Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Blaðsíða 18
Einbúum fjölgar V erst af öllu er í heimi  einn að búa  í Reykjavík. Kúldrast uppi á kvistherbergi í kulda og hugsa um pólitík!“ Þetta sungu félagarnir í Ríó tríó á áttunda áratugnum. Margt hefur breyst í tíðar­ andanum síðan þá. Í dag búa æ fleiri einir og margir hverjir kjósa sér það hlut­ skipti sjálfir. Tölfræðin segir sína sögu. Samkvæmt Euro­ monitor International hef­ ur fjöldi þeirra sem búa einir aukist með miklum hraða. Frá 153 milljón­ um árið 1996 til 277 millj­ óna árið 2011. Aukningin er um 80 prósent á 15 árum. Í Bretlandi er einn á heimili í 34 prósentum til­ vika. Í Bandaríkjunum 27 prósent. Í Svíþjóð búa flestir einir, eða á alls 47 prósentum heimila. Í Noregi eru ein­ búar á 40% heimila. Í tölum um kjarnafjölskyldur, sem Hagstofan heldur utan um, má sjá að 97.082 Íslendingar eru skráðir ein­ ir. Sú tala gefur víst ekki alnákvæma mynd af því hversu margir búa einir en gefur ágæta vísbendingu. Ástæð­ an fyrir því að talan er ekki nákvæm er sú að við 18 ára aldur fær hver fullráða einstaklingur svokallað fjöl­ skyldunúmer. Þrátt fyrir að hann búi ef til vill áfram hjá foreldrum sín­ um reiknast hann sem einstæðing­ ur þangað til hann flyst með öðrum á heimili eða stofnar til sambúðar. Reikna má með mun nákvæm­ ari tölum um búsetuskilyrði og lífs­ hætti Íslendinga þegar vinnu á fyrsta manntali Íslendinga verður lokið á næsta ári. Þrátt fyrir það hversu algengt það er að fólk búi eitt er lítið rætt um þessa breytingu sem er að verða á samfélögum heimsins. DV ræddi við nokkra sem búa einir og spurði þá um ástæður þess og um kosti þess og galla. n kristjana@dv.is Flestir einir í Svíþjóð Samkvæmt Euromonitor International hefur fjöldi þeirra sem búa einir aukist með miklum hraða. Frá 153 milljónum árið 1996 til 277 milljóna árið 2011. Aukningin er um 80 prósent á 15 árum. Í Bretlandi er einn á heimili í 34 prósentum tilvika. Í Banda- ríkjunum 27 prósentum. Í Svíþjóð búa flestir einir eða á 47 prósentum heimila. Í Noregu er hlutfallið 40 prósent. 18 Lífsstíll 17. september 2012 Mánudagur n Rúmlega 90.000 Íslendinga skráðir einir n Einbúum hefur fjölgað um 80 prósent Breytist smám saman í fúlan Adolf Hitler Silja Bára Ómarsdóttir er aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og er þekkt meðal vina og kunningja fyrir að vera einstaklega góð heim að sækja og hún þykir matgæðingur mikill. Hún segist ekki geta svarað því hvers vegna hún búi í ein. „Mér hreinlega hefur ekki dottið í hug að búa með neinum síðustu árin,“ segir Silja Bára. „Helstu kostirnir við það að búa ein eru að maður ræður öllu, það er enginn sem pirrar sig á því að maður gleymi að ganga frá eða nenni ekki að taka úr uppþvotta- vélinni. Það eru engir „mikilvægir“ hlutir sem fylgja öðrum inn á heimili manns og maður vill ekki hafa þar. Það er hægt að vera með gesti í mat og gistingu án þess að abbast upp á neinn annan, og ekkert mál þegar fólk ílengist eftir mat af því það er ekki að halda vöku fyrir neinum. Ókostirnir eru sennilega fyrst og fremst fjárhagslegir, þótt það sé líka svolítið þreytandi að þurfa að vera manneskjan sem fer alltaf út með ruslið. Það fer mun hærra hlutfall af tekjum einstaklings í að standa straum af kostnaði við rekstur heimilis, það greiðir aðeins einn af íbúðaláninu og það er dýrara að kaupa inn í minni einingum. Askja af Smjörva er oft komin fram yfir síðasta söludag áður en ég er búin með hana og ef ég kaupi lítra af mjólk, þá helli ég eiginlega alltaf helmingnum af honum. Samfélagið er hannað fyrir stærri heimili en fyrir einbúa og við berum töluverðan kostnað af því, líka samfélagslegan, sem birtist í sóun.