Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 16
16 Neytendur 3. október 2012 Miðvikudagur
Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr.
Algengt verð 257,2 kr. 260,4 kr.
Höfuðborgarsv. 257,1 kr. 260,3 kr.
Algengt verð 257,4 kr. 260,6 kr.
Algengt verð 259,6 kr. 260,6 kr.
Melabraut 257,2 kr. 260,4 kr.
Eldsneytisverð dd. mmm
Bensín Dísilolía
Frábær
þjónusta
n Lofið fá starfsmenn Hamborgara-
búllu Tómasar við Geirsgötu.
„Málavextir voru þeir að dóttir
mín pantaði tvö hamborgara tilboð
sem ég átti að taka á leið heim úr
vinnunni. Þegar á staðinn kom
könnuðust starfsmennirnir sem
voru glaðlegir ungir menn ekki við
neina pöntun og í ljós kom að dótt-
ir mín hafði fyrir mistök pantað á
Búllunni í Bankastræti. Þegar ég
ætlaði að þjóta af stað upp í Banka-
stræti buðust starfsmennirnir til
að hringja þangað og láta vita að
pöntunin yrði afgreidd hjá þeim ef
ég nennti að bíða í nokkrar mínútur
meðan þeir steiktu hamborgar-
ana. Þetta gerðu þeir með
bros á vör og án þess að
taka neitt aukagjald fyrir
ósótta pöntun í Banka-
stræti. Frábær þjón-
usta og við feng-
um nýsteikta
hamborgara,“
segir ánægður
viðskiptavinur.
Fékk ekki
aðstoð
n Lastið fær Dýraspítalinn í Víðidal
en hundaeigandi sendi eftirfarandi:
„Ég þurfti að hafa samband við
dýralækni nú um helgina þar sem
hundurinn minn hafði nýlega
farið í aðgerð og hafði rifið upp
saumana. Þar sem allir dýraspítalar
eru einkareknir hér á landi, ber
þeim ekki skylda til þess að aðstoða
mig ef hundurinn fór ekki í aðgerð
hjá þeim. Ég ákvað samt að prófa
að hafa samband því ég var með
mjög einfalda spurningu og fékk
samband við dýralækni á bakvakt
á Dýraspítalanum í Víðidal. Hann
spurði mig hvar hundurinn hefði
farið í aðgerð og þegar ég sagði
honum að það hafði ekki verið hjá
þeim, breyttist viðmót hans. Hann
var ekki tilbúin til þess að svara
því hvernig ég ætti að halda sárinu
hreinu yfir helgina eða þangað til
hann kæmist aftur í aðgerð til þess
að loka sárinu, heldur sagði mér að
hringja eitthvert annað, þar sem
þau kæmu þessu máli ekki við.“
DV leitaði viðbragða hjá Dýraspít-
alanum. „Allar dýralæknastofur á
höfuðborgarsvæðinu auglýsa bak-
vakt hjá sér og ber því
að sinna henni. Eðli-
legt er að sú dýra-
læknastofa sem
framkvæmt hefur
aðgerðina svari
spurningum við-
skiptavina sinna
og svari vaktsíma. Ef um
neyðartilvik er að ræða
sinnum við þeim að sjálf-
sögðu.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
Farsímar geta
skaðað heilann
n Varhugavert að halda því fram að farsímar hafi engin skaðleg áhrif
M
eð því að nota heyrnar-
tól eða handfrjálsan bún-
að á farsímana komum við
í veg fyrir þann skaða sem
þeir geta valdið. Þetta segir
Sanjay Gupta hjá CNN þar sem hann
fjallar um skaðleg áhrif farsímanotk-
unar á heila okkar og þá sér í lagi heila
barna. Gupta er taugaskurðlæknir,
lektor við Emory University School
of Medicin og aðstoðaryfirlækn-
ir á taugaskurðlækningadeild Grady
Memorial-sjúkrahússins í Atlanta í
Georgíu í Bandaríkjunum.
Farsíminn of ungur
Það hafa komið fram ýmsar kenn-
ingar um hvort farsímanotkun sé
hættuleg en þó nokkrar rannsóknir
hafa sýnt fram á að sú sé ekki raunin.
Þær rannsóknir hafa þó verið gagn-
rýndar og gengur sú gagnrýni helst
út á það að ekki sé liðinn nægilega
langur tími frá því að farsími komst í
almenna notkun. Gupta er sammála
þessu og segir reglulega notkun okk-
ar á farsímum hafa byrjað í kringum
1996 og það sé mikilvægt að hafa í
huga að til að fá marktækar niður-
stöður úr slíkum rannsóknum þurfi
lengri tími að líða en það geti tekið
nokkra áratugi. Það sé því varahuga-
vert að segja að farsímanotkun hafi
engin skaðleg áhrif á mannslíkamann
því það sé ekki vitað ennþá. Árið 2011
ákvað Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
að flokka farsíma með hugsanlegum
krabbameinsvöldum vegna geislunar
frá þeim og telur þá jafn varasama og
kaffi og klóróform.
Farsímar og geislun
Vísindamenn segja að það megi líkja
áhrifum geislunar frá farsíma á heil-
ann við það þegar egg sé eldað. Við
vitum þó ekki hve langan tíma það
tekur þar til við sjáum áhrif þess á
heilann. „Við vitum að fólk notar
farsíma meira en áður, að við erum
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Við vitum að
fólk notar
farsíma meira en áður
sífellt yngri þegar við byrjum að nota
þá og að margir eru útsettir fyrir geisl-
un frá þeim allan daginn. Það er þetta
sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“
segir Gupta.
