Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 17. september 2012 Draumaprinsinn var ofbelDismaður Vinnur úr reynslunni Hún segist hafa fengið mikla hjálp í Kvennaathvarfinu og það hafi í raun bjargað lífi hennar. Hún dvaldi þar í mánuð. „Það hefur bjargað mér að fara þarna. Áður en ég lét verða af því hringdi ég þang- að, stundum oft á dag, og stund- um fór ég. Það var rosalega gott að hafa svona athvarf til þess að leita í. Ég á vinkonur og allt svoleiðis en það er svo gott að leita til fólks sem þekkir þetta og veit að svona eiga hlutirnir ekki að vera. Þær eru svo yndislegar allar konurnar þarna og vinna svo gott starf. Það er svo gott að vera þarna og manni líður vel. Ég var með yngra barnið með mér og það fór vel um okkur þó að það væri þröngt stundum og mað- ur þyrfti að vera með öðrum í her- bergi. Það er bara svo nauðsyn- legt að hafa svona stað til að hjálpa manni út úr svona.“ Hún segist ekki hafa búist við því að hún gæti lent í svona sambandi. „Ég er bara rosalega blíð og góð og vil öllum vel. Ég trúi á það góða í fólki. Ég bara trúði ekki að það væri til svona fólk.“ Jóna segist enn vera að vinna sig út úr reynslunni og vonast til að geta með tímanum nýtt reynslu sína til hjálpar öðrum í svipaðri stöðu. Hún vonast til að geta starfað í Kvennaathvarfinu og hjálpað kon- um að komast út úr ofbeldissam- böndum. n Ofbeldisfullur draumaprins Draumaprins Jónu reyndist vera ofbeldisfullur og beitti hana bæði andlegu og líkam- legu ofbeldi. Hún flúði undan honum í Kvennaathvarfið. Mynd eyþór árnason Þ að dvelja í athvarfinu um 100– 130 konur árlega og með þeim 50–70 börn. Þannig að oft hafa verið hátt í 200 hér í hús- inu,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Athvarfið stend- ur fyrir söfnun þar sem núverandi húsnæði þess er alltof lítið. Sigþrúð- ur segir að þörfin sé því ver og mið- ur brýn. „Það væri best ef það væri ekki þörf fyrir Kvennaathvarf á Ís- landi en því miður er það ekki raun- in,“ segir hún. Raunin er sú að komum í athvarfið hefur fjölgað eftir hrun á sama tíma og fjárframlög til þess hafa dregist saman. aðstoð við uppbyggingu „Ný íslensk rannsókn sýnir okkur að 21 prósent kvenna verður fyrir of- beldi maka eða fyrrverandi maka yfir ævina,“ segir hún. Konur geta komið í Kvennaathvarfið og fengið þar hjálp við að koma sér út úr ofbeldissam- böndum og fá aðstoð við að byggja sig upp að nýju. Í athvarfinu er hægt að dveljast en þar líka hægt að koma í viðtöl hjá ráðgjöfum og þar fer líka fram hópastarf sem um 200–300 kon- ur nýta sér árlega. Húsið alltof lítið Starfsemin þarf nýtt húsnæði þar sem það gamla er orðið of lítið. „Núna hef- ur það verið ljóst í mjög langan tíma að athvarfið sem við erum í núna er alltof lítið. Á undanförnum árum hef- ur það oft verið þannig að það er alveg að springa utan af okkur. Alveg upp í 22 í einu. Þá eru nýtt öll herbergi og skúmaskot. Það hefur gengið ótrúlega vel en það er ekki sú aðstaða sem við viljum bjóða okkar konum sem þurfa rólegheit og það að vera tryggar og ör- uggar,“ segir hún. „Við þurfum hús sem er meira en 500 fermetrar, með hátt í 20 herbergj- um eða vistarverum. Þau myndu ekki nýtast öll sem svefnherbergi held- ur líka sem viðtalsherbergi og fyr- ir hópastarfið. Við höfum augastað á húsi sem myndi henta okkur mjög vel en við myndum þurfa um 25 milljónir til þess að brúa bilið.“ stórt skref Átakið á sér fyrirmynd frá árinu 1992 þegar síðast var safnað fyrir nýju hús- næði. „Þetta er átak sem er í rauninni endurgerð af átaki frá 1992 sem hét þá Allir með tölu. Og ágóðanum var þá varið til húsnæðiskaupa og athvarfið komst í nýtt húsnæði. Það var ákveðið að endurvekja þetta gamla átak, við breyttum aðeins um nafn og nú heitir það Öll með tölu. Það var ungur hönnuður, Elsa Niel- sen, sem hannaði merkið fyrir okkur og tölurnar fást í átta litum.“ Aðspurð hvort konur séu orðn- ar óhræddari við að leita sér aðstoð- ar til þess að komast úr ofbeldissam- böndum nú en áður segir Sigþrúður það alltaf vera mikið mál að komast úr slíkum aðstæðum. „Þrátt fyrir alla umræðuna og alla fræðsluna þá er það stórt skref að skilgreina sig í of- beldissambandi. Leyndin og skömm- in er mjög mikil.“ n „Skömmin mjög mikil“ n 100–130 konur dvelja árlega í Kvennaathvarfinu og 50–70 börn Mikil þörf Sigþrúður segir það vera drauminn að þurfa ekki Kvennaathvarf á Íslandi. Það sé því miður ekki raunin. Gott málefni Tölurnar í átakinu verða seldar til og með 23. september. Hægt er að kaupa tölur í verslunum Krónunnar, Nóa- túns, Kjarvals, í verslunum Samkaupa Úrvals, Nettó, hjá Póstinum, á kaffistof- um Félagsstofnunar stúdenta, í Hámu, í Bóksölu stúdenta, á Kaffitári, Ba- balú, Kaupfélagi Skagfirðinga, í versl- uninni Blómsturvöllum, í verslun- inni Móðir, kona, meyja á Laugavegi 86–94 og í Fiskbúðinni Freyjugötu 1. Einnig inni á vefnum allirmeðtolu.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.