Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Side 14
Sandkorn E f maður vill drepa annan mann á Íslandi þá getur hann það. Jafn­ vel þó drápið væri augljóst lög­ brot og siðabrot – þú skalt ekki mann deyða – þá gæti mað­ urinn náð markmiði sínu og myrt. Ef maðurinn nær að drepa annan þá sýnir það ekki fram á að lögin og siðferðis­ reglurnar sem gilda í samfélagi hans séu gallaðar. Nei, morð mannsins sýnir ekki fram á formgalla í lögunum og siða­ boðunum heldur aðeins það að maður­ inn hafi brotið af sér; hann getur verið breyskur, hamslaus, vitstola eða jafnvel keyrður áfram af réttlátri reiði. Fyrir skömmu átti ég áhugavert spjall við íslenskan athafnamann. Hann gagnrýndi fréttaflutning DV af afskriftum fjármálafyrirtækja á skuld­ um eignarhaldsfélaga kaupsýslumanna eftir hrunið 2008. Inntakið í orðum fjárfestisins var að ekki væri hægt að gagnrýna þessar afskriftir nema ráð­ ast fyrst að hlutafélagaforminu sjálfu. Þá taldi hann að aldrei mætti samsama eiganda einkahlutafélags félaginu sjálfu, líkt og DV gerði til dæmis fyrir stuttu þar sem sagt var frá því að Glitnir og Baugur hefðu afskrifað 20 milljarða af skuldum eignarhaldsfélags Ingibjargar Pálma­ dóttur. Lykilatriði hlutafélagaformsins er að fjárfestar þurfa ekki nauðsynlega að bera 100 prósent persónulega ábyrgð á skuldbindingum félaga sem þeir eiga. Útfærsluatriði er hverju sinni, á milli lánveitanda og lántaka, hversu mikla persónulega ábyrgð fjárfestarnir bera – ef einhverja. Þar af leiðandi geti þeir því lagt út í fjárfestingar, sem annað hvort skila hagnaði eða ekki, án þess að eiga á hættu að verða gjaldþrota persónu­ lega ef viðskiptin ganga ekki upp. Fjár­ festirinn sagði að sá sem teldi réttmætt að gagnrýna þessar lánveitingar til eignarhaldsfélaganna þyrfti þá fyrst að sýna fram á að hlutafélagaformið væri órökrétt form við stofnun og rekstur fyrir tækja og félaga í áhættusömum rekstri. „Hlutafélagaformið hefur fært vestrænum samfélögum þvílíka hag­ sæld á síðustu hundrað árum eða svo,“ sagði athafnamaðurinn. Ef fjárfestirinn hefði rétt fyrir sér væri stór hluti umræðunnar um íslenska efnahagshrunið á villigötum. Þeir sem vildu gagnrýna lánveitingar íslensku bankanna til stærstu eigenda sinna, FL Group, Baugs, Björgólfsfeðga, Bakka­ bræðra, Ólafs Ólafssonar og fleiri, ættu því að beina röddum sínum að hluta­ félagaforminu sjálfu en ekki misnotk­ un þeirra sjálfra á hlutafélagaforminu. Þannig mætti rekja hluta bankahruns­ ins til formgalla í hlutafélagalögum. Þeir sem mótuðu hlutafélagaform­ ið hafa örugglega ekki verið með það í huga að lánveitendur og lántakendur ættu að sitja báðum megin við borðið í lánaviðskiptum banka og fyrirtækja, að þeir gætu því búið þannig um hnútana að áhætta lántakandans væri lítil sem engin ef tap yrði á viðskiptunum. Slík­ ar feyrur eru aldrei formlegur hluti af kerfum heldur frávik frá reglum þeirra. Þetta átti til dæmis við í áðurnefndum viðskiptum Ingibjargar Pálmadóttur og Glitnis og Baugs, félögum sem Jón Ásgeir, eiginmaður hennar, átti og stýrði. Sá sem vill stilla umræðunni um ís­ lenska bankahrunið upp með þeim hætti að ráðast þurfi fyrst að hluta­ félagaforminu sjálfu til að gagnrýna glórulausar lánveitingar án haldbærra veða til eigenda bankanna og viðskipta­ félaga þeirra þyrfti því fyrst að sýna fram á að þessi lán hafi ekki brotið gegn eðlilegri framfylgd hlutafélagalaga og grundvallaratriðum í heilbrigðri banka­ starfsemi. Sönnunarbyrðin fyrir orðum athafnamannsins hvílir því á honum og hans líkum. Við vitum sem er að slík röksemdafærsla gæti reynst snúin: Sannanirnar fyrir misnotkuninni á lög­ um um bankastarfsemi og fyrirtækja­ og félagarekstur eru svo ótalmargar, líkt og lesa má um í skýrslu rannsóknarnefnd­ ar Alþingis og sjá í útgefnum ákærum sérstaks saksóknara. Misnotkun íslenskra athafnamanna á hlutafélagalögunum sýnir