Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Qupperneq 18
18 Neytendur 24. september 2012 Mánudagur Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr. Algengt verð 257,2 kr. 260,4 kr. Algengt verð 257,1 kr. 260,3 kr. Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr. Algengt verð 259,6 kr. 260,7 kr. Algengt verð 257,2 kr. 260,4 kr. Eldsneytisverð 23. september Bensín Dísilolía Örugg og fumlaus n Lofið fær Prooptik í Kringlunni en viðskiptavinur er ánægður með þá þjónustu sem þar er veitt. „Kon- an sem afgreiddi okkur var örugg, fumlaus og með skoðanir án þess þó að troða þeim á okkur. Hún hafði góða þekkingu á vörunni og hafði greini- lega gaman að vinnunni sinni,“ segir viðskipta- vinurinn. Fékk ekki aðstoð n Lastið að þessu sinni fær Félag íslenskra bifreiðaeigenda en félags- maður vill kvarta undan viðmóti starfsmanns þar. Fyrir skömmu sprakk dekk hjá honum og í fram- haldi hafi hann hringt í FÍB til að fá aðstoð. „Starfsmaður þar fletti mér upp og sagði að þar sem ég væri ekki félagsmaður gæti hann ekk- ert gert fyrir mig og þannig endaði símtalið. Ég fékk svo símtal daginn eftir frá öðrum starfsmanni þegar það hafði komið í ljós að ég væri fullgildur félagi í FÍB en ég er samt ósáttur við það að starfsmaðurinn sem ég talaði við fyrst vildi ekkert fyrir mig gera þar sem ég er félagi og greiði mín gjöld.“ Stefán Arngrímsson hjá FÍB segir að skrifstofan hafi verið lok- uð þegar umrætt atvik gerðist. „Það var því ekki starfsmaður FÍB sem svaraði heldur starfsmað- ur fyrirtækis sem annast símsvör- un og miðlun neyðarþjónustu FÍB við félagsmenn um kvöld, nætur og helgar. Þegar þetta átti sér stað hafði komið upp bilun í tölvusam- bandi sem olli því að starfsmað- ur svörunarfyrirtækisins fékk ekki samband við félagsmannaskrá. Á tölvuskjá símsvörunarfyrirtæk- isins birtist bilunin eins og að fé- lagsmaðurinn væri ekki á félags- mannaskrá. Strax og starfsfólk FÍB kom til vinnu eftir þessa umræddu helgi og uppgötvaði hvað gerst hafði, var haft samband við viðkomandi félags- mann og ástæður þessarar óheppilegu atburðarás- ar skýrðar fyrir honum og hann beðinn afsökunar.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Þ að borgar sig alltaf að borga niður óhagstæð lán, svo sem neysluskuldir, yfirdrætti og smá lán. Það borgar sig að sjálfsögðu aldrei að taka lán fyrir neyslu til að byrja með,“ seg- ir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofn unar um fjármálalæsi, aðspurð- ur hvort hann mæli með því að fólk taki út viðbótarsparnaðinn sinn til að greiða niður lán. Þann 30. september rennur út heim ild til að óska eftir fyrirfram- greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar. Tökum upplýsta ákvörðun Að sögn Breka á hann erfitt með að segja til um hvað fólk eigi að gera því það fari eftir stöðu hvers og eins. „Það er margt í þessu sem fólk þarf að huga að til að það geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort það eigi að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn. Til dæmis er kannski ekki sniðugt að vera með milljón í yfirdrátt og vera svo að safna í varasjóð. Heldur væri betra að greiða fyrst niður yfirdráttinn. Fólk þarf eiginlega að komast að því hvern- ig það horfir til framtíðarinnar, bæði hjá sjálfu sér og í víðara samhengi. Þú þarft að spyrja þig hvort þú teljir að það muni koma gífurlegt verðbólgu- skot á næstu mánuðum og árum. Ef svo er þá væri sniðugt að borga nið- ur skuldir og hafa þær sem minnstar, sérstaklega þær sem eru verðtryggðar.