Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 16
Skurnaðu kartöflurnar n Þá haldast þær sem nýjar fram á næsta vor V iljir þú láta kartöflurnar end- ast eins og nýjar fram á vor er gott að skurna þær. Á vefnum natturan.is eru leiðbeiningar um hvernig þar er gert. Þar segir að þegar kartöflur eru teknar upp sé hýðið viðkvæmt og rifni auðveldlega og því þurfi að fara um þær mjúkum höndum. Þegar kartöflur eru þvegnar veikist húð- in enn meir en með því að skurna þær grær hýðið og þykknar. Það sé þó ekki meira en svo að hægt sé að borða þær með hýðinu fram í júní. Til að skurna kartöflur þurfi að þvo þær um leið og þær eru teknar upp úr moldinni. Gott sé að þvo þær á jörðinni með því að leggja þær á plastdúk og þvo með slöngu. Mikil- vægt sé að moldin þorni ekki á kar- töflunum, því þá verði þvotturinn erfiðari. Þá sé í lagi að hafa vatnið að- eins volgt til að hlífa höndunum. Næst skulu kartöflurnar látnar þorna á borði í dimmum bílskúr ofan á akrýldúk. Ef grindur eru setta und- ir sígi vatnið strax niður en annars taki það svolítið lengri tíma eftir hita- stigi. Eins sé hægt að láta kartöflurn- ar þorna úti við svo lengi sem sól skín ekki á þær. Þegar þær eru orðnar þurrar séu þær flokkaðar eftir stærðum og ágætt sé merkja þær með dagsetningu. Kart- öflunum sé síðan raðað í kassa og látn- ar standa við 12 til 16 gráðu hita, ann- aðhvort í geymslu eða í volgum bílskúr og þurfi þær að standa í myrkri í 10 til 12 daga. Sé hitinn hærri má geyma kartöflurnar aðeins skemur áður en þær eru svo settar í eins kalda geymslu og völ er á. n gunnhildur@dv.is 16 Neytendur 17. september 2012 Mánudagur Algengt verð 259,4 kr. 262,6 kr. 259,2 kr. 262,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 259,1 kr. 262,3 kr. Algengt verð 259,4 kr. 262,6 kr. Algengt verð 261,6 kr. 262,7 kr. Melabraut 259,2 kr. 262,4 kr. Eldsneytisverð 16. september Bensín Dísilolía Takk fyrir heiðarleikann n Þakklát kona sem týndi tösku sinni í Hagkaupum fyrir skömmu vildi fá að lofa starfsamann versl- unarinnar. „Lofið fær gæðadreng- urinn Árni sem er kerru- stjóri hjá Hagkaupum í Faxafeni. Hann fann töskuna mína sem ég gleymdi í inn- kaupakerru og kom henni til verslunarstjór- ans. Takk fyrir heiðarleikann, Árni.“ Engin endur- greiðsla n Barnafataverslunin Polarn O. Pyret fær lastið en viðskiptavin- ur er ósáttur við viðskipti sín við verslunina. Konan hafði keypt þar kuldabuxur og staðgreitt þær en degi seinna fann hún sambæri- legar buxur í annarri verslun sem voru ódýrari. Hún fór því í Polarn O. Pyret og vildi fá buxurnar endur- greiddar en fékk þau svör að það væri ekki hægt þar sem hún hefði staðgreitt þær. Ef hún hefði greitt með korti þá hefði það verið sjálf- sagt. „Eru peningar einskis virði lengur?“ spyr hún. DV hafði samband við versl- unarstjóra Polarn O. Pyret sem segir þetta reglur verslunarinn- ar. „Þetta er hin almenna regla og ég athugaði hjá nokkrum öðrum verslunum og hún virðist gilda á fleiri stöðum. Við bendum við- skiptavinum okk- ar á þá kosti sem eru í boði þegar vörur eru keypt- ar. Þeir eru að ef varan er greidd með kreditkorti er hægt að fá hana endurgreidda innan eins til tveggja daga. Ef hún er hins vegar staðgreidd með peningum eða korti þá er hægt að fá inneignarnótu.