Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 4
Tom Cruise Meðal þeirra Hollywood-stjarna sem voru á Íslandi í sumar var Tom Cruise en hann kom vegna myndarinnar Oblivion. Mynd Ingólfur Júlíusson / reuTers 4 Fréttir 24. september 2012 Mánudagur A tvinnuvegaráðuneytið þarf á 545 milljónum krónum að halda til að geta stað- ið við skuldbindingar sín- ar gagnvart kvikmynda- framleiðendum. Þetta kemur fram í fjáraukalögum fyrir árið í ár sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Al- þingi. Íslenska ríkið hefur endurgreitt kvikmyndaframleiðendum hluta af kostnaði sem til fellur við framleiðslu hér á landi undanfarin ár en endur- greiðsluhlutfallið var hækkað um sex prósentustig árið 2009. Fjöldamörg stór kvikmyndaverkefni hafa komið hingað til lands á síðustu árum. Milljarða verkefni Í sumar voru til að mynda þrjár stór- ar Hollywood-myndir kvikmyndaðar hér á landi. Það eru myndirnar Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Oblivion. Stórstjörnur á borð við Tom Cruise, Russel Crowe og Ben Stiller hafa dvalið á landinu hluta ársins en það eru einmitt verkefnin þeirra auk fjölda annarra sem ríkið endurgreiðir kostnað að hluta. Ríkið endurgreiðir 20 prósent af kostnaði við myndirnar og er ljóst af tölunum sem komið hafa fram að milljarðar koma með kvik- myndaverkefnunum hingað til lands. Nokkur hundruð manns koma að gerð kvikmynda hér á landi. Til að mynda voru rúmlega 220 einstak- lingar sem komu að tökum Nóa hér á landi og voru Íslendingar þar í meirihluta. Ben Stiller kom svo og tók næstum því yfir heilan bæ þegar hann var við tökur í Stykkishólmi í sumar en hann lét meðal annars mála ráðhúsið upp á nýtt. samkeppnishæf vegna endur- greiðslunnar Helga Margrét Reykdal, fram kvæmda- stjóri framleiðslufyrirtækisins True North, segir að endurgreiðslan eins og hún sé nú sé það sem geri Ísland samkeppnishæft í kvikmyndafram- leiðslu. Ísland sé að bjóða sambæri- leg kjör og bjóðast kvikmyndafram- leiðendum annars staðar. „Við erum samkeppnishæf í dag en ef þetta yrði hækkað fengjum við ákveðið samkeppnisforskot. Það er í raun- inni ekki mitt að segja hvað er rétt í því en þetta er það sem við þurfum, til að geta verið samkeppnishæf og geta fengið svona verkefni til landsins því önnur lönd eru að bjóða sambærilegt og betra.“ Helga Margrét segir að síðustu ár eftir að endurgreiðslan var hækk- uð hafi verið meira að gera. „Síðustu tvö árin hefur verið meira að gera,“ segir hún. „Þetta er bæði innlend og erlend framleiðsla sem er búin að stækka,“ bætir hún við og bendir á ís- lensku kvikmyndina Þór sem frum- sýnd var á þessu ári. Hún er ekki til- búin að spá fyrir um hvort næsta sumar verði jafn gott og það sem nú er að renna sitt skeið á enda. „Það er allt of snemmt að spá um það í raun og veru en við vonum að þetta sé byrjunin á því sem koma skal. Þetta er náttúrulega jákvætt fyrir okkur öll að fá svona stór verkefni til landsins,“ segir Helga Margrét. Öflug kynning síðustu ár Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir að margir þætt- ir spili inn í þegar kemur að því að tryggja að stór kvikmyndaverkefni komi til landsins. Hann segir að endurgreiðslan sé mikilvæg en að öflugt markaðsstarf sem unnið hef- ur verið á síðustu tíu árum sé líka útskýring á góðum árangri undan- farinna ára. „Við höfum unnið mik- ið markaðsstarf á þessum markaði,“ segir hann. Einar segir það mjög jákvætt að ríkið þurfi að greiða meira til baka en ráðgert var vegna kvikmynda- framleiðslu á árinu. „Þegar talað er um aukningu á fjárlögum er það oft litið neikvæðum augum en ríkið fær meira í kassann þegar það þarf að greiða meira til baka,“ segir