Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 8
Á ekkert eftir 8 Fréttir 17. september 2012 Mánudagur Þ etta er mjög skrýtin tilfinning,“ segir Sigurbjörn E. Viðars- son en um helgina var brot- ist inn á heimili hans í Vest- mannaeyjum. Þjófurinn lét sér ekki nægja að stela 46 tommu flat- skjá heldur gerðist hann einnig svo bí- ræfinn að kveikja í. Virðist hann hafa verið staðráðinn í að láta elda loga því hann kveikti bæði í sófanum í stofunni og rúmi í herberginu. „Ég er eiginlega dofinn ennþá, ég er ekki búinn að átta mig á þessu en ætli mér bregði ekki í kvöld þegar ég fer heim og sé þetta,“ segir Sigurbjörn sem er 35 ára gamall og býr einn. Allt brunnið Klukkan var að ganga sjö á laugar- dagsmorgun þegar lögreglan fékk til- kynningu um að eldur logaði í íbúð Sigurbjörns við Vestmannabraut 37. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út en mikill hiti og reykur var á staðn- um. Reykkafarar fóru inn til að leita Sigurbjörns og annarra sem mögu- lega gætu verið í íbúðinni en hann var staddur í sumarbústað í Ölfus- borgum og vaknaði við símtal frá lög- reglunni. „Þeir voru að leita að mér og héldu kannski að ég væri þarna inni. Ég hefði alveg viljað vera heima þegar viðkomandi kom.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsa íbúðina en miklar skemmdir eru á íbúðinni af völdum reyks og sóts. Íbúðin er á efri hæð hússins sem er tvílyft en á neðri hæð- inni er verslun sem virðist hafa slopp- ið við skemmdir. Sigurbjörn hefur ekki enn farið heim og séð íbúðina en hann horfði á myndskeið af brunanum í sjónvarp- inu, bæði á RÚV og Stöð 2. „Það var svolítið skrýtið,“ viðurkennir hann. „Ég kemst ekki heim fyrr en í kvöld. Ég er á bílnum og komst ekki með hann yfir fyrr en þá. Það er allt brunnið þarna heima, svo það er kannski lítið sem maður getur gert hvort sem er,“ segir Sigurbjörn. Nýuppgerð íbúð ónýt Hann keypti íbúðina fyrir um tíu mánuðum og var hún þá nýuppgerð, en hann hafði búið þar í um hálft ár. Á þeim tíma hafði hann komið sér upp búslóð sem samanstóð fyrst og fremst af nýjum húsgögnum. „Þetta var allt spikk og span,“ segir hann. „Ég var með allt mitt dót þarna og það er farið. Þetta er að vísu bara dót en samt, þetta var allt nýtt,“ segir hann svekktur. „Ég tók tölvuna með mér í land og hún er það eina sem ég á enn og einhver föt, annað er ónýtt. Sem betur fer tók ég nóg af fötum með mér upp á land þannig að ég á allavega nóg til skiptanna út vikuna og stend ekki klæðalaus.“ Á ekkert sökótt við neinn Rannsóknarmaður frá Selfossi kom á vettvang ásamt tæknideildarmönn- um frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu en enn liggur enginn und- ir grun. Lögreglan biður þá sem gætu haft upplýsingar um málið eða urðu varir við mannaferðir á þessum slóð- um á þessum tíma um að hafa sam- band. Enginn vafi leikur á því að um íkveikju var að ræða þar sem eldur kom upp á tveimur stöðum í íbúðinni. „Ég kem alveg af fjöllum,“ segir Sigur- björn sem er augsýnilega brugðið. „Ég veit ekki hver getur gert svona lagað. n Brotist inn til Sigurbjörns og kveikt í n Íbúar óttast brennuvarg Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Ég veit ekki hver getur gert svona lagað 9. desember árið 2000 Eldur braust út í fiskvinnsluhúsi Ísfélagsins í Vestmanneyjum laugardagskvöldið 9. desember. Eldurinn var mjög umfangsmikill og slökkvistarfi lauk ekki fyrr en á sunnudagskvöldið. Rannsókn málsins var hætt þar sem eldsupp- tök voru óljós og enginn var grunaður um verknaðinn. Niðurstaða rannsóknarteymisins var að líkur væru á íkveikju en aðrar ástæður fyrir brunanum voru aldrei útilokaðar. 