Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Page 11
Samsung Galaxy Mini 2 Nettur og þunnur en engu að síður með góða vinnslu og stóran, skarpan skjá. 32.990 kr. 3.090 kr. á mán.* Samsung Galaxy Ace II Ný útgáfa hins vinsæla Ace síma. Öflugur, með góðan skjá og myndavél. 49.990 kr. 4.590 kr. á mán.* Jólin eru komin hjá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is/jol *M .v. 1 2. m án uð i. Vi ð af bo rg un ar ve rð b æ tis t g re ið sl ug ja ld , 3 40 k r. á m án uð i. Jólapakki Vodafone Fylgir þessum símum og fleiri snjall tækjum hjá Vodafone. H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA Ónýtar skólplagnir geta skaðað heilsuna n Rottur geta leynst í veggjum húsa þar sem skolplagnir eru ónýtar Þ að koma nokkrum sinnum á ári upp svona tilvik. Þá hefur það stundum gerst að rottur eru komnar inn í hús, undir innréttingar og oft inn í milli- veggi,“ segir Stefán Ólason, fram- kvæmdastjóri Proline á Íslandi, sem sér um lagnaviðgerðir í húsum að- spurður hvort algengt sé að lagnir séu svo illar farnar í húsum að ástandið sé heilsuspillandi fyrir íbúa þess. DV fékk fregnir af húsi í Þing- holtunum í Reykjavík þar sem skolplagnir voru svo illa farnar að skolp var farið að leka inn í veggi í húsinu og hafi haft heilsuspillandi áhrif á íbúa þess. Rottur hafi verið komnar inn í veggi hússins og lagn- irnar ónýtar. Stefán segist ekki þekkja til tiltekins dæmis en það komi fyrir að þeir komi að húsum þar sem lagn- ir séu svo illa farnar að þær séu farn- ar að spilla heilsu fólks. Algengast sé það í eldri hverfum Reykjavíkur þar sem hús eru gömul og lagnir orðnar ónýtar. Gömul og brotin klóakrör eru helstu búsetuskilyrði fyrir rottur. Getur verið óheilsusamlegt „Fólk hefur veikst vegna afleiðinga af skemmdum skolplögnum. Myglu- sveppir hafa verið mikið í um- ræðunni undanfarið en þeir eru oft fylgifiskur ónýtra lagna. Það er mikið af bakteríum sem lifir í skolpi eðli málsins samkvæmt og í mörgum húsum þar sem skolplagnir eru lekar er húsnæðið mjög óheilsusamlegt,“ segir Stefán. „Fólk hefur bæði veikst af myglusvepp og afleiðingum hans. Oft er skolplykt og í sumum tilfellum verður fólk samdauna, það er oft mik- il fúkka- og rakalykt sem fylgir þessu.“ Komnar á tíma Skoplagnir í eldri hverfum Reykja- víkur eru margar hverjar komnar á tíma og Stefán segir að þar sem ekki sé búið að skipta um sé kom- inn tími á viðhald. „Reykjavík er að eldast og frárennslislagnir á höfuð- borgarsvæðinu eru líka að eldast hratt. Þetta fer oft mjög leynt þang- að til einhver alvarleg atvik eiga sér stað þar sem lagnir fara að gefa sig og þá gerist það mjög hratt. Það er vitað að í 101, þar sem ekki er búið að gera við, er viðgerðarþörf á skol- plögnum, sérstaklega undir húsum,“ segir hann. Fyrirbyggja skaðann Það getur kostað mikil fjárút- lát þegar þarf að skipta algjör- lega um lagnir í húsum. „40–45 ára gamlar steinlagnir eru komn- ar á viðhaldsstig en í flestum til- fellum hægt að fóðra. Þegar fólk býr í eldri húsum þá þarf það að láta kanna ástandið hjá sér lagn- irnar svo hægt sé að bregðast við áður en illa fer. Það eru þó nokk- ur dæmi sem við sjáum þar sem lagnir eru bara ónýtar og þar er ekki hægt að bjarga með fóðrun eins og við erum að gera. Þetta eru mjög kostnaðarsamar aðgerð- ir þar sem brjóta þarf upp gólf og veggi og endurleggja lagnir. Í flest- um tilfellum verður fólk að flytja út meðan á viðgerð stendur.“ n Fréttir 11Mánudagur 17. desember 2012 Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Fólk hefur veikst af afleiðinga af skemmdum skolplögnum. Heilsuspillandi Stefán segir hús þar sem skolplagn- ir eru ónýtar geta verið hættulegar heilsu fólks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.