Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Page 3
Kostnaður sýnilegur almenningi n Sveitarfélög gera starf sveitarstjórna gagnsærri R eykjavíkurborg samþykkti á þriðjudag að upplýsingar um allar greiðslur borgarinnar vegna kostnaðar verði gerðar almenningi sýnilegar með rafræn- um hætti á netinu, með svokallaðri gagnsæisgátt. Tillagan var samþykkt einróma, en hún kom frá sjálfstæðis- mönnum í borgarstjórn. Borgarráði hefur verið falið að skipa starfshóp sem ákveður hvernig að þessu skuli staðið. Starfshópurinn á að skila til- lögum þann 15. mars næstkomandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá Kjartani Magnússyni, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, að kostn- aður við uppsetningu á kerfinu þurfi ekki að vera mikill. Ef mið eru tek- in af því hver kostnaður var við slík- ar uppsetningar í Bandaríkjunum kemur í ljós að gagnsæisgátt Texas- ríkis kostaði um 47 milljónir króna en talið var að á fyrsta árinu sem það var starfrækt, hefði það sparað fylk- issjóðnum um 1.079 milljónir króna með aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ábendinga, meðal annars frá almenningi. Í Nebraska kostaði uppsetning gáttarinnar 3,7 milljón- ir króna og í Oklahóma innan við eina milljón króna. „Upplýsingar um greiðslur hins opinbera vegna kaupa á vöru og þjónustu verða því öllum tiltækar en ekki einungis op- inberum embættismönnum. Með því að setja opinber útgjöld þannig undir smásjá almennings og fjöl- miðla er líklegt að meðferð opinbers fjár batni og verulega dragi úr hvers konar eyðslu, spillingu og svindli í kerfinu. Tímabært er að Reykja- víkurborg feti í fótspor framsæk- inna sveitarfélaga og ríkja víða um heim og veiti reykvískum skattgreið- endum nákvæmar upplýsingar um meðferð almannafjár á netinu,“ seg- ir Kjartan í tilkynningunni. n astasigrun@dv.is Fréttir 3Miðvikudagur 3. október 2012 „Eins og að æpa upp í vindinn“ Mér finnst þetta svo alvarlegt því af því að þetta er keimlíkt öðr- um málum sem hafa valdið styr um Orkuveitu Reykjavíkur. Það verð- ur aldrei sátt um Orkuveituna og henni verður aldrei faglega stýrt ef við ætlum ekki að virða leikreglurn- ar í kringum hana. Það er forsenda þess að hægt sé að koma þessu á rétt ról.“ Langri sögu fylgt eftir Þegar blaðamaður leitaði svara hjá upplýsingafulltrúa borgar- innar, Bjarna Brynjólfssyni, benti hann á Eirík Hjálmarsson, upp- lýsingafulltrúa Orkuveitunnar. Ei- ríkur benti aftur á móti á að áhugi fyrir virkjanakostum í Skjálfanda- fljóti ætti sér nokkra sögu, sem væri hægt að rekja aftur til ársins 2003. Í ljósi þessa hefði umsóknin verið endurnýjuð, eftir að Orkuveitunni var tilkynnt að umsókn um rann- sóknarleyfi frá í mars 2004 væri fallin úr gildi sökum tómlætis um- sækjanda. „Þessu hefur verið mót- mælt í samræmi við það sem fyrr segir. Orkustofnun fór fram á að fá endurnýjaða umsókn frá Hrafna- bjargavirkjun og var hún send stofnuninni 12. júlí síðastliðinn. Orkuveita Reykjavíkur mat það svo að hagsmunum Hrafnabjargavirkj- unar væri best borgið með endur- nýjaðri umsókn og vógu þar þungt skyldur OR gagnvart meðeigendum sínum að félaginu að halda málinu vakandi,“ sagði Eiríkur. Haraldur Flosi Tryggvason for- maður stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur hefur hins vegar látið hafa eftir sér að Orkuveitan vilji gjarna losna við sinn hlut í Hrafnabjargar- virkun, enda sé það í samræmi