“ „Samfélagið er hannað fyrir stærri heimili Dýrt að búa einn Silja Bára segir samfélagið hannað fyrir stærri heimili. Raunveruleikinn gæti verið annar miðað við tölfræði um lifnað- arhætti í heiminum. Fer alltaf út með ruslið Gott að vera ein heima með syninum Silja Bára Ómarsdóttir: Stefán Máni: Kristrún Ösp Barkardóttir: Stefán Máni rithöfundur hefur búið einn um nokkurra ára skeið og segir það leiðinlegt til lengdar. „Kostir þess að búa einn eru til dæmis að ráða öllu, þurfa ekki að tala tillit til neins og geta haft hlutina sem og lífið sjálft eftir eigin höfði. Einn tannbursti í tannburstaglasinu, heilt rúm til að velta sér um í og hátta- og vaknitími nákvæmlega eftir óskum. Ekki slæmt! Gallarnir eru þeir að þetta er leiðinlegt til lengdar, að ráða öllu þýðir að maður breytist smám saman í fúlan Hitler sem veit ekki einu sinni lengur af hverju hann vill hafa hlutina einmitt svona en ekki hinsegin. Svo er líka þessi fjarlægi möguleiki að einhver annar geti haft betri hugmyndir, betri smekk og svo framvegis. Það er þægilegt að ráða hvað er í matinn en það þýðir líka að hugmyndirnar eru í það minsta 50 prósent færri og líkurnar á að prófa eitthvað nýtt hverfandi. Sjálfstæði er hollt og gott en betur sjá augu en auga. Sá sem býr einn þráir oft félagsskap en hinn þráir ef til vill meira næði, meira frelsi. Það er vandlifað!“ Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta býr ein með ungum syni sínum og Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns og segir það ofboðslega notalegt. „Ég hef ekki enn fundið þann rétta sem get- ur hugsað sér að búa með mér og ég honum. Mér finnst ofboðslega notalegt að vera ein með syninum. Maðurinn þarf að ganga vel um og hafa frumkvæði í að gera hluti, ekki bíða eftir að ég geri þá. Hins vegar held ég að þegar fólk verður ástfangið séu þessir hlutir eitthvað sem fólk lítur fram hjá.“ Kristrúnu Ösp finnst gott að geta ráðið sér sjálf á heimilinu. „Ég get haft mína hentisemi, ég veit hvar hlutirnir eru því ég er sú eina sem mögulega lét þá frá mér síðast. Ég get haft mína tónlist á heima hjá mér, kaupi aðeins inn það sem mér finnst gott. Þarf ekki að bíða eftir því að smbýlismaður minn sé búinn í sturtu á morgnana og þess háttar.“ Gallana segir hún ekki marga, þótt henni finnist ekki sérlega gaman að elda mat fyrir einn. „Það er aðallega eldamennskan, það er ekki gaman að elda fyrir sig eina. Vinirnir eru duglegir að koma í heimsókn en ég er mikil félagsmanneskja og væri því ekki verra að eiga notaleg kvöld með makanum. Ég held ég sjái ekki gallana almennilega fyrr en ég er farin að búa með manni og við erum hamingjusöm saman.“ „Leiðinlegt til lengdar „Það er ekki gaman að elda fyrir sig eina Ræður sér sjálf „Ég kaupi aðeins inn það sem mér finnst gott,“ segir Kristrún Ösp sem kann ágætlega við frelsið sem fylgir því að búa ein. Gott að þurfa ekki að taka tillit „Einn tann- bursti í tannburstaglas- inu, heilt rúm til að velta sér um í... “telur Stefán Máni upp spurður um kosti þess að búa einn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.