Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Page 6
Ú tgerðarfyrirtækið Gjögur, annar stærsti hluthafi Síldar­ vinnslunnar á Neskaupstað, greiddi út ríflega 328 milljóna arð til hluthafa sinna á síðasta ári. Gjögur hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna árið 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra þann 13. september síðastliðinn. Tekjur félagsins námu rúmlega 4,6 milljörðum króna, þar af var seldur afli fyrir ríflega 4,3 millj­ arða króna. Arðgreiðslur inn í félagið frá dótturfélögum þess námu ríflega 300 milljónum króna. Stærstu hluthafar Gjögurs, sem er fimmtánda stærsta sjávarút­ vegsfyrirtæki landsins miðað við þorsk ígildistonn, eru Ingi Jóhann Guðmundsson og Anna Guðmunds­ dóttir með nítján prósenta hlut hvort. Félagið hefur yfir að ráða ríf­ lega 4 þúsund þorskígildistonnum. Heimahöfn Gjögurs er Grenivík í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði og gerir fyrirtækið út þrjú skip þaðan. Há arðgreiðsla og kvótaaukning Í ársreikningi Síldarvinnslunnar fyr­ ir síðasta ár kemur fram að til standi að greiða hluthöfum félagsins ríf­ lega milljarð króna í arð vegna ársins 2011. Gjögur á rúmlega 34 prósenta hlut í Síldarvinnslunni, á móti tæp­ lega 45 prósenta hlut Samherja, og mun því fá ríflega 300 milljónir króna frá Síldarvinnslunni á þessu ári vegna reikningsársins 2011. Nýlega vakti athygli að Síldar­ vinnslan festi kaup á útgerðarfé­ laginu Bergi Huginn af Magnúsi Kristinssyni í Vestmannaeyjum. Með Bergi Huginn kemst Síldarvinnslan yfir tæplega 4 þúsund tonna kvóta til viðbótar við þann tæplega sex þús­ und tonna kvóta sem fyrirtækið átti fyrir. Samtals mun Síldarvinnslan því ráða yfir nærri tíu þúsund tonna kvóta. Þá kemur jafnframt fram í árs­ reikningnum að Gjögur hafi keypt aflaheimildir í fyrra fyrir ríflega 660 milljónir króna. Gjögur stendur mjög vel en í reikningum kemur fram að félag­ ið eigi rúmlega 12 milljarða eignir á móti 9 milljarða skuldum. Íhuga kaup á Helgu RE Þá herma heimildir að Gjögur íhugi kaup á öðru skipi, Helgu RE, sem er með á annað þúsund þorsk­ ígildistonna kvóta, af útgerðarfé­ laginu Ingimundi hf., sem er í eigu Ármanns Ármannssonar. Skipið er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn. Njáll Þorbjarnarson, einn af stjórn­ armönnum Gjögurs, segir þó að kaupin á skipinu hafi ekki gengið í gegn. Aðspurður neitar hann því þó ekki að félagið íhugi að kaupa skipið. „Ja, það kemur bara í ljós. Menn eru alltaf að pæla eitthvað,“ segir Njáll. Gjögur hefur því bætt við sig tals­ verðum kvóta og íhugar að auka við hann enn frekar. n GjöGur Greiddi út 328 milljóna arð Veglegur arður frá Síldarvinnslunni Gjögur mun fá ríflega 300 milljóna arð frá Síldarvinnslunni á þessu ári. Hluthaf- ar Gjögurs greiddu sér út 328 milljóna arð í fyrra. Gunnþór Ingvason er fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Maður er bara gáttaður“ n Ekki er enn ljóst hvort reynt hafi verið að eitra fyrir hundunum H undasýning hundaræktunar­ félagsins Rex fór fram á sunnu dag, en fresta þurfti sýn ingunni um einn dag vegna ótta við að eitraðri lifrarpylsu hefði verið dreift um svæðið þar sem sýningin átti upphaflega að fara fram. Ásgeir Guðmundsson, formaður Rex, sagðist á sunnudag í samtali við DV, engu nær um innihald lifrarpyls­ unnar en beðið er eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglunnar. Ásgeir segir engan grunaðan í málinu, og að félagið eigi sér ekki óvildarmenn að honum vitandi. „Ég held að við séum alveg jafn hissa og öll þjóðin á þessu, maður er bara gáttaður,“ sagði Ásgeir og bætti við að félagsmönnum hefði verið talsvert brugðið þegar það heyrði af atvikinu á laugardag. Hann sagði jafnframt að margir hundaeigendur væru nú var­ ari um sig en áður. „Auðvitað er fólki brugðið, menn vilja ekki taka neinn séns. Ef fólki dettur eitthvað svona í hug, hverju öðru getur það þá tekið upp á?“ Upphaflega átti að halda sýn­ inguna í reiðhöll Gusts í Kópavogi en þegar ljóst var að einhver hafði brotið sér leið inn í húsnæðið og dreift þar litlum lifrarpylsubitum um allt svæðið var afráðið að kalla til lögreglu og fresta sýningunni þar til á sunnudag. Samkvæmt Ás­ geiri hafði bitunum verið komið fyrir á öllum göngum reiðhallar­ innar sem og inni á sýningarsvæð­ inu sjálfu og fyrir utan. „Það var hátt í tvö kíló af lifrarpylsu sem safnaðist saman.“ n hanna@dv.is 6 Fréttir 24. september 2012 Mánudagur n Hagnaðurinn í fyrra nam tæpum 2 milljörðum króna„Tekjur félagsins námu rúmlega 4,6 milljörðum króna, þar af var seldur afli fyrir ríflega 4,3 milljarða króna. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Áhugi á Helgu Gjögur hefur skoð- að kaup á Helgu RE sem er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn. Formaður Ágeir Guðmundsson formaður hundaræktunarfélagsins Rex segir engan grunaðan í málinu. Mótmæla skattahækkun Stjórn Markaðsstofu Suðurlands hvetur ríkisstjórnina til að hverfa frá öllum áformum um hækkan­ ir á virðisaukaskatti á gistingu. Í ályktun stjórnarinnar kemur fram að á síðustu árum hafi verið reynt að lengja ferðamannatímann. Við­ tökur hafi verið góðar en lítið megi út af bregða ef kvikur markaður á borð við neytendur ferðaþjónustu eigi ekki að leita annað. Hækkun virðisaukaskatts á gistingu sé til þess fallin að grafa undan viðleitni Sunnlendinga til að laða ferða­ menn að fjórðungnum. Ástandið slæmt Fjórir kettlingar og tvær læður fundust í tveimur pappakössum í grennd við Kattholt við Stangarhyl í Reykjavík á föstudag. Ein læða fannst nálægt kössunum, en hún hafði komist út. Kattavinafélag­ ið segir ástandið slæmt, oft séu dýrin borin út með þessum hætti, þar sem ætlunin sé beinlínis að drepa þau. „Það er ótrúlegt hvernig fólk skilur við dýrin – að það geti ekki komið með þau til okkar að minnsta kosti eða leyft þeim að sofna bara, það skil ég ekki,“ seg­ ir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Kattholts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.