Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Side 2
2 | Fréttir 8. ágúst 2011 Mánudagur Þ ýskir fjárfestar sem tóku þátt í fasteignaverkefni í Berlín í Þýskalandi sem Glitnir fjár­ magnaði hafa lagt fram gögn hjá sérstökum saksóknara og krefjast þess að fyrrverandi starfs­ menn Glitnis verði ákærðir fyrir brot í starfi. Er um að ræða þá Hilmar Steinar Sigurðsson og Axel Ómars­ son, sem nú starfa hjá Klasi Invest­ ment Services og Jóhann Ómarsson, núverandi stjórnarmann hjá Artic Trucks. Einnig fara þeir fram á að Guðjón Hauksson hjá Kapital North verði ákærður. Þeir Hilmar, Axel og Jóhann voru allir háttsettir hjá Glitni en sam­ kvæmt heimildum DV var þeim vik­ ið frá störfum þar eftir hrun. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari staðfesti í samtali við DV, að emb­ ættinu hefðu borist gögn um um­ rætt mál. Hins vegar væri ekki hægt að veita nánari upplýsingar um það. 70 þúsund fermetra lóð í Berlín Upphaf málsins má rekja til þess að árið 2007 tilkynnti Hilmar Steinar Sigurðsson, þáverandi starfsmaður Glitnis, þeim Klaus Wagner og Mo­ ritz Müller, þýskum fjárfestum, að hann væri með kaupanda að fast­ eignum upp á allt að 200 milljónum evra, eða sem nam um 17 milljörð­ um íslenskra króna á þeim tíma. Hilmar hafði áður komið að mörgum fasteignaverkefnum í Berlín sem Glitnir hafði aðkomu að en hluti þeirra voru fjárfestingar FL Group. Hann tjáði þeim Klaus Wag­ ner og Moritz Müller að hann gæti útvegað þeim fjárfesti til að kaupa 72 þúsund fermetra lóð í Berlín en þeir fóru fyrir félaginu R.E.D. Berl­ in Development GmbH. Umrædd lóð er í miðbæ Berlínar, í Friedrichs­ hain­hverfinu í um fimm mínútna fjarlægð frá Alexanderplatz. Þar var áður stærsta járnbrautarverkstæði Þýskalands, þá í eigu Austur­Þýska­ lands (DDR) sem var lokað árið 1992 eftir hrun Berlínarmúrsins og sam­ einingu Þýskalands. Fékk sjálfur 8,5 prósenta hlut Hilmar vildi hins vegar líka fá sinn skerf og fór fram á að verða sjálfur hluthafi í verkefninu. Fór hann fram á að fá 8,5 prósenta hlut og var það samþykkt. Um þennan hlut stofn­ aði Hilmar einkahlutafélagið Kvar­ ter. Einkahlutafélagið Winter fékk síðan 46 prósenta hlut í R.E.D. Berl­ in Development. Átti Winter ekki að greiða fyrir sinn hlut heldur var fé­ laginu ætlað að klára fjárhagslega hlið verkefnisins, kaup og uppbygg­ ingu. Upphaflega var félagið þó í helmingseigu Þjóðverjanna á móti Kapital North sem Guðjón Hauks­ son fer fyrir. Eftir að Winter og Kvarter komu inn í hluthafahóp R.E.D. Berlin Development settust þeir Hilmar og Guðjón í stjórn félagsins með Klaus Wagner. Á þessum tíma hafði Hilm­ ar útvegað R.E.D. Berlin Develop­ ment lán hjá Glitni upp á 4,1 milljón evra, eða um 350 milljónir íslenskra króna. Hluthafahópur R.E.D. Berlin Development í dag samanstendur af Winter ehf. (46%), Kvarter (8,5%), Kapital North ehf. (21%) og Red Berlin Holding GmbH (24,5%). Win­ ter var upphaflega stofnað af endur­ skoðendaskrifstofunni KPMG undir nafninu FS 24. Hluthafar í Winter eru þeir Gunnar Þór Ólafsson, Ragnar Kristinn Kristjánsson og einkahluta­ félögin Johnson og K.V. Mosfell. Ólögmæt millifærsla? Í mars árið 2008 voru millifærðar 800 þúsund evrur