Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Side 12
12 Erlent 3. október 2012 Miðvikudagur
Jarðbundnir milljarðamæringar
n Unnu milljarða í lottói í sumar n Fögnuðu með Domino‘s-pítsu
Þ
rátt fyrir að vera í hópi lang
ríkasta fólks Bretlands hafa
hjónin Adrian og Gillian Bay
ford vakið mikla athygli fyrir
sparsemi sína. Hjónin urðu milljarða
mæringar á einni nóttu í ágúst síðast
liðnum þegar þau unnu 148 milljónir
punda, eða rúma 29 milljarða króna, í
Euromillionslottóinu.
Þó svo að hjónin þurfi í raun aldrei
að vinna fyrir sér framar vinnur Adrian
ennþá í hljóðfæraverslun og eiginkon
an Gillian er ennþá í vinnu á Adden
brooke‘ssjúkrahúsinu í Cambridge.
Þegar þau unnu þann stóra ákváðu
þau að fagna með tveimur börnum
sínum, fjögurra og sex ára, með því
að panta sér Domino‘spítsu. Þá buðu
þau foreldrum Gillian í nokkurra daga
ferð til Skotlands þar sem flogið var
með EasyJet í stað þess að fara í lúxus
ferð til sólarlanda.
Hjónin ákváðu þó að gera vel við sig
á dögunum, ef svo má segja, með því
að kaupa sér splunkunýja bifreið. Eftir
að þau unnu stóra vinninginn sagði
Gillian að hana dreymdi um að eignast
nýjustu gerðina af Audi Q7 sem kostar
um 12 milljónir króna. Í staðinn fyrir
að láta þann draum verða að veruleika
ákváðu hjónin að fara örlítið ódýrari
leið og keyptu sér fjórhjóladrifinn Ford
Kuga sem kostaði 3,5 milljónir króna.
Lottóvinningurinn sem þau
unnu í ágúst er sá næststærsti í sögu
Euromillionslottósins. Samkvæmt
úttekt The Sunday Times eru Adrian
og Gillian í hópi rúmlega 500 ríkustu
einstaklinga Bretlands. Þau eiga álíka
mikla fjármuni og kokkurinn Jamie
Oliver og tónlistarmennirnir Eric
Clapton og Sir Tom Jones. n
Forseti með
krabbamein
Juan Manuel Santos, forseti Kól
umbíu, hefur verið greindur með
krabbamein í blöðruhálskirtli og
mun gangast undir aðgerð í dag,
miðvikudag. Santos, sem er 61
árs, segir við fjölmiðla að hann sé
heppinn að því leyti að krabba
meinið uppgötvaðist snemma.
Hefur hann eftir læknum að bata
horfur hans séu 97 prósent. „Með
vilja Guðs verður þetta aðeins ein
af þeim litlu áskorunum sem allir
þurfa að takast á í lífi sínu,“ segir
forsetinn. Santos hefur verið for
seti Kólumbíu frá árinu 2010.
Vilja banna
spilakassa
Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa
lagt til að spilakassar verði bann
aðir á pöbbum og kaffihúsum
í landinu í viðleitni sinni til að
sporna gegn spilafíkn. Verði frum
varpið að lögum verða spilakassar
einungis leyfðir í spilavítum sem
hafa sérstakt leyfi til veðmálastarf
semi. Í frumvarpinu kemur fram
að það sé trú yfirvalda að Ung
verjar – sér í lagi fátækir Ungverjar
– eyði of miklum peningum í
spilakassa.
Verði frumvarpið að lögum
þýðir það að stjórnvöld verða af
töluverðum skatttekjum, eða tæp
lega 17 milljörðum króna á ári.
Stefna yfirvöld á að ná þeirri upp
hæð til baka með því að skatt
leggja veðmálastarfsemi á netinu.
Þekkir þú
manninn?
Pólska lögreglan mátti þola tölu
verða gagnrýni á dögunum
þegar hún leitaði til almennings
vegna bankaráns sem framið var
í landinu. Ákvað hún að birta
mynd af meintum höfuðpaur
málsins. Lögregla fékk hins vegar
ekki margar vísbendingar enda
var ræninginn með lambhús
hettu yfir andlitinu og sáust að
eins augu hans. Og til að bíta höf
uðið af skömminni birti lögregla
einnig nafnið á lykilvitni í málinu.
„Ræninginn var með lambhús
hettu á sér og við höfðum ekkert
annað til að byggja á,“ segir Tom
asz Stawarski, talsmaður lögreglu.
Lögregla biðlaði til fjölmiðla að
birta ekki nafnið á vitninu í mál
inu. „Þetta voru stór mistök,“ segir
Stawarski og bætir við að vitnið sé
nú undir verndarvæng lögreglu. Ekkert bruðl Þrátt fyrir að eiga fulla vasa fjár hugsa hjónin vel um í hvað peningarnir fara.
Þ
rátt fyrir efnahagslægðina
sem gengið hefur yfir
heimsbyggðina síðustu
ár eru eigendur og stjórn
endur vogunarsjóða í góð
um málum. Af 400 ríkustu Banda
ríkjamönnunum hefur 31 auðgast
í gegnum vogunarsjóði. Hlutfallið
hefur aldrei áður verið jafnhátt.
