Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Page 10
Vill bætur frá björgólfi thor Vegna blekkinga 10 Fréttir 24. september 2012 Mánudagur F yrrverandi hluthafi í Lands­ bankanum krefst þess að sautján fyrrverandi eigendur og starfsmenn Landsbank­ ans og viðskiptafélagar þeirra verði látnir bera vitni fyrir Héraðs­ dómi Reykjavíkur vegna skaðabóta­ máls sem 350 fyrrverandi hluthaf­ ar íhuga nú að höfða gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda bankans. Hluthafinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason, lektor í Há­ skóla Íslands. Beiðni um skýrslutökurnar yfir Landsbankamönnunum og nán­ um samstarfsmönnum Björgólfs Thors var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í síð­ ustu viku. Jóhannes Bjarni Björns­ son lögmaður skrifar beiðnina fyr­ ir hönd Vilhjálms. Ef Héraðsdómur Reykjavíkur tekur undir málflutn­ ing Vilhjálms munu fara fram vitna­ leiðslur í dómnum fyrir opnum tjöld­ um. Þessar vitnaleiðslur geta síðan orðið grundvöllur að skaðabótamáli gegn Björgólfi Thor. Slík málshöfð­ un yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi eftir bankahrunið og yrði þar af leiðandi söguleg. Þá eru jafnframt ekki mörg dæmi þess í heiminum að hluthafar í fjármálafyrirtæki á mark­ aði höfði skaðabótamál gegn stærsta hluthafanum. Vilhjálmur segist aðspurður ekki vilja ræða um málið þar sem hann hafi það fyrir reglu eftir að mál eru komin til kasta dómstóla að ræða ekki um þau opinber­ lega. Ekki náðist í Ragnhildi Sverr­ isdóttur, talskonu Björgólfs Thors, á sunnudagskvöldið. Blekkingar með eignarhald Í stuttu máli byggir beiðni Vilhjálms á því að sterkar vísbendingar séu fyr­ ir hendi um að Björgólfur Thor hafi beitt blekkingum til að leyna raun­ verulegu eignarhaldi sínu á hluta­ bréfum í Landsbankanum á árunum fyrir hrunið. Inntakið í gagnrýninni er að Björgólfur Thor hafi látið nána samstarfsmenn sína halda utan um lítinn eignarhlut í bankanum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson þannig að óbeint eignarhald hans sjálfs færi niður fyrir 20 prósent. Í beiðninni er rakið hvernig Björgólf­ ur Thor er talinn hafa falið eigið eignarhald í bankanum með því að láta undirmenn sína halda utan um hlutabréf í bankanum í gegnum fé­ lögin Hersi og Valhamar Group, sem síðan áttu hlutabréf í Samson og Givenshire ltd., félaginu sem hélt utan um hlut Björgólfs Thors í Sam­ son. Með þessu móti hafi eignarhald Björgólfs Thors farið niður fyrir 20 prósent. Fyrir vikið var Björgólfur Thor ekki skilgreindur sem tengd­ ur aðili í bankanum og þurftu lán­ veitingar til hans því ekki að fara fyrir lánanefnd, auk þess sem hann gat fengið hærri lán í bank­ anum en ella. Orðrétt segir um þetta í beiðninni: ,,Beiðandi telur vísbendingar um að kaup Hersis á hlut í Samson eignarhaldsfélagi ehf. og félags í eigu starfsmanna Novators á hlut í Givenshire hafi verið sýndargerningar, gerð­ ir í þeim tilgangi að halda form­ legu eignarhaldi Björgólfs Thors í Landsbankanum fyrir neðan 20% mörkin sem kveðið er á um í IAS 24 staðli þannig að formleg skylda til að skilgreina Björgólf sem tengd­ an aðila í reikningsskilum bank­ ans yrði ekki virk.