Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 15
Glannalegar og órök- studdar upphrópanir Ég er eiginlega dofinn ennþá Leifur Geir Hafsteinsson, crossfit-þjálfari og eigandi Crossfit-sport. – VísirSigurbjörn E. Viðarsson missti allt innbú sitt í bruna. – DV Lífeyrissjóðir, uppgjör og lýðræði Spurningin „Okkar eigin Osló.“ Laufey Gunnarsdóttir 60 ára matselja „Englar alheimsins.“ Andrea Gestsdóttir 17 ára vinnur í bíói „Órói.“ Kristrún Ragnarsdóttir 17 ára nemi „Með allt á hreinu, hún eldist svo vel.“ Hrefna Ingibjörg Ragnarsdóttir 51 ára matselja „Veggfóður eftir Baltasar Kormák.“ Þórhildur Tinna Sigurðardóttir 17 ára vinnur í Blómagerðinni Áttu þér uppá- halds íslenska kvikmynd? 1 Báru sendiherrann út, nær dauða en lífi Myndband sýnir hóp Líbíumanna bera Chris Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, út úr rústum sendiráðsins. 2 Fanginn vinnur hjá eigin verjendum Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, starfar á Lex lögmannsstofu samhliða afplánun. 3 Draumaprinsinn var ofbeldismaður Kona lýsir því að Kvennaathvarfið hafi bjargað henni úr ofbeldissambandi. 4 Skurnaðu kartöflurnar Þá haldast kartöflurnar sem nýjar fram á næsta vor. 5 Gerðu grín að Fifty Shades of Grey Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson sungu um Anastasiu Steele og Christian Grey. 6 Sjö liðsmenn Outlaws hand-teknir í lögregluaðgerð Lögregla lagði meðal annars hald á skotvopn og sprengiefni í aðgerðinni í Mosfellsbæ. 7 9 ára stúlka lenti í stymping-um við karlmann í Hafnarfirði Stúlkan segir að maðurinn hafi tekið fyrir munninn á sér á göngustíg að kvöldi mánudags. Mest lesið á DV.is Í slendingar eiga rúmlega 2.200 milljarða króna í lífeyrissjóðum og á hverju ári streyma um 150 til 200 milljarðar króna inn í sjóðina. Ástæðan er sú að öllum launamönn- um og þeim sem stunda atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi er skylt samkvæmt lögum að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyris- sjóði frá og með 16 ára aldri til 70 ára. Þessa fjármuni þarf að ávaxta og því eru lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir á ís- lenskum fjármálamarkaði. Þannig eiga þeir um 70 prósent af öllum skuld- um Íbúðalánasjóðs og hafa þeir alla tíð verið umsvifamiklir í fjárfesting- um í íslensku atvinnulífi, ekki síst eft- ir hrun. Í raun eru lífeyrissjóðirnir því langstærstu fjárfestingarsjóðir lands- ins. Miklum fjármunum fylgir mikið vald og má því fullyrða að lífeyrissjóð- irnir séu meðal lykilstofnana íslensks samfélags. Í hruninu urðu margir þeirra fyrir miklum áföllum og töpuðu samtals um 400 milljörðum króna af lífeyrissparnaði landsmanna. Miklu valdi ætti að fylgja mikil ábyrgð, en hver ber ábyrgð á gríðarlegu tapi líf- eyrissjóðanna? Ber kannski enginn ábyrgð? Uppgjöri ekki lokið Hluti af uppgjörinu eftir hrun hefur verið að kafa ofan í bæði orsakir og af- leiðingar þess og greina hvað fór úr- skeiðis, hvað má bæta og hverjir bera ábyrgð á hverju. Ekki er verið að leita sökudólga til draga fyrir dóm, nema grunur leiki beinlínis á að lögbrot hafi verið framin. Til að slík greining megi fara fram er mikilvægt að að henni komi óháðir aðilar, sem hafa nægilegar heimildir til að sinna starfi sínu af kostgæfni, án aðkomu hagsmunaaðila. Þegar hefur verið gefin út skýrsla um starfsemi lífeyrissjóðanna í að- draganda hrunsins og því má spyrja hvort mál sjóðanna séu ekki rannsök- uð að fullu. Sá galli er þó á þeirri skýr- slu að rannsóknarnefndin var skipuð að ósk Landssambands lífeyrissjóð- anna og gerð skýrslunnar kostuð af sjóðunum. Þó ekki sé ástæða til að ætla að sú staðreynd hafi haft áhrif á störf nefndarinnar, verða rannsókn- ir af þessu tagi að vera hafnar yfir allan vafa