Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 22. júní 2011 Miðvikudagur Spænski miðjumaðurinn reynir að komast frá Arsenal til Barcelona: Fabregas „gerir allt sem hann getur“ Forsvarsmenn Barcelona neita að borga 35 milljónir punda fyrir Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal. Talsmað- ur Barcelona sagði hins vegar við fjöl- miðla í vikunni að miðjumaðurinn væri að „gera allt sem hann gæti“ til að ganga til liðs við liðið. Fabregas er alinn upp hjá Barce- lona og hefur aldrei leynt áhuga sín- um á að ganga til liðs við sitt gamla lið. Hann hefur hins vegar sagt að hann sé ánægður hjá Arsenal, þar sem hann hefur verið frá því hann var 16 ára. Peter Hill-Wood, stjórnarformað- ur Arsenal, segir að það sé skiljan- legt að Fabregas vilji snúa aftur heim. Svipuð staða kom upp síðasta sumar þegar Barcelona bauð tvívegis í kapp- ann en báðum tilboðum var hafnað. Sandro Rossell, forseti Barce- lona, ræddi málið við spænska fjöl- miðla í vikunni: „Pep Guardiola veit nákvæmlega hversu verðmætir leik- menn eru og Cesc er metinn á und- ir 35 milljónum punda. Barcelona mun ekki bjóða þá upphæð. Ef Arse- nal samþykkir ekki tilboðið, þá kem- ur hann ekki til okkar. Guardiola veit alveg að fjárhagsstaða okkar er ekki rosalega góð.“ Barcelona virðist þó eiga einhverja peninga því liðið er um það bil að ganga frá kaupum á síleska framherj- anum Alexis Sanchez frá Udinese á Ít- alíu. Forseti Barcelona segir hins veg- ar ekkert frágengið varðandi það mál. Leikmannamál Barcelona eru í brennideplinum því varnarmaður- inn Eric Abidal hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu og við- urkennt að hafa rætt óformlega við Florentino Pérez, forseta Real Mad- rid. valgeir@dv.is André Villas-Boas hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Porto á þriðju- dag og virðist flest benda til þess að hann taki við enska stórliðinu Chelsea innan fárra daga. Villas- Boas er fæddur 17. október árið 1977 og er hann því einungis 33 ára. Fari svo að hann taki við Chel- sea mun hann hitta fyrir leikmenn sem eru litlu yngri en hann sjálf- ur; fyrirliðinn John Terry er þrem- ur árum yngri og Frank Lampard og og Didier Drogba eru einu ári yngri. Chelsea hefur þó ekki vilj- að staðfesta að Villas-Boas taki við liðinu. Guus Hiddink hefur ver- ið orðaður við stöðuna en breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því á þriðjudag að Villas-Boas yrði kynntur sem nýr stjóri Chelsea á næstu dögum. Fjórir titlar á fyrsta tímabilinu Afar sjaldgæft er að svo ungir knatt- spyrnustjórar séu ráðnir til jafn stórra liða. Af árangri Villas-Boas með Porto-liðið að dæma lof- ar hann þó býsna góðu. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Porto í byrjun júní í fyrra. Í fyrsta alvöru- leik liðsins, þar sem Porto mætti Benfica í leik milli deildarmeist- ara og bikarmeistara síðsumars í fyrra, vannst sannfærandi 2–0 sig- ur. Porto rúllaði síðan portúgölsku deildinni upp; endaði með 84 stig, heilu 21 stigi á undan erkifjendun- um í Benfica og tapaði ekki einum einasta leik. Porto fór síðan alla leið í portúgalska bikarnum þar sem liðið rúllaði yfir Vitória de Guim- arães, 6–2, í úrslitaleiknum. Stærsti sigurinn var þó án efa sigurinn í Evrópudeildinni þar sem Falcao tryggði Porto enn einn titilinn í 1–0 sigri á Braga. Fjórir titlar á einu tímabili varð niðurstaðan í vor. Sagður minna á Mourinho André Villas-Boas er oft nefndur í sömu andrá og José Mourinho og það svo sem ekki að ástæðulausu. Þeir eru báðir portúgalskir, tóku báðir ungir við stjórnartaumunum hjá Porto