Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Side 11
„Hann nýtist okkur Helling“ Fréttir 11Miðvikudagur 19. september 2012 „Baldur hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan hann hóf afplánun. Hann hefur meðal annars haldið námskeið sem miða að því að fræða fangana um fjár- mál og réttindi þeirra og hlotið góð- ar viðtökur. Til stendur að hann haldi fleiri námskeið fyrir fangana, enda er Baldur reynslumikill maður eftir ára- tugalangt starf á æðstu stigum stjórn- sýslu og viðskipta.“ Í fréttinni segir einnig að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra sem dæmdur var af Landsdómi fyrir brot á stjórnar- skránni hafi heimsótt Baldur. Saman störfuðu þeir í Eimreiðarhópnum svokallaða en Geir og Baldur eru vinir til langs tíma. Baldur hóf, sam- kvæmt umfjöllun Vísis frá 13. mars á þessu ári, afplánun dómsins snemma í marsmánuði. Allt eftir bókinni Páll Winkel fangelsismálastjóri vildi ekki tjá sig um mál Baldurs þegar DV hafði samband við hann en var tilbúinn að ræða fangelsismál og úr- ræði fyrir fanga almennt. „Maður sem er dæmdur í tveggja ára fangelsi og á að afplána helming þarf að sitja í fangelsi í sex mánuði. Næst getur hann verið fjóra mánuði á Vernd ef hann er með vinnu eða í námi og uppfyllir agaskilyrði. Síðan getur hann verið síðustu tvo mánuðina af þessum tólf undir rafrænu eftirliti,“ segir Páll en ítrekar að hér sé um al- mennt dæmi að ræða en ekki eins- taka mál. Hann segist engan hag hafa af því að brjóta reglur. Að auki sé tölvukerfi fangelsismálastofnun- ar þannig úr garði gert að ekki sé hægt að skrá inn breytingar á hög- um fanga sem séu á skjön við lög eða reglur. „Ég bara vinn eftir reglum og lögum. Ég get líka lofað þér að fók- usinn er það mikill á fangelsismál að þótt ég hefði áhuga á að sveigja reglurnar, sem ég hef ekki, þá myndi ég aldrei komast upp með það. Ég myndi aldrei komast upp með það, aldrei.“ Hvort engar reglur séu um hvar fangar starfi segir Páll að fang- elsismálastofnun kanni aðeins hvort vinnustaðirnir séu lögmætir. „Al- mennt er það þannig að blikksmið- ur sem fer í afplánun á Vernd fer að vinna í blikksmiðju, smiður vinnur við smíðar og svona,“ segir Páll við spurningunni um hvort eðlilegt sé að fangi vinni á lögfræðistofu, jafn- vel stofu sem fari með málsvörn hans. Um hversu hratt umsóknarferli fanga eftir vist á Vernd gangi fyrir sig segir Páll að úrræðið sé afar algengt og flestir sem uppfylli skilyrðin kom- ist fljótt á Vernd. „Rúmlega fjöru- tíu prósent fanga sem fara í fangelsi ljúka afplánun á Vernd. Þetta er rosa- lega algengt.“ Ekki náðist í Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra við vinnslu frétt- arinnar. n 22. júlí 2008 til 16. september 2008 Fundir samráðshóps Baldur situr sex fundi með samráðshópi fulltrúa forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Á fundunum komu fram innherjaupplýsingar um þá kröfu breska fjármálaeftirlitsins að innstæður á Icesave-reikningum í Bretlandi yrðu fluttar í breskt dótturfélag. Jafnframt komu fram upplýsingar um erfiðleika Landsbankans við að verða við kröfunni. 13. ágúst 2008 Fundur með bankastjórum Landsbankans Baldur situr fundi með bankastjórum Landsbankans þar sem fram koma upplýsingar um þá ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins að setja fimm milljarða sterlingspunda hámark á samtölu innstæðna á Icesave- reikningunum og tilmæli breska fjármálaeftirlitsins til bankans um að hamla vexti innistæðna. Jafnframt koma fram upplýsingar um tilraunir breska fjármálaeftirlitsins til að takmarka auglýsingastarfsemi Landsbankans. 2. september 2008 Fundur með fjármála- ráðherra Bretlands Á fundinum héldu bresk stjórnvöld fast við kröfur breska fjármálaeftirlitins. Fjármálaráðherrann gat þess að bresk stjórnvöld myndu ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum að fullu og spurði hverjum ætti að senda reikninginn. 17. og 18. september 2008 Baldur selur bréfin Baldur seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum, alls 9 millj- óna hluti fyrir samtals 192,6 milljónir króna. 29. september 2008 Fall bankanna Fall íslensku bankanna er staðreynd með þjóð- nýtingu Glitnis. Bank- arnir féllu einn af öðrum vikurnar eftir. Lands- bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu 7. október og síðast féll Kaupþing – 9. október. 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í héraðsdómi Baldur er dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn Einn hæstaréttar- dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti og vildi að málinu yrði vísað frá. 13. mars 2012 Afplánun hefst Vísir greinir frá því að Baldur hafi hafið afplánun dómsins í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. 12. apríl 2012 Kennir á Kvíabryggju DV greinir frá því að Baldur sé kominn í opna fangelsið á Kvía- bryggju og haldi fjármálanámskeið fyrir fanga. 9. september 2012 Vistaður á Vernd Samkvæmt reglum Fangelsismálastofnun- ar ætti Baldur að hafa flutt á áfangaheimilið Vernd þennan dag. 10. september 2012 Hefur störf hjá Lex Baldur tekur til starfa á lög- mannastofunni Lex ehf. „Heiðarleiki, trún- aður, fagmennska. Einkunnarorð Lex 2008 2011 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.