Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 10
10 | Fréttir 8. ágúst 2011 Mánudagur Buguð eftir 16 ár í vændi Þ etta er venjuleg blokk í úthverfi Reykjavíkur. Bílastæðin fyrir utan standa nánast auð, rétt komið fram yfir hádegi á virkum degi og flest- ir í vinnu. Hér er enginn á ferli. Sólin skín inn á dökkt gólf- teppið og ég geng í gegnum forstofuna og upp eftir þröng- um göngunum. Íbúðin er á annarri hæð. Ég banka og bíð. Eftir skamma stund kemur dökk- hærður maður til dyra, svart- klæddur og með dökka húð. Hann talar ensku þegar hann segir að hún eigi von á mér og býður mér inn, kynnir sig ekki en leiðir mig í gegnum eldhús- ið inn í stofu þar sem hún situr í sófanum. Hún er að tala við mann. Þau tala saman í lágum hljóðum. Hann er eldri en hún og kveður þegar ég kem. Hún segir að hann sé vinur sinn. Annar af tveimur. Stöðug eftirspurn Myndir af landslagi, fossum og blævængir skreyta vegg- ina, lampar eru í hverju horni og hillusamstæða stendur við einn vegginn. Þar eru myndir af börnunum. Hún á fimm, frá tólf og upp í þrítugt. Sófinn er brúnn og úr leðri. Hún hallar sér aftur og set- ur fæturna upp á borð. „Þeir eru nýir,“ segir hún og bendir á strigaskóna. Bleika peysan líka. „Ég er öryrki en fékk ekki bæturnar sem ég átti að fá í gær og ákvað að hefna mín á þessu liði. Fór og keypti mér þessi föt. Gaf honum líka skó,“ segir hún og bendir á útlend- inginn. „Úr líka. Gerði bara það sem mér sýndist. Núna sé ég eftir því vegna þess að ég á bara tuttugu þúsund til að lifa af út mánuðinn. Ég á eng- an pening, hvorki fyrir mat né síga rettum. Þannig að ég ætla að hitta karl í dag.“ Græna hlýrabolinn og gallabuxurnar keypti hún aftur á móti í Kola- portinu á hundraðkall. „Þar kaupi ég yfirleitt fötin mín. Það þekkja mig allir þarna. Og allt sem þú sérð hér inni er meira og minna fengið í Samhjálp. Ég er mjög lunkin í því að finna gersemar.“ Fjörtíu tommu flatskjár stingur þó í stúf. Hann keypti hún einn daginn fyrir öll launin sín. „Græjurnar þarna,“ segir hún og bendir á hljóm- tækjasamstæðu. „Ég fékk þær frá einhverjum karli. Og tölvu. En ég kunni ekkert á hana. Kann ekki einu sinni á símann minn,“ segir hún og kallar á út- lendinginn. Réttir honum sím- ann og segir honum að setja á „silent“. Stendur svo upp til að taka heimasímann úr sam- bandi. „Það er svo mikil trufl- un af þessu. Það er alltaf ein- hver að hringja. Það hringja svona sex til sjö karlar á dag.“ Situr ein og grætur Hún segist vera tímabundin því hún þurfi að sinna aldr- aðri móður sinni. Viðurkennir svo hina raunverulega ástæðu; kúnni bíður úti. Hann hringdi óvænt þegar ég var á leiðinni og sagðist vera kominn. „Ég var ekki búin að segja honum að hann mætti koma þannig að hann þarf bara að bíða. Hann er á bíl og getur beðið þar,“ segir hún. Hún vill deila reynslu sinni með okkur. „Ég sit stundum hér ein og grenja. Útlend- ingnum kynntist ég í meðferð og bauð honum að vera hér því hann átti hvergi heima. Mér finnst gott að hafa hann hérna því ég er svo einmana. Ég er búin að komast að því að þótt ég þekki fullt af fólki þá á ég bara tvo vini í raun. Annar þeirra er áttræður. Hinn sástu hér áðan. Aðrir sem ég þekki eru falskir, tala illa um mig, nota mig eða stela af mér. Það eru ekki vinir mínir.“ „Ég leik leikrit“ Æskan var heldur enginn dans á rósum. Pabbi hennar var drykkjumaður og mamma hennar þjáðist af geðklofa þannig að þær systurnar voru sendar í sveit. Þar var hún beitt harðræði og misnotuð af manni í áraraðir. Að lokum flúði systir hennar og hún á eft- ir, fimmtán ára gömul. „Ég vissi ekkert um lífið eða borgina. Ég þekkti engan og vissi ekki neitt. Tók rútu og endaði á BSÍ þar sem ég kynntist telpu sem tók mig að sér og kynnti mig fyrir vinum sínum. Þetta voru fræg- ir drykkjumenn í Reykjavík og ég fór að drekka og dópa með þeim. Ég fékk að vera hjá þeim en í staðinn gerðu þeir mig stundum út fyrir áfengi. Ég hef aldrei borið virðingu fyrir klof- inu á mér, mér er alveg sama,“ segir hún og leggur áherslu á það með því að endurtaka sig. „Mér er nákvæmlega sama.