Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Síða 2
2 Fréttir 24. september 2012 Mánudagur „Hann er óþverri“ É g get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart, ég hef því miður búist við að heyra af einhverju svona. Þessi mað- ur er ofbeldismaður að eðlis- fari. Hann er óþverri,“ segir Gerð- ur Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem Ásgeir Ingi Ás- geirsson myrti á hrottalegan hátt árið 2000. DV sagði frá því á föstudag að Ásgeir Ingi hefði á mánudaginn í síðustu viku verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað á heimili þeirra í miðbæ Reykja- víkur, 21. febrúar 2011. Önnur kona segir í bréfi til Gerðar að Ásgeir hafi ráðist á sig árið 1998 á heimili sínu. Það var þó aldrei dæmt í því máli. Í bréfi sem konan sendi Gerði eftir dauða Áslaugar Perlu, lýsir hún því hvernig hann réðst á sig, ógnaði og píndi. Fékk bréf frá öðru fórnarlambi Gerður hefur lengi barist fyrir endur- upptöku á máli dóttur sinnar en hún vill að morðingi Áslaugar verði líka dæmdur fyrir að hafa nauðgað henni. Gerður segir gögn málsins sýna fram á það að Ásgeir hafi nauðgað Áslaugu áður en hann drap hana en hann hef- ur alltaf harðneitað því. Meðal annars var hann með nærbuxur hennar rifn- ar í buxnavasa sínum þegar hann fannst eftir morðið. Í viðtali við DV árið 2005 sagði Gerður frá bréfi sem hún hafði fengið frá ungri konu sem sagði Ásgeir hafa ráðist á sig árið 1998. Gerður vildi að bréfið yrði notað í málinu til þess að sýna hvaða mann Ásgeir hefði að geyma en því var neitað. Konan sem skrifaði bréfið var, að sögn Gerðar, til- búin til þess að bera vitni gegn hon- um en því var vísað frá þar sem það þótti ekki tengt máli Áslaugar. Segir hann hafa ætlað að drepa sig Í bréfinu segir konan frá árás sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi Ásgeirs. Hún flutti í lítinn bæ úti á landi með vinkonu sinni sem fór fljótlega að vera með Ásgeiri. Hún segir hann hafa verið ruddalegan við þær vinkonur á heimili þeirra og í vinnunni og illt hafi verið milli henn- ar og hans. Hún hafi átt erfitt með að sætta sig við hegðun hans og það endaði í deilum þeirra á milli. Eft- ir dansleik hafi þau farið að rífast og hún sagt við vinkonu sína að annað hvort færi hún eða Ásgeir. Vinkonan hafi þá farið út og við það trylltist Ás- geir. „Ásgeir réðst á mig, keyrði mig fram og aftur um alla íbúð, henti mér í veggi, sparkaði hvað eftir annað í mig og reyndi að kyrkja mig,“ seg- ir í bréfi hennar. Hún gat flúið und- an honum inn á salerni þar sem hún reyndi að hringja á hjálp, en hann braut upp hurðina, þreif af henni símann og mölbraut hann og hvarf á brott. Hún lýsir því síðan hvernig hún hafi farið í lost og verið sem lömuð enda hafi hún aldrei upplifað neitt þessu líkt áður. Ásgeir hafi svo far- ið út úr íbúðinni en ruddist svo aft- ur inn og þá með hníf. Þá hafi hann keyrt hana niður í sófa og haldið hnífnum að henni virtist í „heila ei- lífð“. Hann sagðist myndi drepa hana og það yrði gert á ákveðnum tíma, taldi niður mínúturnar þar til hún myndi deyja. „Jæja það eru þrjá- tíu mínútur þar til þú deyrð, hlakk- ar þú ekki til,“ hefur hún eftir hon- um. Hann hélt áfram að telja niður að dauðastund hennar, kemur fram í bréfinu sem birt var í DV árið 2005. „Allan þennan tíma gerði hann mér allt til miska, drap í sígarettum á mér, henti þeim í mig, lýsti hvernig hann ætlaði að fara að því að drepa mig og hvernig