Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 17
Hópur sýrlenskra karlmanna hefur brugðið á það ráð að skuldbinda sig til að giftast konum sem hefur verið nauðgað. „Við viljum ekki einung- is breyta stjórnarháttum í Sýrlandi heldur einnig svona hlutum,“ segir 32 ára bakari í þorpinu Jisr al-Shugo- ur sem hermenn réðust á í síðustu viku. Hann á þá við hugarfar fólks en fjölskyldur kvenna sem sæta nauðg- unum drepa þær í sumum tilvikum til að endurheimta heiður sinn. „Þær eru fórnarlömb byltingarinnar og við gerum allt til að vernda þær,“ sagði lyfsali í sama þorpi. Í upphafi tóku 15 menn undir þessar hugmyndir en þeir eru einungis fjórir nú. Dæmi er um að fjórum systrum hafi verið nauðgað en það hefur ekki varið staðfest þar sem neitað er að gefa upp nöfn þeirra til að vernda þær gegn þeirri skömm sem fjölskyldur þeirra myndu upplifa í samfélaginu. Af sömu ástæðu hafa tyrknesk stjórn- völd ekki birt nöfn flóttamanna sem hafast við í Tyrklandi. Sýrlendingar hafast margir við í tjaldborgum nálægt tyrknesku landamærunum eftir að hafa flú- ið bæi og þorp sín sem urðu fyrir barðinu á hersveitum hliðhollum stjónvöldum í landinu. Þá hafa yfir 10 þúsund Sýrlendingar flúið yfir landa- mærin. Arababandalagið fordæmir ofbeldið í Sýrlandi Arababandalagið, sem Sýrland á að- ild að, fordæmdi ofbeldi yfirvalda í síðustu viku og bættist þar í hóp Bandaríkjanna, Evrópusambands- ins og fleiri. Þá hefur Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands sem áður var einn helsti bandamað- ur sýrlenskra yfirvalda, snúið baki við stjórninni í Damaskus eftir að flótta- menn tóku að streyma til Tyrklands og sagt aðgerðir þeirra vera villi- mannslegar. Nú síðast var ráðist inn í þorpið Bdama nálægt landamær- um Tyrklands í því skyni að hindra flótta Sýrlendinga til Tyrklands en sú aðgerð mun hindra að vatn og mat- arbirgðir berist til 2.000 manna sem hafast við í nálægum fjöllum. Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 1.300 óbreytta borg- ara hafa fallið í mótmælunum síðan í mars en ekki sér fyrir endann á mót- mælunum. Assad kennir nokkrum skemmdarvörgum um Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kenndi nokkrum skemmdarvörgum um mótmælin í ræðu sem hann hélt í háskólanum í Damaskus á mánudag- inn. Var þetta í þriðja sinn sem hann ávarpaði sýrlensku þjóðina. Hann kallaði eftir samræðum meðal þjóð- arinnar til að móta framtíð landsins. Þá biðlaði hann líka til flóttamanna í Tyrklandi að snúa aftur. Ræðan hlaut hins vegar dræm- ar móttökur. Mótmælendur sögðu al-Assad einungis tala til stuðnings- manna sinna og sumir kölluðu hann einfaldlega lygara. Mótmælendur eru hættir að láta sér nægja að krefj- ast umbóta og krefjast þess að Assad fari frá völdum og lýðræði verði kom- ið á. Á alþjóðavettvangi var ræðunni heldur ekki vel tekið. Bandaríkin sögðust vilja sjá „aðgerðir, ekki orð“ og Abdullah Gul Tyrklandsforseta fannst ræðan ekki nægja og sagði að al-Assad hefði átt að lýsa því yfir að fjölflokkakerfi yrði komið á. Erlent | 17Miðvikudagur 22. júní 2011 AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI! Bara góðar hliðar Orkulykillinn færir þér svo miklu meira en bara afslátt af ódýrasta* bensíninu Orkulykillinn hefur ekkert nema góðar hliðar. Hafðu hann á kippunni og tryggðu þér: Sæktu um Orkulykilinn í dag á www.orkan.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 6 9 • 2 kr. afslátt hjá Orkunni • 4 kr. afslátt hjá Shell • 5 kr. afslátt á Ofurdögum • 10 kr. afslátt í fyrstu 2 skiptin • 10 kr. afslátt á afmælisdaginn • Afslátt af bílavörum • Afslátt af smurþjónustu • Afslátt af bílaþvotti • Greiðslumöguleika á Stöðinni • Orkuvernd (verðstefna Orkunnar) • Reglulega endurgreiðsluleiki • Sérmerkingar lykla *Samkvæmt www.bensinverd.is Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is n Sýrlenskir karlmenn bjóðast til að kvænast konum sem hefur verið nauðgað n Arababanda- lagið fordæmir ofbeldi Sýrlendinga sem heldur áfram n Ávarp al-Assads fær dræmar undirtektir Flóttamannabúðir Sýrlenskir flóttamenn hafast við í tjaldbúðum nálægt landamærum Tyrklands og Sýrlands. bjarga konum frá heiðursmorði Bashar al-Assad Forseti Sýrlands hélt ræðu í háskólanum í Damaskus sem hlaut dræmar undirtektir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.