Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 23
Heill í Höfn Menning 23Mánudagur 17. september 2012 Aukatónleikar Ásgeirs Trausta Uppselt er á útgáfutónleika Ás- geirs Trausta á Faktorý þriðju- daginn 18. september og verða því aukatónleikar haldnir á sama stað þann 17. september. Þessi ungi tónlistarmaður kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjón- varpsþættinum Hljómskálan- um í vor og hefur síðan þá gefið út smáskífurnar Sumargestur og Leyndarmál en bæði lögin hafa náð miklum vinsældum. Það síð- arnefnda kom honum á kortið sem einum efnilegasta tónlist- armanni landsins. Platan Dýrð í dauðaþögn kom svo út fyrir skömmu og er tónlist hans lýst sem þjóðlagapoppi og raftónlist þar sem fallegar laglínur, gítar- plokk og há og falleg rödd Ásgeirs gegna lykilhlutverki. Ásamt Ásgeiri Trausta kemur hljómsveitin Eldar fram á tónleik- unum. Bók um engla fékk andlegan yfirlestur Í síðustu viku gaf bókaútgáfan Draumsýn út Leyndarmál englanna, hina umtöluðu bók Mörtu Lovísu Noregsprinsessu og Elisabeth Nordeng og eru þær stöllur staddar hér á landi vegna útgáfunnar. Það var einn eigenda Draum- sýnar, Örn Þ. Þorvarðarson, sem er þýðandi. Hann ákvað að bók- in þyrfti, utan hins venjubundna prófarkalesturs, andlegan yfir- lestur. Hann fékk því Sigrúnu Gunnarsdóttur, heilara og miðil, til að fara yfir bókina og færa orð- færið á andlegri nótur sem hæfir englum. Ölduslóð Svavars Þriðja sólóplata söngvaskálds- ins Svavars Knúts kemur út í vik- unni og ber hún heitið Ölduslóð. Af því tilefni blæs Svavar Knútur til útgáfutónleika í Fríkirkjunni fimmtudaginn 20. september. Á tónleikunum koma fram, ásamt Svavari, nokkrir af þeim lista- mönnum sem tóku þátt í gerð plötunnar, þar á meðal hin heims- þekkta söngkona Markéta Irglová frá Tékklandi. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega klukkan 20.30 en húsið er opnað klukkan 20.00. D júpið er byggt á þeim voða- atburði sem varð 11. mars 1983 þegar vélbáturinn Hellisey VE 503 sökk og fjór- ir menn fórust. Einn komst lífs af, Guðlaugur Friðþórsson, og var þrekraun hans mikil. Hann lagðist til sunds um mið- nætti í fimm gráðu köldum sjó sem tók hátt í sex tíma og gekk svo um þriggja kílómetra leið að Suðurgerði í Vestmannaeyjum rétt fyrir sjö um morguninn. Kvikmyndin Djúpið gerir þessum atburðum skil og er einnig lauslega byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar. Leikstjórinn reynir ekki að draga úr gráma og doða hversdagsins eða nota húmor til að brjóta upp frá- sögnina. Hún verður þess vegna auð- mjúk og raunsæ. Sigur fyrir áhöfnina Við dveljum með Guðlaugi í öldun- um. Kvikmyndatakan og tón- og hljóðvinnslan gæðir þær stundir ógnarraunsæi. Venjulega eru sen- ur sem þessar teknar í tanki en hér er myndað úti á rúmsjó. Afrakstur- inn er undraverður. Lýsingin er full- komin. Það er kannski varla hægt að ímynda sér að einhver lýsing þurfi að vera í slíku myrkri. En því meiri er listin. Hljóðheimurinn er magnað- ur. Brakandi öldur og strengjatónlist í fullkomnu samræmi við náttúruna. Hér er engu ofaukið. Baltasar Kormákur notar lítil en fögur mynd- ræn tákn í þögninni. Blá peysa sem gleymist hjá þreyttri móður og barnateikning sem er lögð blaut á ofn boðar vá. Leikur Ólafs Darra er fagur. Hér er verið að segja sögu þeirra sem farast um leið og sögð er saga þess sem lif- ir af. Það gerir hann á hárfínan máta. Fallegastur er kaflinn þar sem hann er einn og berst um í hafinu og talar við fuglinn sem fylgir honum. Samtal fuglsins og sjómannsins er áhrifamikið. Það byggir á lífsreynslu Guðlaugs sjálfs. Sterkt er einnig at- riðið þegar myndavélin fjarlægist hátt upp í himin og smæð mannsins í ólgandi hafinu verður ljós. Veröld í myrkrinu Þegar hann gengur á land og geng- ur svo berfættur yfir úfið og hvasst hraunið finna áhorfendur nærri því til líkamlegs sársauka. Þessum áhrif- um hefur Baltasar Kormákur náð vegna þeirrar nándar sem verður með aðalsöguhetjunni. Undirsjávartökur eru fallegar og ljóðrænar. Það er merkilegt að þótt Ólafur Darri sé einn í mynd í kolsvörtu hafinu dágóðan tíma myndarinnar þá er hvergi dauð stund. Leikstjóranum tekst að búa til veröld í myrkrinu og það er sjaldan sem ég hef orðið jafn snortin. Sund Guðlaugs er orðið ein af Íslendingasögunum nýju og með þessari kvikmynd fær þessi saga að bindast sjálfsmynd okkar náið. Útrásir, hrun og endurreisn. Hvað sem líður – þá erum við alltaf tengd hafinu og háð náttúrunni. Þessu vill Baltasar Kormákur gera skil. Hann kemst heill í höfn. Sigur fyrir alla áhöfnina ef svo má að orði komast. Djúpið er hjartnæmt, ljóðrænt og tæknilega fullkomið verk. n „Djúpið er hjart- næmt, ljóðrænt og tæknilega fullkomið verk Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bíómynd Djúpið Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Handrit: Baltasar Kormákur og Jón Atli Jónasson. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson. Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Björn Thors, Rúnar Guðbrandsson, Jóhann G. Jóhannsson, Kristján Franklin Magnús, Stefán Hallur Stefánsson. Sigur fyrir áhöfnina Baltasar kemst heill í höfn. Sigur fyrir alla áhöfnina ef svo má að orði komast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.