Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Page 15
Ég segi mig […]
úr Samfylkingunni
Ég er
heppinn
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. – DV.is
Samviska – ráðgefandi eða bindandi?
1 Eftirsóknarverðasta kona heims Leikkonan Jennifer Lawrence,
sem er einna þekktust fyrir hlutverk
sitt í Hungurleikunum, hefur verið kosin
eftirsóknarverðasta kona heims.
2 „Í björtu báli“ vegna eineltis Akureyrarbær snupraður vegna
seinagangs varðandi eineltisvanda
innan slökkviliðsins.
3 Föndraði krans með kærast-anum Greta Salóme bjó til eigin
aðventukrans.
4 Með kúlu á höfði, mar á hálsi og skurð á hendi eftir gróft
lögregluofbeldi Maður, sem lög-
reglan á Suðurnesjum beitti harðræði,
fékk bætur frá ríkinu.
5 Starfsmaður kjötvinnslu stefnir Jamie Oliver
Fyrrverandi starfsmaður bandarískrar
kjötvinnslu hefur stefnt kokkinum
fyrir að kalla afurð vinnslunnar „bleikt
slím“.
Mest lesið á DV.is
S
vo að við séum öll nokkurn
veginn á sömu blaðsíðunni er
rétt að byrja á því að nefna að í
annarri útgáfu af Íslenskri orða
bók frá 1985 ritstýrðri af Árna Böðvars
syni er „samvisku“ lýst á þennan hátt:
„Siðgæðisvörður vitundarinnar;
rödd guðs í manninum; vitundin um
ranga eða rétta breytni eða um sam
ræmi eða misræmi athafna eða hugs
ana við gildandi siðareglur.“
Samviskan hefur sig kannski ekki
jafnmikið í frammi og áður fyrr, alla
vega ekki í rökræðu stjórnmálanna.
Það er heldur ekki hlaupið að því að
þekkja rödd samviskunnar frá öðrum
röddum sem kunna að hljóma inn
vortis í manneskjunni með allskonar
tilmæli og jafnvel fyrirskipanir án
þess að sýna persónuskilríki. Þetta
skiptir máli því að hér á landi eru al
þingismenn, hinir kjörnu fulltrúar,
auk stjórnarskrárinnar fyrst og síðast
bundnir af samvisku sinni þegar kem
ur að ákvarðanatöku. Samt fylgja
þessari reglu því miður engar leiðbein
ingar um hvernig megi forðast að rugla
saman hófstilltri rödd samviskunnar
og skrækri rödd geðþóttans.
Samviska þingmanna
Vangaveltur þessar um samviskuna
og stöðu hennar í nútímanum stafa af
því að á mínum vinnustað bregður svo
nú við að varla líður sá dagur að ekki
sé minnst á samviskuna – og þá eink
um í sambandi við hið nýja stjórnlaga
frumvarp. Og samhengið er gjarna að
viðkomandi geti ekki „samvisku sinn
ar vegna“ samþykkt hinar og þessar
greinar í stjórnlagafrumvarpinu og vilji
endilega hafa þær öðruvísi.
Enn fremur er klifað á því að þing
mönnum beri engin „lagaleg skylda“
til að taka nokkurt einasta mark á ný
afstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu
sem opinberaði þann þjóðarvilja að
þinginu yrði falið að afgreiða stjórn
lagafrumvarpið. Þessa augljósu stað
reynd hafa hámenntaðir stjórnmála
fræðingar sem fást við stjórnmál á
vísindalegum grundvelli fundið sig
knúna til að útskýra fyrir þingmönn
um sem skortir hina vísindalegu sýn á
starf sitt. Sem sé að ráðgefandi þjóðar
atkvæðagreiðsla sé ekki lögfræðilega
bindandi. Capisce??
Reyndar hefur ekki nokkur maður
mér vitanlega haldið því fram að „ráð
gefandi“ merki „bindandi“.
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla
er eina pottþétta aðferðin til að leiða í
ljós vilja þjóðarinnar sem vitanlega er
ekki „lögfræðilega“ bindandi heldur
„siðferðilega“.
Út úr þjóðaratkvæðagreiðslum og
yfirleitt öllum lýðræðislegum kosning
um má svo auðvitað snúa, til dæmis
á þann súrrealíska hátt að fullyrða að
alls ekki sé vísindalega sannað að þeir
sem greiddu atkvæði hafi greitt at
kvæði í samræmi við vilja þeirra sem
ekki greiddu atkvæði – og hananú.
Þjóðarvilji
Hvað svo sem líður þjóðaratkvæða
greiðslum og þjóðarvilja er hins vegar
ekkert sem skuldbindur kjörna full
trúa til að vera sammála þjóðinni í
öllum greinum og öllum hennar fjöl
breytileika. Það er eitt að lúta þjóðar
vilja og annað að vera honum sam
mála að öllu leyti. Það síðarnefnda er
yfirleitt spurning um smekk, skoðun
eða geðþótta og geðþótti og samviska
eru ekki sami hluturinn.