“ Aðrar spurningar sem Breki segir að sé mikilvægt að spyrja sjálfan sig eru til dæmis: Er ég í tryggri vinnu? Verð ég í henni eftir ár, tvö ár, tíu ár? Mun ég ná að vinna upp það gat sem myndast ef ég tek út sparnaðinn? Yfirdráttur heimilanna hækkar Hann segir að þótt hann mæli með því að fólk borgi upp neysluskuld- ir með viðbótarlífeyrissparnaðinum þá vilji hann vara fólk við því að detta ekki strax í sama farið. „Fólk má ekki detta í þennan vítahring að fjármagna neysluna með lánum. Varðandi yfir- drátt heimilanna þá lækkaði hann gíf- urlega eftir hrun en er nú kominn upp fyrir það sem hann var. Þetta er eins og þegar bankarnir buðu upp á endur- fjármögnun hjá fólki árið 2004. Þá kom skörp niðursveifla í yfirdráttarlánum en það tók bara tvö ár að komast í sama farið aftur. Þetta er eins og líkamsrækt. Þú getur tekið þig á og komist í form en ef þú tekur ekki mataræðið í gegn líka, þá fellur þú fljótt í sama farið aftur.“ Hann bætir við að hann vilji einnig vara fólk við að taka sparnaðinn út til að fara til útlanda eða til að auka neysl- una. Það sé aldrei góð hugmynd. Greiða neyslulánin niður Aðspurður hvort hann mæli með að fólk sem á erfitt núna og nær ekki endum saman eigi að íhuga að taka út sparnaðinn til að bjarga málunum segir Breki að hann vilji líkja því við að pissa í skóinn og hlýja sér þannig tímabundið á fótunum. „Auðvitað eru margir í erfiðri stöðu í dag og ná ekki endum saman en menn verða að líta til framtíðar. Viltu að þér sé kalt núna eða seinna á fótunum? Ef þú sérð fram á að þú munir ná að rétta úr kútnum í mjög náinni framtíð þá er hægt að skoða hvort það sé skynsamlegt að nýta sparnaðinn núna. Ef það er hins vegar til að viðhalda lífsstíl sem þú hef- ur ekki efni á, þá þarftu að endurskoða lífsstílinn. Eitt af því sem þarf að horfa til er aldur fólks, að mati Breka, og bendir hann á að yngra fólk sem ákveður að taka út sparnaðinn hefur lengri tíma til að vinna hann upp. Aftur á móti þurfi einnig að taka inn í myndina þá vexti og vaxtavexti sem hefðu getað lagst á upphæðina og margfaldað hana yfir tímann. „Í þeim tilvikum sem fólk er að borga hærri vexti á yfirdrætti eða að rúlla áfram kreditkortaskuld, þá er klárlega sniðugt að greiða það niður með sparnaðinum.“ Ömmuhagfræðin Þegar öllu er á botninn hvolft, segir Breki að það sé nær vonlaust að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég veit ekki hvernig hlutirnir þróast og það veit það enginn fullkomlega. Fólk þarf að kanna stöðu sína og taka ákvörðun út frá því. Það er enginn sem tekur skellinn nema þú. Sá sem veitir þér ráðgjöf tapar engu. Ef þú ætlar að framselja ákvörðunarvald þitt þá ertu að framselja framtíð þína. Við verð- um að taka ábyrgð á eigin gjörðum og eigin fjármálum. Þú getur fengið ráð- gjöf en á endanum tekur þú ákvörðun- ina sjálfur,“ segir Breki. Eina ráðið sem hann segist gefa fólki er ömmuhag- fræði og útskýrir þá hagfræði með því að báðar ömmur hans hafi verið afar skynsamar konur. „Þegar ég þarf að taka ákvörðun spyr ég sjálfan mig alltaf hvað amma hefði gert og þá kemur oft rétta svarið.