Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 6
„Okkur finnst vegið að skólanum okkar“ n Segja lítið gert úr vinnu sem hefur verið lögð í eineltisfræðslu O kkur finnst vegið að skólan- um okkar, segja nemendur í Hagaskóla, en DV fjallaði um agavandamál í skólanum í mánudagsblaðinu og greindi þar frá átökum milli eldri og yngri nemenda. Segja nemendur að gert hafi verið lítið úr þeirri miklu vinnu sem skólinn hafi lagt í til að vinna bug á einelti. DV greindi frá því að nemendur í 8. og 9. bekk væru oft hræddir við nem- endur í 10. bekk og óttuðust að vera busaðir. Þeir mættu ekki ganga um ákveðna álmu í skólanum og að þeir óttuðust „ægivald“ eldri nemenda. Þá hlökkuðu þeir til að komast sjálf- ir í tíundabekk enda fengju þeir þá að láta til sín taka. Ómar Örn Magn- ússon, aðstoðarskólastjóri Haga- skóla, sagði skólann vinna markvisst að eineltismálum, en skólinn hef- ur verið verðlaunaður fyrir átak sitt í þeim málum. Hann kvaðst kannast við þessi átök milli tíunda og áttunda bekkjar, en segir að það hafi geng- ið vel að taka á því máli og það hafi lítið borið á átökum í vetur. Skóla- byrjun í ár hafi gengið einstaklega vel og hafi þótt sérstök ástæða til þess að hrósa nemendum unglingadeildar og var foreldrum þeirra sendur póst- ur þess efnis. Vildu margir nemend- ur meina að þessar svokölluðu hefðir væru gamlar draugasögur sem erfitt væri að kveða niður, vel væri tekið á móti nemendum í skólanum og ung- lingarnir væru að vinna saman að því að öllum liði vel í skólanum. Í kjölfar umfjöllunar DV höfðu fjölmargir nemendur og foreld- ar samband við DV. Svo virðist sem upplifun nemenda í skólanum sé mjög ólík, margir segja að of mikið sé gert úr málinu og greinin hafi gefið til kynna að vandamálið væri mun víð- tækara en það sé í raun. Aðrir tóku undir orð nemenda og foreldra sem birtust í greininni, en DV ræddi bæði við nemendur og foreldra í skólan- um áður en greinin var birt og voru þau á sama máli, allir nema einn nemandi.“ n 6 Fréttir 3. október 2012 Miðvikudagur Taka gróðann í samlagsfélög S tarfsmenn slitastjórna og skilanefnda, auk margra lögmanna almennt séð, hafa í auknum mæli byrj- að að nota samlagsfélög við innheimtu launa sinna og rekstur fyrirtækja í kringum rekstur- inn. Meðal þeirra eru starfsmenn slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson, sem stofnuðu samlagsfélagið Borg- arlögmenn sf. í ársbyrjun 2011. Þau Páll og Steinunn taka laun sín og hagnað af vinnu starfsmanna sinna fyrir þrotabú bankans í gegnum þetta samlagsfélag. Samlagsfélaga- formið hefur ýmsa kosti fram yfir einkahlutafélagaformið. Páll Eiríksson segir í samtali við DV að samlagsfélög séu þægileg- ur rekstrarmáti fyrir sérfræðinga. „Það er bara þægilegri rekstrarmáti þegar fáir eru um. En á móti kem- ur að þá bera menn persónulega ábyrgð á félaginu ef illa fer.“ Orð Páls má til sanns vegar færa þegar litið er til aukinna vin- sælda samlagsfélaga á Íslandi eft- ir hrunið 2008. Sem dæmi má nefna að á fyrstu þremur ársfjórð- ungum ársins 2009 voru stofn- uð 59 samlagsfélög hér á landi en 358 á sama tíma árið eftir. Íslensk- ir rekstraraðilar hafa því auknum mæli byrjað að notast við slík félög eftir hrunið. Reikningar upp á hundruð milljóna Í síðustu viku var greint frá því í fjöl- miðlum að á síðustu þremur árum hefðu greiðslur frá þrotabúi Glitn- is til fyrirtækis Páls og Steinunnar vegna vinnu fimm fulltrúa á þeirra vegum fyrir búið numið 287,7 millj- ónum króna. Fyrirtæki Steinunnar og Páls hafa á sama tíma fengið 552 milljónir króna greiddar frá þrota- búinu vegna vinnu þeirra tveggja á síðastliðnum þremur árum. Þessar 552 milljónir eru aðeins vegna vinnu þeirra tveggja fyrir hönd þrotabús- ins. Samanlagt nema þessar greiðsl- ur til fyrirtækis Steinunnar og Páls um 840 milljónum króna á síðast- liðnum þremur árum en þá á eftir að draga laun og launatengd gjöld full- trúanna fimm sem vinna fyrir þau frá upphæðinni. Ársreikningar Borgarlögmanna sf. eru hins vegar ekki opinberir þar sem um er að ræða samlagsfélag þó svo að þessar upplýsingar hafi komist í opinbera umræðu fyrir til- stilli kröfuhafa Glitnis sem fannst launagreiðslur til Páls og Steinunn- ar ískyggilega háar. Þess vegna er ekki hægt að komast opinberlega yfir upplýsingar um rekstur slíkra félaga. Meiri leynd og lægri skattar Meðal þess sem heimildarmenn DV segja um kosti samlagsfélagaforms- ins fram yfir einkahlutafélagsform- ið er að fyrrnefndu félögin þurfi ekki að skila ársreikningum til opinberr- ar birtingar. Þá þurfa samlagsfélög- in