George Soros, maðurinn sem lagði
grunninn að vogunarviðskiptum, er
á níræðisaldri og hefur sest í helgan
stein. Þótt vogunarsjóði hans, Soros
Fund Management, hafi verið breytt
í fjölskyldufyrirtæki er hann ennþá
vellauðugur. Hann er efstur á listan
um yfir þá sem hafa auðgast í gegn
um vogunarsjóði og nema eignir
hans 19 milljörðum dollara, 2.360
milljörðum króna. Soros er einna
þekktastur fyrir að hafa hagnast
gríðarlega á afleiðuviðskiptum árið
1992 þegar hann tók stöðu gegn
breska pundinu. Upp frá því hefur
hann oft verið kallaður „maður
inn sem felldi pundið“. Bandaríska
tímaritið Forbes birti á dögunum
lista yfir ríkustu eigendur vogunar
sjóða í Bandaríkjunum.
76 ára í fullu fjöri
Carl Icahn, sem er 76 ára, er í öðru
sæti og er hann ennþá í fullu fjöri.
Vogunarsjóður hans, Icahn & Co,
var sá sjóður sem skilaði einna
mestum hagnaði í fyrra og virðist
hafa haldið sínu striki, ekki síst
vegna stöðutöku gagnvart fyrir
tækjunum Amylin, Hain Celestian
og El Paso Energy. Hrein eign Carls
Icahn nemur um það bil 15 millj
örðum dollara, 1.860 milljörðum
króna.
Á eftir honum fylgir James
Simons sem sagði upp störfum
hjá vogunarsjóðnum Renaissance
Technologies árið 2010. Hann
skiptir sér þó enn af rekstri fyrir
tækisins og uppsker ríkulega.
John Paulson á álíka miklar
eignir og James Simons, eða um 11
milljarða dollara, 1.360 milljarða
króna. Paulson má muna sinn fífil
fegri enda hefur sjóður hans, Paul
son & Co, tapað gríðarlegum fjár
hæðum síðustu tvö árin.
Konungur vogunarsjóðanna
Ray Dalio er konungur vogunar
sjóðanna í dag, enda stýrir hann
stærsta vogunarsjóði í heimi,
Bridgewater Associates. Eignir
sjóðsins eru metnar á 130 millj
arða dala. Fyrirtækið hagnaðist
gífurlega í fyrra en talsvert minna
í ár. Í kjölfarið hefur Dalio, sem er
63 ára, selt starfsmönnum og við
skiptavinum fyrirtækisins hluti í
því. Ef allt gengur að óskum munu
nýjar 750 milljóna dala höfuð
stöðvar rísa undir fyrirtækið fyrir
árið 2017 og fjöldi starfsmanna
tvöfaldast. Á listanum er einnig að
finna Steve Cohen sem metinn er
á 8,8 milljarða dala, rétt rúmlega
þúsund milljarða króna.
1 George Soros Eignir: 19 milljarðar dala
(2.360 milljarðar króna)
Soros settist í helgan stein í fyrra
og breytti vogunarsjóði sínum í
fjölskyldufyrir tæki. Soros fæddist
og ólst upp í Búdapest á þeim tíma
þegar nasistar hernámu Ungverja
land. Hann nam í The London
School of Economics og stofn
aði fyrirtæki sitt, Quantum Fund
Management, árið 1969. Hann hef
ur sterkar skoðanir á efnahagsmál
um og hefur til að mynda enga trú á
evrunni. Frá árinu 1979 hefur Soros
gefið 8,5 milljarða dala til góðgerða
mála og menntastofnana. Hann er 82
ára og er trúlofaður Tamiku Bolton
sem er 40 árum yngri.
2 Carl Icahn Eignir: 14,8 milljarðar dala
(1.860 milljarðar króna)
Þó að Ichan sé orðinn 76 ára er hann
hvergi nærri sestur í helgan stein. Fyr
irtæki hans var eitt það öflugasta á
síðasta ári og hefur haldið vexti sínum
áfram þökk sé góðum ákvörðunum í
fjárfestingum í orkufyrirtækjum.
3 James Simons Eignir: 11 milljarðar dala
(1.360 milljarðar króna)
Simons hætti sem stjórnandi sjóðs
síns, Renaissance Technologies, árið
2010. Þrátt fyrir að vera orðinn 74
ára leikur hann enn mikilvægt hlut
verk hjá fyrirtækinu sem hefur vaxið
nokkuð undanfarin misseri. Simons
er stærðfræðingur að mennt og var
dulmálssérfræðingur hjá banda
ríska utanríkisráðuneytinu þegar Ví
etnamstríðið stóð yfir. Hann hætti
þar til að taka við starfi hjá SUNY
Stony Brook og stofnaði Renaissance
Technologies árið 1982.
4 4. John Paulson Eignir: 11 milljarðar dala
(1.360 milljarðar króna)
Paulson hefur ekki verið í miklu
stuði undanfarin misseri og hafa
Moka inn seðluM
á vogunarsjóðuM
n 10 ríkustu eigendur vogunarsjóða í Bandaríkjunum n Eiga allir eignir upp á hundruð milljarða króna
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is