Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Síða 18
Sameina flottustu búðirnar n Tinna Alavis og Brynja Norðfjörð halda opnunarpartí F yrirsætan Tinna Alavis og förðunarfræðingurinn og stílist­ inn Brynja Norðfjörð ætla að halda upp á opnun tískubloggs­ ins secrets.is með pompi og prakt en stelpurnar ætla að halda opnunarpartí á Hótel Borg á föstudagskvöldið. „Við erum að sameina allar flott­ ustu tískubúðir Íslands undir eitt þak,“ segir Brynja en á meðal versl­ ana sem munu sýna fatnað á glæsi­ legri tískusýningu í partíinu eru Karen Millen, Day, Sautján, Eggert feldskeri, Jack & Jones, Manía, Vero Moda og GS skór auk þess sem hár­ og snyrtivörumerki munu auglýsa sínar vörur. Gestgjafinn verður sjálf­ ur Heiðar „snyrtir“ sem verður kynn­ ir auk þess sem boðið verður upp á veitingar og fordrykki. Brynja og Tinna ætla að fjalla um tísku, hönnun og heilsu á secrets.is. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt með skólanum og fékk þá hugmynd að byrja með tískublogg,“ segir Tinna sem hefur unnið sem fyr­ irsæta um víða veröld en er flutt heim. „Ég er að læra fatahönnun en Brynja er stílisti og förðunarfræðingur og okkur langaði að fjalla um áhuga­ málið okkar. Við höfum báðar mik­ inn áhuga á tísku en ég hef verið mik­ ið í kringum þennan bransa síðustu ár og finnst allt sem viðkemur tísku, hönnun og ljósmyndun einstaklega spennandi. Okkur finnst báðum gam­ an að sýna falleg föt og gefa dömum og herrum hugmyndir um vöruúrval í verslunum á Íslandi í dag.“ Aðspurð neitar hún því að vinna ennþá sem fyrirsæta. „Ég er alfarið að einbeita mér að skólanum núna auk þess að vinna í síðunni. Við komum til með að sýna falleg föt úr ýmsum versl­ unum, gefa hollar og góðar uppskrift­ ir, setja inn áhugaverð vídeó og margt fleira skemmtilegt.“ n 18 Lífsstíll 19. september 2012 Miðvikudagur Tískubloggarar Stelpurnar skrifa um tísku, hönnun og heilsu á vefnum secrets.is. 10 atriði sem geta alveg bjargað hjónabandinu Samkvæmt sérfræðingnum og metsöluhöfundinum Harriet Lerner getum við gert kraftaverk fyrir hjónabandið með því að hætta að bíða eftir að makinn taki af skarið. Í nýju bókinni hennar, Marriage Rules, bendir Lerner á 100 leiðir til að bæta hjónabandið. Hér eru þær tíu sem koma mest á óvart: 1 Notaðu þrjár setningar (eða minna) Ef maki þinn er líklegur til að segja „ég vil ekki tala um þetta“ eða „ég er ekki góður að tjá mig“ er vandamálið líklega það að þegar þið „ræðið“ saman kemst hann ekki að. Næst þegar þið ræðið saman beittu þig þá hörku og leyfðu honum að tala. Ekki draga allt það sem hann hefur gert upp þegar þið talið um eitthvert ákveðið atriði. 2 Ruglaðu hann með gull-hömrum Komdu makanum á óvart með hrósi þegar hann síst býst við því. Ef hann á til að vera yfir­ lætislegur við yngri bróður sinn og þið hafið rifist út af því skaltu bíða þar til þú heyrir þá spjalla saman í síma. Þegar hann leggur á skaltu segja eitthvað á þessa leið: „Það er frábært hvernig þið getið grín­ ast ykkar á milli. Þið eruð ótrúlega skemmtilegir.“ Slíkt kemur honum á óvart og hvetur til nýrrar hegðunar. 3 Hættu að nota falskar „ég-setningar“ Mörg okk­ ar þekkja gildi „ég­setninga“, tækni sem er notuð til að tala um eigin tilfinningar í stað þess að ráðast á hegðun annarra. Ef makinn leggur í vana sinn óstundvísi skaltu ekki segja: „Þú ert alltaf seinn. Það er svo dónalegt.“ Prófaðu: „Ég á miklu erf­ iðara með að skipuleggja daginn ef ég veit ekki hvenær þú kemur heim.