Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 12
12 Erlent 17. september 2012 Mánudagur B reska lögreglan rannsakar nú hvort karlmaður sem fannst látinn úti á götu í vesturhluta Lundúna hafi verið laumufar- þegi sem féll úr flugvél. Flest virðist benda til þess að maðurinn, sem var á þrítugsaldri og af afrískum uppruna, hafi komið sér fyrir í hjóla- búnaði vélarinnar en fallið út þegar vélin kom inn til lendingar á sunnu- daginn fyrir viku. Dæmi sem þetta er ekkert einsdæmi eins og breska ríkis- útvarpið, BBC, komst að á dögunum. Frá árinu 1947 hafa 96 slík dæmi svo vitað sé komið upp um allan heim. Mörg dæmi Engin vitni voru að því þegar mað- urinn féll til jarðar en lík hans fannst við Mortlake á Portman Avenue í ró- legri íbúðagötu. Nokkrir íbúar þóttu- st hafa heyrt eitthvað, dynk eða háan hvell, en engin vitni voru að atvikinu. „Ég reikna með að hann hafi þegar verið látinn. Aumingja maðurinn hef- ur verið mjög örvæntingarfullur,“ segir John Taylor, 79 ára íbúi í götunni, sem þóttist hafa heyrt það þegar maðurinn skall til jarðar. Sem fyrr segir er dæmi sem þetta ekkert einsdæmi á þessu svæði. Árið 2001 fannst lík Mohammeds Ayaz, 21 árs Pakistana, á bílastæði nærri Richmond í Lundúnum. Fjórum árum áður féll laumufarþegi úr hjólabún- aði vélar og lenti skammt frá staðn- um þar sem lík Ayaz fannst. Einnig eru dæmi þess að lík hafi fundist á sjálfum Heathrow-flugvellinum undir sömu kringumstæðum. 24. ágúst síðast- liðinn, aðeins sextán dögum áður en líkið fannst við Mortlake, fundust lík- amsleifar manns í hjólabúnaði Boeing 747-flugvélar sem var að koma frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Og árið 2002 fundust lík tveggja tólf ára pilta í hjóla- búnaði vélar Ghana Airways sem var að koma frá Accra, höfuðborg Gana. 96 tilvik Stephen Veronneu, fulltrúi banda- rísku flugmálastjórnarinnar (FAA), segir í samtali við BBC að 96 dæmi séu til frá árinu 1947 um laumufar- þega sem reynt hafa að koma sér milli landa með því að koma sér fyr- ir í hjólabúnaði flugvéla. Þetta hefur gerst í 85 flugferðum. Hlutfall þeirra sem fundist hafa látnir er mjög hátt, eða hátt í 75 prósent. Veronneu bend- ir á að hólfið sem geymir hjólabún- aðinn sé mjög súrefnissnautt og auk þess sé enginn búnaður til að halda hita. Því sé í raun undantekning að menn komist lífs af úr slíkum aðstæð- um. Þegar komið sé í 22 til 33 þúsund feta hæð muni súrefnisþurrð gera vart við sig sem veldur meðvitundarleysi. Kuldinn í háloftunum er auk þess óbærilegur, eða allt að 63 stiga frost. Veronneu segir að allt bendi til þess að maðurinn sem fannst við Mortla- ke hafi verið laumufarþegi og útilokar ekki að hann hafi verið meðvitundar- laus þegar hann féll frá borði. Hrikalegar aðstæður „Þeir frjósa í hel eða deyja af völd- um súrefnisskorts. Ef laumufar- þegar vissu hvað þeir væru að fara út í myndi enginn leggja í það að fela sig í hjólabúnaði flugvéla,“ segir Dav- id Learmount hjá Flight International Magazine. Þrátt fyrir þessi orð Learmounts eru til mörg dæmi þess að laumufarþegar hafi lifað af flugferðir sem þessar. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að hafa ferðast tiltölulega stuttar vegalengd- ir. Árið 2010 komst tvítugur Rúmeni lífs af frá flugferð frá Vín í Austurríki til Lundúna. Vélin fór þó aldrei upp fyr- ir 25 þúsund feta hæð vegna slæms veðurs og varð það manninum til lífs. Árið 2000 komst Fidel Maruhi Tahiti lífs af þegar hann laumaði sér í hjóla- búnað vélar sem var á leið frá Tahíttí til Los Angeles. Og tveimur árum síð- ar komst Victor Alvarez Molina lífs af þegar hann laumaði sér um borð í vél sem var á leið frá Kúbu til Kanada. All- ir þjáðust af ofkælingu þegar komið var til lendingar. Öryggisgæsla aukin Flestir þessara einstaklinga eru frá vanþróuðum ríkjum og fullir ör- væntingar í leit að nýju og betra lífi. „Við þekkjum ekki kringumstæður þessa fólks nákvæmlega. En í starfi okkar með flóttamönnum vitum við að sumir hreinlega neyðast til að grípa til mjög dramatískra aðgerða,“ segir Deborah Harris hjá Refugee Council, sjálfstæðum samtökum sem aðstoða hælisleitendur í Bretlandi. „Stundum þarf þetta fólk að yfirgefa heimili sín með mjög skömmum fyrirvara og á í mörgum tilfellum enga peninga til að ferðast.