Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 22
22 | viðtal 22. júní 2011 Miðvikudagur „Ég hljóp bara beint út. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að komast aft­ ur að landamærunum og fara aftur til Kanada. Ég var bara rétt hjá. Sá sem fór með mig yfir var búinn að segja mér að hringja í sig ef ég lenti í ein­ hverjum vandræðum og ég ætlaði að gera það. Ég byrjaði bara að hlaupa. Þetta var svo óraunverulegt.“ Næstu klukkutímunum eyddi Linda í felum í litla bænum Platts­ burgh. Hún faldi sig í görðum og litlum götum. „Innan við klukkustund eftir að ég fór vissi ég að þeir voru farnir að leita að mér. Þá voru lögreglubílar og þyrlur úti um allt. Þá hugsaði ég: Guð minn góður, hvað er ég búin að gera? Ég hélt að þeir myndu ekkert fara að leita að mér. Einhverjum ómerkileg­ um Íslendingi. En þeir hugsuðu fyrst hún er að flýja þá hlýtur hún að hafa eitthvað að fela. Ég hljóp bara um grátandi og bað guð að hjálpa mér.“ Svona lýsir Linda Björk stundinni þegar hún flúði úr dómhúsi í Platts­ burgh í New York­ríki. Mikil leit hófst og lögregla hafði mikinn viðbúnað sem vakti töluverða athygli. Settir voru upp vegatálmar, liðsauki var kallaður út og þyrlur sveimuðu yfir svæðinu. Fréttir af strokinu fóru um sem eldur í sinu og bárust fljótt til Ís­ lands. Linda náðist nokkrum klukku­ tímum síðar og var færð aftur í fang­ elsi. Fékk ekki að koma inn í landið Forsaga málsins er sú að árið 2009 var Linda stoppuð í Minneapolis og fékk ekki að koma inn í landið. Þá hafði hún verið búsett í borginni Sacramento í Kaliforníu í níu ár. Hún var að bíða eftir endurnýjun á vega­ bréfsárituninni sinni og þurfti þess vegna reglulega að fljúga heim til Ís­ lands svo hún héldist lögleg í Banda­ ríkjunum. „Við ákváðum að fara heim árið 2008 og vorum að íhuga hvort við ættum að flytja heim. Við sökn­ uðum fjölskyldunnar okkar heima en hjarta okkar var í Kaliforníu svo það varð ofan á að við færum þangað aftur,“ segir Linda. „Þarna var ég að ferðast á vísa „wave“­inu sem Íslendingar geta ferðast á. Ég var að fara í gegnum Minnea polis þegar ég var stoppuð. Þar stoppaði tollvörður mig því hon­ um fannst grunsamlegt hvað ég var með mikinn farangur. Ég náttúrulega átti hús úti og allt mitt líf var þar. Hann vildi senda mig aftur heim því hon­ um fannst skrítið hvað ég væri tengd Bandaríkjunum en væri ekki með vegabréfsáritun. Þeir hafa svo rosa­ lega mikið vald og það er á þeirra valdi hvort þeir hleypa þér inn eða ekki.“ Linda fékk ekki að koma inn í landið og var send til baka með sömu vél aftur til Íslands. Þar var henni sagt að það gæti tekið hana marga mán­ uði, allt upp í ár, þangað til pappír­ arnir yrðu tilbúnir og hún kæmist á ný til Bandaríkjanna. Dóttir hennar var komin út, húsið hennar var úti og hún átti kærasta í Kaliforníu. Þetta þýddi að hún kæmist ekki heim til sín kannski næsta árið. Reyndi að komast í gegnum Kanada Þá voru góð ráð dýr og Linda leit­ aði leiða til að flýta fyrir því að hún kæmist aftur út. „Ég átti vini í Kan­ ada sem bentu mér á að ég ætti að fá kanadíska áritun. Þá gæti ég komist á auðveldari hátt til Bandaríkjanna í gegnum Kanada með því að vinna þar í smá tíma. Þeir sögðu að ef ég kæmi að vinna þarna í einhverja þrjá mánuði þá myndi ég fá grænt kort í Kanada til bráðabirgða og það myndi gefa mér leið til að komast yfir löglega. Ég var að vinna í því. Ég var með lögfræðing sem ætlaði að vinna þessa pappíra fljótt fyrir mig. Ég var ekkert að spyrja hvernig eða af hverju hann fengi það í gegn svona fljótt.“ Það fór þó ekki allt á þann veg sem hún hafði ráðlagt. „Síðan klikk­ aði þetta og mín samskipti við þetta vinafólk þarna úti og ég var bara á milli steins og sleggju í Kanada. Þá Linda Björk Magnúsdóttir varð þekkt á Íslandi eftir að fréttir af stroki hennar frá lögreglu í Bandaríkjunum birtust í flestum fjöl- miðlum landsins. Hún komst ólöglega inn í Bandaríkin með indíána á spíttbát. Hún strauk úr dómhúsi þegar hún beið þess að fá dóm fyrir að koma ólöglega inn í landið. Víðtæk leit var gerð að henni og hún náðist eftir nokkrar klukkustundir á flótta. Linda sem er dóttir tónlistarmannsins Magnúsar Þórs Sigmundssonar sagði Viktoríu Hermannsdóttur frá því hvernig það kom til að rúmlega fertug tveggja barna móðir var handtekin í Bandaríkjunum og af hverju hún stakk af. „Guð minn góður, hvað er ég búin að gera?“ „Það var svona svo- lítið djammtímabil á manni, ég var nýskilin og það var allt einhvern veginn að gerast á sama tíma. Hljóp út Linda lagði á flótta til að reyna að komast aftur að landamærunum. Mynd RóBeRt ReyniSSon Faðir Lindu Hún segir fjölskyldu sína hafa verið mjög hrædda þegar hún heyrði af handtökunni og svo strokinu. Magnús Sigmundsson tónlistarmaður er faðir Lindu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.