því ekki fram á formgalla í þeim lögum – nema ef vera skyldi að lögin ættu að girða betur fyrir lánveitingar nema gegn ein­ hverjum tilteknum lágmarksveðum eða persónulegum ábyrgðum. Mis­ notkunin sýndi aftur á móti að kaup­ sýslumennirnir voru breyskir, gráðugir, gírugir; keyrðir áfram af gegndar­ lausri girnd í meiri peninga, meiri fjár­ festingar, meiri völd. Misnotkunin sýnir því fram á brot mannanna, breysk­ leika þeirra, en ekki formgalla hluta­ félagalaga. Athafnamaðurinn hafði því kannski rétt fyrir sér að einu leyti þrátt fyrir allt: Ef hlutafélagaformið hefur getið af sér hagsæld í vestrænum sam­ félögum er þeim mun mikilvægara að standa vörð um það og misnota það ekki gróflega líkt og gert var hér á á landi í stórum stíl fyrir hrun. Tómarúm n Nokkurt tómarúm er í Samfylkingunni eftir að Jó- hanna Sigurðardóttir tilkynnti um brotthvarf sitt úr stjórn­ málum. Árni Páll Árnason er líklegur eftir að hann snéri baki við Kennedy­lúkkinu, fór í lopapeysu, og lét sér vaxa skegg. Hans árangur ræðst þó af því hvort honum tekst að verja vígi sitt í Krag­ anum og standast áhlaup Katrínar Júlíusdóttur fjár­ málaráðherra sem gerir til­ kall til oddvitasætis. Ef hún sigrar styttist í formanns­ stólinn. Bakland Dags n Varaformaðurinn, Dagur B. Eggertsson, er ekki á þeim buxunum að bjóða sig fram til formanns. Eyjan.is sagði frá því að hann væri í borg­ armálunum af lífi og sál og hygðist ekki breyta til. Ekki er ólíklegt að Dagur hafi les­ ið það úr baklandi sínu að hann ætti engan möguleika eftir að hafa gert Jón Gnarr að borgarstjóra. Það hefur undanfarið ekki verið ávísun á frama að vera varaformað­ ur Samfylkingar. Þar er nær­ tækt að skoða feril Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var sniðgenginn af öðrum for­ ystumönnum og hvarf. Vinur Gulla n Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður er kominn á fulla ferð í baráttu sinni fyrir öflugu endurkjöri. Helsti tals­ maður hans er stjörnu­ lögmaður­ inn Sveinn Andri Sveins- son. Sá mætti í Silfur Egils um helgina og talaði þar máli Guðlaugs Þórs. Óljóst er hvort það liðsinni dugi til þess að sjálfstæðismenn gleymi styrkjunum og álykt­ un landsfundar og endurnýi umboð þingmannsins. Sonur Einars Odds n Á meðal þeirra sem hyggja á pólitískan frama innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er Teitur Björn Einarsson lögfræðing­ ur. Teitur, sem tekur slaginn um sæti á lista, hefur starfað lengi innan flokksins og er sanntrúað­ ur Sjálfstæðismaður. Hann mun örugglega njóta góðs af því að vera sonur Einars Odds Kristjánssonar, þing­ mannsins heitins, sem naut virðingar innan þings og utan. Þá skemmir ekki fyrir að Teitur er mágur Ill- uga Gunnarssonar alþingis­ manns. Víst er að þeir munu snúa bökum saman. Þetta er bara ofbeldi Það var ekki svo gott Móðir unglings í Hagaskóla segir skólann ekki taka á agavanda. – DV Birgir Hilmarsson vonast til þess að fá að hitta Harry Bretaprins næst þegar þeir vinna saman. – DV Misnotkun er ekki formgalli„Hlutafélagaformið hefur fært vestræn- um samfélögum þvílíka hagsæld á síðustu hundrað árum eða svo Þ að er mér mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi notað svigrúm við gerð fjárlagafrumvarpsins til þess að hækka barnabæturnar á nýjan leik. Hækkun barnabóta, sem skertar hafa verið mörg undanfarin ár, er rakin leið velferðarþjóðfélags til þess að létta undir með ungum barnafjöl­ skyldum. Það er leið sem hittir beint í mark; hartnær 11 milljörðum króna af skatttekjum ríkissjóðs er með þeim hætti endurdreift til ungra fjölskyldna sem af brýnni nauðsyn þurfa að stofna til mikilla húsnæðisskulda um leið og framfærsla vegna barna og barnaupp­ eldis þyngist. Barnabætur, rétt eins og vaxtabætur, eru hluti af velferðarþjóðfélaginu sem við viljum byggja. Þær hamla gegn ójöfnuði um leið og efnaminna fólk og barnafjölskyldur