ekki að fara eftir eins ströngum reglum um útgreiðslu arðs og einka- hlutafélögin og er meira í sjálfsvald sett hvernig arðgreiðslum er hátt- að. Einnig eru lægri skattgreiðslur af hagnaði slíkra samlagsfélaga en einkahlutafélaga. Á móti kemur að eigendur samlagsfélagsins eru sjálfir ábyrgir fyrir rekstri félagsins ef illa fer og þurfa því að standa skil á skuld- bindingum þess ef til þess kemur. Þessu er öðruvísi háttað með einka- hlutafélögin þar sem það form fel- ur ekki nauðsynlega í sér að eigend- ur eða forsvarsmenn félagsins séu ábyrgir fyrir skuldum þess þó svo að lánveitendur kunni að óska eftir persónulegum ábyrgðum vegna lán- anna. Einn af heimildarmönnum DV segir hins vegar um þetta at- riði að stundum sé það þannig að einkahlutafélag sé látið bera ótak- markaða ábyrgð á skuldbinding- um samlagsfélagsins. Þá er aftur enginn tiltekinn einstaklingur sem ber persónulega ábyrgð á skuld- bindingum félagsins. „Félagsform- ið er þannig uppbyggt að það er að minnsta kosti einn aðili sem ber ótakmarkaða ábyrgð, og einn að- ili sem ber takmarkaða ábyrgð á félaginu. Svo er fyrirkomulagið yf- irleitt þannig að aðilinn sem ber ótakmarkaða ábyrgð er einkahluta- félag. Þá er enginn einstaklingur sem ber persónulega ábyrgð.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Meiri leynd, lægri skattgreiðslur og meira svigrúm í samlagsfélögum„En á móti kemur að þá bera menn persónulega ábyrgð á fé- laginu ef illa fer. Kostir samlagsfélaga Kostir samlagsfélaga, eins og þess sem Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir hafa stofnað utan um launagreiðslur sínar frá Glitni, eru ýmsir. Til að mynda meiri leynd um starfsemina, lægri skattgreiðslur og meira svigrúm til arðgreiðslna. Undirrituðu Nordic Built- sáttmála Innanríkisráðherra undirritaði á þriðjudag Nordic Built-sáttmálann ásamt fulltrúum hönnunarteym- isins sem vinnur að hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Nordic Built er samvinnuverkefni sem hvetur til þróunar samkeppn- ishæfra lausna í vistvænni mann- virkjagerð. Ákveðið hefur verið að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði vott- að samkvæmt alþjóðlega um- hverfisvottunarkerfinu BEEAM og fellur það því sérstaklega vel að öllum tíu meginreglum Nordic Built-sáttmálans. Með þeirri hugmyndafræði er við sköpun á manngerðu umhverfi leitast við að auka lífsgæði, nýta sjálfbærni, staðbundnar auðlindir og byggja á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best. Nordic Built- verk efnið er eitt af sex svonefnd- um kyndilverkefnum sem stofnað var til í tengslum við mótun nýrrar stefnu um samvinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum, með áherslu á grænan vöxt, sem norrænu við- skipta- og iðnaðarráðherrarnir samþykktu í október 2011. Stuðningur við aðstandendur Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, mun í haust vera með margvíslegan stuðn- ing við aðstandendur sem misst hafa einhvern náinn í sjálfsvígi. „Hvert sjálfsvíg skilur oft stóran hóp fólks eftir í sárum og það tekur nánustu aðstandendur undantekningarlaust langan tíma að vinna úr sorginni,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fimmtudaginn 4. október verð- ur fræðslufyrirlestur um sjálfs- víg í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Húsið verður opnað klukkan 19. Í kjölfarið, eða 11. október, fer af stað stuðnings- hópur fyrir aðstandendur sem verður vikulega á mánudögum kl. 20 í Fella- og Hólakirkju. Þá verður opið hús fyrir þau sem lifa við missi vegna sjálfsvígs mánaðarlega á þriðjudögum kl. 20 í Breiðholtskirkju. Með fíkniefni í klefanum Fangi á Litla-Hrauni var á föstu- daginn fundinn sekur í Héraðs- dómi Suðurlands af ákæru um að hafa haft fíkniefni falin í fanga- klefa sínum. Í lok ágúst í fyrra var leitað í klefa hans vegna þess að hann var undir augljósum áhrif- um fíkniefna. Þá fannst á hon- um bréf með „tóbaksmalli“ og í klefa hans fíkniefnamoli í svörtum sokk sem troðið hafði verið ofan í raksápubrúsa. Maðurinn bar við minnisleysi sem hann sagði stafa af inntöku á rússnesku dufti. Fanginn var sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna en um var að ræða hegn- ingarauka en brotið var framið fyr- ir uppkvaðningu annarra dóma. Var ekki talið að brotið hefði leitt til þyngri refsingar og var honum því ekki gerð sérstök refsing. Margir hafa skoðun Bæði nemendur og foreldrar höfðu samband við DV í kjölfar um- fjöllunar. Ljóst er að upplifun nemenda innan skólans er mjög misjöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.