Geðþótti minn og smekkur gera
margar athugasemdir við stjórnlaga
frumvarpið. Samviska mín segir mér
að mér beri að virða vilja þjóðarinn
ar í stað þess að láta stjórnast af eigin
geðþótta.
Til þess að samviskan bannaði mér
að fara að þjóðarvilja í stjórnarskrár
málinu þyrftu hin nýju stjórnskipunar
lög að innihalda greinar brytu gróflega
í bága við viðtekið siðferði og gildismat
og ógnuðu lýðræðinu sem er grund
völlur okkar þjóðskipulags.
Samviskan muni aldrei taka í mál
að samþykkja lög sem til að mynda
fælu í sér að innleiða dauðarefs
ingu eða heimila pyntingar ellegar
skerðingu á kosningarrétti eða öðrum
mannréttindum. Og hún væri heldur
ekki til viðtals um takmörkun á trú
frelsi, tjáningarfrelsi eða skoðanafrelsi.
Sem betur fer er ekkert af slíku að
finna í hinni nýju stjórnarskrá.
Eflaust verður mjög fróðlegt og gef
andi í framtíðinni að fylgjast með því
hvernig akademískir vísinda og fræði
menn útlista í lengra og lengra máli
að orðin „ráðgefandi“ og „bindandi“
hafi ekki sömu merkingu „lögfræði
lega séð“.
Og ekki væri síður spennandi
að fá fram álit okkar bestu og fjöl
miðlavænstu fræðimanna á því hvort
samviskan sé lögfræðilega bindandi
fyrir stjórnmálamenn eða einungis
ráðgefandi eins og þjóðaratkvæða
greiðslur virðast vera þegar það hentar
samvisku af ákveðinni gerð?
Svellkaldur Frosið vatn hefur um aldir heillað unga sem aldna. Sú er raunin á Reykjavíkurtjörn þessa dagana enda hefur kári verið kaldur undanfarið. Vissast er þó að fara að
öllu með gát eins og parið á myndinni. Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera laus á svellinu, ef þannig má að orði komast. Mynd EyÞór ÁrnaSonMyndin
Umræða 15Mánudagur 17. desember 2012
Við erum
frábærar
Jóna Ósk Pétursdóttir skrifaði handbók um breytingaskeið kvenna. – DV Jóhannes Jónsson kaupmaður berst aftur við krabbamein. – DV.is
Kjallari
Þráinn Bertelsson
„Samviskan hefur sig kannski ekki jafn-
mikið í frammi og áður fyrr, allavega ekki í
rökræðu stjórnmálanna.
„María Birta
þú mátt fá
verslunina
okkar lánaða ef það gæti
hentað þér, er í Hafnarfirði
í Helluhrauni 10, ég gæti
mögulega reddað lager-
húsnæði líka :) Sendu mér
bara skilaboð ef þetta er
eitthvað sem gæti hent-
að.. Kveðja Frank.“
Frank Höybye fyrir hönd
verslunarinnar Slökkvitæki
ehf. við frétt um að Maríu
Birtu hafi verið gert að fara með
tilboðsmarkað sinn úr Kringlunni en
hún hafði fengið lánaða aðstöðu þar.
„Flott hjá þér
og átt heiður
skilið að segja
frá! Þar sem margir eru
að glíma við geðrask-
anir og glíma við eigin
fordóma og fordóma
annarra ert þú að hjálpa
mörgum með því tjá
þig. Tek ofan fyrir þér og
gangi þér vel!“
Eymundur Eymundsson var
ánægður með það að Högni
Egilsson, söngvari í Hjaltalín,
skyldi stíga fram og segja frá því að
hann væri með geðsjúkdóm.
„Prufum að
snúa þessari
frétt aðeins við
og segja sem svo að tveir
íslenskir pörupiltar fengu
drukkna mey til að afklæð-
ast og skoppa í nokkra
hringi....Hvernig skildu svo
kommentin hljóma?“
Þorsteinn Jónsson
undir frétt um tvær ungar
íslenskar konur sem
plötuðu erlendan ferðamann úr
fötunum og létu hann hlaupa hring
í kringum Stjórnarráðið og létu sig
hverfa með föt mannsins á meðan.
„Farið bara
að VINNA og
kaupið ykkur
íbúð eins og annað fólk.“
Sigurbjörn Halldórsson
undir frétt um listakonuna
Steinunni Guðlaugsdóttur
sem sagði í fyrsta skipti opinberlega
frá atviki sem var kært til ríkis-
saksóknara vegna hústökunnar á
Vatnsstíg 2009.
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
19
16
115
21