Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Qupperneq 8
„Ég er hvorki kjördæma- nÉ flokkaflakkari“ n Vigdís útilokar ekki varaformannsframboð n Hörð átök í Framsókn „Brugðust hárrétt við“ n Hamar stendur með verkum gæslumanna K nattspyrnudeild Hamars segist standa heil að baki ákvörðun- um og verkum gæslumanna sinna en harmar um leið at- vikið sem átti sér stað og einhliða fréttaflutning af því. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hamar hef- ur sent frá sér vegna atviks sem átti sér stað á knattspyrnuleik Hamars og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á sunnudag þegar stuðningsmaður KF slasaðist eftir að gæslumaður á vell- inum hafði afskipti af honum. Samkvæmt tilkynningunni á stuðn ingsmaðurinn að hafa farið út fyrir afmarkað svæði áhorfenda og í átt að keppnisvellinum og gæslu- maður því stjakað við honum. Stuðn- ingsmaðurinn á þá að hafa runnið til í blautu grasinu og dottið. Vegna at- viksins hafi myndast mikil múgæs- ing meðal stuðningsmanna KF sem hafi þá gert aðsúg að gæslumönnum vallarins, „svo mikinn að sá sem féll mátti teljast heppinn að hafa ekki ver- ið troðinn niður í hamaganginum.“ Í tilkynningunni stendur jafn- framt að gæslumenn vallarins hafi brugðist hárrétt við er þeir reyndu að halda aftur af æstum stuðnings- mönnum KF og myndað skjól í kringum þann sem lá niðri svo hægt væri að veita honum aðhlynningu. Strax var kallað á sjúkrabíl og fluttu gæslumenn þann sem féll, á sjúkra- börum inn í félagsaðstöðu Hamars til aðhlynningar þar til sjúkrabíllinn kom. Ekki var atvikið alvarlegra en svo að umræddur stuðningsmað- ur var mættur á áhorfendasvæðið nokkrum mínútum síðar og tók svo aftur upp á því að fara út fyrir áhorf- endasvæðið og inn á völlinn til að fagna með leikmönnum KF. Knattspyrnudeild Hamars biðst jafnframt afsökunar á því að hafa ekki meinað ölvuðum gestum að- gang að vellinum. n 8 Fréttir 24. september 2012 Mánudagur Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út 5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 22 71 4 Miðasala á www.hhi.is, í síma 563 83OO eða hjá næsta umboðsmanni. ÞÚ GETUR ENN VERIÐ MEÐ! TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á WWW.HHI.IS EÐA Í SÍMA 563 83OO DRÖGUM 25. SEPTEMBER 6O MILLJÓNIR Á EINN MIÐA HEFURÐU PLÁSS FYRIR MILLJÓNIR? Áttu miða í Milljónaveltunni? Slasaðist Gæslumenn stumra yfir stuðningmanni KF eftir að hann féll í jörðina og slasaðist. SkjáSkot af Myndbandi É g er hvorki kjördæma- né flokkaflakkari,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður, þegar DV náði tali af henni á sunnudag. Orðrómur hefur verið uppi um að Vigdís ætli að færa sig um set, yfir í Suðurkjördæmi, þar sem hún á rætur. Hún segir það ekki rétt. Nokkurra hræringa gæt- ir innan Framsóknarflokksins og nú hefur losnað um sæti varaformanns flokksins eftir að Birkir Jón Jónsson tilkynnti að hann ætli að draga sig í hlé úr pólitík næsta vor. Sigmundur skiptir um kjördæmi Á sameiginlegum fundi landsstjórn- ar og þingsflokks Framsóknarflokks- ins á Akureyri tilkynnti formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að hann ætlaði að flytja sig úr Reykja- víkurkjördæmi norður yfir í Norðaust- urkjördæmi. Þar sækist Sigmundur eftir fyrsta sæti á lista. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þess að daginn áður hafði Höskuldur Þór Þórhallsson, 6. þingmaður Norðausturkjördæmis, gefið út að hann stefndi á efsta sætið í kjördæminu og kom ákvörðun Sig- mundar honum í opna skjöldu. Skemmst er að minnast þess að þeir tveir, Höskuldur og Sigmund- ur, háðu baráttu um formanns- sætið í Framsóknarflokknum í jan- úar 2009. Þá hafði Sigmundur betur eftir dramatískar kosningar þar sem Höskuldur Þór var fyrst krýndur sig- urvegari vegna mistaka í talningu. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 að kvöldi sunnudags vill Sigmundur að Höskuldur víki fyrir sér og sækist eft- ir öðru sætinu. Ekki náðist í Höskuld við vinnslu fréttarinnar. ágreiningurinn opinber Vigdís segir í samtali við DV að yfir- lýsing Sigmundar hafi komið henni á óvart, hún hafi ekki haft veður af því áður en það varð opinbert. Hún segist vonast til að þetta gangi yfir, eins og hún orðar það, en þeir sem til þekkja í flokknum segja að mál- ið hljóti að valda titringi innan hans. Ágreiningur innan flokksins sé nú orðinn opinber. Birgir Guðmundsson stjórnmála- fræðingur tók í sama streng í viðtali við norðlenska fréttamiðilinn Viku- dag. Hann segir lengi hafa legið fyr- ir að Sigmundur og Höskuldur hafi ekki gengið í takt innan flokksins. „Nú er þetta orðið að opnum átökum sem lítið er reynt að fela, eins og sjá má af því að þeir Birkir Jón Jónsson og Sigmundur Davíð annars vegar og Höskuldur hins vegar hafa ekk- ert rætt þessi framboðsmál sín á milli og samtalið á sér stað í beinni út- sendingu fjölmiðla.” Varaformannsframboð kemur til greina Úr því að Birkir Jón Jónsson er á leið út úr pólitík, sem hann segir vera af persónulegum ástæðum, liggur fyrir að varaformannsembættið er laust. Sigurður Ingi Jóhannsson, vara- formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, hefur þegar gefið kost á sér. En hvað ætlar Vigdís að gera? „Ég skoða alla möguleika. Það var skorað á mig síðast en þá fannst mér mig vanta reynslu. Ég loka ekki á neitt.“ n Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is átök Sigmundur Davíð tilkynnti að hann ætli að bjóða sig fram til fyrsta sætis á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta kom flatt upp á Höskuld Þór. Stjórnmála- fræðingur segir átök innan flokksins augljós. Hættir Birkir Jón Jónsson kveður í vor. Höskuldur Gæti tekið annan slag. „Ég loka ekki á neitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.