Ráðleggingar framleiðenda
Gupta bendir á að fæstir lesi þær leið-
beiningar sem fylgi með nýjum sím-
um. Þar standi þó oftast að gott sé
að halda símanum um það bil 2,5
sentímetra frá eyranu. Það séu afar
fáir sem geri það en annar valkostur
sé að nota handfrjálsan búnað, svo
sem heyrnartól eða stilla símann á
hátalara. „Allar rannsóknir benda til
þess og lausnin er mjög einföld. Við
vitum ennþá ekki nógu mikið um
áhrifin og það væri slæmt að kom-
ast að því eftir 10 til 15 ár að farsímar
orsaki sannanlega krabbamein og að
við hefðum getað komið í veg fyrir
það.“
Geislunin er mismikil
Geislun frá símum er ekki alltaf sú
sama. Ef skilyrðin eru slæm þá þarf
síminn að vinna meira til að ná í
sendinn, hann notar meiri orku og
sendir frá sér meiri geislun. „Þegar
maður sér á símanum eða heyrir að
skilyrðin eru slæm ætti maður að
leggja símann frá sér,“ segir Gupta.
Hann bendir einnig á að börn séu
viðkvæmari fyrir geisluninni. „Heilar
þeirra eru viðkvæmari og höfuðkúpur
þeirra þynnri og því auðveldara fyrir
geislana að komast í gegn. Það er líka
mikilvægt að hafa í huga að við vorum
flest orðin fullorðin þegar við fórum
að nota símana. Þau hafa notað þá frá
unga aldri og gera alla ævi.“ Hann tel-
ur því mikilvægt að gera þær ráðstaf-
anir sem við getum í dag. n
Farsímanotkun – nokkur ráð
Á síðunni Environmental Working Group eru
gefin ráð um hvernig við ættum að umgangast
farsíma til að koma í veg fyrir geislun:
Notið heyrnartól og hátalara
Heyrnartól gefa frá sér mun minni geislun en
síminn sjálfur. Notið annaðhvort heyrnartól
með snúrum eða þráðlaus. Vísindamenn eru
ekki sammála um hvort sé hættuminna en
sum þráðlaus heyrnartól senda frá sér stöðuga
geislun, í litlum mæli. Það er því gott ráð að
taka þau úr eyrunum þegar þú ert ekki að tala í
símann. Með því kveikja á hátölurunum minnkar
þú geislun við höfuðið.
Haltu símanum frá höfðinu
Haltu símanum frá eyranu og líkamanum á
meðan þú talar í hann. Ef þú notar þráðlausan
búnað, ekki setja símann í vasann eða festa
hann á beltið. Settu hann frekar í veskið eða
leggðu hann hann á nálægan stað. Það þarf ekki
mikla fjarlægð til að minnka magn geislunar-
innar.
Sendu skilaboð í stað þess að tala
Síminn sendir minni geislun frá sér þegar skila-
boð eru skrifuð en þegar talað er í hann auk þess
sem hann í meiri fjarlægð frá höfðinu.
Notaðu símann þegar
skilyrðin eru góð
Þegar skilyrði eru slæm þarf síminn að
vinna meira til að ná sambandi við
sendinn. Reyndu því eftir fremsta
megni að tala einungis í símann
þegar skilyrðin eru góð. Rann-
sóknir sýna að geislunin eykst
til muna eftir því sem skilyrðin
eru lakari.
Takmarkaðu
símanotkun barna
Heilar ungra barna eru mun
viðkvæmari og geta tekið
við helmingi meiri geislun en heilar full-
orðinna. Það er því mikilvægt að takamarka
tíma barna í símanum og þar með áhrifin.
Sýna mælanleg áhrif
Vilhjálmur Ari Arason læknir fjallaði um rannsókn á skaðsemi
farsíma árið 2011 á bloggsíðu sinni. Hann segir að rannsóknin
fjalli um áhrif 50 mínútna notkunar farsíma á heilabörkinn,
nánar tiltekið sykurefnaskiptin sem séu aukin á þeim stað
þar sem rafgeislunin er mest undir símanum. Með rannsókn-
inni sé í fyrsta sinn sýnt með vísindalegri rannsókn að það
séu marktæk mælanleg áhrif á efnaskiptin í heilaberkinum
af völdum farsíma. Rannsóknin sýni mælanleg áhrif sem
hugsanlega geti valdið frekari breytingum í heilaberkinum
með endurtekinni mikilli notkun og sem styðji þá tilgátu um hugsanleg tengsl við hættu
á æxlismyndun síðar. Vilhjálmur bendir einnig á að það sé ekki síður þörf á að hafa
áhyggjur af hugsanlegum áhrifum á heilabörk barna og unglinga sem séu að taka mikl-
um þroskabreytingum, enda noti þau farsíma mikið og í vaxandi mæli. Hann segir að raf-
geislun farsíma sé mismunandi eftir tegundum og það hljóti að hafa áhrif á kaupendur.
Handfrjáls búnaður
Dregur úr geislun við
höfuð. MynD PHotos.coM