hann kæmist upp með það,“ segir konan í bréfinu. Sagðist hafa sambönd innan lögreglunnar Í sófanum kvaldi hann hana og píndi í góða stund og sagði henni að hann væri með góð sambönd innan lög- reglunnar. Þegar hún hélt að hún væri við það að deyja kom vinkona hennar aftur heim og segir hún það hafa orðið sér til bjargar. Hún skreið, í miklu sjokki, grát- andi inn í rúm en daginn eftir kom móðir hennar austur og náði í hana. Þær héldu rakleiðis til lögreglunnar á Selfossi, sýndu þar áverka hennar og óskuðu eftir að lögreglan færi og skoðaði ummerki eftir atburðinn. Í bréfinu segir hún að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að fara á stað- inn og hafi talið þeim trú um að þetta lægi allt ljóst fyrir. Þrátt fyrir eftir- n Móðir fórnarlambs Ásgeirs Inga segir ekki koma á óvart að hann sé dæmdur aftur Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is 16 ára fangelsi Ásgeir Ingi var dæmdur í Hæsta- rétti í 16 ára fang- elsi árið 2001 fyrir morðið á Áslaugu Perlu. Myndin er frá árinu 2001. Bréf frá fórnarlambi Gerður kom í viðtal við DV árið 2005 þar sem hún talaði um morðið á dóttur sinni og baráttuna við að fá málið endurupptekið. Þar sagði hún frá bréfinu sem stúlkan sendi henni en hún segir Ásgeir hafa ætlað að drepa sig 2 árum áður en hann drap Áslaugu Perlu. Grunur um ölvunar- akstur Bílvelta varð á Vatnsleysu- strandarvegi aðfaranótt sunnu- dags. Í bílnum voru tveir farþegar, annar þeirra, 27 ára gömul kona, var flutt á gjörgæslu. Grunur leik- ur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. Mun líðan kon- unnar vera stöðug. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Réðst á lög- reglumann Þrír menn, þar á meðal lögreglu- maður, eru sárir eftir áflog og lík- amsárásir í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt sunnudags, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þannig réðust tveir menn á þann þriðja á Bókhlöðustíg um þrjú- leytið, spörkuðu ítrekað í hann þar sem hann lá á götunni og hlupu svo burt. Sá sem ráðist var á þekkti annan ofbeldissegginn. Skömmu fyrir fjögur var svo tilkynnt að maður lægi meðvitundarlaus á Hverfisgötu eftir líkamsárás. Ekki er vitað hverjir unnu það illvirki. Þá fékk lögreglumaður slæmt höfuðhögg þar sem hann reyndi að róa tvo áflogagikki í Pósthús- stræti á sjötta tímanum í morgun. Sá sem sló lögreglumanninn var tekinn höndum. Þegar verið var að færa árásarmanninn inn í lög- reglubíl kom þriðji maður æðandi að og veittist að honum. Sá var einnig tafarlaust handjárnaður. 10 kindur fundust á lífi Bændur og björgunarsveitarmenn í Mývatnssveit fundu tíu kindur á lífi í fönn í viðamikilli leit í Gjá- stykki, á Kröflusvæðinu og við Ei- lífsvötn í gær. Einn leitarmanna var hætt kominn þegar snjóbreiða brast undan honum en minnstu munaði að hann félli fimm til tíu metra ofan í sprungu í Gjástykki. Alls voru fjórir menn við leit í gær, í snjóbíl björgunarsveitarinn- ar Stefáns, og fóru þeir yfir stórt svæði. Gísli Rafn Jónsson björgunar- sveitarmaður sagði í samtali við RÚV að það væri ekki hættulaust að ganga um þessar snævi þöktu slóðir og hvatti aðra leitarmenn til að fara að öllu með gát. Gísli Rafn sagði menn ótrauða halda áfram leit að fé í Mývatnssveit og víðar. Enn finnist kindur á lífi, 10–20 á dag, en féð fennti í hríðarveðrinu mikla fyrir tólf dögum. Enn séu allt að þúsund fjár í fönn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.