Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 17. september 2012 Lýðheilsusjóður 200,6 milljónir króna Lýðheilsusjóður var stofnaður á grunni forvarnasjóðs, sem áður var til, en markmið hans samkvæmt lögum er að styrkja lýðheilsustarf bæði innan og utan embættisins. Gamla varnarsvæðið við Keflavíkurflugvöll 541,4 milljónir króna Á gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll er Ásbrú rekin af ríkinu en þar búa rúmlega 1.800 manns á háskólagörðum. Þar hafa einnig fyrirtæki aðsetur. Ríkisstjórnarákvarðanir 159,0 milljónir króna Sjóður sem ríkisstjórnin getur sótt í fyrir ýmis „ófyrirséð“ verkefni. Til að mynda gerði Ríkisendurskoðun athugasemd við ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðaráðherra um að sækja um heimild í fjáraukalög- um til að standa straum af kostnaði ríkisins vegna PIP-brjóstapúðamáls- ins þegar nóg var af óráðstöfuðu fé í fjárlögum og var þar bent á flokkinn ríkisstjórnar ákvarðanir. Sóknaráætlanir landshluta 411,2 milljónir króna Eitt af meginverkefnum vinstri- stjórnarinnar þegar samstarfsyfir- lýsingin var undirrituð fyrir rúm- um þremur árum. Er um að ræða sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar. Greiðslur til samtaka höfund­ arréttarhafa fyrir ljósritun á höfundarréttarvernduðu efni 8,9 milljónir króna Ríkið þarf að greiða höfundarréttar- höfum fyrir ljósritun á höfundar- réttarvernduðu efni. Við leit er ekki að sjá hvaða efni og í hvaða tilgangi það er ljósritað. Framlög til stjórnmála­ samtaka 289,9 milljónir króna Tilgangur þessara styrkja ríkisins til stjórnmálasamtaka er að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Mark- mið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýð- ræðið. Vernd Breiðafjarðar 8,0 milljónir króna Lög um vernd Breiðafjarðar voru samþykkt árið 1995 og er þeim ætlað að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Var markmiðið að vernda fjörðinn fyr- ir átroðningi ferðamanna þannig að spjöll myndu ekki fást af. Lög- in voru samþykkt á meðan Össur Skarphéðinsson hafði lyklavöld í umhverfisráðuneytinu. Vatnajökulsþjóðgarður 370,4 milljónir króna Markmið þjóðgarðsins er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Natura 2000 samstarfsnetið 151,4 milljónir króna Með þessu verkefni er markmiðið að skrá vistkerfi og fuglalíf á Íslandi til að auðkenna svæði sem þarfn- ast verndar. Verkefnið mun einnig nýtast í skipulagsvinnu og ýmsum öðrum verkefnum opinberra aðila. Verkefnið nýtur fjárstuðnings frá Evrópusambandinu. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 29,7 milljónir króna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri er íslensk norður- slóðastofnun. Stofnuninni er ætl- að innlent og alþjóðlegt hlutverk viðvíkjandi rannsóknum, upplýs- ingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og um- hverfismála á norðurslóðum. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður stofnunarinnar verði 51,5 milljónir króna á næsta ári. Tekjur stofnunar- innar nema 21,8 milljónum króna á næsta ári samkvæmt ráðagerð ríkis- ins og þarf því að brúa 29,7 milljóna tap af sjóðnum með greiðslu úr rík- issjóði. n LitLu verkefnin á spena ríkisins n Margt smátt hefur lifað af blóðugan niðurskurð síðustu ára n 3,6 milljarðar í verkefni sem fara ekki hátt Ríkisstjórnarákvarðanir Liður í fjárlögum fjármálaráðuneytisins sem ráðherrar geta gripið til í sérverkefni. 