“ Þannig geturðu talað um vandann án þess að ráðast á hann. En farðu varlega. Það eru nefnilega ekki allar setningar sem byrja á „ég“ „ég­setn­ ingar“. Forðastu setningar á borð við: „Mér finnst þú of stjórnsamur.“ eða „Mér finnst þú koma fram við mig eins og mömmu þína“. Það er, ef þú vilt forðast alvarlegt rifrildi. 4 Bryddaðu upp á leiðin-legum samræðum Ef þú ert kominn með nóg af endalausu rausi makans um áhyggjur hans af mömmu sinni á elliheimilinu skaltu verða fyrri til að brydda upp á um­ ræðuefni. Þú óttast örugglega að með því hafirðu opnað fyrir flóð­ gáttir og þurfir nú að ræða þetta það sem eftir er. Raunin er hins vegar sú að ef þú vekur vekur máls á þessu mun hann líklega taka sér styttri tíma til að útkljá málið. Þú þarft ekki að bjóða upp á lausnir eða hvetja hann áfram. Þú þarft bara að hlusta. 5 Aldrei nota orðið „forleik-ur“ Flest pör þyrftu að tala meira um kynlíf sitt. Að tala um „for­ leik“ er þó undanskilið. Orðið er ekki aðeins kynferðislega fráhrindandi heldur gefur það í skyn að allt sem gerist fram að samförunum sé ekki „alvöru“ heldur aðeins til að hita upp fyrir aðalleikinn. 6 Settu takmörk á hlustun Að hlusta er ein besta gjöf sem við getum gefið maka okkar og þar þyrftu margir að taka sig á. En stundum verðum við að setja mörk. Ef makinn vill tala um hvað þið eydduð miklum pening í sumarfríinu á meðan þú eldar, hjálpar börnunum að læra og horfir á fréttirnar muntu ekki geta einbeitt þér að neinu. Ekki segja: „Ég get ekki hlustað á þetta núna. Ég er að elda!“ Það virkar ekki. Láttu hann rólega vita að þú viljir hlusta á hann en bara ekki núna. 7 Elskaðu – og hrósaðu sér-staklega Það er ekkert rangt við að segja: „Þú ert bestur og ég elska þig.“ Það er bara ekki nógu fullnægjandi. Mundu hversu ná­ kvæmur þú ert þegar þú gagnrýnir makann: „Af hverju seturðu svona mikið vatn í pastapottinn?“ eða „Af hverju kemurðu heim með fimm banana þegar þú veist að þrír þeirra eiga eftir að skemmast?“ Vertu svona nákvæm/ur með hrósið líka. 8 Hættu að leiðrétta óskyld-ar staðreyndavillur Það hvort gestirnir hafi verið 50 eða 70 í brúðkaupinu sem þið fóruð í um helgina kemur því ekki við hvort þú hafir drukkið of mikið í móttökunni. 9 Ímyndaðu þér breskan næturgest Við höfum mun meira vald yfir hegðun okkar en við höldum. Ef við, til að mynda, mynd­ um hafa afar virðulegan breskan næturgest í heimsókn í herberginu við hlið hjónaherbergisins mynd­ um við rífast öðruvísi en vanalega. Þú yrðir að vera almennileg/ur og kurteis við makann jafnvel þótt hann hefði selt gamla ljóta vasann hennar mömmu þinnar sem þér þótti svo vænt um – þótt það sé aðeins til að viðhalda virðingu þinni. Svo næst þegar þig langar að öskra og berja skaltu ímynda þér að Bretinn í gesta­ herberginu heyri hvert orð. 10 Hunsaðu sérfræðingana Það er ótrúlegt hversu margir borga hjónaráðgjöfum og öðrum sér­ fræðingum miklar upphæðir þegar flestir vita nákvæmlega hvað þarf til að gera makann hamingjusamari. Flest okkar þekkja þau þrjú atriði sem breyta öllu fyrir makann: „Henda hamborgaraleifunum úr bílnum, tæla hann áður en börnin vakna og strauja skyrtuna hans,“ eða hvað sem þarf til. Nefndu ykkar þrjú atriði – og framkvæmdu þau, núna strax. n Margar leiðir færar Ýmislegt er hægt að gera til að bæta hjónabandið. Gott trix er að hrósa makanum óvænt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.