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Farðu varlega Nýuppteknar kartöflur eru viðkvæmar og því þarf að fara um þær mjúkum höndum. Ekki henda mat n Verslaðu með heilanum en ekki maganum n Notaðu matarafgangana Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Þ ann mat sem við kaupum og eldum ætti að snæða en ekki láta hann enda í ruslafötunni. Það að koma í veg fyrir að matvælum sé hent er hvorki flókið, dýrt né erfitt. Það er hægt að fyrirbyggja það í matvöruversluninni, í eldhúsinu og eftir matinn. Á vef Evrópsku neytendasam- takanna segir að sóun matvæla sé gríðarlegt vandamál, en um þriðj- ungur þess matar sem er ætlaður til manneldis í heiminum fari til spill- is. Bara í Evrópu fari um 90 milljón- ir tonna eða 180 kíló á mann til spill- is á ári. Þá sé ekki einungis talið það sem fer í súginn við landbúnaðar- framleiðslu og fiskvinnslu því á Vest- urlöndum eigi mikill hluti þessar- ar sóunar sér stað hjá verslunum og neytendum sjálfum. Stop spild af mad eru dönsk sam- tök sem berjast fyrir því að neytend- ur læri að hætta að henda mat. Sam- tökin halda úti heimasíðu þar sem er mikið af gagnlegum upplýsing- um að finna og ekki úr vegi fyrir Ís- lendinga að notfæra sér hana. Auk þess má finna gagnlegar upplýsingar á heimasíðu Neytendasamtakanna á Íslandi. n Með skynsemina að vopni Af hverju skiptir þetta máli? ✘ Með því að draga úr sóun á mat spörum við takmarkaðar aulindir jarðarinnar. ✘ Með því að draga úr sóun á mat sýnum við ábyrgð í heimi þar sem um það bil 15 milljónir barna deyja árlega úr hungri. ✘ Með því að draga úr sóun á mat hjálpum við til við að draga úr losun CO2 og þar með dregur úr hlýnun jarðar. ✘ Með því að draga úr sóun á mat getum við sparað þúsundir í matarkostnað. 1 Vendu þig á að hugsa um innkaup-in og hvað þú þarft úr búðinni áður en þú ferð þangað. Á þann hátt kemstu hjá hvatakaupum á matvöru sem þig vantar alls ekki. 2 Þegar þú verslar inn, kauptu einungis það sem þig vantar og notaðu það sem þú keyptir. 3 Hafðu alltaf innkaupa-lista með þér og vertu búin/n að skipuleggja innkaupin heima. 4 Verslaðu með höfðinu en ekki maganum. 5 Áður en þú ákveður að nota afslætti eða magnkaup, vertu viss um hvort þig vanti þetta virkilega. 6 Ef þú kaupir mat sem þú ætlar að nota samdægurs er vel hægt að finna matvæli sem eru á síðasta sölu- degi eða nálægt honum. 7 Ef þú ert ein/n af þeim sem eldar alltaf of mikið af hrís- grjónum, kartöflum eða spagettíi, reyndu þá að skipuleggja þig betur í eldhúsinu. Áður en þú byrjar að elda skaltu vera með á hreinu hve mikið hver fjölskyldumeðlim- ur borðar. 8 Hugsaðu um skammtastærðir áður en þú hefur matreiðsluna. 9 Hafir þú keypt stórar pakkningar af kjöti, brauði og svo framvegis, deildu því upp í minni stærðir og frystu. 10 Það er mikilvægt að koma mataraf- göngum í frysti eða ísskáp fljótlega eftir málsverðinn. Hafðu yfir- sýn yfir matarafgangana með því að merkja umbúð- irnar með dagsetningum og innihaldi. 11 Hugsaðu um hvernig þú getur notað afgangana í aðrar máltíðir. 12 Hafðu fleiri en eina máltíð í huga þegar þú eldar. Aðalrétturinn í dag getur verið forréttur á morgun. 13 Fáðu betri yfirsýn yfir það sem þú borðar með því að gera matarplan. ekki henda! Við þurfum að íhuga og skipuleggja innkaupin vel svo við kaupum ekki mat sem endar í ruslinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.