159 milljónir króna fara í þann lið. K arlmaður á fertugsaldri ligg- ur þungt haldinn á gjör- gæsludeild Landspítalans eftir að öflug sprenging varð í fjölbýlishúsi í Ofanleiti á sunnudag. „Þetta er mannlegur harmleikur,“ segir Jakob Ingi Ásgeirs- son nágranni sem fór ekki varhluta af þeim hörmungum sem áttu sér stað. Nágrannar hafa lýst því hvernig hús- ið nötraði eftir háværan sprengju- hvell rétt fyrir hádegi á sunnudag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykja- vík var kallað á vettvang og lauk slökkvistörfum til fulls um eftirmið- degið. Hinn slasaði er með alvarleg brunasár en hann var inni í íbúð- inni þegar sprengingin varð. Fólk úr nágrenninu var fljótt á vettvang og aðstoðaði manninn. Hann gekk þó sjálfur út úr íbúðinni og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Þegar blað- ið fór í prentun var maðurinn enn sagður í lífshættu og lá meðvitundar- laus í öndunarvél. Stóð grafkyrr og illa brenndur Ingvar Ágústsson var á meðal þeirra sem voru fyrstir á vettvang. Hann og kona hans, Helga Margrét Back- man, voru stödd í nágrenninu þegar þau heyrðu hvellinn. Ingvar leit inn um glugga á íbúðinni þar sem sprengingin varð. „Inni í stofunni stóð maður og ég sá að það var eld- ur í hljómflutningsgræjum rétt hjá honum,“ segir Ingvar. „Ég stökk inn um gluggann, greip teppi og slökkti eldinn í græjunum. Svo reyndi ég að koma manninum út; hann stóð þarna fáklæddur og illa farinn. Hann var grafkyrr og það heyrð- ist hvorki hósti né stuna frá hon- um. Hann fullvissaði mig samt um að það væri enginn annar í íbúð- inni.“ Veggur hafði hrunið yfir sófa við dyr sem lágu út á veröndina. Eft- ir að Ingvar hafði þrykkt sófanum til gat slasaði maðurinn gengið það- an út. „Við reyndum að snerta hann sem minnst, en það var ótrúlegt að hann skyldi standa uppi og vera með meðvitund.“ Ingvar og fleiri hlúðu að manninum og færðu hann lengra frá glugganum eftir að bálið stækkaði. „Sem betur fer komu sjúkraliðarn- ir stuttu síðar. Ég ætlaði að fara inn aftur með slökkvitæki en þá var reyk- urinn orðinn svo mikill að ég ákvað að gera það ekki. Maður var auðvitað sjokkeraður,“ segir hann. „Sá reyk stíga upp“ „Ég var uppi í búðinni minni með sjö mánaða son minn. Skyndilega heyrðum við gríðarlegan hvell og húsið hristist eins og í jarðskjálfta,“ segir Haukur Halldórsson, íbúi í Of- anleiti. „Ég leit út um gluggann og sá reyk stíga upp frá glugganum að neð- an. Þá flýttum við okkur út.“ Haukur og fjölskylda hans halda til hjá skyld- mennum sem búa í nágrenninu. Reykmengunin var slík að íbúar þurftu að halda sig frá íbúðum sín- um og finna sér annan svefnstað að- faranótt mánudags. Rauði krossinn var þeim innan handar. Gríðarlegur þrýstikraftur Heildstæðu mati á reykskemmdum í húsinu er ekki lokið en ljóst er að íbúðin þar sem sprengingin varð er handónýt. Rannsókn á eldsupptök- um tafðist nokkuð vegna reykmeng- unarinnar en slökkvistarfi lauk að fullu um eftirmiðdegi sunnudags. Er málið nú á borðinu hjá rannsóknar- deild lögreglunnar sem litlar skýr- ingar hefur viljað gefa á málinu. Ósprunginn gaskútur fannst inni í eldhúsinu en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mögulega hefðu fleiri gaskútar verið í íbúðinni og sprungið. Bendir alltént flest til þess að um slys hafi verið að ræða. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, greindi frá því í hádegisfréttum RÚV að sprengingin hefði haft gríðar- legan þrýstikraft. Rúður brotnuðu í nágrenninu, vatn flæddi upp úr kló- settum í nærliggjandi íbúðum vegna þrýstingsins og tveir bílar urðu fyrir hnjaski. Þá þeyttust glerbrot yfir leik- völl sem er beint fyrir utan íbúðina. Heppin feðgin Anton Brink Hansen ljósmyndari var með tveggja ára dóttur sinni á leikvellinum tíu mínútum áður en sprengingin varð. Tilviljun réð því að feðginin ákváðu að færa sig yfir á annan leikvöll rétt áður en ósköp- in dundu yfir. „Leikvöllurinn er beint fyrir framan íbúðina og það þeyttu- st hlutir þarna þvert yfir,“ segir Ant- on sem prísar sig sælan að hafa farið með dóttur sína á annan leikvöll. n „Mannlegur harmleikur“ n Hræðileg aðkoma eftir sprengingu n Maður í lífshættu Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Ég leit út um gluggann og sá reyk stíga upp frá glugganum að neðan. Þá flýttum við okkur út. Sprenging í Ofanleiti Ekki hefur enn verið upplýst um eldsupptök. Mynd eyþóR áRnaSOn Ingvar ágústsson Ingvar hjálpaði slasaði manninum út úr íbúðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.