njóta meira fjár­ hagslegs frelsis og öryggis en ella væri. Fleira kemur til. Börnum hefur fjölg­ að óvenju mikið eftir hrun og það er gott að standa fyrir stefnu sem færir stækkandi hópi foreldra betra fjár­ hagslegt öryggi. Þá má einnig nefna að höfundar nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Há­ skóla Íslands telja að ráðstafanir til að draga úr ójöfnuði – og stuðningur við barnafjölskyldur og neðri tekjuhópana – örvi hagkerfið. „Tilgáta okkar er að vernd lægri tekjuhópa og endurdreifing velferðarútgjalda og byrða á Íslandi hafi haft mikla þýðingu fyrir viðhald einkaneyslu og skárra atvinnustigs en hjá öðrum kreppuþjóðum. Lægri tekju­ hópar eyða stærri hluta tekna sinna til neyslu og með vernd þeirra er hærra neyslustigi (og þar með hærra at­ vinnustigi) viðhaldið.“ Réttindi eða bónbjargir? Það kemur mér því spánskt fyrir sjónir þegar einkum sjálfstæðismenn finna stefnumiðum og úrræðum velferðar­ stjórnmála allt til foráttu. Úr einni átt kemur Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og segir í blaðinu Reykjanesi 20. september síðastliðinn: „Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða ná­ ungakærleikann.“ Þetta er einkennilegur skilningur bæjarstjórans og minnir á sjónarmið ríkra repúblikana í Bandaríkjunum. Vill hann til dæmis að slitastjórnarmenn með 35.000 krónur á tímann geti skap­ að sér orðstír höfðingsskapar og velvild­ ar með því að rétta fátækum fé af efnum sínum og að eigin geðþótta? Að aldraðir eða fátækir þiggi ölmusu af fólki með slíkar ofurtekjur frekar en að þeir öðlist lögbundinn rétt í siðuðu samfélagi þar sem mannréttindi eru í heiðri höfð? Úr annarri átt kemur Bjarni Bene­ diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og flokksbróðir Árna, og fullyrðir á síð­ um Morgunblaðsins að byrðar af tekju­ skatti hafi þyngst í öllum tekjuhópum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessar fráleitu fullyrðingar hans hafa verið hraktar. Þær byggjast á alvarleg­ um yfirsjónum við útreikninga og sam­ anburð við árið 2007. Þar var meðal annars ekkert tillit tekið til endanlegrar skattbyrði að teknu tilliti til bóta af ýms­ um toga sem koma með kerfisbundn­ um hætti tekjulágum hópum til góða. Bæturnar, réttindin og kjörin Eitt síðasta verk mitt í byrjun vikunnar sem fjármála­ og efnahagsráðherra var að tilkynna allt að 30 prósenta hækkun barnabótanna og breyttar úthlutunar­ reglur. Þá brá svo við að Elín Björg Jóns­ dóttir, formaður BSRB, kom úr enn annarri átt og benti á það í fréttum RÚV að hækkunin dygði ekki til að mæta skerðingum sem orðið hafa frá árinu 2008. Þrátt fyrir hækkun hafi þær samt „rýrnað um 7,6% fyrir einstæða foreldra í sömu stöðu og 2,8% hjá sambýlisfólki“. Við Elín Björk deilum ekki um mik­ ilvægi þess að hækka barnabæturnar á ný. „Vissulega er það fagnaðarefni að verið sé að hækka upphæðir og draga úr tekjuskerðingu barnabóta,“ segir hún meðal annars á vefsíðu BSRB. Ég trúi því að við Elín Björk séum fyllilega sammála um að liður í því að bæta kjör og fjárhagslegt öryggi margra ungra félagsmanna í BSRB felist í hækk­ un barnabóta. Það eru vitanlega jafn mikil tíðindi að ákveðið sé að styrkja barnabótakerfið við erfiðar aðstæður í ríkisrekstrinum eins og að skerða það vísvitandi yfir langan tíma líkt og gert var á árunum 1996 til 2004 eins og Stef­ án Ólafsson prófessor hefur bent á. Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar og fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra. Réttur barnafólks – ekki ölmusa Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 3. október 2012 Miðvikudagur „Vill hann til dæmis að slitastjórnarmenn með 35.000 krónur á tím- ann geti skapað sér orðstír höfðingsskapar og velvildar með því að rétta fátækum fé af efnum sínum og að eigin geðþótta? Kjallari Oddný Harðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.