17. desember árið 2001 Tvívegis var reynt að kveikja í íbúðarhúsnæði í Vestmanna- eyjum. Húsið var mannlaust en hugsanlegir kaupendur komu að húsinu og uppgötvuðu þetta. Búið var að troða inn í bréfalúgu tusku sem kveikt hafði verið í og lá önnur á gólfinu. Engar verulegar skemmdir urðu vegna eldsins, en útihurðin var aðeins sviðin og lítill reykur var í húsinu. Enginn lá undir grun vegna málsins. 16. desember 2006 Kveikt í þró við fiskimjölsverksmiðju Ísfélags- ins. Stuttu síðar sama kvöld var reynt að kveikja í húsnæði Fiskiðjunnar skammt frá. Maður var grunaður vegna íkveikjunnar í Fiskiðjunni og lögreglan taldi það liggja fyrir að brennuvargurinn væri fundinn. Ekki tókst þó að sanna það á hann og hann neitaði sök. 24. október 2007 Eldur í húsi á Hilmisgötu í Vestmannaeyjum. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu. Kona á fertugsaldri var handtekin samdægurs grunuð um að hafa kveikt eldinn. Hún neitaði sök og ekki tókst að færa sönnur á að hún hefði verið að verki. 28. ágúst 2008 Mannvirki þjóðhátíðarnefndar brunnu í eldsvoða og voru flest talin ónýt eða mikið skemmd. Tjónið var mikið fyrir ÍBV en bruninn var flokkaður sem meiriháttar. Enginn lá undir grun og málið er óupplýst en talið var víst að um íkveikju hefði verið að ræða. 15. október 2009 Lifrarsamlagið í Vestmanneyjum varð alelda en miklar lýsisbirgðir voru í húsinu og eldsmatur því mikill. Húsið var ónýtt eftir brunann og miklar skemmdir urðu vegna reyks í einbýlishúsi við hliðina. Eldsupptök voru óljós og grunur lék á íkveikju en eins var líklegt að eldsupptökin mætti rekja til gamals rafkerfis. 8. nóvember 2011 Milljóna tjón varð af völdum elds sem logaði í síldarnótum við netaverkstæði Ísnets í Vestmannaeyjum. Ekkert hefði getað komið eldinum af stað nema íkveikja og eftir rigningardaga hefur brennuvargurinn þurft að hafa talsvert fyrir því að koma eldinum af stað. Sést hafði til ungra barna á svæðinu og lágu þau undir grun en fundust aldrei. 16. júlí 2012 Tilkynnt var um bruna í veiðarfærum í opnum gámi á geymslusvæði Skipalyftunnar á Eiðinu. Töluverður eldur var þegar slökkviliðið kom á vettvang og tjónið hljóp á milljónum króna. Eldsupptök voru óljós en talið var að annaðhvort væri um íkveikju eða sjálfsíkveikju að ræða, það er að segja að hiti og sól hefði komið eldinum af stað. Ég á ekkert sökótt við einn né neinn. Lögreglan var einmitt að spyrja mig út í þetta í gær en ég hef engan grunað- an. Það er líka skrýtið að sjónvarpið var það eina sem var stolið, heimabíó- ið og allt hitt var skilið eftir. Það hefur ekki verið mikill um- gangur þarna, ekki nema bara mín- ir allra bestu vinir sem kíkja kannski í kaffi. Þannig að ég gruna engan. Svo getur vel verið að þetta sé einhver sem ég þekki og kom kannski við í sum- ar. Ég er mjög forvitinn að vita hver þetta er,“ segir Sigurbjörn en hann veit ekki hvort hann getur fyrirgef- ið brennuvargnum. „Ég stórefa það, og þó – ég veit það ekki. Það er erfitt að segja, þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur.“ Í sófann til pabba Það er mjög óþægi- leg tilfinning að vita að einhver hafi verið að vandra um íbúðina í leyfisleysi og skrýtið að hugsa til þess að fara þangað aftur. Enda stendur það ekki til, Sigurbjörn fer til föður síns í kvöld og verður á sófanum þar næstu mánuði. „Ég verð ekki þarna næsta hálfa árið eða svo, það tekur tíma að byggja þetta upp aftur. Það þarf að gera þetta allt fok- helt upp á nýtt. Ég veit ekki hve margir gluggar sprungu í eldhúsi og stofu og svo þarf að skipta öllu út, hurðum og svoleiðis. Þetta er stór og mikil íbúð.