hann um aukninguna sem talað er um í fjár- aukalagafrumvarpinu. Íslensk fyrirtæki hafa líka staðið sig vel þegar kemur að því að þjón- usta kvikmyndaframleiðendur að mati Einars. Hann segir að mikilvægt sé að gott orð fari af Íslandi á þessu sviði til að tryggja að fleiri verk efni komi til landsins. „Ég var bara að fá sendan póst frá framleiðanda HBO sem var að segja hvað Ísland hentaði frábærlega vel fyrir Game of Thro- nes og hvað „crewið“ sem hann var að vinna með var ofsalega gott,“ seg- ir hann og vísar þar til þeirra sem vinna að myndunum hér á landi. Einar segir að orðspor Íslands sé gott í Hollywood. Alltaf hægt að bæta sig Þrátt fyrir velgengni síðustu ára er mikilvægt að halda áfram kynningu á Íslandi fyrir kvikmyndaframleiðend- um. „Þú þarft alltaf að auglýsa vör- una. Það er mikilvægt að við höldum áfram og bætum jafnvel í kynningu á Íslandi gagnvart þessum aðilum,” segir Einar. Hann segir mikilvægt að allir aðilar sem skapi samkeppn- ishæfi Íslands á þessu sviði haldi áfram að vera á tánum. „Ég myndi vilja sjá þá þróun að allir haldi áfram að standa sig vel, að þeir verði ekki latir heldur verði áfram á tánum og sinni þessu, það skiptir öllu máli. Það er voðalega auðvelt að verða latur og bíða bara eftir verkefnum,“  segir hann og bætir við að þó að stór ver- kefni hafi komið, þýði það ekki endi- lega að fleiri komi sjálfkrafa. n Stjörnurnar fara fram úr áætlun n Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðslu skila aukinni aðsókn„Ég var bara að fá sendan póst frá framleiðanda HBO sem var að segja hvað Ísland hentaði frábærlega vel fyrir Game of Thrones. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is fá hrós Framleiðandi hjá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var nýbúinn að senda Einari Tómassyni, hjá Íslandsstofu, tölvupóst þegar blaðamaður náði í hann á föstudag þar sem hann hrósaði hópnum sem vann að gerð þáttanna Game of Thrones hér á landi. Pussy Riot heiðruð Rússneska hljómsveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey þann 9. október, á fæðingardegi Lennons, þegar kveikt verður á friðarsúlunni. Hljómsveitin hlýtur friðarverðlaun- in sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisút- varpsins á sunnudag. Stúlkurnar sitja nú í fangelsi í Rússlandi vegna gjörnings sem þær frömdu í dómkirkju í landinu, en eiginmaður einnar konunn- ar tekur við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Auk hljómsveitar- innar verða fjórir aðrir heiðraðir. Það eru bandaríski aðgerðarsinn- inn Rachel Corrie, sem lést þegar hún varð undir jarðýtu Ísraelshers í Rafah árið 2003, leikritaskáldið Christopher Hitchens og hag- fræðingurinn John Perkins sem skrifaði bókina Confessions of an Economic Hitman. Ekki hefur ver- ið upplýst um hver fimmti verð- launahafinn er. Ökuníðingur grun- aður um ölvun Aðfaranótt sunnudags veitti lög- reglan á Eskifirði bifreið eftirför sem hafði að engu stöðvunar- merki hennar, heldur jók hraðann jafnt og þétt frá Reyðarfirði, yfir Fagradal áleiðis til Egilsstaða. Á meðan á eftirförinni stóð mætti lögreglan þremur ökutækjum en ökumenn þeirra áttu í erfiðleik- um með að forðast bifreiðina sem lögreglan elti. Skammt ofan við svokallaða Neðstu brú á Dal þurfti lögreglan að beita þving- aðri stöðvun, það er, að aka utan í bifreiðina til að stöðva för henn- ar. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við aksturinn. Lögreglan óskar eftir að heyra frá þeim ökumönnum sem mættu bifreiðinni á leið yfir Fagradal klukkan fjögur aðfaranótt sunnu- dags í síma 860 3505 og/eða á net- fangið eski@logreglan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.