Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Síða 12
„Traustur og styrkur sálusorgari og kennimaður,“ voru orð sem Karl Sig- urbjörnsson biskup notaði yfir for- vera sinn Ólaf Skúlason þann 29. desember 1999. Tilefnið var sjötugs- afmæli Ólafs en þrjú ár voru þá liðin frá því að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir og Dagbjört Guðmundsdóttir leituðu til Karls og sögðu honum söguna af því hvernig Ólafur braut á þeim kyn- ferðislega. „Hvorki fugl né fiskur“ Rannsóknarnefnd Kirkjuþings sagði að það hefðu verið mistök af hálfu Karls að taka á móti þeim og því hlut- verki að leita sátta fyrir þeirra hönd degi eftir að hann skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við Ólaf. Sér til varnar sagði Karl að kirkjuráðsmenn hefðu verið undir mikilli pressu og að yfirlýsingin hefði verið „hvorki fugl né fiskur“. Rannsóknarnefndin gat ekki fallist á þá túlkun hans að yfirlýsing- in hefði verið „almenn og hlutlæg í garð allra hlutaðeigandi“ og ástæðan var setningar á borð við: „Kirkjuráð harmar þær ásakanir sem bornar eru fram á hendur biskupi og eru alvar- leg atlaga að æru hans,“ og: „Kirkjuráð vottar biskupi Íslands dýpstu samúð og kærleika,“ sem geta ekki talist hlut- lægar. Þjónustuár Ólafs „tímar mikillar grósku“ Þremur árum eftir að Karl hlýddi á sögur þeirra Sigrúnar Pálínu og Dag- bjartar, sá sársaukann sem málið olli þeim og fjölskyldum þeirra og reyndi árangurslaust að leita sátta fyrir þeirra hönd, lofaði hann Ólaf hástert í afmælinu hans. Sagði meðal annars: „Þjónustuár hans á biskupsstóli voru tímar mikillar grósku kirkjustarfs,“ og þakkaði Karl honum fyrir hönd Þjóð- kirkjunnar fyrir þjónustu hans, leið- sögn og trúmennsku í þágu þjóðar og kirkju fyrr og síðar. „Glaðsinna og bjartsýnn atorku- maður“ Sagði hann einnig um Ólaf: „... glað- sinna og bjartsýnn atorkumaður, sem jafnan kann manna best að fagna góðu dögunum, en um leið traustur og styrkur sálusorgari og kennimað- ur.“ Og að gæfa Ólafs biskups væri að eiga frú Ebbu sér við hlið því „hlýja og birta, umhyggja og kærleikur fylgja henni jafnan. Samhent takast þau hjónin á við verkefni daganna, gleði og raunir, samstillt í öllum góðum vilja og verki. Gestrisin eru þau, höfð- ingleg heim að sækja. Við hjónin samfögnum þeim hjónum báðum á tímamótum. Og við mælum fyrir munn hinna mörgu sóknarbarna og samstarfsfólks fyrr og síðar er við biðjum þeim heilla og ríkulegrar blessunar. Við biðjum þess að þau geti horft með gleði og þökk yfir starfsferilinn sem að baki er og fundið virðingu, hlýju og kærleika okkar, og íslensku þjóðkirkjunnar allrar, fylgja sér til framtíðar.“ „Hún var útgrátin“ Nú hafa sjö konur stigið fram og sagt að Ólafur Skúlason hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Organisti Ólafs lýsti því einnig þegar hann kom óvænt inn til hans og sá stúlku liggja þar á bekk og Ólaf ofan á henni: „Hún var útgrátin. Ólafur reis snöggt upp við innkomu mína og var lausgirtur. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðr- ið, en prestur brást hinn versti við og vandaði mér ekki kveðjurnar fyrir að ryðjast svona inn. Ólafur átti oft mjög erfitt með að hemja skap sitt. En hann gat mjög fljótt og áreynslulaust brugðið sér í auðmjúkan prest og veitt hlutaðeig- andi huggun eins og góður leikari. Ég varð oft vitni að því.“ „Hvað er að þér, kona?“ Þó að Ólafur hafi leikið tveimur skjöldum fékk Karl fékk engu að síð- ur vitneskju um skuggahliðar Ólafs. Eins og fyrr segir leitaði Sigrún Pálína til hans árið 1996 og sagði honum frá því að Ólafur hefði ráðist á hana árið 1979 og reynt að nauðga henni í litlu herbergi í Bústaðakirkju. Dag- björt sagði Karli einnig frá því þegar 12 | Fréttir 22. júní 2011 Miðvikudagur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Lofræða KarLs um ÓLaf n Karl Sigurbjörnsson lofaði Ólaf í hástert árið 1999 n Þremur árum eftir að hann tók á móti Sigrúnu Pálínu og Dagbjörtu n Sagði tíð Ólafs tíma „mikillar grósku“ „Við biðjum þess að þau geti horft með gleði og þökk yfir