“ Sigurbjörn setur það ekki fyrir sig að fara aftur til pabba en hann er á sjó flesta daga vikunnar. Hann þakkar þó fyrir að vera vel tryggður. „Ég ætti að fá þetta bætt. Það koma einhverjir gæjar á morgun og taka þetta út. Þá veit ég meira hvað verður gert.“ „Andskotans brennuvargar“ Faðir Sigurbjörns, Viðar Sigurbjörns- son, býr líka í Eyjum og fór á vettvang um helgina. Honum leist ekkert á blikuna. „Ég held að hann verði svo- lítið sjokkeraður þegar hann sér íbúð- ina. Þetta er bara hörmung, hreint út sagt skelfilegt. Það var nýbúið að gera þessa íbúð upp fyrir margar milljónir. Það var allt saman splunkunýtt þarna. Hann er búinn að búa þarna í nokkra mánuði. Ég myndi segja að hún sé bara ónýtt, það er ekkert flóknara en það. Þetta er sorglegt því það var búið að taka hana svo svakalega vel í gegn. Hann kom til mín áðan, smiðurinn, og hann var í sjokki yfir því að öll hans vinna var far- in,“ segir Viðar svekktur. „Þetta er bara leiðinlegt, þessir andskotans brennu- vargar hérna. Ég skil ekkert í þessu.“ Óttast brennuvarg Nágrannar Sigurbjörns voru slegnir en ekki skelkaðir við brunann. Guð- jón Sævar Jónsson sem býr beint á móti sagði Eyjamenn bara vera orðna svo vana brunum. „Það er alltaf ver- ið að kveikja í hérna,“ segir hann. „Á undanförnum árum hafa verið nokkr- ir stórbrunar. Það er einhver brennu- vargur hér, það vita það allir í Eyjum,“ sagði hann. Margir smábrunar Blaðamaður leitaði svara við því hvort svo gæti verið en þeir embættismenn sem rætt var við tóku allir fyrir það. Þeirra á meðal var Karl Gauti Hjalta- son, sýslumaður í Vestmannaeyjum, sem benti á að langflest mál væru upplýst. Óupplýst mál gerðust með löngu millibili og væru mörg hver smábrunar. „Mergur málsins er sá að um þrír stærri brunar eru óupplýstir og það er alvarlegt,“ sagði hann. Undir þetta tók Jóhannes Ólafs- son yfirlögregluþjónn og Tryggvi Kr. Ólafsson rannsóknarlögreglu- maður. Það gerði líka Elliði Vign- isson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum. 31 óupplýst mál Á árunum 2000–2009 urðu alls 163 brunar í Eyjum. Er talið víst að um íkveikju hafi verið að ræða í 64 málum. Af öllum þess- um málum voru 17 brunar flokk- aðir sem meiriháttar, aðrir sem minniháttar. Alls eru 27 brunar á þessu tímabili óupplýstir, þar af þrír meiriháttar. Blaðamaður hefur ekki nákvæmar tölur frá árinu 2009 en síðan hafa allavega komið upp þrjú mál sem aldrei voru upplýst, auk brunans sem varð nú um helgina. Fyrr á árinu kviknaði í gamalli sendibifreið sem stóð við trésmíða- verkstæði og þegar brennuvargur- inn fannst ekki var farið að tala um brennuvarg sem gengi laus í Eyjum. Síðar kom á daginn að fimmtán ára drengur hafði verið að verki og játaði hann brotið. Ólíklegt að málin tengist Elliði bendir á að þar sem Vestmanna- eyjar séu stærsti þéttbýliskjarni á Ís- landi á eftir Akureyri og höfuðborgar- svæðinu sé ekki ólíklegt að þar verði margir brunar. „Bruni er eitt það óhugnanlegasta sem hægt er að lenda í. Þannig að þetta er ekki léttvægt mál og of alvarlegt til að fólk geri því skóna að brennuvargur gangi laus þó að það hafi ekki tekist að upplýsa alla bruna. Þessi mál koma upp á það löngu tímabili, auk þess sem aðstæð- ur eru ólíkar og árstíðir mismunandi svo ég tel afar ólíklegt að hér gangi brennuvargur laus.“ n Eldar brenna í Eyjum Er enn dofinn Sigurbjörn segist ekki enn vera búinn að átta sig á þessu en það sé greinillegt að þarna hafi verið veikur maður á ferð. Fyrir og eftir Sigurbjörn keypti íbúðina nýuppgerða fyrir nokkrum mánuðum og splæsti í ný húsgögn. Nú er allt ónýtt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.