“ Norman Shanks, fyrrverandi ör- yggisfulltrúi BAA sem á Heathrow- flugvöll, segir að eina leiðin til að stemma stigu við þessu sé að auka öryggisgæslu. „Öryggisgæsla og eft- irlit er oft á tíðum lítið í þróunarríkj- unum – ekki það sama og við sjáum á Vesturlöndum. Eina leðin til að koma í veg fyrir laumufarþega er að öryggisgæsla verði aukin.“ Hvað varðar manninn sem féll af himnum ofan á Portman Avenue er niðurstöðu krufningar enn beðið. Bresku lögreglunni, Scotland Yard, hefur enn ekki tek- ist að bera kennsl á hann. í fórum hans fannst mynt frá Angóla sem rennir stoðum undir það að hann hafi verið þaðan. n Laumufarþegar sem deyja í fLugvéLum n Fjölmörg dæmi um að laumufarþegar feli sig í hjólabúnaði flugvéla Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Fjölmörg dæmi 96 tilvik frá árinu 1947 til 11. september 2012 Komust lífs af: 24% Létust: 76% HeiMild: FAA Mikil áhætta Þetta er hættan sem stafar að laumufarþegum í hjólabúnaði flugvéla n Kremjast þegar lendingarbúnaðurinn fer niður n Ofkæling n Kul n Heyrnartap n Eyrnasuð n Súrefnissþurrð n Blóðsýring (veldur meðvitundarleysi og jafnvel dauða) „Þeir frjósa í hel eða deyja af völdum súrefnisskorts Komið til lendingar Frá árinu 1947 hafa 96 einstaklingar laumað sér í hjólabúnað flugvéla svo vitað sé um heim allan. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur látið lífið, eða 76 prósent. Róleg gata Maðurinn sem féll úr hjóla- búnaði vélar í byrjun mánaðarins fannst á þessari götu. Myrti tvo hermenn Byssumaður sem var klæddur í búning afgönsku lögreglunn- ar skaut tvo breska hermenn til bana á laugardag. Hermennirnir voru verðir á eftirlitssvæði í Nahri Sarraj í Helmand-héraði í suður- hluta Afganistans þar sem rætur talíbana eru sterkar. Á föstudag voru tveir bandarískir hermenn skotnir til bana í herstöð í sama héraði og níu aðrir hermenn særðust í árásinni. Árásarmaður- inn var klæddur í búning banda- ríska hersins. Það sem af er þessu ári hafa 47 erlendir hermenn verið myrt- ir í Afganistan undir svipuðum kringumstæðum, þar af 12 í ágúst síðastliðnum. Ólánsamur þjófur Lögreglan í Miami í Bandaríkj- unum handtók á dögunum karl- mann sem reyndi að nota stolið greiðslukort til að greiða fyrir bjór á bar í borginni. Óhætt er að segja að tilraun mannsins hafi mis- heppnast illilega. Hann braust inn í bifreið sem stóð skammt frá barnum og stal þar greiðslukorti. Maðurinn, David Weber 53 ára, gekk svo rakleiðis inn á barinn þar sem hann pantaði bjór. Þegar kom að því að greiða tók afgreiðslu- maðurinn eftir því að á kortinu sem Weber rétti honum var mynd af honum sjálfum og nafn. Kortinu hafði Weber því stolið úr bif- reið barþjónsins sem tók á móti kortinu. Barþjónninn hringdi strax á lögreglu sem kom á vettvang og handtók Weber. Í hart vegna nektarmynda Lögmenn bresku konungsfjöl- skyldunnar munu koma fyrir dómara í París í dag, mánudag, til að krefjast bóta vegna nekt- armynda sem franska tímaritið Closer birti á dögunum. Á mynd- unum má sjá Katrínu hertogaynju af Cambridge berbrjósta í sólbaði. Þá munu lögmenn fjölskyldunnar einnig ætla að krefjast lögbanns á frekari myndbirtingar. Útgáfufélag Closer, Mondadori, gefur einnig út ítalska slúðurblaðið Chi en forsvarsmenn þess gáfu það út um helgina að í blaði dagsins í dag, mánudags, yrði að finna 50 nekt- armyndir af Katrínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.