starfs- ferilinn sem að baki er og fundið virðingu, hlýju og kærleika okkar. Þriðjungur þjóðkirkjupresta vill að biskup Íslands segi af sér: Prestastéttin klofin vegna Karls Fáir prestar hafa stigið fram og kallað eftir afsögn biskups. Miðað við könnun DV, sem 70 prósent íslenskra presta svöruðu, eru þó fleiri sem vilja að biskup axli ábyrgð með því að segja af sér. Könn- unin var nafnlaus því margir prestar vildu ekki svara henni öðruvísi. Áberandi fleiri prestar sem svöruðu spurningunni með jái – það er að Karl ætti að segja af sér – vildu ekki koma fram undir nafni. Einn prestur vildi hins vegar ekki taka afstöðu til spurningarinnar þar sem könnunin var nafnlaus. Fáir prestar hafa tjáð skoðanir sínar opinberlega en það hefur Sigríður Guðmarsdóttir prestur í Guðríðarkirkju þó gert: „Biskup Íslands þarf að kannast við það, að kirkjunni kemur betur að annar taki við lyklavaldi hans. Eftir því sem hann situr lengur í embætti verðru skaði kirkjunnar meiri og sárari og tiltrú fólksins á kirkjunni dvínar.“ adalsteinn@dv.is, kristjana@dv.is Ólafur króaði hana af á veitingahúsi í Kaupmannahöfn og reyndi að koma vilja sínum fram við hana. Þær sögðu Karli frá og hann hlustaði. Báðar konurnar höfðu menn sér við hlið þegar þær ræddu við Karl. Þáverandi eiginmaður Dagbjartar brotnaði niður og grét frammi fyr- ir honum. „Karl gekk að honum og á milli ekkasoganna náði hann að stynja því upp hvernig í ósköpunum það gæti verið að sannleikurinn væri svona sár. Hvernig það væri hægt að snúa svona máli gegn okkur. Karl gat ekki veitt honum neina huggun,“ sagði Dagbjört. „Án þess að það væri sagt berum orðum fékk ég þau skila- boð að ég hefði átt að taka þetta með mér í gröfina. „Hvað er að þér, kona?“ Ég skynjaði það þannig. Karl vissi allt- af að ég væri að segja satt.“ Sárt að sjá Karl í Kastljósi Þá sagði hún einnig að það hefði ver- ið sárt að horfa á Karl í Kastljósvið- tali þegar málið kom upp aftur í fyrra. „Ég heyrði hvað hann var tregur til að segja að hann tryði okkur og hugsaði á meðan ég hlustaði hvort hann hefði einhvern tíma þurft að kyngja svona miklum sársauka.“ Sigrúnu Pálínu blöskraði einnig þar sem Karl tók það fram í viðtalinu að Ólafur hefði átt sínar góðu stund- ir, en líka átt til breyskleika. Fannst Sigrúnu Pálínu ekki við hæfi að taka það fram í umræðu um kynferðis- brot hans. „Maðurinn var kynferð- isafbrotamaður. Hann var nauðgari, hann var barnaníðingur. Er það að hafa breyskleika? Það er bara að vera alvarlega sjúkur. Auðvitað átti hann einhverjar góðar stundir, en af hverju er verið að setja það í sömu setningu?“ Ítrekuð mistök Karls Rannsóknarnefndin gerði ekki at- hugasemdir við þessa lofræðu Karls um Ólaf, jafnvel þótt séra Vigfús Þór Árnason væri gagnrýndur fyrir að hafa brugðist þegar hann lýsti yfir stuðningi við biskup þar sem hann hafði áður veitt Sigrúnu Pálínu sálusorg. Karl er aftur á móti sagður hafa gert mistök, bæði þegar hann skrif- aði undir yfirlýsinguna, sem Geir Waage hélt reyndar að Karl hefði jafnvel skrifað sjálfur þar sem hún bæri sterk stíleinkenni hans, og líka þegar hann tók á móti þeim Sigrúnu Pálínu og Dagbjörtu. Var aðkoma hans jafnvel talin hafa dregið úr lík- um á sáttum í málinu vegna fyrri af- skipta og tengsla við Ólaf. Mistök Karls eru fleiri samkvæmt rannsókn- arnefnd kirkjuþings, og þau eru al- varleg og ámælisverð. Á Karl biskup að hætta? Starfandi prestar innan þjóðkirkjunnar eru klofnir í afstöðu sinni gagnvart því hvort Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að víkja þar sem rannsóknarnefnd kirkjuþings telur að Karl hafi brugðist í hlutverki sínu. Voru prestarnir spurðir hvort Karl ætti að hætta. Svarhlutfall: 70% Karlar: 74% Konur: 67% Svara ekki 16 % 15 % 16 % Nei 32 % 38 % 33 % Já 34 % 38 % 35 % Óviss 18 % 8% 15 % n Karlprestar n Kvenprestar 51,5% 48,5% n Segi af sér n Sitji áfram „Gestrisin eru þau, höfðingleg heim að sækja. Sr. Karl Sigurbjörnsson um Ólaf Skúlason og eiginkonu hans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.