans hafa verið drepnir í skotbardögum á undanförnu ári og að hans mati er aðeins ein leið til að svara því: „Skjóta til að drepa. Það verður engum varnaðarskotum skot- ið heldur miðað á hjartað eða höf- uðið. Þessir menn eru harðir naglar og vilja drepa eins marga af okkur og þeir geta,“ segir hann. Það er ljóst að til að stemma stigu við veiðiþjófnaði í Afríku verður að berjast á móti af hörku. „Við landa- mærin að Sómalíu störfum við eins og her,“ segir hann en á umræddu svæði senda stríðsherrar al-Shabab undir- menn sína yfir landamærin til Kenía til að drepa fíla. Stórtækur Frelsisher Það er ekki bara í Kenía og Austur- Kongó sem stórtækir veiðiþjófar láta á sér kræla. Á stóru svæði nálægt Gúlú í norðurhluta Úganda eru fílar nán- ast útdauðir. Þeir urðu fyrir barðinu á veiðiþjófum á vegum Frelsishers drottins. „Við skutum á allt sem á vegi okkar varð,“ segir Joseph Okot, 25 ára fyrrverandi meðlimur í hernun. Hann segir að hermennirnir, fótgöngu- liðarnir, hafi fengið kjötið af fílunum á meðan yfirmennirnir fluttu fílabeinið á brott. Frelsisherinn er enn stórtækur á landsvæði sem liggur á landamær- um Austur-Kongó, Suður-Súdans og Mið-Afríkulýðveldisins – landsvæði sem ekkert þessara ríkja stjórnar. „Þeir ráða þessu svæði algjörlega og sala á fílabeini er aðaltekjulind þeirra,“ segir Michael Wamithi, ráðgjafi ríkisstjórn- ar Kenía í náttúruvernd, í samtali við Der Spiegel. Hann segir að væntan- lega sé aðeins ein leið fær til að bjarga fílum sem eru í útrýmingarhættu á stórum svæðum Afríku, að gera rót- tækar breytingar á samþykkt um bann við sölu fílabeina frá árinu 1989. „Svo lengi sem það er markaður fyrir þetta þá munu drápin halda áfram.“ n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Fjármagna hernað með drápum á Fílum n Eftirlitsmenn standa í ströngu í Afríku n Skjóta veiðiþjófa án þess að hika „Það verður eng- um varnaðarskot- um skotið heldur miðað á hjartað eða höfuðið Vígbúast Hópar á borð við íslamistasamtökin al-Shabab í Sómalíu eru í auknum mæli farnir að beina augum sínum að fílabeini í nágrannaríkinu Kenía. Mynd ReuteRS Beinin brennd Fílstennur sem tollayfirvöld gera upptækar eru oftar en ekki brennd eins og sést á meðfylgjandi mynd frá Kenía. Mánudagur 17. september 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.