inn á reikning Winter. Þjóðverjarnir telja að umrædd milli­ færsla upp á 800 þúsund evrur hefði átt að fara beint til R.E.D. Develop­ ment en aldrei borist þangað. Um er að ræða afborgun númer tvö af lánasamningi R.E.D. Berlin Deve­ lopment við Glitni. Vegna þessa hafa verið höfðuð 20 dómsmál gegn þeim Hilmari Steinari Sigurðssyni og Guð­ jóni Haukssyni í Berlín og eru þeir ásakaðir um fjárdrátt. Í samtali við DV segir Hilmar sjálfur þetta hins vegar alrangt. Nokkrum dögum áður en umrædd millifærsla átti sér stað settist Birgir H. Þórisson í stjórn Win­ ter. Hann hefur komið að ýmsum fasteignaviðskiptum með Sigurjóni Sighvatssyni, kvikmyndaframleið­ anda og mági sínum, en þeir skildu eftir sig slóð gjaldþrota í Danmörku vegna nokkurra fasteignafélaga sem Glitnir fjármagnaði að stórum hluta. Hilmar og Axel inn í Klasa í fyrra Þeim Hilmari, Axel Ómarssyni og Jó­ hanni Ómarssyni var vikið frá störf­ um hjá Glitni eftir hrun. Jóhann var yfirmaður Hilmars innan bankans og kom að lánveitingum til Win­ ter. Eftir að Hilmar, Jóhann og Axel hættu störfum hjá Glitni stofnuðu þeir einkahlutafélagið Mynt. Hilm­ ar vill lítið upplýsa um umrætt félag en segir það ekki lengur í rekstri. Í upphafi ársins 2010 stofnuðu þeir Hilmar og Axel síðan fasteignafélag­ ið Klasi Investment Services, sem er dótturfyrirtæki fasteignafélagsins Klasa. Það félag var stofnað árið 2007 af fyrrverandi framkvæmdastjórum hjá Glitni sem þá störfuðu með þeim Hilmari og Axel hjá bankanum. Eigendur Klasa eru þeir Finn­ ur Reyr Stefánsson og Tómas Krist­ jánsson sem græddu hvor um sig nærri milljarð króna þegar þeir seldu hlutabréf sín í Glitni í maí árið 2007. Þeir voru á meðal nánustu sam­ starfsmanna Bjarna Ármannsson­ ar hjá bankanum, voru báðir fram­ kvæmdastjórar og hættu á sama tíma og Bjarni þegar Lárus Welding tók við bankastjórastöðunni hjá Glitni. Klasi var upphaflega stofnað af Þor­ gils Óttari Mathiesen sem átti þriðj­ ungshlut á móti þeim Finni og Tóm­ asi þar til Íslandsbanki tók yfir hans hlut í fyrra. Á heimasíðu Klasa kemur fram að meginstarfsemi Klasi Investment Services sé að vernda og viðhalda verðmætum erlendra fasteignaverk­ efna íslenskra fagfjárfesta. Í stjórn Klasi Investment sitja þeir Tómas Kristjánsson, Finnur Reyr Stefáns­ son, Axel Ómarsson og Hilmar Stein­ ar Sigurðsson. Er félagið í eigu Klasa, Axels og Hilmars. Lán R.E.D. Berlin Development upp á 2,5 milljónir evra er á gjald­ daga hjá Íslandsbanka í nóvember á þessu ári. Samkvæmt heimildum DV hafa þýsku hluthafarnir komið með ýmis tilboð um að selja lóð félagsins í Berlín. Lítill áhugi hafi hins vegar verið fyrir því hjá Íslendingum. Flest fasteignaverkefni í Berlín gengið illa Heimildarmaður sem DV ræddi við telur að það hafi þótt mjög vafa­ samt að Hilmar Steinar Sigurðsson hafi sjálfur ákveðið að gerast hlut­ hafi í umræddu þýsku fasteigna­ félagi á sama tíma og hann var starf­ andi hjá Glitni. Þar sé ótvírætt um mikla hagsmunaárekstra að ræða. Umrædd fasteignaviðskipti sem áttu sér stað fyrir bankahrun eru ekki þau einu tengd Glitni sem talin eru hafa verið vafasöm. Samkvæmt fundargerð lána­ nefndar Glitnis frá nóvember árið 2007, sem birtist í skýrslu