“ 100 prósenta ávöxtun Að lokum bendir Breki á að viðbótarlíf- eyrissparnaðurinn hafi verið settur á af ástæðu þar sem menn hafi séð að lög- bundinn sparnaður var ekki að duga. „Ég sé í mínu starfi fólk sem er að kom- ast á eftirlaun og er að vakna upp við vondan draum. Lögbundni sparnað- urinn á að tryggja 56 prósent af meðal starfstekjum ævinnar og þá er miðað við 40 ára starfsævi. Ef þú hefur misst út vinnu, vegna veikinda eða náms, þá skerðist þetta. Einnig vil ég benda á að meðaltekjur í upphafi starfsævi eru miklu lægri en í lokin. Þannig að þegar þú hættir að vinna þá er mikið tekjufall, jafnvel allt upp í 60 prósent. Það getur verið mikið áfall hafir þú ekki búið þig undir það.“ Breki hvetur því fólk til að láta það ógert að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn komist það hjá því. Hann ítrekar einnig kosti þess að borga í viðbótarlífeyrissjóð. „Sér- eignarlífeyrissparnaðurinn er snilld, því hann er settur upp þannig að þú borgar 2 prósent og atvinnurekandinn er skyldugur til að borga 2 prósent á móti. Þú ert því kominn með 100 pró- senta ávöxtun frá degi eitt,“ segir Breki að lokum. n Hafið þetta í huga Taktu hann út n Til að borga niður yfirdrætti, smálán og önnur neyslulán. Mögulega skynsamlegt að taka hann út n Ef þú ert ung/ur og sérð fram á að hafa nægan tíma til að vinna hann upp. n Ef þú ert í tímabundnum vandræðum og sérð fram á bjartari tíma. ekki taka hann út n Ef þú kemst hjá því. n Ef þú nálgast eftirlaunaaldur. n Ef þú nærð ekki endum saman og sérð fram á að það haldi áfram. n Ef þig vantar neyslupening, svo sem í ut- anlandsferðir og til að viðhalda lífsstíl. Um úttekt viðbótar- lífeyrissparnaðar n Hámarksúttekt er 6.250.000 krónur sem greiðist með mánaðarlegum greiðslum að hámarki 416.667 krónur í allt að 15 mánuði. n Ef úttekt er lægri en 6.250.000 krónur styttist útgreiðslutími hlutfallslega. n Sú fjárhæð sem viðskiptavinur hefur nú þegar tekið út eða er í útgreiðsluferli mun dragast frá hámarksupphæðinni sem laus er til útgreiðslu. n Tekjuskattur er greiddur af úttektarupphæðinni. n Útgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. n Útgreiðslan hefur ekki áhrif á greiðslu húsaleigubóta, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta og atvinnuleysisbóta. n Útgreiðslan hefur engin áhrif á innborganir í sjóðinn. n Það er ekki heimilt að taka út viðbótarlífeyrissparnað sem greiddur er inn í sjóðinn eftir 31. desember 2011. n Inneign er reiknuð við gildistöku laganna þann 1. janúar 2012. Greiðslur sem berast í sjóði eftir þann tíma er ekki hægt að greiða út í fyrirframgreiðslu. n Ekki er tekin þóknun af tímabundnum úttektum viðbótarlífeyrissparnaðar. n Ríkisskattstjóri hefur hækkað tekjuskattprósentu og tekjuviðmið. Allar útgreiðslur miðast við þessi breyttu skattalög. - Skattþrep 1 (37,34%) tekjuskattur á tekjur undir 230.000 krónur. - Skattþrep 2 (40,24%) tekjuskattur á tekjur frá 230.000 til 704.367 króna. - Skattþrep 3 (46,24%) tekjuskattur á tekjur yfir 704.367 krónur. *** UpplýsinGar af vef lanDsBankans Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Breki karlsson Ráðleggur fólki að greiða niður óhagstæð lán. MYnD eYþór Árnason Hugsum til efri ára Mikilvægt er að eyða ekki viðbótarlífeyris- sparnaði í dýran lífsstíl núna því lögbundinn sparnaður nægir ekki. MYnD pHoTos.coM „Ef það er hins vegar til að viðhalda lífs- stíl sem þú hefur ekki efni á, þá þarftu að endur- skoða lífsstílinn. n Ekki er ráðlagt að taka hann út til að fjármagna neyslu Lækkaðu lánin með lífeyrissparnaðinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.