“ Ótengdur Actavis Þá er rakið hvernig starfsmenn Landsbankans og Björgólfur Thor hafi tekið sig saman um að koma í veg fyrir að áhættuskuldbindingar til Björgólfs Thors og Actavis yrðu tengdar saman í bankanum en slíkt hefði aukið áhættu Landsbankans vegna lánveitinga til Björgólfs Thors. Björgólfur Thor, eða félög í hans eigu, voru bæði stærstu eigendur Lands­ bankans og Actavis. Bent er á það að lánveitingar til Björgólfs Thors og tengdra félaga hafi, samkvæmt mati Fjármálaeftirlitsins á lánum Lands­ bankans til hans, numið rúmlega 51 milljarði króna, eða sem nam 49,7 prósentum af eiginfjárgrunni bank­ ans. Á sama tíma nam skilgreining Landsbankans á lánveitingum til Björgólfs Thors rúmum 33 milljörð­ um króna eða tæpum 34 prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Inntakið í beiðninni er því í aðal­ atriðum tvíþætt: Annars vegar að komast að því hvort átt hafi sér stað blekkingar með eignarhaldið á hlutabréfum í Landsbankanum – til hagsbóta fyrir Björgólf Thor – og hins vegar hvort stjórnendur Landsbank­ ans hafi tekið þátt í því með Björgólfi Thor að blekkja eftirlitsaðila með því að tengja fyrirtæki og félög sem hann átti ekki saman sem sameigin­ legar áhættuskuldbindingar. Orðrétt segir í beiðninni: ,,Beiðandi telur að fyrirliggjandi gögn gefi vísbendingu um að stjórnendur Landsbankans og Björgólfur Thor hafi í samein­ ingu lagt á ráðin um það með hvaða hætti mætti víkja sér undan eða komast framhjá reglum um stórar áhættuskuldbindingar vegna útlána Landsbankans til Björgólfs Thors og tengdra félaga.“ Telur bankann hafa spilað með Þá segir lögmaður Vilhjálms að hann telji að leynd á þessum umfangs­ miklu lánveitingum til Björgólfs Thors ,,hafi verið orðin nauðsynleg til að viðhalda rekstrarhæfi hans og trúverðugleika“. Þannig hafi blekk­ Biður um málið Vilhjálmur Bjarnason bað um það formlega í Héraðsdómi Reykjavíkur að vitnamálið verði höfðað. Landsbankinn með í ráðum Í beiðninni koma fram þær grunsemdir að forsvars- menn Landsbankans hafi tekið þátt í blekk- ingunum með Björgólfi. Sigurjón Árnason var bankastjóri Landsbankans. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Héraðsdómur fékk beiðni um vitnamál á föstudaginn n 350 hluthafar bíða eftir niðurstöðu Vill þessa í vitnastúku: Björgólfur Thor Björgólfsson fyrrverandi aðaleig- andi Landsbankans og fjárfestir. Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi aðaleig- andi og stjórnarfor- maður Landsbankans. Andri Sveinsson samverkamaður Björg- ólfs Thors, fyrrverandi starfsmaður Novators og einn eiganda Hersis. Birgir Már Ragnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Samson, fyrrverandi stjórnarmaður í Novator og einn eiganda Hersis. Kjartan Gunnarsson fyrrverandi varafor- maður bankaráðs Landsbankans. Þór Kristjánsson fyrrverandi samverkamaður Björgólfs Thors og fyrrum stjórnarmaður í Lands- bankanum og Hersi. Gunnar Valdimarsson fyrrverandi forstöðumaður skattasviðs Landsbank- ans. Ársæll Hafsteinsson fyrrverandi aðallög- fræðingur Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Vignir Rafn Gíslason löggiltur endurskoðandi. Tómas Ottó Hansson einn eigenda Hersis og fyrrverandi stjórnarmaður í Novator. Sigþór Sigmarsson þáverandi og núverandi stjórnarmaður í Novator. Vífill Harðarson fyrrverandi starfsmaður Novators. Þórður Örlygsson fyrrverandi regluvörður Landsbankans. Haukur Þór Haraldsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrarsviðs Landsbankans. Sigurbjörn Guðbjörn Geirsson fyrrverandi innri endurskoðandi Landsbankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.