rannsókn­ arnefndar Alþingis, óskaði fjárfest­ ingafélagið Saxbygg eftir 25 millj­ ónum evra, eða sem nam þá 2,2 milljörðum íslenskra króna, að láni til byggingaverkefna í Berlín. Í fund­ argerðinni segir að Saxbygg hafi þá verið með þrjú verkefni í gangi í Berlín. Þess skal getið að Björn Ingi Sveinsson var um tíma bæði fram­ kvæmdastjóri Saxbygg auk þess að sitja í stjórn Glitnis. Hann hefur þó áður sagt frá því í samtali við DV að Saxbygg hafi einungis nýtt 4,1 millj­ ón evra af umræddri lánsheimild. Einar Gautur Steingrímsson, skiptastjóri þrotabús Saxbyggs, stefndi árið 2010 fyrri eigendum Sax­ byggs vegna sölu á erlendum fast­ eignaverkefnum til félaga sem tengj­ ast þeim. Höfðu þeir veitt sjálfum sér lán upp á 5,3 milljarða króna sem meðal annars var notað til að kaupa fasteignir sem Saxbygg átti í Berlín. Einnig má nefna að SPRON á enn 400 íbúðir í Berlín sem erfiðlega hef­ ur gengið að selja. Þannig er óhætt að segja að ávinningur íslenskra fjár­ festa af fasteignaviðskiptum í Berlín virðist hafa verið frekar rýr. n Íslendingar fjárfestu í 72.000 m2 svæði í Berlín árið 2007 n Hilmar Steinar Sigurðsson, þáverandi starfsmaður Glitnis, tók persónulega þátt n Þýskir fjárfestar hafa óskað eftir rannsókn hjá sérstökum saksóknara Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Glitnistoppar voru í braski í Berlín „Hilmar vildi hins vegar líka fá sinn skerf og fór fram á að verða sjálfur hluthafi í verkefninu. Fór hann fram á að fá 8,5 prósenta hlut og var það samþykkt. Stórhuga fjárfestar Hér má sjá líkan af framtíðarskipulagi 72 þúsund femetra lóðarinnar sem enn er í eigu íslenskra og þýskra fjárfesta í félaginu R.E.D. Berlin Development. Athugasemd frá Hilmari Steinari Athugasemd frá Hilmari Steinari Sigurðssyni vegna skrifa DV um málefni R.E.D. Berlin Development: „Íslensku hluthafarnir hafa ráðið þýska lögmannsstofu til þess að verja sína hagsmuni í verkefninu og eru með í vinnslu um níu ný dómsmál gegn Klaus Wagner, Moritz Müller, Karl Von Olnhausen og eignarhaldsfélagi þeirra RED Berlin Holding GmbH. Þegar hafa unnist 8 dómsmál gegn þessum aðilum. Það er þegar búið að stefna þeim í 17 málum fyrir brot gegn félaginu og íslensku hluthöfunum. Samkvæmt upplýsingum sem mér hafa verið veittar hafa Klaus Wagner og Moritz Mueller stundað fjárdrátt með því að taka hluta af leigu félagsins til sín persónulega. Íslensku hluthafarnir hafa þegar kært Klaus Wagner, Moritz Mueller, og Karl von Olnhausen til saksóknara í Berlín. Þau mál verða væntanlega tekin fyrir á næstunni. Hið rétta í málinu er að íslensku aðilarnir allir eru fórnarlömb þessara manna og hafa nú tekið til varna. Ég vil taka fram að þessir menn eru að misnota fjölmiðla með rang- færslum til þess að beina athyglinni frá eigin gjörðum.“ *DV fékk staðfestingu frá þýsku lögmannsstofunni Raupach & Wollert-Elmendorff á að umrædd dómsmál íslensku hluthafanna hefðu unnist fyrir þýskum dómstólum. Fékk gögn frá Þjóðverjunum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, stað- festi í samtali við DV að honum hefðu borist gögn frá Þjóðverjunum vegna málefna R.E.D. Berlin Development.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.