Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Page 22
Kolfinna á forsíðu i-D n Alexender Wang kynnir leðurstígvél nefnd eftir Kolfinnu F yrirsætan Kolfinna Kristófers- dóttir, hjá Eskimo á Íslandi, er á forsíðu i-D sem kemur út bráðlega. Þetta er stór áfangi fyrir Kolfinnu sem með þessu fest- ir sig í sessi sem ein af heitustu fyr- irsætum heims. i-D verður með 16 forsíður á blaði sínu og hefur áður haft svipaðan hátt á. Á síðasta ári var ofurfyrirsætan Lara Stone í sporum Kolfinnu. Forsíðan með Kolfinnu var kynnt í vikunni. Það var ljós- myndarinn frægi Boo George sem myndaði hana og hún klæðist jakka eftir Margaret Howell. Á sama tíma kynnir fatahönnuð- urinn Alexander Wang leðurstígvél sem hann nefnir eftir Kolfinnu. Hún hefur því hefur heldur bet- ur slegið í gegn í fyrirsætuheimin- um en hún hefur gengið tískupall- ana fyrir hönnuði á borð við Marc Jacobs, Karl Lag- erfeld og Donatellu Versace á tísku- vikunum. Einnig var Kolfinna valin flottasta fyrirsæta tískuvik- unnar í London af lesendum style.com. n Flott svipbrigði Kolfinna vekur mikla athygli og er orðin ein heitasta fyrirsætan í bransanum. The Kolfinna Boot Alexander Wang er hrifinn af Kolfinnu og hannaði stígvél sem hann nefndi eftir henni. Ævisaga Svav- ars væntanleg Forlagið gefur út ævisögu Svavars Gestssonar á næstu vikum. Bók- in átti að koma út fyrir síðustu jól en þeirri út- gáfu var fre- stað af ástæð- um sem DV er ekki kunnugt um. Þá komu hins vegar út tvær bækur þar sem framganga Svavars Gests- sonar í Icesave-viðræðunum var harðlega gagnrýnd. Bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið og bók Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, Íslenskir kommúnistar. Vænta má að Svavar skýri í bók- inni framgöngu sína sem svo harð- lega var deilt um. Yrði brenndur á báli með Biblíu í Kabúl „Nokkuð til í þessu hjá Agli,“ segir Glúmur Baldvinsson um bloggfærslu Egils Helga- sonar um viðbrögð herskárra íslamista við haturs- áróðri í formi heimildar- myndar. „Ef ég geng um stræti Kabúl með Biblíu í hönd yrði ég líklega drepinn og brenndur á báli. Ef múslími gengi með Kóraninn í hönd um stræti Reykjavíkur eða NY eða London held ég að hann fengi leyfi fyrir mosku. Vandinn er sá einsog í Afríku að þeir sem drottna nærast og þrífast á fá- fræði bræðra sinna og systra.“ Glúmur hefur verið að störf- um í Kabúl í Afganistan á veg- um utanríkisráðuneytisins en að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins starfar hann þar ekki lengur og rann ráðningar- samningurinn út í júlí. Tólf menn voru drepnir í sjálfs- morðssprengjuárás í Kabúl í gær vegna myndbandsins, þar af níu útlendingar. Faðir í þriðja sinn Leikkonan Bryndís Ásmundsdótt- ir á von á sínu þriðja barni með unnusta sínum Fjölni Þorgeirssyni. Barnið verður einnig þriðja barn Fjölnis sem á tvo drengi fyrir og því verður fjölskyldan samsetta stór og lífleg. Elsti sonur hans er Olive Erik Solér Fjölnisson og býr hann með móður sinni Mailinn í Noregi. Yngri sonur hans er þriggja ára, Alex- ander Óðinn. Hann á Fjölnir með Sjöfn Sæmundsdóttur. Í viðtali við DV fyrir ári sagðist Fjölnir endilega vilja eignast stúlku. Ég vil endilega eignast stelpu líka,“ segir hann. „Ég er meira að segja búinn að kaupa á hana fallegan kjól.“ „Var ekki einu sinni boðið á myndina“ E ngilbert Jensen í Hljóm- um stendur í málaferl- um vegna brots á sæmdar- rétti flytjenda í myndinni Svartur á leik. Lagið Þú og ég var endurhljóðblandað fyrir kvik- myndina en það var hljómsveitin Hljómar sem flutti það upphaflega og gerði frægt á sjöunda áratugnum. Lagið sjálft er eftir Gunnar Þórðar- son og Ólaf Gauk.  Frank Hall endurhljóðblandaði lagið og notaðist við upprunalegu upptökuna. Engilbert segir framleiðendur ekki hafa haft nokkurt samráð við sig um notkun á laginu eða myndbrot- um úr upptöku af Hljómum sem þeir hafi notað til kynningar á myndinni. „Mér var ekki einu sinni boðið á myndina,“ segir Engilbert í samtali við DV. Vill milljónir Engilbert segist hafa gert kröfu um fimm og hálfa milljón í bætur vegna notkunar Zik Zak á lagi Hljóma. „Þeir brjóta sæmdarrétt flytjenda með því að nota lagið án samráðs. Ekki nóg með það, þeir nota líka upptöku af Hljómum í kynningar- myndbandi fyrir Svartur á leik. Við gerum einnig kröfu hvað það varð- ar, þar er brotin friðhelgi einkalífs. Þetta eru refsiverð brot og allt þetta gera þeir án þess að hafa samráð við nokkurn mann.“ Buðu ölmusu Engilbert segir frá því að þeim hafi borist óformlegt sáttaboð. „Þeir buðu okkur ölmusu,“ segir Eng- ilbert. „Sáttaboðið var 450 þúsund krónur.“ Notkun lagsins vakti athygli og gagnrýnendur voru margir hverjir hrifnir af samhenginu sem það var sett í. Dr. Gunni sagði eftirfarandi um samhengið í kvikmyndarýni sinni um Svartur á leik: „Rosa gott hvernig Engilbert syngur Þú og ég yfir klámkynslóðinni að sulla í sér.“ Sjálfur er Engilbert ósáttur við samhengið og segir lagið dæg- urperlu sem eigi skilið meiri virðingu. „Þetta er lag sem hef- ur staðist tímans tönn og á skilið virðingu.“ Lögfræðingur Engilberts er Erla Skúladóttir hjá Málþingi. „Málið er enn í sáttaferli og við vonumst til að ná lendingu,“ segir Erla. n n Engilbert Jensen ósáttur við notkun lagsins Þú og ég í Svartur á leik Ósáttur við samhengið Engilbert er ósáttur við samhengið og segir lagið dægurperlu sem eigi skilið meiri virðingu. Ekkert samráð „Þeir brjóta sæmdarrétt flytj- enda með því að nota lagið án samráðs. Ekki nóg með það, þeir nota líka upptöku af Hljómum í kynningar- myndbandi fyrir Svartur á leik,“ segir Engilbert Jensen í Hljómum um framleiðend- ur myndarinnar, Zik Zak. 22 Fólk 19. september 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.