“ Hún kveikir sér á sígarettu og strax við fyrsta smókinn er hún farin að efast. „Kannski er mér ekki alveg sama en ég leyfi mér ekki að hugsa um það. Þetta truflar mig ekki neitt.“ Hún hikar aftur. „Eða jú, þetta truflar mig þannig að þennan mann langar til að vera ást- fanginn af mér en ég get ekki orðið ástfangin af honum. Ég hef heldur aldrei get- að verið með manni og fengið eitthvað út úr því. Ég fæ ekkert út úr þessu ef þú heldur það,“ segir hún, lítur á mig og blæs frá sér. „Þetta er bara eitthvað rugl. Ég leik leikrit, daðra og þykist fá eitthvað út úr þessu. Í raun er ég bara að drífa þetta af og reyni að vera eins fljót og ég get. Ég vil bara að þeir borgi mér og fari. Ég er orðin svo flink í þessu, sérstaklega með þessa gömlu karla, að það tekur mig bara nokkrar mínút- ur að klára þá af. En ég vil ekki sjá þessa ungu stráka sem vilja hjakka á mér í klukkutíma.“ Andstyggileg árás Fæstir hafa sérþarfir. Sumir vilja að hún veiti þeim munnmök en það finnst henni ógeðslegt. „Ég geri það ekki. Það eru aðal- lega þessir ungu sem vilja það. Þegar strákar um þrítugt hringja skelli ég á þá. Ekki nóg með að þeir séu lengur að, þeir eru líka nískari og beita frekar hörku. Eins vilja þeir oftar eitthvað af- brigðilegt en þeir eldri. Einn bað mig um að míga yfir and- litið á sér. Ég gat það ekki.“ Sá var öryggisvörður. Annar kom fullur og réðst á hana með við- urstyggilegum hætti. „Hann var næstum því búinn að ganga frá mér. Ég grenjaði og grenjaði og fríkaði út. Einhvern veginn tókst mér að rífa seðlabúnt af borðinu hans og hlaupa út. Hann hljóp út á eftir mér en varð hræddur og fór þegar ég bankaði upp á hjá nágrannanum og bað um hjálp. Hann var búinn að gera nóg.“ Árásina kærði hún aldrei og leitaði sér ekki heldur hjálpar. Klagaði kúnna í konuna „En flestir sem ég hitti eru bara eldri menn sem fá það strax.“ Þeir eru upp til hópa giftir. „Sumir eiga veika konu. Aðrir eiga konu sem er hætt að vilja sofa hjá þeim. Enn aðrir fíla það bara að kaupa vændi. Þetta er svona alls konar,“ segir hún kæruleysislega. En það varðar líka hennar hagsmuni að fá gifta menn. „Einu sinni fékk ég svo mikið ógeð á karli að ég hringdi í kon- una hans og sagði henni frá þessu. Hann var sveittur og ljótur og ógeðslegur. Ætlaði að láta mig fá pening en gerði það aldrei. Kom svo til mín og þótt- ist hafa gleymt veskinu sínu. Lét mig vera með sér en sagði svo að hann væri ekki með pening. Einu sinni bauð hann mér fimm þúsund kall fyrir. Þá henti ég honum út. Konan hans hringdi nokkr- um sinnum til að fá þetta stað- fest en hann hringdi aldrei aftur í mig. Skiljanlega,“ segir hún og hlær. Veik af lyfjanotkun Aðspurð segist hún vera alls- gáð, nema hvað hún tók rítalín í morgun, sterkustu gerð að nafni Uno. Tekur það fram að hún sé hætt að misnota það og noti það nú aðeins til að vinna bug á at- hyglisbrestinum. Aukaverkan- irnar eru samt talsverðar, segir hún. „Ég var orðin svo létt, 38 kíló og fárveik á líkama og sál. Þannig að ég þurfti að fara og fá næringu í æð.“ Á tímabili mis- notaði hún líka parkódín forte en fór í meðferð við því. „Núna nota ég það bara við verkjum, tvær til þrjár töflur á dag.“ En áfengi hefur hún ekki drukkið frá því að hún fór í meðferð árið 1988. Á svipuðum tíma kynntist hún manni og varð ástfangin. Átti tvö börn fyrir. Sú elsta kom undir á meðan hún var enn á götunni og barnsfaðirinn lét sig hverfa um leið og hann fékk fréttirnar. Síðan heyrðist ekkert af honum meir. Næsti lést fyrir aldur fram. En með þessum manni bjó Viðtal Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is n Fimm barna móðir í vændi n Ætlaði að hefna sín á sambýlismanninum n Hann hvatti hana áfram n Sextán árum síðar er hún búin að fá nóg n Buguð, vonlaus og sér enga leið út n Titrar og skelfur þegar kúnni bíður n „Ég get þetta ekki lengur“ „Ég leik leikrit, daðra og þykist fá eitthvað út úr þessu. Í raun er ég bara að drífa þetta af og reyni að vera eins fljót og ég get. Ég vil bara að þeir borgi mér og fari. Börnin vissu af vændinu „Ég var alltaf að skreppa út og kom heim með peninga. Þannig að þau vissu þetta alveg. Barnsfaðir minn sagði þeim þetta líka,“ segir konan. Mynd GunnAr GunnArSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.