Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 8
8 | Fréttir 22. júní 2011 Miðvikudagur Landeigendur og sumarbústaða- eigendur í Mosfellsdal krefj- ast þess að heilbrigðiseftirlitið og bæjarstjórn Mosfellsbæjar grípi til aðgerða gegn Ásgeiri Péturs- syni eiganda minkaræktunarbús- ins Dalsbús ehf. í Helgardal. Í bréfi sem Bryndís Gunnlaugsdóttir lög- fræðingur landeigendanna sendi á helstu stjórnsýslustofnanir sem hafa með heilbrigðis- og umhverfis- mál að gera er þess krafist að „starf- semi minkabúsins verði stöðvuð í það minnsta á meðan unnið er að fullnægjandi frágangi.“ Landeigendurnir staðhæfa að mengun frá minkabúinu sé svo mikil að hún setji líf fólks og dýra á svæðinu í hættu. Þessu hafnar Ás- geir algjörlega. Hann segist raun- ar ekki hafa frétt af kvörtun næstu nágranna sinna fyrr en DV bar efni hennar undir hann. Beitarland liggi undir skemmdum Málið snýst um að minkabúið hefur verið starfrækt án tilskilinna leyfa síðan 4. apríl árið 2007 og meðal annars á þeim forsendum er þess krafist að búinu verði lokað. Ná- grannarnir segja læk sem renn- ur að hluta til um jörðina og einn- ig við sumarhúsaland fyrir neðan búið vera svo stórkostlega meng- aðan að hann sé hættulegur heilsu fólks. Minkabúið stendur uppi í fjallshlíð og fyrir neðan það eru meðal annars bújörð og sumarbú- staðabyggð. Flestir næstu nágrann- ar búsins hafa því tekið sig saman og krafist aðgerða. Nágrannarnir stað- hæfa einnig að beitarland fyrir hesta hafi orðið fyrir skemmdum vegna mengunar frá búinu. Ásgeir og aðr- ir starfsmenn Dalbús vísa ásök- ununum hins vegar á bug og telja að þeir séu að verða fyrir einelti af hálfu nágranna sinna og fullyrða að búið, þar sem á annan tug þúsunda hvolpa eru, hafi varið milljónum til að tryggja að minkabúið mengi ekki umhverfi sitt. Nágrannarnir telja hins vegar að hreinlætismál hjá minkabúinu séu í stórkostlegum ólestri og segja landeigendurnir í bréfinu að „eig- endur og starfsmenn Dalbús hafi með ámælisverðri umgengni sinni og ólögmætri losun og meðferð á bæði minkaskít og úrgangi úr fóður- eldhúsi stofnað heilsu mannfólks, sauðfés, hesta og annarra dýra á svæðinu í mikla hættu.“ Saurmengaður lækur Í bréfi Bryndísar er vísað í rann- sókn Matís á vatnsgæðum í Katla- gilslæk sem rennur á jörðinni og framhjá sumarhúsabyggð neðar í dalnum. Rannsókn Matís var gerð 19. maí síðastliðinn og samkvæmt henni mældust 48.000 saurgerl- ar í 100 millilítra sýni úr Katlagils- læk. Til þess að ástand vatns teljist fullnægjandi mega ekki vera 1.000 saurgerlar í slíku sýni. Í læknum var því magn saurgerla 48 sinnum yfir heilsuverndarmörkum. Á svæðinu sem lækurinn rennur um eru bæði hestar og kindur á beit auk þess sem sumarbústaðasvæði Kennarafélags Laugarnesskóla er við lækinn og þar eru börn oft að leik. Bréfið sem er dagsett 26. maí 2011 var sent á bæj- arstjórn Mosfellsbæjar, heilbrigðis- eftirlitið, umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun. Eigendur Dal- bús fréttu hins vegar ekki af kær- unni fyrr en eftir að DV spurði þá um málið. Án starfsleyfis Sem fyrr segir rann starfsleyfi Dal- bús út í apríl 2007 og hefur búið því starfað í leyfisleysi í rúm fjögur ár. Forsvarsmenn Dalbús sóttu um endurnýjun leyfis hjá Heilbrigðis- eftirliti Kjósarsvæðis í maí 2008. Málið var ekki tekið fyrir á fundi fyrr en í september 2009 þar sem árétt- að var að fylgigögn með umsókn um starfsleyfi hefðu ekki borist. Eftir- litið hefur ekki afgreitt umsóknina síðan þá og því er ljóst að búið er starfrækt án leyfis. Gerðar eru at- hugasemdir við að loðdýrabúið hafi fengið að starfa áfram án leyfis sér- staklega í ljósi þess að ítrekað hef- ur verið kvartað til Heilbrigðiseftir- lits Kjósarsvæðis vegna þess hvernig gengið er frá úrgangi á svæðinu, bæði frá minkabúinu og fóðurstöð búsins. Aðspurður um ástæður þess að minkabúið sé án starfsleyfis vísar Ásgeir ábyrgðinni af því yfir á aðra. Hann hafi sótt um leyfin en það sé ekki hans að svara fyrir það hvers vegna umsóknin hafi ekki verið af- greidd. Lögfræðingurinn vísar í afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Kjósar- svæðis frá því 14. ágúst 2009 þar sem kemur meðal annars fram að við skoðun heilbrigðisfulltrúa á svæð- inu hafi komið í ljós að seyru og úr- gangi úr safnþró hafi verið dælt up í haug utan við húsið. Úr haugnum hafi verið grafinn mjór skurður í átt að gilinu ofan við búið og mátti sjá seyruslóðina niður eftir öllu gilinu sem endaði við lækinn. Fyrir ofan þann stað var lækurinn hreinn en fyrir neðan þann stað voru hrúgur af seyru og eðju í botninum með til- heyrandi ólykt. Ásgeir segir hins vegar að börn hafi leikið sér í læknum í áratugi og aldrei orðið meint af. Í eitt skipti hafi reyndar orðið mengunarslys sem starfsfólk búsins hafi fúslega viður- kennt og reynt hafi verið að tryggja að það endurtæki sig ekki. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun „Landeigendurn- ir staðhæfa að mengun frá minkabúinu sé svo mikil að hún setji líf fólks og dýra á svæðinu í hættu. Þessu hafnar Ás- geir algjörlega. Nágrannar krefjast lokunar á minkabúi n Kvarta undan bónda í Mosfellsdal n Segja mengun frá minkabúi stofna lífi fólks í mikla hættu n Eigandi minkabúsins sakar nágranna sína um einelti n Kannast ekki við að menga umhverfi sitt Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Ásgeir Pétursson Eigandi minkabúsins fullyrðir að hann hafi varið umtalsverðum fjármunum til að tryggja að umhverfis- og mengunarmál séu í lagi hjá búinu. Mynd RóBERt REyniSSon dalbú Nágrannar deila hart á minkabúið og segja það menga nærliggjandi svæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.