og því nauðsynlegt að rann- sóknarnefnd sé að öllu leyti óháð líf- eyrissjóðunum. Rannsókn á vegum Alþingis Alþingi hefur þegar ályktað, á grunni þeirra upplýsinga sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is, að sjálfstæð og óháð rannsókn skuli fara fram á starfsemi lífeyrissjóðanna frá setningu laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða árið 1997. Niðurstöður nefndar Landssamtaka lífeyrissjóðanna stað- festa enn frekar að fullt tilefni er til að sú rannsókn fari fram og í framhaldi þess verði farið í heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi sjóðanna. Því hefur á ný verið lögð fram þingsálykt- unartillaga um slíka rannsókn, sem ekki fékk brautargengi á síðasta þingi. Rannsóknarnefnd á vegum Al- þingis hefur mun víðtækari heimildir en rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna hafði til að afla gagna og yfirheyra þá sem kunna að búa yfir mikilvægum upplýsingum. Því er brýnt að Alþingi samþykki að slík rannsókn fari fram og í kjölfarið verði farið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja að þessir sameiginlegu sjóðir okkar verði ekki fyrir viðlíka áföllum og í hruninu. Þó eru nokkrir þættir í tengslum við lífeyrissjóðina sem nauðsynlegt er að taka á strax, óháð niðurstöðu rannsóknarnefnda. Þar ber einkum að nefna aukið lýðræði og gagnsæi, en kröfur um slíkt hafa verið háværar eftir búsáhaldabyltinguna, ekki síst í fjár- málakerfinu þar sem lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki. Aukið lýðræði Um 40 ár eru nú liðin frá því að Alþýð- usamband Íslands gerði fyrst samning sem kvað á um að helmingur stjórn- armanna í lífeyrissjóðunum kæmi frá atvinnurekendum en helmingur frá verkalýðsfélögum. Stjórnarmenn líf- eyrissjóðanna á Íslandi eru í langflest- um tilvikum tilnefndir annars vegar af atvinnurekendum og hins vegar af verkalýðsfélögum, í sumum tilvikum eftir kosningar á ársfundum verkalýðs- félaga. Mikilvægt er að tryggja betur beint lýðræði þar sem hinn almenni sjóð- félagi hefur aukin áhrif á það sem þar er gert og axlar um leið aukna sjálfs- ábyrgð á eigin lífeyri. Því hefur verið lagt fram frumvarp til breytinga á lög- um um lífeyrissjóði sem miðar að því að stórauka lýðræði innan þeirra með breytingum á reglum um stjórnarkjör. Þannig verði sjóðfélagar að fá að kjósa fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða beinni kosningu á ársfundi og enn frem- ur verði helmingaskiptareglunni um að fulltrúar séu tilnefndir af samtök- um launþega og samtökum atvinnu- rekenda vikið til hliðar. Þannig fái almennir sjóðfélagar tækifæri til að bjóða sig fram til stjórnarsetu að því gefnu að þeir uppfylli hæfisskilyrði til þess. Allir sem greitt hafa í viðkom- andi sjóð fyrir síðustu áramót fyrir ársfundinn, hafa atkvæðisrétt og at- vinnurekendur verða í minnihluta í stjórnunum, til að endurspegla betur samsetningu sjóðfélaga. Reglan verð- ur einn maður – eitt atkvæði. Ekki ein króna eitt atkvæði. Aukið lýðræði og gagnsæi í stjórn lífeyrissjóðanna verður þannig mik- ilvægt skref í uppbyggingu heilbrigðs samfélags eftir hrun. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. Frábærir dómar Mynd Baltasars Kormáks, Djúpið, hefur fengið frábæra dóma. Hann hefur greint frá því að þegar hafi fjölmargir erlendir aðilar haft samband og viljað kaupa sýningarréttinn á myndinni. Þessi mynd var tekin á forsýningu myndarinnar – og eins og sjá má var Baltasar hinn ánægðasti. Mynd eyþóR áRnAsonMyndin Umræða 15Miðvikudagur 19. september 2012 „Reglan verður einn maður – eitt at- kvæði. Ekki ein króna eitt atkvæði. Aðsent Eygló Harðardóttir Maður ræður öllu Silja Bára Ómarsdóttir kýs að búa ein. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.