við eigendastefnu félagsins að fara í virkjanir á þessu svæði. n n Sóley Tómasdóttir ósátt við vinnubrögð Orkuveitu varðandi endurnýjun rannsóknarleyfis V redestein – eini dekkjafram- leiðandi heims sem fram- leiðir vetrardekk sérstaklega hönnuð fyrir konur,“ segir í auglýsingu frá BJB pústþjón- ustunni sem hljómaði á Bylgjunni í vikunni. „Dekkin eru sérstaklega hönnuð með kvenmenn í huga,“ segir Piero Segatta, framkvæmdastjóri BJB Pústþjónustu sem nýlega fékk um- boð fyrir dekk frá hollenska fyrirtæk- inu Vredestein. Hönnuð til að höfða til kvenna „Dekkin voru sérstaklega hönnuð, með útlit og annað í huga, fyrir konur. Dekkið sem um ræðir heit- ir Vredestein Snowtrac 3 og er dekk sem á að höfða til kvenna. Þetta er fall eg hönnun undir eftirliti frá hin- um þekkta bílahönnuði Giugiaro sem hannað hefur til dæmis fyr- ir Ferrari og marga fleiri þekkta bílaframleiðendur, “ segir Piero og segir nokkra hluti sérstaklega skoð- aða – sérstaklega útlit dekkjanna og öryggiskröfur. „Þeirra hugmynd var bara sú – í fyrsta lagi var það útlitið og líka öryggið. Þeir gerðu markaðs- könnun í Evrópu og þar eru alveg gríðarlega margar konur sem búa einar og hafa kannski engan til þess að segja sér til, auðvitað eru ein- hverjar konur sem eiga mann sem hefur eitthvað vit á bílum eða þekkir einhvern. En í Evrópu er þetta pínu- lítið öðruvísi, þar er þetta þannig að þú þarft meira að treysta á fagmann- inn,“ segir Piero. Hann segist þó ekki halda að kon- ur hafi minna vit á bílum en karl- ar. „Ég held þær hafi alveg eins vit á bílum eins og karlar en ég held þær hafi bara minni áhuga, ég held það sé frekar það. Karlar sem hafa ekki áhuga á bílum, þeir eru verri en kon- ur sem vita ekkert um bíla. Konurn- ar eru miklu duglegri að bjarga sér og þannig, það er að minnsta kosti mín reynsla.“ Hönnunin byggð á könnun En hafa konur aðrar dekkjaþarfir en karlar? „Nei, það held ég ekki. Þetta er náttúrulega ekki á topp 10 yfir það sem þær eru eru að hugsa um þannig að þeir gerðu könnun til þess að komast að hvað konur væru að hugsa um þegar þær keyptu sér bíl,“ segir hann. Piero segist ekki hafa séð eins dekk áður. Eru þau öðruvísi í út- liti?„Já, þau eru það nú reyndar. Það eru held ég engin dekk eins. Það eru mörg mynstur svipuð en þetta er ekki líkt neinu dekki sem ég hef séð,“ segir hann og seg- ir mynstrið vera sérstakt en þó smekksatriði hvaða mynstur fólki finnist flott. BJB Pústþjónusta hóf nýlega að selja dekkin og Piero segir ekki komna reynslu á hvort konur velji frekar þessi dekk en önnur. „Þetta er bara nýtt en við vonum það. Þess vegna viljum við nú auglýsa þetta. Vredestein hefur auglýst þetta dekk mikið í tímaritum sem höfða til kvenna og fengið gríðarlega góðar móttökur og dóma hjá sín- um viðskiptavinum sem keypt hafa Snowtrac 3,“ segir hann. n „Ég held þær hafi alveg eins vit á bíl- um eins og karlar en ég held þær hafi bara minni áhuga. n Framleiðsla hjólbarðanna byggir á markaðskönnun í Evrópu Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Hönnuð fyrir konur Piero segir dekkin hafa verið sérstaklega hönnuð, hvað útlit og annað varðar, með konur í huga. Mynd eyþór árnaSon Vetrardekk fram- leidd fyrir konur opna gagnsæisgátt „Tímabært er að Reykjavíkurborg veiti reykvískum skattgreiðend- um nákvæmar upplýsingar um meðferð almannafjár á netinu,“ segir Kjartan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.