og virðast ætla að eiga það sameiginlegt að stjórna stórliði Chelsea. Boas og Mourinho eru þó afar ólíkir, sérstaklega þegar kem- ur að samskiptum við fjölmiðla en ekki síst þegar kemur að leikskipu- lagi. Þó að Boas sé enn að slípast til einkenndist leikur Porto í vetur af blússandi sóknarbolta. Mourinho þykir varfærnari, eins og stuðn- ingsmenn Chelsea og Real Mad- rid ættu að þekkja, og spilar jafn- an stífan og skipulagðan varnarleik gegn sterkum sóknarliðum. Villas-Boas þykir með eindæm- um hógvær, ólíkt forvera hans hjá Porto. „Þjálfarinn er aldrei stjarn- an. Hann er einfaldlega manneskja sem á að ná fram því besta hjá leik- mönnum.“ Þó að Jose Mourinho sé oft tal- inn í hópi færustu knattspyrnu- stjóra heims tókst Villas-Boas að toppa kollega sinn í fyrra. Liðið lék 36 leiki í röð í vetur án þess að tapa leik í öllum keppnum. Fyrra met- ið hjá Porto átti títtnefndur Mour- inho, eða 33 leiki. Pressa, pressa, pressa Breska blaðið The Sun tók sam- an nokkur atriði sem stuðnings- menn Chelsea geti átt von á, verði Villas- Boas ráðinn til félagsins eins og margt bendir til. Sem fyrr segir er aðaleinkenni hans sóknarbolti og mikil pressa þegar andstæð- ingarnir eru með boltann, líkt og Barcelona hefur gert með svo góð- um árangri. Hann þolir ekki leik- menn sem vinna ekki fyrir liðið og lét hafa þetta eftir sér í viðtali fyr- ir skemmstu: „Ef ég er með miðju- mann í hópnum sem berst ekki, þá er ekki pláss fyrir hann í lið- inu.“ Þó svo að sóknarboltinn sé í fyrirrúmi leggur hann mikið upp úr skipulagi. Hann hefur vanið sig á að halda 30 mínútna fundi dag- inn eftir hvern leik þar sem farið er yfir leikskipulag, það sem fór vel og það sem má betur fara. Varðandi leikmannakaup bú- ast sparkspekingar The Sun við að Villas-Boas muni fyrst um sinn leita í leikmannahóp Porto. Kól- umbíumaðurinn Falcao, sem skor- aði 38 mörk í 42 leikjum með Porto í vetur, var strax orðaður við Chel- sea um leið og Villas-Boas sagði upp. Stuðningsmenn Chelsea bíða ef til vill spenntir eftir tíðindum næstu daga. Villas-Boas lofar góðu og mun án efa láta mikið til sín taka á komandi árum. Roman Abramo- vich, eiganda Chelsea, þyrstir í að sigra í Meistaradeild Evrópu. Og það er aldrei að vita nema ung- stirnið André Villas-Boas verði maðurinn sem láti draum Rússans ríka rætast. n Flest bendir til þess að André Villas-Boas verði nýr knattspyrnustjóri Chelsea n Einu ári eldri en Didier Drogba og Frank Lampard n Vann alla titla sem í boði voru með Porto í vetur n Ólíkur Jose Mourinho Hógværi sigurvegarinn sem toppaði Mourinho Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Sigri fagnað Villas-Boas kann lítið annað en að sigra. Hér fagnar hann Evrópumeistaratitlinum í vor þegar Porto lagði Braga að velli í Dublin, 1–0. MynD REuTERS n Bjó í sömu blokk og hinn goðsagna- kenndi Bobby Robson þegar hann stjórnaði Porto. Þá var Villas-Boas 16 ára. n Josh Phelan, sem nú er markmanns- þjálfari Wojciech Szczesny hjá Arsenal, er góður vinur hans. n Hann og Phelan stjórnuðu í samein- ingu landsliði Bresku Jómfrúareyjanna. Þá var Villas-Boas 21 árs. n Náði sér í UEFA C þjálfararéttindi í Skotlandi þegar hann var aðeins sautján ára. n Er yngsti þjálfari sögunnar til að vinna Evróputitil. n Átti enska ömmu og talar þess vegna mjög góða ensku. n Eiginkona hans er Joana Teixeira og eiga þau tvær dætur. Þau giftu sig árið 2004. Staðreyndir um André Villas-Boas Fabregas Fyrirliði Arsenal reynir að komast til Barcelona sem vill ekki borga of hátt verð fyrir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.